Morgunblaðið - 17.11.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVISBT 4Ð1Ð Sunnudagur 17. nóv. 1957. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðatritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjaid kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. HVORT MAN NU ENSINN--------? TÍMINN hefur að undan- förnu birt hverja rógs- greina á fætur annarri um Hitaveitu Reykjavíkur og Sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn í því sambandi. í blaðinu er talað um „Hitaveituhneykslið“, því er skrökvað upp að Reykjavíkurbær hafi hvorki meira né minna en dregið tugi milljóna á fáum árum út úr rekstri Hitaveitunnar og hún standi síðan slypp og snauð og hafi ekkert fé til nauðsyn- legra framkvæmda. Á öðrum stað í blaðinu er gerð grein fyrir þessu máli og vísast til þess. Það sem Tíminn segir um hitaveituna eru staðlausir stafir. Hitaveita Reykjavíkur er vafa- laust mesta mannvirki íslend- inga. Það er sérstætt og á engan sinn lika í heiminum. Það þurfti að yfirvinna marga tæknilega örðugleika áður en verkið var unnið, en um það höfðu Sjálf- stæðismenn alla forystu. En þar var við ramman reip að draga. Á þeim árum, sem tæknilegur undirbúningur Hitaveitunnar stóð yfir, var „vinstri stjórn“ í landinu eins og nú. Þá voru höft, eins og nú, pólitísk höft, þar sem þjónar Framsóknar og Sambands ísl. samvinnufélaga réðu öllu, enda var þá lagður grundvöllur inn að auðvaldi SÍS. Þá var líka gjaldeyrisskortur, eins og nú. Á skömmum tíma hafði „vinstri stjórninni“ tekizt að eyðileggja íslenzku krónuna. Áður var hún í góðu gildi, hún naut álits á alþjóðlegum peningamarkaði og var raunverulega króna, en ekki nokkrir aurar að verðgildi, eins og nú. Þannig var ástatt, þegar Framsókn tók við íslenzku krón- unni úr höndum Sjálfstæðis- manna. En „vinstra" bröttið eyði lagði fjármál landsins og álit, eins og það er líka að gera nú. Hvort man nú enginn eymdartíma „vinstri stjórnarinnar" sem þá var? Á þeim tíma, sem Sjálf- stæðismenn voru að undirbúa stærsta og sérstæðasta mann- virki íslendinga, var í landinu stjórn, sem ofsótti þann flokk, sem fyrir þessu verki barðist og reyndi að spilla öllu, sem hann gerði. Verst af öllu var þó það þjóðfélagsástand, sem þessir menn sköpuðu. Það blés ekki byrlega fyrir stórframkvæmd- um í þá „vinstri" daga, fremur en nú. En Sjálf- stæðismenn töpuðu ekki trú á þessu stórmáli, þeir héldu áfram að berjast fyrir því, unz sigur var unninn. En „vinstri mönnunum“ tókst að tefja Hitaveituna, sem þeir litu á sem sérstakt mál Sjálfstæð- ismanna og þyrfti því að draga það á langinn eins og framast væri hægt. Við tæknilegan undir- búning Hitaveitunnar þurfti fyrst af öllu jarðbor til að ná til vatns djúpt í jörðu. Gjaldeyrisyfirvöld Framsóknar töfðu þetta mál, svo lengi sem unnt var með því að neita nauðsynlegum leyfisveit- ingum. Var það mál mjög frægt á sinni tíð, því ofsóknarsvipur- inn á aðgerðum vinstri mannanna var svo augljós, að almenningi blandaðist ekki hugur, um, hvað væri á ferðinni. Þetta var einn liðurinn í viðleitninni til að tefja en hefði hið allsráðandi „vinstra" lið ekki getað komið bolabrögð- um sínum fram á þeim tíma, mundi Hitaveitan hafa orðið lögð miklu fyrr og orðið ódýrari. Vegna ofsókna „vinstri" yfirvald- anna dróst lagning Hitaveit- unnar fram í styrjöldina og veru legur hluti af efninu til hennar „fraus inni“ úti í Danmörku vegna samgönguteppu. Fjárútvegunin til Hitaveitunn- ar var Önnur hlið málsins. ís- lenzka ríkið hafði þá ekki mikla tiltrú, fremur en það hefur nú með vinstri óreiðuna við völd. „Vinstri stjórn“ þá og „vinstri stjórn“ nú og þá ættu menn, sem sjá, hvernig ástandið er í dag, að skilja, við hvað Sjálfstæðismenn höfðu að berjast, á þessum árum þegar þeir voru að hrinda af stað Hitaveitu Reykjavíkur. Það var líka „opinbert leyndarmál“ að „vinstra" liðið gerði allt, sem það gat, til þess að spilla fyrir, að Reykjavíkurbær fengi erlent lán til Hitaveitunnar. Þegar Pétur heitinn Halldórsson borgarstjóri var úti í London, til að leita eftir láni til framkvæmdanna, barst héðan úr landi „fyrirspurn" til ráðamanna í London, um hvort unnt mundi, að fá brezka sér- fræðinga hingað til landsins, til að kanna, hvort hægt væri að leggja hitaveitu í ReykjavíkH Þessi „fyrirspurn", sem talið var, að „vinstri“ stjórninni þáverandi hafi ekki verið ókunnugt um, var til þess fallin að gefa hlutaðeigandi fjár- málamönnum Breta bendingu um, að Hitaveitan væri einhverj- ir hugarórar en erlendir bankar eru ekki vanir að leggja fé sitt í slíkt. Það var fyrst, þegar Sjálfstæðismenn voru komnir í ríkisstjórn, eftir uppgjöf Eysteins Jónssonar 1939, að málinu var j bjargað. Þá var Jakob heitinn Möller, fjármálaráðherra, og fekkst þá lán í Danmörku til Hitaveitunnar. Þannig gátu Sjálf stæðismenn fyrst knúið málið fram, þegar þeir höfðu fengið sæti í ríkisstjórn, því meðan „vinstra“-liðið, sat eitt við völd, tókst því að hefta þetta velferð- armál Reykjavikur. Það er ástæða til að rifja aðal- atriði þessa máls upp, þegar blað Framsóknarmanna gerir Hitaveit una að rógsefni gagnvart Sjálf- stæðismönnum nú, en Framsókn- armenn hafa ætíð spillt fyrir því máli og gert allt, sem þeir hafa getað til þess að eyðileggja það. Sömu viðleitninni er nú haldið áfram. Menn kannast við aðferðir Eysteins Jónssonar út af gufu- bornum nú. Það má vel vera að „vinstra" liðið reyni enn að hindra eðlilegan vöxt og við- gang Hitaveitunnar, eins og frek- ast er unnt, en það kemur þá í ljós á sxnum tíma. Hér þarf líka mikið fjármagn til nýrra virkj- ana og framtíðin mun leiða í ljós, hvort unnt verður að fá það fyrr en Eysteinn Jónsson hefur gefist upp í annað sinn og Sjálfstæðismenn tekið við. UTAN UR HEIMI flíu LLt. ci dcici lielc óem vidct LorÁd ocj RUT SLENCZYNSKA var frá brugðin öllum öðrum. Jafnvel áður en hún fæddist var faðir hennar, sem var pólskur innflytj- andi í Bandaríkjunum, sannfærð- ur um, að hún yrði tónlistar- maður. Er hann fyrst sá litlu stúlkuna í sjúkrahúsi í Sacra- mento tveim klukkustundum eftir, að hún var í heiminn bor- in, kjökraði hann yfir þreklegum úlnliðum og kubbslegum fingr- um hennar. Tólf dögum síðar var hann samt kominn á þá skoðun, að hún yrði mesti tónlistarmaður í heimi. Hann trúði því statt og stöðugt. Sultur og barsmíð — til að skaoa snillin^ Faðir Rutar hafði verið fiðlu- leikari, sem ekki hafði „slegið betur í gegn“ en svo, að hann varð nú að fást við kennslu í þeirri grein. Þriggja ára gömul reis litla stúlkan öndverð gegn því að leika á fiðlu og bað um slaghörpu — faðir hennar varð við bón hennar. Strax næsta morgun vakti hann hana kl. 6 árdegis, lét hana setjast við hljóð- færið án þess að fá nokkurn morg xinverð — þetta var upphafið að 'aunum litlu stúlkunnar. Allar liðlangan daginn var taktmælir- inn í gangi. Fingraæfingarnar voru erfiðar. „Pabbi gafst aldrei upp. Hann vissi upp á hár, hvern- ig hann átti að snúast við að- stæðunum. í hvert skipti, sem mér mistókst, laut hann yfir mig, reglubundið, og gaf mér löðrung án þess að segja aukatekið orð“. Æskuminningar Rutar eru nú komnar út, og þar rifjar hún upp, hvernig faðir hennar bölvaði henni, svelti hana og barði til að gera úr henni snilling. Níu klukkustundir á dag helga daga sem virka sat hún við nótna- borðið og æfði sig — á undir- kjólnum, því að svitinn rann svo af henni, að ekki var hægt að klæða hana í nokkurn kjól. Fað- irinn virti að vettugi andmæli móðurinnar, og litla stúlkan ótt- aðist föður sinn svo mjög, að hún hlýddi hverri bendingu frá hon- ÓCl cicý tielcjct cictcjct t tt.t viÉ nótnci- „ ... líf þitt tilheyrir mér o« mér einum“ Eitt sinn bjargað faðirinn Rut ljtlu frá drukknun, og það fyrsta, sem hann sagði við hana, er þau stóðu aftur á þurru landi, var: „Ég var að bjarga lífi þínu. úpp frá þessu tilheyrir líf þitt mér og mér einum“. Meðan barnið var enn skjálfandi af ótta eftir að vera svo hætt komin, lét fað- irinn hana endurtaka tíu sinnum: „Líf mitt tilheyrir þér. Ég verð að gera eins og þú segir“. Árið 1929 hélt hún fyrstu hljóm leika sína fjögra ára gömul. Hún spurði föður sinn, hvað yrði, ef hún gerði skyssu. Hann sagði henni, að áheyrendur yrðu reiðu- búnir að kasta skemmdum eggj- um og ávöxtum, ef henni mis- tækist. Rut lék frábærlega’ vel, og gagnrýnendurnir voru himin- lifandi. Einn þeirra hóf grein sína svo: „Síðan Mozart var uppi hef- ir enginn . . . .“ Þegar Rut studdi á skakka nótu, fékk hún löðrung. 2 klst stað 20 mínútna Er slaghörpuleikarinn mikli, Josef Hofmann, kom í heimsókn til San Francisco, þar sem Slencz- ynska fjölskyldan bjó, féllst hann á að eyða sínum dýmæta tíma í að hlusta á Rut litlu í 20 mín- útur. En hann hlustaði á fjögra ára telpuna í tvær klukkustund- ir, því næst útvegaði hann henni styrk til tónlistarnáms og bauðs^ til að kenna henni sjélfur. Síðar var hún send til útlanda til fram- haldsnáms og lærði m.a. hjá Egon Petri, Artur Schnabel, Al- fred Cortot og Wilhelm Back- haus. Sergei Rachmaninoff sagði við hana: „Eftir eitt ár'verður þú stórkostleg, eftir tvö ár ótrú- lega snjöll . . . Má bjóða þér kökur?“ Hún hóf hljómleikaför um Evrópu sex ára gömul, og henni var alls staðar fagnað frábær- lega, þó að sumir tryðu varla sínum eigin augum. í Berlín skriðu virðulégir tónlistargagn- rýnendur á fjórum fótum kring- um slaghörpuna til að gá að, hvort allt væri með felldu. í Kaupmannahöfn kröfðust dönsk blöð þess að hún yrði rannsökuð af lækni til að ganga úr skugga um, að hún væri raunverulega barn en ekki dvergur; en blaða- gagnrýnendur í New York kunnu sér ekki læti, er hún fyrst lék í Town Hall átta ára gömul. 75 bús dollarar á ári Barnið hafði unnið fyrir um 75 þús. dollurum árlega í þrjú ár, er hún heyrði föður sinn segja í aðgæzluleysi: „Aðeins einn hlutur í þessum heimi skipt- ir máli, það eru peningar. Og ég kenni Rut að leika Beethoven, af því að það dregur til sín doll- arana.“ Hún var nú orðin nógu gömul til að gera sér grein fyrir því, að faðir hennar var ekki sá tónlistarmaður, sem hann þótt- ist vera. Er faðir hennar tók að sjá aftur einn um þjálfun henn- ar, fór henni að bregðast boga- listin. Og þegar hún hélt hljóm- leika í Town Hall 15 ára gömul, náði togstreitan milli föður og dóttur hámarki. Gagnrýnendur komust svo að orði, að hún væri eins og „útbrunnið kerti“. —•— Eftir þessi herfilegu mistök, sleit hún öllu sambandi við föð- xrr sinn, hætti að leika á slag- hörpu og hófst handa um að breyta sjálfri sér í venjulega unga stúlku. „ Þú styður . . . aldrei á . . . tvær nótur án mín“ Hún innritaðist í Kaliforniu- háskólann, varð ástfangin af bekkjarbróður sínum. Þau á- kváðu að ganga í hjónaband, er hún var 19 ára gömul. Þegar hún sagði föður sínum þetta, varð hann ofsareiður, vísaði þeim báð- um á dyr og hrópaði á eftir henni úr dyragættinni: „Lúsuga, litla tík! Þú styður áreiðanlega aldrei á svo mikið sem tvær nót- ur án mín“. • - Nú er Rut 32 ára og fráskilin (af því að eiginmaður hennar hófst handa um að stjórna tón- listarferli hennar, eins og fað- irinn hafði áður gert), og allt út- lit er fyrir, að henni muni takast að ná aftur tökum á list sinni. 600 blíómleikar Einu sinni áður hafði hún reynt að taka aftur upp þráðinn en mis- tekizt. En fyrir sex árum tók hún að halda aftur hljómleika og hefir síðan haldið rúmlega 600 hljómleika í Evrópu og Banda- ríkjunum. —•— Þó að hún fordæmi í æsku- minningum sínum („Forbidden Childhood") föður sinn fyrir skapgerð hans, fyrirgefur hún honum vegna þess, sem hann kom til leiðar. Faðir Rutar spáði því, að hún yrði mesti tónsnill- ingur í heiminum. Sú spá rættist ekki, og ef til vill var það hon- um sjálfum að kenna. En sú leikni, sem hún nú sýnir ber vott um það, að þrátt fyrir þann sársauka, sem slagharpan olli henni sem barni, hefir Rut tek- izt að þroskast nægilega sem lista maður til að leika á hljóðfærið sjálfri ser og öðrum til ánægju. (Þýtt úr Time). Miilibilsástand á Höfðasfrönd BÆ, Höfðaströnd, 14. nóv. — Hér er allt að verða autt aftur eftir hríðarkaflann og snjólétt. Farið er að taka af vötnum svell, sem gerði þá. Fé er þó að mestu í húsum ennþá, en sums staðar er farið að beita því aftur. Skepnur eru heilsugóðar það sem af er vetri. Hér er nokkurs konar milli- bilsástand, ekkert farið að fara á sjó og haustverkum nýlokið. — Hreyfing kemst ekki á fyrr en fólk fer að fara suður til vertíð- arvinnu. — Björn. Varnarvopn LONDON, 13 nóv. — Brezki varnarmálaráðherrann Duncan skýrði svo frá á þingi í dag, að Bretland og Bandaríkin hefðu nú tekið upp nána samvinnu um smíði varnarvopns gegn lang- drægum eldflaugum og geim- skeytum. Lét hann í ljós góða von um að takast mætti að smíða slíkt vopn innan skamms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.