Morgunblaðið - 17.11.1957, Síða 22

Morgunblaðið - 17.11.1957, Síða 22
22 MORCVTSfíT AÐIÐ Sunnudagur 17. nóv. 1957. F.H. er fyrsta flokks lib á þýzkan mælikvarða segja Þjóðverjar eftir Þýzkalandsferð F.H. HANDKNATTLEIKSMENN Fimleikafélags Hafnarfjarðar komu heim úr sigursælli keppnisför til Þýzkalands á fimmtudaginn. — Þetta er fyrsta för íslenzkra handknattleiksmanna til Þýzkalands. Var Hafnfirðingum fyrst tekið með einhverjum grun um að þeir væru ekki góðir handknattleiksmenn, en þeir hófu sigurgöngu sína og mættu sífellt sterkari liðum. Þeir töpuðu engum leik, unnu 6 og 1 varð jafntefli, og í lokin var þeim boðið að mæta Þýzka- landsmeisturunum, en þá var dvalartími þeirra á enda, og ekki unnt að framlengja dvölina. Það má því segja, að þeir komu sáu og sigruðu. Handknattleiksmenn í Hamborg og nágrenni munu áreiðanlega minnast þessara íslenzku leikmanna, sem þeim tókst aldrei að sigra. Enginn „mömmuleikur“ Blaðið átti stutt samtal við far- arstjórann, Guðm. H. Garðars- son, viðskiptafræðing, þjálfara FH Hallstein Jíinrikfson og fyr- irliðann Birgi Björnsson. Létu þeir mjög vel af ferðinr.i, rómuðu áKaflega góðar móttökur og kváð ust margt hafa lært. — Við höfum m.a lært það, sagði Birgir Björnsson, að það skorti hörku í ísl. handknatt- leikinn. Það er leikið af hörku í Þýzkalandi. Handknattleik- urinn þar er enginn „mömmu leikur". Við höfum fengið dýr mæta reynslu við þessa ferð. Hallsteinn sagði m.a.: „Það var leikhraðinn hjá Hafnarfjarðarliðinu sem færði því sigrana. Þeir fóru yfir- leitt hægt af stað í leikunum, en áttu alltaf það eftir sem úrslitum réði í síðari hálfleik. Vörn Hafnfirðinganna stóð sig með mestu prýði og var róm- uð. Ég held að hún hafi staðið sig bezt á stærstu völlunum, og það er athyglisvert". ★ 1. leikur Guðm. H. Garðarson rakti svo ferðasöguna í stórum dráttum og sagði m.a.: Það var í vor sem FH komst í samband við þýzka handknatt- leikssambandið. Samningar tók- ust og átti fálagið Jever á Old- enborgarsvæðinu skammt frá Hamborg að taka á móti okkur. Við áttum að leika þar og í Neu- munster á Slesvig-Holstein-svæð- inu. Ákveðið var að fara 2. nóv. og hefja keppni 3. nóv. Daginn fyrir brottför kom skeyti um að fresta för til 8. nóv. Það var útilokað og við fór- um út og ætluðum þá að bíða þar. Er út kom óskuðum við eftir aukaleik og fengum hann í Ham- borg við lið frá Bergedorf, út- borg Hamborgar. Það lið féll úr 1. deild í fyrra. Það var spenn- andi leikur á 16 '/2x36 m stórum velli en í lélegri höll með mis- signu og mjög hálu gólfi. Leikur- inn var 2x30 mín og FH vann 19:15. Um þennan leik sagði Birgir fyr irliði: „Hann var erfiður fyrst, dómar allt öðru vísi en við áttum að venjast. Allt „línuspil" var eyðilagt og dæmt á ákv. skotað- ferðir, t.d. var dæmt aukakast ef skotið var í varnarleikmann fyr- ir neðan mitti! Bergedorf-liðið náði forystu 5:3, en svo náðum við kafla 8:1 og héldum eftir það örugglega forystu. Um þennan fyrsta leik voru skiptar skoðanir í blöðum sagði Guðmundur, og Morgunblaðið hefur þegar birt verstu blaðaum- mælin, þ.e. úr Bild frá 7. okt. Það skal fram tekið að það var eina úrklippan sem hingað barst og er oss ljúft að geta hinna, þar sem leikur Hafnfirðinga er róm- aður vegna hraða, öruggrar varn ar og góðra skotmanna og er sér- stökum orðum farið um Ragnar Jónsson sem skoraði 8 mörk, um Birgi er skoraði 6 og leikur FH-menn í afgreiðslusal Flugfélags fslands við heimkomuna. Ljósmynd: Sv. Sæm. S:«wcwww:;:;: Guðm. Garðarsson fararstjóri (t. v.), Birgir Björnsson fyrirliði og Hallsteinn Hinriksson þjálfari. Ljósm.: Ól. K. M. markvarðarins, Kristófers, mjög lofaður. ★ 2. leikur Síðan var haldið til Jever, sem er rétt hjá Wilhelmshafen og þar leikið við M.T.V. Jever 1862. Það er 1. deildarlið á Oldenborgar- svæðinu og er í 2. sæti í ár, sem stendur. FH vann 2*3:15 (8:9 í hálfleik). Hallsteinn sagði um þennan leik: Drengirnir fóru hægt af stað. Vörnin okkar „sló í gegn“ og þegar drengirnir höfðu kynnzt leikaðferð hinna sóttu þeir á og unnu síðari hálfleik með 15:6. Það sýnir úthald þeirra. Á 3.—5. leikur Daginn eftir var tekið þátt í hraðmóti í Jever. Þátttakendur voru FH, Germanía Wilhelmshaf en (nr. 7 af 10 liðum í sömu d.) og Jever, RSV. Emden (nr. 4 af 10 liðum í sömu deild) og Jever 1862 (nr. 2 í deildinni). Leiktími var 2x15 mín. Fyrst lék FH og Germanía. í fýrri hálfleik stóð 6:2 fyrir FH og drengirnir töldu sig víst of ör- ugga, sagði Guðmundur, því leik lauk með 9:9. Síðan léku Emden og Jever og hið síðarnefnda vann. Þá mættust FH og Emden og „var nú allt sett inn“ sagði Hall- steinn. í hálfleik stóð 6:4, en leik lauk með 16:5 fyrir FH. Góður endasprettur það! Þá var úrslitaleikur við Jever og vann FH með 11:7 (4:6 í hálf- leik) á endaspretti því síðari hálf leik vann FH með 7:1. f f ♦:♦ f f f f i f ❖ y ^ f ♦^v W W HEIMILISTÆKI Hringbakarofnar með hitastilli Saumavélamótora Hárþurkur Rafmagnshitaplötur I og 2ja hólfa Ljósatæ ki a lls konar Vesturgötu 2 — Laugaveg 63 Sími 24-330 (2 línur). f f f f ❖ f f f f f f f Að mótslokum var FH sérstak- lega heiðrað og fengu liðsmenn mynd til minningar. Um kvöldið var FH mönnum haldið hóf. Því má skjóta inn í að Jever og Lund í Gautaborg skiptast á heim sóknum og hafa ætíð unnið til skiptis. Vakti leikur Hafnfirðinga mikla athygli. Borgarstjórinn bauð þeim m.a. til sín til kaffisamsæfr is og kvaðst gleðjast yfir að Is- lendingar skyldu heimsækja Jev- er. 6. og 7. leikur Frá Jever var haldið til Neu- munster og keppt í glæsilegri í- þróttahöll á 22x44 m velli, að við stöddum um 3000 áhorfendum. Þetta var hraðmót 4 liða, FH, Ol- ympía (í 2.deild), Hamburg T. B. (nr. 3 í 1. deild) og lið frá Tunge dorf (2. deild). Fyrst léku Olympía og FH og vann FH 9:8 (2:5 í hálxleik). Þá léku Hamburg T.B. og Tungedorf og vann hið fyrr- nefnda. Þá mættust liðin er tapað höfðu, Olympía og Tungedorf og vann Olympía þá keppni um 3. sæti mótsins. í úrslitum mættust T. B. Ham- burg og FH og vann FH 8:5 (5:3 í hálfleik). Þarna var það er boðið kom um þátttöku í móti í Kiel 16. nóv. þar sem mætast áttu Helsingör frá Danmörku, Lund frá Svíþjóð, THW Kiel, Þýzkalandsmeistar- arnir og FH, ef þeir gætu þegið boðið, en það gat ekki orðið af lengri dvöl að sinni. En þetta er ein mesta viðurkenning sem FH fékk, að vera boðið til þessa stór- móts. Guðm. Garðarsson lagði úr- klippur á borðið og er þar lof- aður leikur FH. Þjóðverja telja FH 1. flokks lið á þýzkan mælikvarða. Knattmeðferð liðsins þótti góð og sérstaka athygli vakti hinn mikli leik hraði. Liðið er talið byggja fljótt upp sókn og vörnin sögð mjög sterk. Athygli vakti hve ungir leikmenn FH eru, yfir- leítt var sá elzti þeirra yngri en sá yngsti í þýzku liðunum. Það má slá því föstu, að för FH hafi verið sérlega árang- ursrík og vel heppnuð, og góð reynsla fengin áður en ísl. handknattleiksmenn taka þátt í heimsmeistarakeppninni, er fram fer í Þýzkalandi. A. St. Körfuknattleiks- keppni Á DÓGUNUM léku ísl. úrvalslið í körfuknattleik tvo leiki við tvö beztu liðin á Keflavíkurflugvelli. Þessi bandarísku lið mættust í kappleik í gær í keppninm sem háð er á flugvellinum. Liðið 86 F.A. lék gegn B-úr- valsliðinu (eða fyrri leikinn) og sigraði 932 ACW., (liðið sem lék móti A-úrvalinu ísl-enzka eða seinni lekinn). IKF keppir í keppninni á flug vellinum, en er í annarri deild, en þessi tvö beztu lið Bandaríkja mannanna. Hefur IKF unnið 10 leiki en tapað 3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.