Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1957næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 17.11.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.1957, Blaðsíða 15
Sunnudagur 17. nóv. 1957. MORCVISBI AÐ1Ð 15 Sýning Bjarna Jénssonar BJARNI Jónsson er kornungur maður, sem nokkuð hefur feng- iztvið myndlist. Vart verður sagt að hann hafi einbeitt sér á þá listgrein, því hugur hans stend- ur til margs, og óvíst er, hvort hann hefur þegar hafnað eða vai ið. Nú hefur Bjarni Jónsson efnt til sýningar á málverkum sínum, og er það í fyrsta skipti, er hann heldur einkasýningu, áður hefur sézt eftir hann verk á samsýn- ingum. Ekki verður það sagt með sanni að sýning sú, er nú er í Sýning- arsalnum við Hverfisgötu, sé veigamikil eða gefi stórar von- ir. Það er margt snoturt að finna í verkum Bjarna Jónssonar, en hann hefur enn sem komið er ekki náð þeim þroska í myndlist, sem gefur hugmynd um getu Ein af ir.yndum Bjarna hans og innsta eðli. Listameðferð hans er mjög smekkleg og lipur, en það vantar öll átök og veru- legan kraft. Teikningin er sama eðlis, mjög hög, en of snurfusuð og missir því marks að miklu leyti. Sýningin gefur litla hugmynd um, hvað býr í þessum unga lista manni, það verður vart ráðið að sinni. Svo nærri hefur hann geng ið ýmsum eldri málurum í verk- um sínum, að hann hefur orðið þeim algerlega að bráð, og er það leitt um svo áhugasaman mann, sem Bjarna Jónsson. Það eru ó- skráð lög í myndlist, áð þeir yngri læra af reynslu þeirra eldri, svo sem á öðrum sviðum mannlegs þroska. Takmörkin set ur hver og einn sér sjálfur, hans er að velja, hvort hann vill verða aðeins veikt bergmál af öðrum eða sjálfstæður persónuleiki, svo að verk hans verði þannig, að þau beri höfundinum og engum öðrum. Valtýr Pétursson. Prinsessan hallast að „rokki“ LUNDÚNUM. — Danskennarar í Englandi hafa myndað félag, sem nú hefur slegizt í hóp þeirra er gagnrýna ensku hirðina. Gagn rýni danskennara er þó á annan veg en önnur gagnrýni, sem fram hefur komið og á rót sína að rekja til þess, að Margrét prin- sessa hefur látið í ljós aðdáun á rock’n roll, og málgagn dans- kennara: „The dance teachers" segir, að þau ummæli séu bein orsök þess að þátttaka í kennslu tímum þar, sem kenndir eru sam kvæmisdansar hafi minnkað um 27%. Fólk á aldrinum 14—20 ára sem flykkzt hefur að dansskól- unum hefur nú hallazt að „rokk- inu“ og það geta allir lært á hálf tíma hjá vinum sínum og kunn- ingjum. Helgafell gefur út þr jár nýjar myndir eftir Jón Stefánss., Kjarval og Þórarin Á ÞESSU ári hóf bókaútgáfa Helgafells útgáfu á eftirprentun á málverkum eftir íslenzka lista- menn. Áætlun hefur verið gerð um fyrstu deild og verða í henni um 30 málverk eftir 15—20 mál- ara. Þrjú málverk eru komin út, eftir Ásgrím, Gunnlaug Scheving og Þorvald Skúlason. Nú eru önnur þrjú málverk að koma á markaðinn. Eru það Stóðhestar eftir Jón Stefánsson, Það er gaman að lifa eftir Kjarval og Hekla eftir Þórarin B. Þorláks- son. — Myndir þessar verða til sýnis í Unuhúsi, Veghúsastíg, í Hallgrlmskirkja i Saurbæ HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ heitir lítill bæklingur, sem Lands nefnd Hallgrímskirkju hefir gefið út. Eru þar myndir frá vígslu kirkjunnar 28. júlí í sumar sem leið og ýmsum gripum hennar, gömlum og nýjum. Þar er og prentað kvæði séra Friðriks Friðrikssonar dr. theol.: „Bæn við vígslu Hallgrímskirkju“ og annað kvæði: „Við Hallgríms- næsta mánuði. Ragnar Jónsson forstj. skýrði blaðamönnum frá því, að for- lagið mætti láta prenta 500 ein- tök af hverri mynd, en af þeim fara 300 í skólana, hinar verða seldar einstaklingum. Hann gat þess einnig, að margar myndir hefðu verið sendar úr landi, því að hérlend fyrirtæki gæfu við- skiptavinum sínum erlendis eitt eintak. Loks má geta þess, að ætlunin er, að ljúka útgáfu fyrstu deild- ar á næsta ári. Nú eru 10 mál- verk í prentun. stein", eftir Þorgeir Sveinbjarnar son. Enn er þar stutt greinargerð um kirkjubyggingarmálið frá upphafi. Prentun og pappír er með ágætum. Hallgrimskirkja er um margt sérstæð en þó ber einkum að nefna tvennt: Þetta er eina kirkj- an á Islandi, sem kennd er við ís- lenzkan mann, og eina kirkjan, sem kallazt getur alþjóðarkirkja, því að hún er reist af samtökum manna um allt land, og hún á ítök í hverjum góðum íslendingi. Margir eru þó þeir, sem ekki fá að sjá hana, og þeim er fengur að þessu litla kveri, því að það sýnir hvernig sumar vonir geta rætzt, þrátt fyrir alla erfiðleika. Kverið ætti einnig að verða kær- komið öllum þeim, sem mest hafa á sig lagt til þess að þjóðin reisti Hallgrími Péturssyni veglegan og honum sæmandi bautastein. Menn geta því óhræddir sent þetta kver með jólakveðjum sín- um í ár, það verður alls staðar vel þegið. Erlingur Jónsson Sandgerði Dáinn 24. ágúst 1957 Kveðja frá Sigríði Jónsdóttur og Sigurði Einarssyni og dætrum þeirra. Lítum vinur liðin kynni ljúf og hrein frá bernsku þinni er við saman áttum spor. Æsku hjartað allt hið góða átti í ríkum mæli að bjóða því var bjart þitt þroskans vor Góðan dreng er gott að muna geymum fögru minninguna. hún er perla í hugans reit. Kynnin þökkum þér af hjarta þau eru tengd því hreina og bjarta. Berst til himins bænin heit. Drottinn lífs og ljóssins heima láti vinur um þig streyma sína ást er aldrei dvín. í höfn á fögru friðarlandi faðmur Guðs þér opinn standi sæl þar lifi sálin þín. i LESBÓK BARNANNA Strúturinn RASIViUS Rasmus stakk upp á því, að allir gengju út til að sjá, hvert þeir væru | komnir. Það fannst þeim gott ráð og svo fóru allir út úr húsinu. Þá sáu þeir skrítna sjón. Allt í kring um þá voru torfur af fiski. Þeir hlutu að hafa I l lokast einhvers staðar J inni. Rasmus bað Sam að ná í nokkra fiska. Sam var ekki lengi að því, og Rasmus setti þá í stóran bala. „Hvað æílar þú að gera við alla þessa fiska?“ spurði negrakóngurinn. „Sjáð'u til“, sagði Rasmus, „ ég ætla að fara upp um litla gatið, sem þið sjáið þarna uppi í loft- inu“. — Það var blásturs- holan, sem hvalurinn blés loftinu út um. Rasmus klifraði nú upp. Þetta var sannarlega ævintýraleg ferð. Þegar Rasmus hafði klifrað út um blásturs- opið með balann, stakk hann höfðinu niður og hrópaði: „Herðið upp hugann, gömlu vinir, hvaliur hefur gleypt ykk- ur. Þið eruð allir inni í maganum á honum. En verið þið bara rólegir. j á trjónuna henti hann öll- Kyndið undir kötlunum : um fiskunum úr balan- og haldið dampinum uppi. um í sjóinn. „Fiska gef Tilbúnir að setja á fulla I ég hval, og bráðum losna ferð áfram!“. — Rasmus J skipið okkar skal“, lúill- hljóp nú eftir bakinu á ! aði hann. Hvernig skyhli hvalnum, en hvalurinn | nú Rasmusi ganga að tók ekkert eftir því. Þeg- , bjarga þeim? ar hann kom fremst fram I Skrítlur Níels: Má bjóða þér eina köku í viðbót, pabbU Pabbi: Nei, þakka þér fyrir, drengur minn. Níels: Nú, er komið að þér að bjóða mér, pabbi. Konan: Ég skal segja þér það í eitt skipti fyrir öll, að mitt höfuð er meira virði en þitt. Maðurinn: Það er nú undir því komið, hvort þú ert með nýjasta hatt- inn. — Sonur þinn stækkar með hverjum deginum. — Hann ætlar að líkj- ast mér. Ég gerði þetta líka, þegar ég var lítill. ISI Ráðning á gátu: Á þriðja árið. Hallgrímsson Jónas í SÍÐUSTU Lesbók minnt umst við rithöfundarins Jóns Sveinssonar. En fimmtíu árum áður en Jón Sveinsson fæddist, var í heiminn borinn í öðrum fögrum dal á Norðurlandi Jónas Hall- grímsson. Svo einkenni- lega vill til, að fæðingar- dagur þeirra beggja er 16. nóvember. Frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar eru nú liðin 150 ár. Hann fædd- ist árið 1807, að Hrauni í Öxnadal. Faðir hans var Hallgrímur Þorsteinsson, prestur að Steinsstöðum, en þangað fluttist Jónas með foreldrum sínum, er hann var á fyrsta ári. Móðir hans var Rannveig Jónasdóttir frá Hvassa- felli. Jónas átti til skálda að telja bæði í föður- og móðurætt og snemma fór að bera á skáldhneigð hjá honum. Sr. Hallgrímur faðir Jónasar var aðstoðar- prestur hjá skáldinu sr. Jóni Þorlákssyni á Bæg- isá. Þegar Jónas var fimm ára, bar svo til eitt sinn, Jónas Hallgrímsson að sr. Jón gisti á Steins- stöðum, og um morgun- inn lá hann vakandi og hlustaði á, þegar Jónas var að masa við sjálfan sig í rúminu. Skáldið, sr. Jón, veitti orðum hins unga sveins athygli, og þegar Rannveig móðir hans kom inn, varð presti að orði: „Nú skal ég segja yður nokkuð, maddama góð! Hérna eigið þér efni í ágætt skáld“. Fyrstu vísuna, sem varð veizt hefur eftir Jónas, er mælt að hann hafi ort sjö ára gamall. Var það þá eitt sinn, er hann var að klæða sig, að hann hafði yfir þessa vísu: Buxur, vesti, brók og skó bætta sokka, nýta, húfutetur, hálsklút þó, háleistana hvíta. Þegar Jónas var á ní- unda ári, varð hann fyrir þeirri þungbæru sorg að missa föður sinn. Faðir hans fór eitt sinn eftir messu til silungsveiða í Hraunsvatni, ásamt tveim ur mönnum öðrum. Bát- kænu, sem hann var á, hvolfdi með hann á vatn- inu. Þótt menn þeir, sem með honum voru, næðu honum fljótlega, kunnu þeir ekki að gera neinar lífgunartilraunir, sem ef til vill hefðu getað bjarg- að lífi hans. Jónas tók sér föður- missinn mjög nærri eins og víða kemur fram í kvæðum hans. Hann varð nú að fara frá móður sinni og systkinum. Fyrst fór hann að Hvassafelli til móðursystur sinnar, en síðar var honum komið til kennslu hjá föður- frænda sínum, sr. Einari Thorlacius, presti í Goð- dölum. Frá þessum árum eru þær minningar Jónasar, er urðu uppistaðan í sög-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 262. tölublað (17.11.1957)
https://timarit.is/issue/110486

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

262. tölublað (17.11.1957)

Aðgerðir: