Morgunblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 1
24 síður 44. árgangur. 274. tbl. — Sunnudagur 1. desember 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins- Mikojan ræðir ¥i laif VÍNARBORG, 30. nóv. — Aust- urrísk fréttastofa hefur skýrt frá því, að Anastas Mikojan hafi hitt Nagy, fyrrverandi forsætis ráðherra Ungverja, að máli i fyrradag. Ekki er skýrt frá því, hvar fundum þeirra hafi borið saman né um hvað þeir hafi rætt. Doolittle ráðgjafi Eisenhowers WASHINGTON, 30. nóv. — Eis- enhower Bandaríkjaforseti hefur skipað Doolittle hershöfðingja formann ráðgjafanefndar, sem á að vera forsetanum til ráðu- neytis um vísindaleg efni. Dóolittle er sextugur að aldri. Hann er einn kunnasti flugmað - ur Bandaríkjanna og hefur getið sér ágætt orð á sviði flugmála. Einnig hefur hann ætíð verið hinn mesti ævintýramaður og ferðagarpur. Einkum varð hann frægur í síðasta stríði, skipulagði m. a. fyrstu loftárásina á Tókíó 1942, þegar talið var, að slíkar árásir væru ófrarrkvæmanlegar, og var einn þeirra fáu, sem kom- ust af. Hann skipulagði banda- ríska flugherinn í Bretlandi og stjórnaði árásum á Þýzkaland. — Hann hefur átt mörg flugmet. Þess má loks geta, að hann hef- ur verið einn af forstjóruVn Shell- félagsins. Morðtilraun ú Sukorno ÐJAKARTA, 30. nóvember — 1 KVÖLD var gcrð niorðlilraun ú forseta Indónesíu, Sukarno. Hann var viðstaddur skólahátíð, þegar handsprengju var varpað inn í herbergi það, sem hann var stadd ur í. Forsetinn slapp ómeiddur, en allmargir förunautar hans særðust og voru fluttir í sjúkra- hús. Sumir særðust lífshættulega og er vart hugað líf. . Doolittle hefur aflað sér mik- illar reynslu á sínu sviði og má geta þess, að árið 1954 sagði hann: Mjög er sennilegt, að Rúss- ar séu á undan okkur í fram- leiðslu langdrægra eldflauga. Þess má geta, að Doolittle hers- höfðingi var á ferð hér á landi í febrúar sl. ásamt Partridge hershöfðingja. Myndin hér að ofan er tekin af þeim við það tækifæri. (Doolittle er til hægri á myndinni). Frétfir í stuftu máli LUNDÚNUM, 30. nóv. — í þingkosningum í Nýja-Sjálandi hefur Verkamannaflokkurinn unnið sigur á Þjóðflokknum, sem hefur verið við völd síðan 1949. Verkamannaflokkurinn hefur fengið 41 þingsæti, en Þjóðflokkurinn 38 sæti. Verkamannaflokkurinn vann 6 sæti frá Þjóðflokknum. Einn frambjóðandi Verkamannaflokksins lézt fyrir skömmu og verður kosið síðar í kjördæmi hans. Gert er ráð fyrir, að Þjóðflokkurinn vinni það. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Walter Nash, sem er 75 Sra gamall, segir, að hann muni mynda stjórn nú þegar. Hann hefur áður verið fjármálaráðherra í 14 ár. — Fréttamenn segja, að útlit sé fyrir, að Verkamannaflokkurinn muni aðeins fá tveggja sæta meirihluta. Forsætisráðherra Japans, sem er í opinoerri heimsókn f Astralíu, segir, að almennt atvinnuleysi verði í Japan, ef Japönum tekst ekki að stórauka útflutning sinn. Enn berast fregnir af bardögum í Spænska-Marokkó og segja Spánverjar, að hersveitir þeirra hafi betur í viðureigninni við úkæruliða. Tveir spánskir tundurspillar hafa skotið á aðalstöðvar skæruliða í dag. Bandaríkjamenn hafa enn veitt Jórdaníumönnum 10 milljón dcllara efnahagsaðstoð. Þá hafa Bandaríkjamenn veitt Jórdönum 40 milljón dollara aðstoð frá því í apríl sl. Gigli lézf í gær, 67 ára gamall Gigli LUNDÚNUM, 30. nóv. — Benja- mino Gigli, sem hefur með tenór- Eldflaugastöðvar í Grænlandi? Yiðræður um málið milli Bandaríkjamanna og Dana KAUPMANNAHÖFN, 30. nóv. — Á niánudaginn liefjast viðrœð- ur inilli fulltrúa ríkisstjórna Dan- merkur og Bandaríkjanna um samgöngur og loftferðaeftirlit í Grænlandi. Einkum verður rætt um starfrækslu radarstöðva í land- inu. Vitað er, að Bandaríkjamenn Adenauer veikur BONN, 30. nóv. — I dag var til- kynnt, að Adenauer kanslari mundi ekki geta farið til Lund- una í næslu viku eins og ráðgert var. Þar ætlaði hann að ræða við Macmillan um ráðlierrafund NATO í París í desember og framtíð varn- arbandalagsins. — Adenauer ligg- ur inflúenzu. Sennilegt þykir, að hann fari til Lundúna strax og læknar hans leyfa. — Starfsstúlkur spítalanna feera fram kröfur um hækkuð laun FÉLAG starfsstúlkna á spítölum ríkisins, Bæjarsjúkrahúsinu og Elliheimilinu Grund, en það mun telja milli 200—300 félagskonur, hefur sagt upp samningum og standa samningaumleitanir yfir um þessa helgi. Farið er fram á hækkun kaups og ýmis fríðindi Formaður félagsins er Margrét Auðunsdóttir, sem er kommúnisti. 1 byrjunarflokki starfsstúlkn- anna hafa mánaðarlaun verið 1200 kr., en farið er fram á að þau hækki upp í kr. 1375.— 1 næsta launaflokki eru stúlkur sem starfao hafa i 3 mánuði, en þá hafa þær fengið launahækkun óskn eftir því, aS rndarnet þeirra í Alaska og Kanada verði fram- Ier.gt, svo aS þaS nái einnig yfir Grænland. Bandaríkjamcnn eru þeirrar skoSunar, aS Grænland verSi veikur hlekkur í vörnunum, ganga. Information segir, aS Bandaríkjamcnn vilji einnig fá leyfi til aS koma upp eldflauga- stöðvum í Grænlandi. Allmargir bandarískir sérfræS- ingar verSa í velur í veðurathug- anastöS í norS-austurhlula Græn- lands aS atliuga, hverhig bezt verSi liagaS vörnum á þessum norSlægu ef þetta mál nær ekki fram aS slóSum. rödd sinni heillað músikunnend- ur um allan heim í þrjá áratugi, lézt í dag á heimili sínu, sextíu og sjö ára að aldri. Hann hefur allengi þjáðzt af hjartasjúkdómi. í gær fékk hann slag og litlu síðar lungnabólgu, sem dró hinn mikla söngvara til dauða. Gigli var af mörgum talinn arftaki Carusos. Hann hélt síð- asta konsert sinn í Englandi 1955. — Gigli var fæddur í ítalíu 20. marz 1890 og vann fyrsta söngsigur sinn á Spáni 1917. Nonnasýning opnuð í Bogasal Þjóð- minjasafnsins í gær Þar eru til sýnis bækur, handrit, teikningar og myndir SÍÐDEGIS í gær var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins Nonna- sýning, en um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu Pater Jóns Sveinssonar (Nonna), og hefur Menntamálaráð því gengizt fyrir þessari sýningu. Á sýningunni eru bækur og handrit Nonna, myndir af ættingjum, teikningar úr bókum hans og ýmislegt fleira Nonna viðkomandi. Pálshús, og hefir Nonni lýst því í bókum sínum, er hann sat í kvistherberginu í þessu húsi og horfði út yfir Akureyrarpoll. Kvisturinn er tekinn að fúna, og þarf því að byggja hann á ný. Zontasystur hafa varið miklu fé til að koma upp minjasafninu. upp i 1300 kr. mánaðarlaun, en | farið er fram á að þessi flokkur hækki upp í kr. 1566, en launa- flokkur, sem var 1500 kr. eftir 1 ár starf falli niður. Eftir 5 ára starfstíma hafa launin verið kr. 1575, en farið er fram á að þau hækki upp í kr. 1040. Starfsstúlknafélagið Sókn telur kröfur sínar miðaðar við laun starfsstúlkna í Iðju og Verka- kvennafél. Framsókn. Þá er farið fram á 10% kaupá- lag ef stúlkur vinna á sunudög- um. Farið er einnig fram á að starfsstúlkur fái 3 mánaða leyfi frá störfum með fullu kaupi, verði þær barnshafandi og vísa þær hér ti’ gildandi laga varðandi konur í opinbeni þjónustu. Haraldur Hannesson, hagfræð- ingur, hefir safnað hvers konar gögnum og heimildum um Nonna og hefir hann lánað meginið af því, sem er á sýningunni, og unnið mikið að því að koma sýn- ingunni fyrir. Skarphéðinn Jó- hannsson, arkitekt, skipulagði sýninguna. Biblían, sem hann fór með utan Aðallega er hér um bókasýn- ingu að ræða, og má hér sjá útgáfur af bókum Nonna á öllum tungumálum veraldarinnar, ef svo mætti að orðum komast, allt frá því elzta, sem birtist á prenti eftir Nonna: Rejseerindringer fra Island i Nordisk Ugeblad að nýj ustu útgáfum á bókum hans á flæmsku og þýzku. Einnig er þarna biblia, sem móðir hans gaf honum ásamt Passíusálmunum, þegar hann fór kornungur til út- landa á vegum Jesúítareglunnar. Mun þetta hafa verið hið eina, sem hann hafði meðferðis héðan í það sinn. ★ Fjölmargar teikningar eru á sýningunni, teknar upp úr ýms- um útgáfum af bókum hans. M. a. eru þar teikningaraðir úr þýzkum og frönskum útgáfum, og hefir tilvitnunum úr bókunum verið komið fyrir undir teikningunum. Er ekki að efa, að ungir iesendur Nonnabókanna munu hafa mjög gaman af þessum teikningum. Aðrar myndir á sýningunni eru yfirleitt fjölskyldumyndir, en sjá má þar innrammað skjal það, er Nonna var afhent á Akureyri, er hann var gerður heiðursborgari þar. Kvisturinn í Nonnahúsi fúinn Eins og kunnugt er hafa Zonta systu á Akureyri komið upp Nonnasafni, sem opnað var á 100 ára afmæli hans. Minjasafn þetta er í Nonnahúsi, sem áður hét Munu þær því vera í nokkurri þörf fyrir aðstoð við að byggja kvistinn á ný, og væri ekki úr vegi fyrir þá, sem til sýningar- innar koma, að láta eitthvað smávegis af hendi rakna. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, og verður hún opin til 15. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.