Morgunblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. des. 1957
MORGTrlSBT 4ÐIÐ
ð
BO_K_AÞ_ATjrjJRj
Dagbók
Önnu Frank
Dagbók Önnu Frank 265 bls.
Séra Sveinn Víkingur
þýddi. H & K útgáfan,
Reykjavík 1957.
í kvæðinu „Hellissöngurinn“ sér
danska skáldið Johannes V. Jen-
sen tímann þjóta hjá með því-
líkum ógnarhraða að ósi tortím-
ingarinnar, að „dagurinn og
nóttin skiptast á augabragði,
svart og hvítt, og himinninn mun
ganga eins og hjój“. Við fáum
ekki ósvipaða tilfinningu, þegar
við hugleiðum, hvernig hinn
hægi gangur sögunnar hefur
skyndilega örvazt svo á þessari
öld, að umskipti, sem fyrrum
tóku margar aldir, gerast nú á
nokkrum áratugum, og sagan
endurtekur sig svo ört, að við
stöndum hálfrugluð gagnvart
henni. Naumast hefur einni ógn-
arstjórn með öllum sínum þræla-
búðum, pyndingum og manndráp-
um verið útrýmt, þegar önnur
kemur í hennar stað og gerir
heiminn að argasta helvíti — ekki
einungis fyrir fórnarlömb ógn-
arstjórnanna, heldur og fyrir
þann stóra hluta mannkynsins,
sem enn á hæfileikann til að
finna til með öðrum.
Þegar hin sérstæða og átakan-
lega bók litlu gyðingastúlkunn-
ar, sem um skeið komst undan
ógnum nazista í Hollandi, „Dag-
bók önnu Frank“, kom út í Dan-
mörku fyrir nokkrum árum,
skrifaði Storm Jameson formála
að henni, þar sem segir m. a.:
„Hvað fær nútímamanninn til að
þola þrælabúðir í Rússlandi og
öðrum löndum Evrópu? f stuttu
máli, hvað fær manninn til að
sýna meðbræðrum sínum slíka
fyrirlitningu, að hann beygir sig
undir þá skoðun, að það sé leyfi-
legt eða nauðsynlegt að fara með
gyðing eða pólitískan andstæð-
ins eins og meindýr, sem traðka
verður til bana? Það er kenning
sem fær hann til þess. Maðurinn
lærði snemma að draga kenning-
una niður yfir augu og eyru, svo
hann gæti pyndað án þess að láta
truflast af kvalaveinum fórnar-
lambsins. Og engin kenning er
betur til þess fallin en kenning-
in, sem sett hefur verið í önd-
vegið nú á dögum — hin sögu-
bundna krafa um að mannveran
sé aðeins verkfæri til að fram-
kvæma sögulega nauðsyn. Mað-
urinn lifir aðeins til að þjóna
tilgangi sögunnar — og þennan
tilgang þekkir enginn nema lítill
útvalinn hópur manna, sem þjálf-
aðir eru í díalektískri hugsun“.
Jameson víkur síðan að önnu
Frank og spyr, hvers vegna Þjóð-
verjar hafi drepið þetta geð-
þekka, góða og gáfaða stúlku-
barn. Þeir gerðu það af því þeir
höfðu látið sannfærast um, að
þeir hefðu rétt til þess — þeir
höfðu látið sannfærast um, að
þeir væru að vinna fyrir fram-
tíðina með því að lífláta þessa
litlu stúlku.
„Þegar öll kurl koma til graf-
ar“, heldur Jameson áfram, „verð
ur stærilætið yfir skynsemi okk-
ar og menntun vegið á móti
barni, sem við höfum myrt —
af orsökum sem við álitum mikil-
vægar. Þegar Anna Frank dó úr
hungri í Bergen-Belsen, tók hún
með sér í fjöldagröfina hvert
einasta þaulhugsað og skynsam-
lega byggt kenningakerfi, sem
heimilar þjónum sínum að pynda,
uppræta og drepa aðra — aðeins
vegna ákveðinna hugsjóna".
Þegar „Dagbók önnu Frank“
kom út, var það lýðum Ijóst, að
þessi 13 ára gamla þýzk-holl-
enzka gyðingastúlka átti mikil-
vægt erindi við heiminn, áður
en nazistar murkuðu úr henni
Anna Frank
lífið í Bergen-Belsen. Hún sýndi
heiminum þokka sinn, töfrandi
kvenleik og vonglatt, greindar-
legt bros sitt í miðjum hörmung-
unum og óttanum. Það er gleði-
legt, að allt þetta fékk að lifa,
eftir að hún hafði farizt; að hið
látna barn fékk rödd, sem náði
eyrum milljóna manna um all-
an heim. Og það var einskær til-
viljun, að rödd hennar týndist
ekki í gauraganginum eftir stríð-
ið.
Anna lét lífið í marz 1945, að-
eins tveimur mánuðum áður en
Þýzkaland Hitlers brann til ösku
í eldinum, sem hann hafði kveikt.
Hún var þá 15 ára gömul og
hafði þegar misst móður sina og
eldri systur. Faðir hennar lifði
hörmungarnar og býr nú í Sviss-
landi. Frank-fjölskyldan var
þýzkir gyðingar og fluttist til
Hollands skömmu eftir að nazist-
ar komust til valda í Þýzkalandi.
Anna var rúmlega tveggja ára,
þegar fjölskyldan settist að í
Amsterdam.
Á 13 ára afmælinu fékk hún
gjöf, sem gladdi hana mjög. Það
var falleg dagbók með hörðum
spjöldum, og Anna fór strax að
skrifa í hana. Dagbókin nær
yfir tímabilið 14. júní 1942 til 1.
ágúst 1944. Þremur dögum eftir
að hún reit síðustu orðin í dag-
bókina, brutust „grænstakkarn-
ir“ inn í bakhúsið í Amsterdam,
þar sem fjölskyldan hafði leitað
hælis og leynzt í tvö ár. Allt
flóttafólkið, átta manns, var fiutt
í fangabúðir og Gestapó-menn-
irnir fóru ránshendi um eigur
þess.
En þeim sást yfir dagbókina,
sem lá í hrauki gamalla bóka og
tímarita. Hollenzkir vinir fjöl-
skyldunnar fundu dagbókina síð-
ar, og þannig fékk ein línan í
henni spámannlegan hljóm. Fjór-
um mánuðum fyrir handtökuna
hafði Anna skrifað í dagbókina:
„Mig langar til að halda áfram
að lifa, jafnvel eftir að ég er
dáin“. Henni hlotnaðist það fá-
tíða hlutskipti að lifa dauða sinn.
Með dagbókinni fékk hún nýtt
líf í hjörtum milljóna manna, og
þar verður líf hennar sennilega
jafnlangt og jarðnesk tilvera
hennar var stutt.
Dagbókin fjallar um árin tvö,
sem Anna og kynsystkin hennar
voru „grafin lifandi" í bakhús-
inu í Amsterdam. Óttinn við, að
þau verði uppgötvuð, íþyngir
þeim nótt og dag. Ógnirnar eru
alltaf í baksýn. En rauði þráð-
urinn í bókinni er lífsjátning og
heilbrigð æskugleði. Hugprýði
Önnu er undraverð. Hún er of
ung og trúuð á lífið til að missa
móðinn eða týna voninni.
Dagbókin er skrifuð í forrni
sendibréfa, sem Anna sendir
ímyndaðri vinstúlku sinni, Kitty.
Þar segir hún allt af létta um
kjör sín, hugsanir, drauma og
þrár. Hún skrifar af hreinskilni
og ómótstæðilegum þokka. Við
fylgjumst með henni í öllum geð-
brigðum hennar: í órónni sem
stundum læðist að henni, i björt-
um vonum hennar, í viðleitni
hennar til góðs (því það er líka
svartálfur í Önnu, og hún fer
ekki dult með það), í fátækt og
þó svo auðugri ást hennar á
Pétri, 16 ára pilti sem er eini
flóttamaðurinn á hennar reki. Ást
sinni lýsir hún af mikilli var-
færni. Þetta óvenjugáfaða barn
er þess umkomið að spegla í veru
sinni djúpa mennsku og hlýjan
kvenleik á sama hátt og vatns-
dropinn getur speglað heila ver-
öld.
Hjartahlýja, gæzka og merki-
leg skarpskyggni streyma um
þessi dagbókarblöð eins og tær
elfur. Við lastur þeirra kynnist
maður því, hvernig hin unga
stúlka, sem stöðugt lifði í skugga
dauðans, átti bæði sálarstyx-k og
huggun að miðla aðþrengdum
meðlíðendum sínum. Mig langar
svo til að hjálpa þér, sagði hún
einu sirtni við piltinn sem hún
elskaði. Þú hjálpar mér hvern
einasta dag með glaðlyndi þínu,
svaraði hann.
En hún dregur ekki dul á veik-
leika sína og ættingja sinna. Hún
segir opinskátt frá ótta, nöldri
og eilífu rifrildi fullorðna fólks-
ins, skilningsleysi þess, smámuna
semi, sljóleik og yfirdrepsskap.
Sambandinu við móður sína lýsir
hún af allt að því grimmilegri
hreinskilni. Myndin af felustaðn-
og íbúum hans er svo ljóslif-
andi fyrir lesandanum, að hon-
um finnst hann hafa búið með
þessu fólki og kynnzt því ofan
í kjölinn.
Anna segir á einum stað, að
hún sé kona með mikinn innri
styrk og mikið hugrekki, sem
eigi þann draum æðstan að vinna
fyrir heiminn og mannkynið. Sá
draumur rættist ekki á þann
hátt, sem hún hafði ætlað. Hún
varð að láta lífið vegna villi-
mennskunnar í heimi hennar. En
með arfinum, sem hún lét eftir
sig, hefur hún eigi að síður gert
mikið fyrir mannkynið. Þessi
arfur er styrkurinn, hugprýðin
og bjartsýnin, sem engar ytri
kringumstæður gátu kæft, því
þessir eiginleikar áttu rætur í
mannelsku og fórnfýsi, sem óx
við hverja raun.
íslenzka þýðingin er yfirleitt
lipur og að því er virðist ná-
kvæm, en hún mun vera gerð eft,-
ir ensku útgáfunni. Eleanor
Roosevelt hefur íitað stuttan og
greinargóðan formála. Bókin er
prýdd nokkrum myndum og frá-
gangur allur hinn bezti að und-
anskildum örfáum prehtvillum.
„Dagbók Önnu Frank“ á brýnt
erindi við alla þá, sem láta sig
hlutskipti meðbræðranna nokkru
skipta. Hún hefur ekki sízt boð-
skap að flytja okkur íslending-
um, sem erum orðnir svo ölvaðir
af sukki og sællífi, að vitundin
um þjáningar mannkynsins er
farin að slævast með okkur. Eða
gerum við okkur það almennt
ljóst, að mikill meirihluti maim-
kyns býr enn við slíkar hörm-
ungar, að jafnvel dapurlegustu
kaflarnir í „Dagbók Önnu Frank"
mundu blikna við hliðina á sann-
orðum frásögnum um þær?
Þess má að lokum geta, að
bandarisku hjónin Frances Good-
rich og Albert Hackett sömdu
leikrit upp úr dagbókinni, og
hefur það farið sigurför um all-
an hinn vestræna heim. Það hafði
ótrúleg áhrif á þýzka leikhús-
gesti. Var sagt, að þeir hefðu
grátið og í'ifið klæði sín í örvænt-
ingu yfir þeim ógnum, sem naz-
isminn leiddi yfir milljónir sak-
lausra fórnarlamba sinna. Leik-
ritið verður sýnt hér í Þjóðlek-
húsinu í byrjun næsta árs.
Sigurður A. Magnússon.
Góðir eiginmenn gefa kon-
unni sinni
HATT
fyi'ir jólin. Aldiei meira úr-
val en nú.
Verzlunin JENNY
Skólavörðustíg 13A.
Þórarinn Jónsson
löggiltur skjalaþýðandi
og dómtúlkur í ensku.
K.irkjuhvoli. — Sími 18655.
Hurðarnafnspjöld
Bréfalokur
Skiltagerðin, Skólavöl'ðustíg 8.
Húsameistarinn notar aluminium í hverskonar
byggingar, allt frá minnstu íbúðarhúsum til
skýjakljúfa. Byggingarkostnaður í súlubygg-
ingum lækkar við notkun veggfleka úr alum-
inium, sem koma þá í stað veggja gerðra á
annan hátt. Notkun aluminium í glugga og
hurðir eykst stöðugt. Aluminium á þök og
húshliðar lækkar viðhaldskostnað, og gerir
málningu óþarfa. Hægt er að fá aluminium
anodiserað í fjölda varanlegra lita.
Skipasmiðurinn notar aluminium til að
losna við óþarfa þunga. Með notkun alum-
inium í reykháfa, möstur, yfirbyggingar,
þilför, björgunarbáta, bómur, lestafleka
og stiga má lækka óþarfa þunga verulega.
Það þýðir aftur aukna flutningsgetu.
Aluminium er sérstaklega heppilegt
til notkunar á sjó; það riðgar
hvorki né tærist.
Matvælaframleiðandinn notar aluminíum
í hi’einlegar, öruggar og aðlaðandi umbúðir.
Aluminium þynnur eru mjög hagkvæmar í
noklun. Eitt kíló af aluminium þynnum
0.008 m.m. þykkum þekur um 46 fermetra.
Aluminium þynnur má auðveldlega prenta
i skæi'um, aðlaðandi litum. Aluminium
heldur feiti og raka, og er algjörlega skað-
laust matvælum.
Þér getið notað aluminium til að leysa
vandamál y ð a r — til hagsbóta.
ALUMINIUM UNION LIMITED
TIIE ADELPHl
JOHN ADAM ST.
LONDON W.C. 2
Þessir menn fylgjast
með túnonum
Gerið þér það líka?
Fjöldi manna í hverskonar iðngreinum
nota aluminium af miklu hugmyndaflugi
— og sér til hagsbóta.
Umboðsmenn:
Hverfisgötu 106 A Reykjavík.