Morgunblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 16
16
MORCVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 1. des. 1957
Klassiskar
Balletmúsik
Hljómsveitar-
verk
Óperur
Öperuaríur
Píanó- og
Fiðlu-
konsertar
Sinfóníur
o. fl. o. fl.
NÝTT ÚRVALi
M. a. ýmsar eftirsóknar-
verðar plötur
tyrir sai'nara.
--------'LOTUR
snúninga
JAZZ:
Ct
/°
/íctLorÉiÉ
Gerið plötukaupin á meðan úrvalið er nóg.
VESTURVERI — SÍMI11315.
s
LESBÓK BARNAN. TA
T.ESBÓK BARNANNA
S
vitað ekkert hægt að gera.
Ungfrú Jósefína var há
og mögur. Hún hagræddi
gieraugunum á nefinu og
leit rannsakandi yfir
bekkinn, ströng á svip.
Það gerði hún alltaf, áð-
ur en hún fór að stilla
f’ðiuna.
„Við skulum þá byrja
á nr. 57“, sagði hún, „þið
kunnið textann: Komdu
kisa mín“.
Varla hafði hún fyrr
sleppt orðinu, en henni
var svarað með lang-
dregnu og aumkvunar-
legu mjái, sem heyrðist
greinilega hornanna á
milli í stofunni.
Gleraugun hoppuðu á
nefinu á ungfrú Jósefínu
og hún hætti samstundis
við að stilla fiðluna.
„Hver var þetta?“,
spurði hún og leit hvasst
á Óla. „Þetta varst þú,
hljóðið kom þarna aftan
úr bekknum“.
„Nei“, sagði Óli, „ég
kann alls ekki að
mjálma“. Til frekari á-
herzlu rak hann upp
mjálm, en það hljómaði
ekki vel og líktist ekkert
mjálmi í raunverulegum
ketti.
„Komdu hingað“, sagði
ungfrú Jósefína um leið
og hún gerði bendingu
með fiðluboganum, sem
ekki varð misskilin:
„Þangað, beint í skamm-
arkrókinn".
Síðan byrjuðu allir að
syngja En ekki leið á
löngu, þar til aftur kvað
við í bekknum skerandi
mjálm, svo að ungfrú
Jósefína hrökk 5 kút og
gló fiðluboganum ofan í
kennaraborðið. „í þetta
skipti varst það þú“, sagði
hún og benti á Jón. Og
þó að Jón héldi því fram
að hann væri saklaus var
hann neyddur til að
ganga hin þungu spor yf-
ir í skammarkrókinn.
En það var ekki allt
búið enn. Ennþá heyrðist
mjálm úr horninu, sem
ekki gaf hinum fyrri eft-
ir. Ungfrú Jósefína varð
/Ojög undrandi, því enn-
ba virtist hljóðið koma
þaðan, sem Jón og Óli
höfðu setið. „Opnið þenn-
an skáp“, skipaði hún.
Um leið og skápurinn
var opnaður, steig stóri
kötturinn húsvarðarins
fram á gólfið, settist
virðulega og fór að þvo
sér á bak við eyrað.
„Hver hefur lokað
þennan kött inni í skápn-
um?“, spurði ungfrú
Jósefína.
Jón og Óli gengu satn-
stundis fram og játuðu á
sig sökina.
„Það var mjög Ijótt af
ykkur að fara svona með
vesalings skepnuna”,
sagði ungfrú Jósefína,
„nú skuluð þið fara með
köttinn til húsvarðarins
og segja honum, hvað þið
hafið gert. Hann getur
svo ákveðið sjálfur,
hvernig hann refsar ykk-
ur.“
Það voru tveir mjög
skömmustulegir drengir,
sem litlu síðar stóöu
frammi fyrir húsverðin-
um og sögðu honum allí
af létta.
Húsvörðurinn horfði
stundarkorn á þá, áður
en hann tók til máls:
„Rétt áðan kom mjög
reiður maður hingað til
min. Hann býr hérna rétt
hjá skólanum og sagði að
stór köttur hefði laumast
inn í hænsnakofann sinn
og drepið fimm unga.
Hann hafði séð köttinn
hlaupa út úr hænsnakof-
anum fyrir tæpum tíu
mínútum og hann hélt því
blákalt fram, að það hefði
verið kötturinn minn. Ég
gat lítið sagt, því ég vissi
ekki, hvar kötturinn
minn var. En nú get ég
sannað, að það var ekki
hann.“
Húsvörðurinn brosti í
kampinn, en byrsti sig
svo: „Reynið þið bara að
gera þetta aftur, óþekkt-
arormarnir yklcai, og þá
skuluð þið eiga mig á
fæti! Komið ykkur svo í
burtu, áður en ég gríp
ykkur!“.
wa*
GÁTUR
1. Hver talar öll tungu-
mál?
2. Hvert fljúga fuglarn-
ir að jafnaði?
3. Hversu langt inn í
skóginn hleypur hjörtur-
inn?
SKRÍTLU-
SAMKEPPNIN
27. Skozkur skólastrák-
ur: Þú lofaðir að gefa
mér krónu fyrir hverja
viku, sem ég væri efstur
í mínum bekk. Nú hef ég
verið það í tvær vikur.
Faðirinn: Hum! Hérna
eru tvær krónur. En pass-
aðu að skemma ekki í þér
augun á of miklum lestri,
strákur.
28. Hundatemjari var
að kenna hundi sínum
ýmsar listir. Maður nokk-
ur kom þar að og sagði:
„Hvernig ferðu að kenna
hundinum þetta? Ekki
get ég kennt mínum
hundi neitt“.
„O, þetta getur hver
sem er“, svaraði tamn-
ingamaðurinn, „ef hann
kann meira en hundur-
inn“.
"A
29. Bílstjóri hafði ekið
út af veginum og stór-
skemmt bílinn. Vegfar-
andi spurði hann, hvern-
ig slysið hefði viljað til.
„Sjáið þér þessa beygju
þarna á veginum?",
spurði bílstjórinn.
„Já“.
„Ég sá hana ekki“.
H. V. Sauðárkróki.
A
30. Fréttaritarinn: Það
er ekki rúm í blaðinu fyr-
ir fréttir af öllum bíla-
Indíánarnir i Suður-Ameriku hafa sitt sérstaka lag
á að mæla hæð trjáa. Auðvitað gætu þeir klifrað
upp í tré með málband, en þeir nota miklu auð-
veldari aðferð. — Þeir ganga það langt frá trénu,
að þeir sjái rétt í toppinn á því, þegar þeir beygja
sig áfram svo að fingurnir nemi við ristar. Bilið
milli fótanna á að vera eitt fet. Fjarlægðin frá þeim
til trésins er þá jöfn og hæð þess.
árekstrunum, sem skeðu í
gær.
Ritstjórinn: Prentið þá
skrá yfir þá, sem ekki
lentu í árekstri.
Dolly, Hveragerði.
A
31. Lítill drengur var að
leika sér við götuna, er
prestur átti leið þar fram
hjá.
Presturinn: „Hvað ert
þú að byggja, vinur
minn?“
Drengurinn: „Ég er að
búa til kirkju".
Presturinn (brosandi):
„Já, jafnvel aurnum og
forinni getur þú breytt í
kirkju".
Drengurinn: „Ef ég
hefði meiri for, skyldi ég
búa til prest líka“.
A
32. Kennarinn: „Hvað
fáum við af kindunum?“
Hans: „Ull“.
Kennarinn: „í hvað
notum við ullina?"
Hans: „Það veit ég
ekki“.
Kennarinn: „Úr hverju
er frakkinn þinn?“
Hans: „Úr frakkanum
hans afa“.
Helga, Reykjavík.
A
33. Friðrik: „Ég á nýja
treyju, það átt þú ekki“.
Siggi: „Ég á nýja húfu,
það átt þú ekkr“.
Friðrik: „Pabbi minn á