Morgunblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 13
Sunnuðagur 1. des. 1957
MORCVNBLAÐIÐ
13
Þessi mynd er frá þingrofinu 1931. Þá var fjandskapur Framsóknar gegn fyrstu virkjun Sogsins
svo mikill, að þeir afsökuðu þingrofið með þvs, að það hefði hindrað samþykkt Alþingis á ríkis-
ábyrgð á Sogsláni!
REYKJAVÍKU RBRÉF
Laugardagur 30. nóv.
Skáksigur Friðriks
íslendingum er að fáu meiri
gleði en þegar landi stendur sig
vel erlendis. Henn fylgdust þvi
af miklum áhuga með skák-
keppni Friðriks Ólafssonar, sem
nú er nýlokið. Frammistaða hans
þar varð enn til að auka hróður
hans og eru það vissulega fagn-
aðartíðindi öllum Islendingum.
Hin nýja bók
Hagalíns
ritstjóra Árbókar
Hin nýja skáldsaga Guðmund-
ar G. Hagalíns, Sól á náttmálum,
vekur athygli og umtal þeirra,
er lesið hafa. öllum kemur sam-
an um, að bókin sé skemmtileg
aflestrar. Hún er að mörgu leyti
raunsæ lýsing á því, hvernig líf-
inu er nú lifað á landi hér. Guð-
mundur deilir markvisst á það.
sem hann telur miður fara. En
jafnvel þær af sögupersónunum,
sem mest gera afglöpin, svo sem
fiðurframkvæmdastjóri ríkisins
og rónarnir í strætinu, eru meiri
menn eftir lýsingu Guðmundai
en ætla hefði mátt í fljótu
bragði. Guðmundur er laus við
það yfirlæti og niðurrifslöngun,
er lýsir sér í því, að draga alla
þá, sem á er minnzt, niður í
svaðið og skilja þá þar eftir æru-
lausa. Guðmundur sýnir þvert á
móti, að jafnvel þeir, sem í svað-
inu hafa lent, eru oft mörgum
kostum búnir, þótt þeir s iu sjálf-
um sér verstir.
Segja má, að Guðmundur fegri
um of uppáhaldsmenn sína og
lífsviðhorf þeirra. En víst þarf
þjóðin nú öflugrar brýningar við
um það, að hagsæld hennar er
komin undir framleiðsluaukn-
ingu og þar á meðal aukinni
jarðrækt. Sá boðskapur má ekki
einungis verða hátiðleg hugleið-
ing, heldur verka við val á lífs-
starfi hjá sem flestum, eins og
þeim manndómsmestu í sögu Guð
mundar.
„Framleiðsla
til erfiðisauka44
Boðskapur Guðmundar Haga
líns á því brýnna erindi til lands-
fólksins sem stjórnarvöldin eru
svartsýnni og draga framkvæmda
þrekið úr æskulýðnum. Tíminn
prentaði t. d. hinn 14. ágúst í
sumar með velþóknun upp þessi
ummæli
bænda:
„--------virðist vera stefnt til
framleiðslu, sem ekkert er með
að gera, en þjóðinni í heild til
erfiðisauka, en þó einkum
bændastéttinni".
Undir þennan boðskap var síð-
an mjög tekið af Alþýðublaðinu,
málgagni menntamálaráðherrans,
sem öðrum fremur á að leiða
æskulýðinn á rétta braut.
Þetta fálæti Árbókar bænda,
Tímans og Alþýðuplaðsins til
framleiðslunnar, var þeim mun
athyglisverðara sem úr sömu átt
hafði verið gert hróp að Jóni
Pálmasyni, þegar hann á síðasta
þingi benti á, að í bili kreppti
skórinn ekki fyrst og fremst að
bændum í rætkunarmálum held-
ur um möguleika til að stofna
heimili og afla sér sæmilegs húsa
kosts. E. t. v. má þó segja, að
hér sé ekki slíkt ósamræmi og
í fyrstu virðist, því að öll bæti
aðstaða horfir til aukinnar fram-
leiðslu. En þá væri hag þjóðar-
innar illa komið, eins og Pétur
Ottesen rakti á bændadegi Borg-
firðinga í sumar, ef svartsýnis-
mennirnir fengju því ráðið, að
dregið yrði úr framleiðslunni.
Hermann Jónasson lýsti hugar-
fari sínu rétt, þá er hann taldi
sig á eyðimerkurgöngu rétt fyrir
stjórnarskiptin meðan hann hafði
ekki á ný öðlazt hin þráðu vöid.
Því meiri sem umbæturnar eru,
því ískyggilegri virðast Fram-
sóknarmönnum horfurnar. Eina
Ijósglætan er aukin sérréttindi og
vegtyllur sjálfum þeim til handa.
„Alvarlega horfir
í sjávarútvegs-
málum“
Undir þessari fyrirsögn birti
Tíminn ekki alls fyrir löngu for-
ustugrein um sjávarútveginn. 1
sjálfu sér er ekki við því að bú-
ast, að Framsóknarmenn horfi
björtum augum til sjávarútvegs
ins, úr því að undir þeirra stjórn
hefur tekizt svo til með land-
búnaðinn, að fólki í sveitum
fækkar ár frá ári, og samt er
að þeirra sögn hætta á, að ekkert
verði að gera með fram-
leiðslu sumra sem eftir eru.
Hún verði þjóðinni í heild og
þó einkum bændastéttinni aðeins
til „erfiðisauka." Enda eru horf-
urnar í sjávarútveginum vissu-
lega ekki bjartar að áliti Tímans,
sem sagði hinn 5. nóv.:
„En smátt og smátt vex þeirri
skoðun fylgi meðal þeirra, er
gerst þekkja til, að fiskleysið
geti verið alvarlegra vandamál
en þetta. Það sé að minnsta kosti
tímabært fyrir landsmenn að
horfast í augu við þann mögu-
leika að heimamiðin skili ekki
því magni, sem við þurfum, til
að reka útgerð með sama hætti
og hér hefur tíðkast að undan-
förnu, svo kunni að fara, að við
verðum eins og aðrar fiskveiði-
þjóðir, að sækja æ meira á hin
fjarlægu mið, meðan þau endast,
jafnframt því, sem gerðar eru
ráðstafanir til að vernda frekar
en enn er orðið, uppeldisstöðv-
arnar á landgrunninu hér um-
hverfis okkur“.
Þá vitnar blaðið í viðtal „tog-
araskipstjóra, sem hefur að
baki sér áratuga reynslu á sjón-
um, og hefur siglt á hinum nýju
togurum allt síðan þeir komu
til landsins og gerir enn.“ Eftir
honum er m. a. þetta haft:
„Þessi skipstjóri vildi likja afla
brögðum togaranna nú við það,
er menn færu yfir kartöflugarð
í annað og þriðja sinn. Það er
lengi von á einu beri til viðbót-
ar, en uppskeran sjálf er hirt
og komin í hús“.
Síðan segir blaðið sjálft:
„Þetta eru alvöruorð, sem eng-
inn íslendingur getur látið sem
hann heyri ekki. Ef þau reynast
á staðreyndum byggð, er mikil
vá fyrir dyrum. Aukning þjóðar-
framleiðslunnar í heild með
meiri sjávarafla, sýnist þá tor-
veldari en vænzt hafði verið og
fullerfitt að halda í horfinu".
Fyrirhngaðar
stórvirkjanir
Víst verða örðugleikarnir ekki
orðum auknir, ef aukin ræktun
leiðir einungis til erfiðisauka
og offramleiðslu og fiski-
miðin eru uppurin. Ráð Tímans
við þessu eru stórvirkjanir fall-
vatna og aukinn iðnaður. Af þeim
úrræðum er auðséð, að yngn
kynslóðin er farin að hafa áhrif
á hina eldri. Utlærðir rafmagns-
verkfræðingar hafa komið vitinu
fyrir gömlu mennina er á sínum
tíma studdu að því, að Alþingi
væri rofið vegna hættunnar, sem
þjóðinni stafaði af fyrstu virkjun
Sogsins.
Um þá hugarfarsbreytingu er
ekki nema allt gott að segja.
En óeigingirnin og fyrirhyggjan
þarf að birtast í fegurri myndum
en t. d. Grímsárvirkuninni. Allar
ráðagerðir um fyrirhugaðar stór-
virkjanir verður að ræða í al-
manna áheyrn og ákvarðanir að
taka með þeim hætti að sams
konar mistök og við Grímsár-
virkjunina komi ekki til greina.
Hver er stefnan
í útgerðarmálum?
Ef Framsókn trúir á boðskap
Tímans um horfur í sjávarút-
vegnum, hvernig getur hún þá
stutt að því, að keyptir séu í
skuld 15 nýir stórir togarar til
landsins og 6 minni, af gerð sem
hér er með öllu óreynd, og sagt
er að bæta eigi enn við 6 sömu
tegundar? Þegar í svo stórfelld-
ar framkvæmdir er ráðizt, verð
ur að krefjast þess, að þeir, sem
fyrir þeim standa, viti þó a. m. k
sjálfir, hvað fyrir þeim vakir.
Þessi og ótal mörg önnur skrif
Tímans verða ekki skilin á ann-
an veg en þann, að verið sé að
vara menn við því að ráðast í
þær framkvæmdir, sem blaðið
og flokkur þess hælir sér þó
mest af í öðru orðinu.
Hér lýsir sér enn hið sama
og Bernharð Stefánsson orðaði
réttilega í sumar, þegar hann
sagði að breyta þyrfti um stefnu
en ekki um stjórn. Framsóknar-
flokkurinn felst á framkvæmdir,
sem hann stefnu sinni samkvæmt
er algerlega andvígur, einungis
ef hann sjálfur fær að vera á-
fram í stjórn og búa þar um
valdaklíku sína á þann veg, sem
henni sjálfri líkar.
Hvað líður
landhelgismálmu?
Lúðvík var að gera, en látið
hann óáreittan í glapræðinu.
Menn hljóta og að spyrja: —
Ef íslendingar eiga mest í fram-
tíðinni undir fjarlægum miðum,
hvaða áhrif hefur þá stækkun
íslenzku landhelginnar á mögu-
leikana til að nota sér þau mið?
Eða er hugsanlegt, að okkur líð-
ist að stækka eigin landhelgi án
þess, að aðrar þjóðir láti sams
konar reglur gilda um okkar skip
á sínum miðum?
Þetta eru atriði, sem íslend-
ingar komast ekki hjá að hug-
leiða og stjórnarvöldin verða að
hafa kjark til að skýra fyrir þjóð
inni.
Það vakti því mikla athygli,
að Lúðvík Jósefsson, sjávarút
vegsmálaráðherra, skyldi ekki
minnast einu orði á stækkun
landhelginnar í erindi sinu á að-
alfundi Landssambands íslenzkra
útvegsmanna. Enginn hafði þó
áður fyrri verið frakkari um
kröfur í þessu efni en Lúðvík
sjálfur. Hvað er það, sem nú
dvelur Orminn langa?
Út af fyrir sig er, þótt Lúðvík
Jósefsson treysti sér ekki til að
efna loforð sín í þessu. Slíkt er
einungis í samræmi við annað
athæfi stjórnarinnar. En þjóðin
á heimtingu á hreinskilinni grein
argerð ríkisstjórnarinnar um
málið í heild, skýringu á því af
hverju tafirnar stafa og hvað
framundan er.
Mesti óleikuriim
Því fremur er rík ástæða til að
krefjast fullkominnar greinar
gerðar um málið, sem Lúðvík
Jósefsson gerði sig sekan um það
ótrúlega hneyksli á s.l. sumri, að
efna vísvitandi til stórfelldra
brota á friðunarákvæðunum
Sumir segja, að friðunarreglurnar
séu orðnar úreltar. Ef svo er
þá er það mál, sem á að taka
upp til efnismeðferðar og gera
ákvörðun um í allra augsýn. En
sú lúalega aðferð, sem Lúðvík
Jósefsson hafði í sumar, að undir-
lagi Karls Guðjónssonar, for-
manns fjárveitinganefndar, var
i til þess löguð að stofna í hættu
áliti annarra þjóða á góðri trú
íslendinga í þessum efnum.
Þjóðinni hefur aldrei verið
gerður meiri óleikur í landhelg
ismálinu en með þessu atferli
sjálfs sjávarútvegsmálaráðherr
ans. Og því miður er full á-
stæða til að ætla, að Hermann
Jónasson, dómsmálaráðherra,
hafi ekki verið óvitandi um hvað
Af hverju er
gjaldeyrisbrask
kommúnista
ekki rannsakað ?
Þegar Þjóðviljinn fann i sum-
ar að þvi, að Hermann Jónasson
skyldi ekki höfða mál vegna
þeirrar andúðar, er almenningur
lýsti fyrir utan rússneska sendi-
ráðið 7. nóv. 1956, var strax
bent á það hér í blaðinu, hvað
lægi á bak við þessar aðfinnsl-
ur við Hermann. Þjóðviljinn
vissi ofur vel, að málshöfðun af
þessum sökum kom ekki til
greina. En með ásökununum átti
að knýja Hermann Jónasson til
þess að láta aðra rannsókn og
málshöfðun niður faila. Sem sé
rannsókn út af gjaldeyrisbraski
kommúnista í sambandi við
Moskvumótið í sumar. Þá rann-
sókn varð að stöðva með því að
sýna Hermanni áður í tvo heim-
ana svo að hann hefði sig hæg-
an. —
Frá gjaldeyrisbraskinu var
jafnskjótt sagt hér í blaðinu og
atvik tilgreind svo, að vanda-
laust átti að vera fýrir dóms-
málastjórnina að taka málið upp.
Síðan hafa fleiri ábendingar um
lögbrotin komið fram. Dóms-
málastjórnin hefur þó ekkert
hafst að. Ábendingar Þjóðviljans
hafa auðsjáanlega haft tilætluð
áhrif á Hermann. Sl. miðvikudag
skrifaði Magnús Þórðarson stud.
jur. grein hér í blaðið með svo
ákveðnum ásökunum, að sannar-
lega er erfitt fyrir dómsmála-
stjórnina að láta málið lengur
kyrrt liggja. Magnús segir:
„Að minnsta kosti tvenn ef
ekki þrenn lögbrot voru framin
að þessu leyti.“
Síðan tilgreinir hann lögbrot-
in lið fyrir lið. Vonandi sér dóms-
málaráðherra nú sóma sinn í að
léta málið til sín taka, hvað sem
hótunum kommúnista líður.
Léleg f orysta
menntainála-
ráðherra
Á síðasta Alþingi var sam-
þykkt að verja meira fé en áður
til vísindarannsókna og nokkurra
annarra menningarstarfa. Frum-
vörpin um þetta voru samin á
grundvelli tillagna, sem nefnd
skipuð af Bjarna Benediktssyni
og Steingrími Steinþórssyni, þá-
verandi ráðherrum hafði samið og
fengið Gylfa Þ. Gíslasyni í hend-
ur eftir að hann tók við starfi
menntamálaráðherra. Gylfi skip-
aði nýja menn til meðferðar
málsins og breytti tillögunum
nokkuð áður en hann lagði þær
fram. Viðleitni hans miðaði mjög
að því, að gera sem erfiðast um
að átta sig á, hvað frá hverjum
kæmi í því skyni að þakka sjálf-
um sér allt áður en yfir lyki.
í sjálfu sér er góðra gjalda
vert, að Gylfi Þ. Gíslason skyldi
taka þetta mál að sér og koma
því áleiðis. Hann sýndi í því
meiri dug en varðandi byggingu
kennaraskólans, því að um þá
byggingu fékk hann ekki einu
sinni því áorkað fyrstu 8 mán-
uði þessa árs, að endurnýjað
væri fjárfestingarleyfi, sem
Bjarni Benediktsson hafði knúð
fram gegn tregðu Framsóknar
áður en hann lét af starfi mennta
málaráðherra.
Á sama veg hefur lítt gætt for-
ystu Gylfa Þ. Gislasonar um
byggingu nýrra barnaskóla, sem
brýn þörf er á víðs vegar um
landið. Þar hefur hann hvergi
nærri haldið í því horfi, er fyrir-
rennari hans hafði komið mál-
unum i. Að vísu þarf mikið fé
til að koma þeim málum í gott
horf, og auðveldara er að aug-
lýsa sjálfan sig rækilega af mun
Framh. á bls. 15