Morgunblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 2
2 MORGVNBL AÐIÐ Sunnudagur 1. des. 1957 Gunnar Thoroddsen: Sjálfstjórn bæja- og sveitafélaga F Y R S TI desember 1918 markaði eitt hið stærsta spor í stjórnarsögu þessa lands. ís- land var þá viðurkennt frjálst og fullvalda ríki í kon- ungssambandi við Danmörku. Þetta stóra skref í áttina til algerra umráða íslendinga sjálfra yfir öllum málum sín- um var síðan stigið til fulls 17. júní 1944 með endurreisn hins íslenzka lýðveldis. Fullveldi og sjálfstæði þjóð arinnar greinist í ýmsa þætti og stendur á mörgum stoðum, svo sem menningarlegu og fjárhagslegu sjálfstæði og frjálsræði borgaranna til orðs og athafna. En meðal þeirra þátta er einnig sjálfstæði bæja- og sveitafélaga. Sjálfstæði bæja- og sveita- félaga er óaðskiljanlegur þáttur lýðræðis Það er nú viðurkennt orð- ið um allan hinn frjálsa heim, að óaðskiljanlegur þáttur lýð- ræðis í stjórnháttum sé sjálfs- forræði bæja- og sveitafélaga Þann þáttinn í sjálfstæðismál um þjóðar vorrar vil ég gera að umtalsefni hér. Liggja til þess tvær ásta:ður. Sú er önn- ur, að fullveldisdagurinn fyrsti desember leiðir hugann að hinum ýmsu greinum sjálf stæðis þjóðarinnar. Hin ástæð an er sú, að fyrir dyrum standa bæjarstjórnarkosning- ar í öllum kaupstöðum lands- ins og hreppsnefndarkosning- ar í fjölmörgum kauptúnum. Er þá ekki aðeins hollt, held- ur og nauðsynlegt að gera sér grein fyrir valdsviði og verka- hring bæja- og ’sveitafélag- anna og viðhorfi þeirra gagn- vart ríkisvaldinu. í stjórnarskránni segir: „Rétti sveitafélaganna til að ráða sjálf málefnum sínum með umsjón stjórnarinnar skal skipað með lögum“. En þótt skipan þessara mála sé þannig að mestu lögð á vald Alþingis, er andi stjórn- arskrárinnar auðsær, en hann er sá, að bæja- og sveitafélög ráði í sem ríkustum mæh sjálf málefnum sínum. Sterkasta vopn gegn einræði og ofbeldi Þessi fyrirmæli stjórnar- skrárinnar eiga sér langa sögu og aðdraganda. Allt frá upphafi íslandsbyggðar hafa sveitafélögin, hrepparnir, haft mikla sjálfstjórn að ís- lenzkum lögum. Á tímum þjóðveldisins var þess gætt að ganga ekki of nærri sjálfs- ákvörðunarrétti hreppanna Við setningu 5. þings Sam- bands ísl. sveitafélaga 1955 sagði Steingrímur Steinþórs- son, félagsmálaráðherra: „Sjálfstjórn bæja- og sveita félaga, innan eðlilegra tak- marka, er eitt helzta fjöregg lýðveldisins og frelsisins. Það er að mínum dómi eitt sterk- asta vopn gegn einræði og of- mikilli hneigð til ofstjórnar ofan frá“. Þetta sama sjónarmið kem- ur einnig glöggt fram og er ríkjandi stefna í samstarfi bæja- og sveitafélaga á al- þjóðavettvangi. Til þessa liggja eðlileg rök. Hverju sveitarfélagi og íbú- um þess er það fyrir beztu, að málefnum þeirra sé stjórn- Gunnar Thoroddsen að af fulltrúum fólksins, sem kjörnir eru með vissu árabili frjálsum kosningum. Þeir þekkja staðhætti og þarfir í sínu byggðarlagi. í höndum þessara staðkunnugu bæjar- fulltrúa er málefnum byggð- arlagsins betur borgið heldur en ef deild í stjórnarráði á að ákveða um smátt og stórt Þótt embættismenn í slíkri stjórnarráðsdeild séu hæfir og mætir menn, skortir þá oft hina nauðsynlegu staðar- þekkingu, sem sveitarstjóm- armenn hafa; og enn versnar viðhorfið oft og einatt, ef pólitískur ráðherra fer að taka fram fyrir hendur sveita stjórnanna. Það er því viðurkennd skoðun, byggð á reynslu og heilbrigðri skynsemi, að af- skipti og íhlutun ríkisvalds- ins ætti að vera sem minnst af málefnum sveitafélaganna. Fjárhagslegt sjálfstæði Til þess að bæja- og sveita- félög séu vaxin sínum miklu verkefnum í þjónustu fólks- ins, þurfa þau að vera fjár- hagslega sjálfstæð. Ákvæðin um tekjustofna og tekju- möguleika sveitafélaganna eru löngu úrelt. Eini tekju- stofninn, sem þeim er heimill að lögum og nokkru nemur, er útsvörin. Til þess að sveitafélögin geti leyst við- fangsefnin og lækkað útsvars- stigana þurfa þau að fá laga- heimild til nýrra tekjustofna. Mjög hefur skort skilning á þessari nauðsyn hjá ráða- mönnum í ríkisstjórn og á Alþingi. Er þetta þeim mun bagalegra og ósanngjarnara sem ríkisvaldið leggur næst- um árlega nýjar kvaðir og út- gjaldaauka á sveitafélögin. Hér verða allar bæja- og sveitastjórnir að leggjast á eitt um að knýja fram rétt- láta löggjöf um tekjustofna fyrir sveitafélögin. Verkaskipting ríkis og sveitafélaga Á bæja- og sveitafélögum hvíla margvísleg verkefni. sum samkvæmt lögum, önnur eftir eðli málsins, og um enn önnur veltur það á áhuga, dugnaði og fjárhagsgetu, hvort bæja- og sveitastjórnir takast þau á hendur. Um verkaskiptingu ríkis og bieja er sumt lögákveðið, en annað á huldu. Engin lög eru til dæmis til um það, hvort ríkið eða sveitafélögin eigi að hafa frumkvæði til umbóta, ef atvinnuleysi ber að hönd- um, — eða ef báðir þessir að- iljar vilja þar láta til sín taka, hver skuli vera þáttur hvors um sig. Skólar, sjúkrahús, íbúðabyggingar En stundum er verkaskipt- ingin allskýr milli ríkis og sveitafélaga. Svo er til dæmis um byggingu og rekstur skóla. SKólalöggjöfin gerix ráð fyrir, að bæja- og sveita- félögin byggi hús fyrir barna- og gagnfræðaskóla, en ríkis- sjóður greiði helming bygg- ingarkostnaðar (% til heima- vistarskóla). Um byggingu sjúkrahúsa munu bæja- og sveitafélögin eiga að hafa frumkvæði, en ríkissjóður að greiða % stofnkostnaðar (% um fjórðungssjúkrahús). Um útrýmingu heilsuspill- andi íbúða er ætlazt til, að sveitafélög hafi forgöngu, en ef þau leggja fram fé í því skyni „skal ríkissjóður leggja fram jafnháa fjárhæð á móti“ segir í lögum. Um þessa þrjá málaflokka, og raunar marga aðra, hefur Alþingi sjálft ákveðið verka- skiptinguna. Auðvitað er það sjálfsagt mál, að ríkissjóður á og verður að greiða sinn hlut til framkvæmdanna jafnóð- um og þeim miðar áfram. Sveitafélögin hafa vitanlega ekkert bolmagn til þess að leggja út stórfé fyrir ríkis- sjóð. En mikill misbrestur hefur orðið af hendi ríkis- valdsins bæði um skil og skilning. Tugir milljóna hlað- ast upp í vangoldnum fram- lögum ríkisins til þessara lög- mæltu framkvæmda. Hér er ekki um að ræða styrk eða ölmusu til sveitafélaganna, heldur skilvísa greiðslu á þeim hluta byggingarkostnað- ar, sem ríkið sjálft hefur ákveðið, að það skyldi standa undir. Skerpa barf skilning á sveitarstjórnarmálum Eitt af mörgum nauðsynja- málum næstu ára er að skerpa skilning á Alþingi og í ríkis- stjórn á sveitarstjórnarmál- um. Það væri þarflegt verk, ef í væntanlegum bæjarstjórnar kosningum væri lögð rík áherzla á þýðingu þess, að bæja- og sveitafélögin njóti sjálfsforræðis og þeim verði tryggðir tekjustofnar til þess að standa undir þeim marg- háttuðu menningar- og fé- lagsmálaframkvæmdum, sem þau hafa með höndum. DEILDARFUNDIR verða á Al- þingi á morgun kl. 1,30. í efri deild verður 1. umr. um frv. til farsóttarlaga, í neðri deild 3. umr. um frv. um breytingu á útsvars- lögum Rit Ólatíu Jóhannsdótfur komin út hjá Hlaðbúð NÝKOMD3 er út hjá Hlaðbúð Rit Ólafíu Jóhannsdóttur, I. og II. bindi, innbundin saman. í fyrra bindinu, Endurminningum, eru meðal annars skemmtilegar lýsingar úr Reykjavíkurlífinu fyrir aldamótin, en í síðara bind- inu, Aumastar allra, eru frásagn- ir af olnbogabörnum Osló-borg- ar. Ólafía Jóhannsdóttir varð kunn um öll Norðurlönd fyrir líkn- arstarf sitt síðari hluta ævinn- ar. Lýsir hún kynnum sínum frá þessu starfi í síðara hindinu, sem hún ritaði á norsku 1916 og vakti þá mikla athygli og umtal. Áður en Ólafía fór utan lét hún mjög til sín taka hér heima. Hafði hún mikil afskipti af félags málum kvenna, bindindismálum og dagskrármálum þjóðarinnar fyrir og eftir aldamotin. Bjarni Benediktsson, ritstjóri, ritar langa og ýtarlega grein framan við bókina, þar sem hann segir frá ævi þessarar mikil- hæfu konu, fólki hennar og um- hverfi. JólaUnleiku í Démkirkjunni Á UNDANFÖRNUM árum hefir Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar jafnan gengizt fyrir því, að 1. sunnudaginn í jólaföstu væru haldnir jólatónleikar í Dóm kirkjunni. Hefir það vakað fyrir nefndinni, að þannig yrði flutt- ur blær jólanna til þeirra, er sækja vildu. Menn hafa kunnað vel þessum sið, og jólatónleik- arnir verið mjög fjölsóttir. Er það einnig svo með nágrannaþjóð um vorum, að 1. sunnudagur í jólaföstu þykir vera sérstök gleðihátíð. Að þessu sinni ber þennan dag upp á 1. desember, svo að telja má hann tvíheilagan á íslandi. Svo var einnig 1. des. 1918, fyrsta fullveldisdag okkar, þótti þeim, sem muna hann, tilkomumikið að hlýða í kirkjunum á orð guðspjallsins: „Sjá, konungur þinn kemur til þín“. Nú hefir kvennanefndin ákveð ið að halda jólatónleika í Dóm- kirkjunni á sunnudagskvöldið, er kemur, kl. 8,30, og er vel til 1 þeirra vandað. Lúðrasveit barna og unglinga leikur jólalög undir stjórn Karls Runólfssonar. Tvær litlar stúlkur, Guðný Guðmundsdóttir og Janette Walker, koma fram, leikur önn- ur einleik á fiðlu, en hin syngur einsöng. Frú Hildur Bernhöft cand. theol. flytur stutt erindi: „Torf- kirkjan gamla“. Flokkur drengja syngur und- ir stjórn frú Guðrúnar Pálsdótt- ur. Dr. Páll ísólfsson leikur á orgelið jólatilbrigði eftir Bach og dómkirkj ukórinn syngur. í>ess ér að vænta, að sem flest- ir komi í Dómkirkjuna þetta kvöld og njóti þess, sem þar verður á boðstólum. Jafnframt styðja menn kirkjunefndina að því að fegra Dómkirkjuna og gefa henni góða muni, því aö til þess er öllum ágóða af jóla- tónleikunum varið. Vottum nefnd inni þakkir fyrir ágætt starf. Sækjum jólatónleikana. Á. G. Afhiigasemd FRÁ skrifstofu lögreglustjóra barzt Mbl. í gær eftirfarandi upp lýsingar vegna blaðaskrifa þeirra 'er orðið hafa út af „Hundamál- inu“. „Hinn 4. nóvember sl. var lög- reglan kvödd að Gufunesi af Þor geiri Jónssyni bónda þar vegna hættulegra flækings hunda er þar voru á staðnum og ítrekað höfðu ráðizt á fé hans. Hringdi bóndinn tvisvar sinnum á lög- reglustöðina, til þess að leggja á- herzlu á hjálparbeiðnina. Á vettvang var sendur lög- reglumaður, sem hefur langa reynzlu í meðferð og aflífun dýra, ásamt þremur öðrum lög- reglumönnum og vörzlumanni bæjarlandsins. Af hálfu varð- stjóra var gert ráð fyrir að hund- unum yrði lógað, miðað við þá kæru sem fyrir lá frá bóndanum. Aðferð sú, sem notuð var að skjóta á hundana á færi, var ekki samkvæmt fyrirmælum frá yfir- mönnum lögreglunnar og þykir þeim miður farið að mistök skyldu verða í sambandi við af- lífun dýranna“. ★ Þá hefur Lárus Salómonsson, lögreglumaður, beðið blaðið að .birta eítirfarandi: „f tilefni framangreindar upp- lýsinga vil ég undirritaður taka eftirfarandi fram: Það féll í minn hlut að fara að Gufunesi til að lóga hundum, sem þar voru í fé Þorgeirs bónda. Samkvæmt upplýsingum sem ég hafði feng- ið um framferði hundanna, og til greint er í framkominni frásögn Þorgeirs, sem birtzt hefur í blöð- um, taldi ég rétt að aflífa hund- ana á staðnum, til þess að missa ekki af þeim og fyrirbyggja með því að þeir yrðu valdir af tjóni annars staðar. Framkvæmdin byggist því á mati mínu. Ura framkvæmdaratriðin og mistök mín í þeim, sem ég er mjög leið- ur yfir, er érígan að saka nema mig, því ég er sá eini, sem er á- byrgur fyrir þeim. Ég vil því skírskota til dóm- greindar þeirra allra, sem mig þekkja, hvort líkur séu fyrir því að ég hafi af tilfinningaleysi og stráksskap framið þarna viljandi óhappaverk. Um leið og ég harma mistök í framkvæmdinni tel ég illa farið að skrifað sé í blöð af ókunnugleik um viðkvæmt mál- efni sem þetta. - Ég bið alla góða menn að áfell- ast ekki aðra en mig í þessu máli en réttmætum dómi þeirra mun ég una. Lárus Salómonsson".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.