Morgunblaðið - 08.12.1957, Síða 8
8
M OK r.rwnr 4f)T í)
SunnudagUr 8. des. 1957
tl
Frú Kristín Guðjónsdóttir
Við lát frú Kristínar Guðjónsdóttur
ÞEGAR góður vinur hverfur
snögglega og fyrirvaralaust yfir
hina miklu móðu myndast fyrst
ömurleikakennd og tóm í hug-
um þeirra, sem eftir standa. Síð-
an, eða svo til jafnhliða kemur
söknuður og sorg. Viðkvæmir
strengir bresta. Myndum af sam-
vistum og samstarfi á liðnum
tíma bregður fyrir.
Þannig fór vinum og venzla-
mönnum frú Kristínar Guðjóns-
dóttur, er þeim barst sú fregn
að hún hefði látizt sunnudaginn
1. desember s. 1., eftir um það
bil eins sólarhrings sjúkleika.
Okkur, samstarfsmönnum manns
hennar, Sigfúsar Jónssonar,
framkvæmdastjóra Morgunblaðs-
ins, fannst einnig sem komið
hefði verið að okkur óvörum og
stórt skarð höggvið í raðir okk-
ar. En hér varð engum vörnum
við komið, því eigi má sköpum
renna.
Frú Kristín verður borin til
moldar frá Dómkirkjunni á
morgun. Hún var fædd í Hafn-
arfirði 10. ágúst árið 1897. For-
eldrar hennar voru hjónin Arn-
dis Jósefsdóttir og Guðjón Björns
son trésmíðameistari. Stóðu að
þeim traustar ættir á Snæfells-
nesi og í Dölum vestur.
Þau hjón fluttu sama árið og
Kristín dóttir þeirra fæddist til
Reykjavíkur. Var hún þá aðeins
sex vikna að aldri. Stóð heimili
þeirra lengst að Mýrargötu 1,
þar sem. þau reistu sér myndar-
leg húsakynni skömmu eftir að
þau fluttu til bæjarins.
Frú Kristín gekk á unglings-
árum sínum í Kvennaskólann og
aflaði sér góðrar menntunar. Hóf
hún síðan fljótlega störf hjá
Landsimanum og var þar fastur
starfsmaður árin 1917—1925.
Gegndi hún þar lengstum varð-
stjórastarfi og þótti einkar traust-
ur og ábyggilegur starfsmaður.
Hinn 17. september árið 1925
giftist hún Sigfúsi Jónssyni,
framkvæmdastjóra Morgunblaðs-
ins. Byrjuðu þau búskap sinn að
Mýrargötu og stóð heimili þeirra
þar fram til ársins 1942. Þá
höfðu þau byggt rúmgott og
glæsilegt íbúðarhús að Víðimel
68 og hefur heimili þeirra verið
þar síðan.
En yfir þessu fallega heimili,
sem frú Kristín átti mestan þátt
í að byggja upp, grúfir nú dimm-
ur skuggi. Hún, sem lagði þar
milda hönd ástar og umhyggju
að starfi, fegrun og uppbyggingu
er nú horfin. Eftir vakir minn-
ingin um óvenjulega heilsteypta
og drengilega konu. Meginein-
kenni hennar voru samvizku-
semi, nákvæmni og rík hneigð
til að láta ævinlega gott af sér
leiða, leggja alltaf gott til allra.
Bar heimili hennar og fjölskyldu
hennar greinilegan vott þeirrar
hlýju, sem frá henni stafaði.
Þeir, sem nutu gestrisni frú
Kristínar og manns hennar munu
jafnan minnast hennar sem höfð-
ingskonu. Þar var engin uppgerð-
ar eða skyldurisna á ferðum.
Þegar vinahópur hafði verið
kvaddur saman á heimili þeirra,
var þar innilegur fögnuður og
ánægja meðal gesta og húsbænda.
í eðli sínu var frú Kristín hlé-
dræg kona, sem kærði sig ekki
um að hafa sig mikið í frammi.
En hún var glaðlynd og hafði
yndi af að vera með vinum sín-
um, ekki sízt á sínu eigin heimili,
þar sem hún fékk sjálf bezt tæki-
færi til að veita, og láta gesti
sína njóta hlýju þess.
Allir, sem kýnntust þessari
hógværu og vel gerðu konu höfðu
mætur á henni. Hún mátti ekki
vamm sitt vita í iieinu og hún
var svo barngóð að öll börn, sem
Fellur flóðkorn
af fjallseggjum,
dregur dökkva
á dagstjörnu,
stökkur strengur
í straumþunga,
brestur bára
á blindskeri.
komust I námunda við hana,
sóttu til hennar. Svo rík var um-
hyggjusemi hennar og góðvild.
Systir frú Kristínar, fröken
Magdalena hjúkrunarkona, dvaldi
á heimili þeirra hjóna í áratugi.
Voru þær systur einkar sam-
rýmdar og samhentar.
Að ástvinum frú Kristínar
Guðjónsdóttur er nú sár harmur
kveðinn. En til þeirra beinast
hljóðlátar samúðarkveðjur vina
og venzlamanna. Við samstarfs-
menn og vinir Sigfúsar Jóns-
sonar vottum honum og fröken
Magdalenu innilega samúð í
þéirra mikla missi og sorg.
S. Bj.
★
Á MORGUN verður til moldar
borin frú Kristín Guðjónsdóttir,
kona Sigfúsar Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Morgunblaðsins.
Á sextugsafmæli hennar, hinn
10. ágúst síðastliðinn, var margt
Svo er firffafjör
sem fari kefli.
Verffur þaff er varir
og varir ekki;
engi veit nær
á ævitoga
ber að bláþráð
er bana veldur.
Á. Ó.
manna á heimili þeirra hjóna og
átti ánægjulega stund, því að
þau voru vinarík og áttu dásam-
legt heimili.
Stína mín. Við vorum æsku-
vinkonur. Hélzt sú vinátta alla
tíð, og höfðum við oft margs að
minnast okkur til ánægju. — Á
fimmtudag vorum við þrjár vin-
konur þínar hjá þér og vorum
glaðar að vanda. En á laugar-
dag er hringt til mín og mér
sagt, að ég muni vart sjá þig
aftur lifandi. Brá mér mjög, svo
glaðar sem við höfðum verið,
þegar við skildum. Og á sunnu-
dag um hádegi varst þú dáin.
Guð hefur alltaf verið þér góð-
ur, Stína mín. Fyrst og fremst
áttir þú góða foreldra, systur og
eiginmann, sem öll báru þig á
höndum sér. Og svo fékkstu að
fara svona þjáningarlaust eftir
einn sólarh’ring þangað, sem ég
veit, að foreldrar þínir hafa tek-
ið á móti þér.
minning
En að eiginmanni þínum og
systur er nú þyngstur harmur
kveðinn, að missa þig svo fljótt.
Kristín Guðjónsdóttir var
óvenju heilsteypt og sterk
persóna, strangheiðarleg og fals-
laus í öllum sínum háttum, trygg-
lynd og vinföst. í dag votta ég
og aðrir vinir eftirlifandi manni
og systur, okkar dýpstu samúð.
Dagsverki lífs þíns lýkur,
er laufið af björkinni fýkur.
Af lotningu tónarnir titra,
tárin í augunum glitra.
Þú svífur til sælli landa,
þú sóttir til réttra handa,
Haf þökk fyrir þína kynning,
það er vor sælasta minning.
Lára Schram.
★
OKKUR setur hljóð, þegar við
fréttum óvænt lát góðs vinar.
Þetta á ekki hvað sízt við um
okkur, sem komin eru yfir miðj-
an aldur. Það á við um þá, sem
svo stendur á fyrir, að lifið er
oftast komið i stöðugan farveg
og vinahópurinn orðinn nokkuð I
ákveðinn. Menn halda að visu
áfram að kynnast fólki og 'falla
vel í geð, en það verður aldrei
eins og áhrif langrar vináttu, sem
þróast hefur og dafnað um ára-
bil. Eftir því sem maðurinn þrosk
ast þeim mun betur finnur hann
hversu mikils virði honum er
vinátta góðs fólks, og því meira
virði sem vináttan er eldri og
reyndari. Þeim mun meiri verður
einnig söknuður og tregi þegar
allt í einu er skorið á vináttu-
böndin og dauðinn hrifsar gaml-
an vin til sín.
Svo fór fyrir okkur hjónum
þegar góðvina okkar, Kristín
Guðjónsdóttir, lézt skyndilega
s. 1. sunnudag. Við höfum um
árabil umgengist þau hjónin,
Kristínu og Sigfús Jónsson mann
hennar, og átt saman margar
ánægjustundir. Varla leið sú vika
að við hittumst ekki öll fjögur,
annað hvort til að „slá í slag“
eða rabba, og Kristínu sáum við
svo að segja daglega. Hún var
alltaf glöð og reif og það var
auðfundið að við áttum hennar
vináttu, enda þótti okkur þeim
mun vænna um hana, sem við
þekktumst lengur. Nú er þessum
ánægjulegu samfundum lokið.
Hin miskunarlausa hönd dauðans
hefur verið að verki og tjáir ekki
að malda í móinn. En við mun-
um sakna Kristínar og geyma
minninguna um hana, þakklát-
um huga, fyrir það sem hún var
okkur og okkar.
Við hjónin vottum Sigfúsi
manni hennar og Magdalenu
systur hennar okkar innilegustu
samúð.
Gunnar Bjarnason.
★
MIG langar aðeins til þess að fá
tækifæri til þess að þakka þess-
ari elskulegu vinkonu minni, sem
nú er horfin sjónum okkar fyrir
allt það, sem hún var mér og
börnum mínum.
Þótt Guð gæfi henni ekki
sjálfri börn, átti hún þau þó
mörg. Hún hitti varla svo barn
að hún tæki það ekki upp á arma
sína, — hún var einhver sú
barnbezta manneskja sem ég
hefi fyrirhitt.
Frá því að ég man fyrst eftir
mér var frú Kristín gagnvart
mér eins og ég væri dóttir henn-
ar og er ég svo sjálf eignaðist
börn var hún við þau eins og hún
væri amma þeirra. Mér fannst
alltaf þegar ég kom á yndislegt
heimili þeirra hjóna að ég væri
að koma heim. Slík var vináttan
og innileikinn sem mætti manni
hjá frú Kristínu. Við hjónin
þökkum henni og litlu „engilín-
urnar“ mínar þakka henni fyrir
allt.
A. Bj.
— Grein sr. í>or-
bergs Kristjáns-
sonar
Framh. af bls. 3
gjöld, en þrátt fyrir sína sterku
aðstöðu í heiminum og öll sín
góðu sambönd þar, verður hann
þó ekki til þess að efla áhrif
Krists meðal samferðamanna
sinna. Sem lærisveinn Krists er
hann ónýtur liðsmaður og mark-
ar engin spor sem slíkur, því að
frumskilyrði þess, að við höfum
einhver áhrif á umhverfi okkar,
er auðvitað það, að við séum
ekki eins og allir aðrir.
Niðurstaðan af þessari athugun
birtist svo í blaðinu n.k. sunnu-
dag.
— Ur verinu
Framh. af bls. 3
greiðslu, þótt það sé afleitt að
i leggja slíkar kvaðir á ríkissjóð.
| Það gerir menn svo kærulausa
| með endurgreiðslu.
Auðlegð íslendinga liggur 1
fleiri og fleiri fiskiskipum. Og
nú er ekki ástæða til að óttast,
að minni bátunum verði lagt, þar
sem þeir fara jafnóðum á hand-
færaveiðar.
Norðmenn selja Bretum ýsn
í fyrra mánuði kom kæliskip
til Grimsby með 200 lestir af ýsu
frá Noregi. Hafði ýsan verið
veidd við Grænland af 4 norsk-
um skipum, sem höfðu frysti um
borð, og var ýsunni „umskipað“
í Álasundi.
Sennilega hefur betta verið
heilfryst ýsa, en ekki flök.
Eru gastúrbínur næsta skrefiff?
Þjóðverjar hafa nú hleypt af
stokkunum fyrsta gastúrbínu-
togara sínum. Er í skipinu 1800
ha. vél; togútbúnaður er aftan
á skipinu. Bretar fylgjast með
þessari nýjung af mikilli athygli.
Brezkt fyrirtæki hefur verið
stofnað til að framleiða gas-
túrbínur fyrir Bretland og nokk-
ur önnur lönd, og hefur fyrir-
tækið þegar fengið pöntun á
slíkum gastúrbínum, samtals
60.000 hö. eða sem svarar véla-
afli, sem nægja myndi fyllileg*
í allan togaraflota fslendinga.
Gagnfræðaskóla-
nemar hefja gröft
fyrir nýju skólahúsi
Akranesi 5. des.
MERKISATBURÐUR í sögu bæj
arins mun dagurinn í dag verða
talinn þá er fram líða stundir.
Klukkan 10 í morgun gengu um
200 gagnfræðaskólanemendrr
undir fána frá skóla sínum I
slyddubyl, innst inn í bæ og námu
staðar milli Valholts og Brekku-
brautar. Þar voru fyrir m.a. bæj-
arstjórnarmenn, en á þessum stað
hefur væntanlegu gagnfræða-
skólahúsi verið ætlaður staður.
Þar sungu nemendurnir. Ég vil
elska mitt land, en því næst
kvaddi sér hljóðs Ragnar Jóhana
esson skólastjóri og sagði að inn-
an stundar yrði hafið það verk
sem allir nemendur og aðstand-
endur skólans hefðu þráð: Bygg-
ing nýs skólahúss fyrir gagn-
fræðaskólann. Þessu næst stakk
einn skólanemenda Guðmundur
Vésteinsáon fyrstu skóflstunguna,
en að því loknu hóf hópur skóla-
pilta að grafa fyrir undirstöðum
hússins og munu þeir vinna að
því fyrst um sinn. Það er ætlunin
að á næsta ári verði smíði skól-
ans það langt á veg komin að
hægt verði að taka 4 kennslu-
stofur til afnota við kennsluna.
Sá maður er á sinum tíma vana
mest fyrir málefni gagnfræða-
skólann hér var Arnljótur heitina
Guðmundsson er hér var bæjar-
stjóri um skeið. — O.
Hve okkar heimur er undra smár
í endlausa geimsins hafi
þegar affventuhiminn hár
háskautar stjarnanna trafi.
Vort föðurland, Jörðin, frækorn eitt,
frægð hennar marglofuð ekki neitt,
vær’ún ei Vitazgjafi.
Fyrir önnur og æffri lönd,
allt milli himinskauta,
fóstrar hún líf á Furðuströnd.
Fyrst við lok allra þrauta
lífiff heldur svo heim til sín
í himininn þar sem birtan skín
— vafurlog Vetrarbrauta.
Haldið verður til hásalar,
sem hér finnst ei nokkur líki,
um ómælisvíddir eilífffar
á andinn sitt himinríki.
Föðurland dýrra og fegra er
fyrir stafni. Ei klökkna ber
þótt héðan ástvinur víki.