Morgunblaðið - 08.12.1957, Blaðsíða 10
10
MORGVISBL AÐIÐ
Sunnudagur 8. des. 1957
GENGI
£RICHMUm REmHQUE
Áttavilla ríkisstjórnarinnar
m
m
m
Hdfundur hinna vinsselu hóka
„Tíðindalaust á vesturvíg-
stöðvunum“, „Sigurboginn“
og „Vinirnir“ ijefir á ný
skrifað mikla skáldsögu.
Remarque er ekki lengur eins beizkur og fyrr. Hann lætur
frásagnargleðina ráða, minnist kátbroslegra atburða fyrri
daga, leiðir vini sína fram, bregður upp skyndimyndum og
lætur fyndnina óspart f júka.
FALLANDI GENGI er stórkostleg skáldsaga — fyndin og
fögur — gegnsýrð því lífsviðhorfi, sem bjargar manninum
þótt heimurinn hrynji, — ástarsaga um manneskjurnar, sem
lifa, þótt markið falli.
„Petta er skemmtilegasta og bezta bókin mín“, segir
höfundurinn um bókina.
BOKAUTGAFAN
\ROÐULL\
Framh. af bls. 1
Bréf Alþýðubandalagsins
„Reykjavík, 1. nóv. 1957
Þegar núverandi ríkisstjórn
var mynduð, var það eitt af aðal-
atriðum í stefnuskrá og samnings
grundvelli ríkisstjórnarinnar að
framfylgja ályktun Alþingis, er
gerð var 28. marz 1956, en þar
segir, að tekin skuli upp endur-
skoðun samningsins við Banda-
ríkin frá 1951 með það fyrir aug-
um „að herinn hverfi úr landi“.
„Fáist ekki samkomulag um
þessa breytingu, verði málinu
fylgt eftir með uppsögn samkv.
7. gr. samningsins“.
í nóv. og des. s.l. var því frest-
að að hefja samningana við
Bandaríkin um brottför hersins.
Lýstu ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins því yfir 6. des. 1956, að
þeir væru samþykkir því, að
„frestað yrði um nokkra mánuði
samningum þeim, sem ráðgert
var að hefjast skyldu" 15. nóv.
um brottflutning hersins. Jafn-
framt tóku þeir fram í yfirlýs-
ingu sinni eftirfarandi, sem nið-
urstöðu af röksemdum þeirra og
skilyrðum:
„Munum við samkvæmt þessu
vinna að því, að fljótlega verði
hafin endurskoðun varnarsamn-
ingsins samkvæmt ályktun Al-
þingis 28. marz 1956 — með það
fyrir augum að hann fari af landi
burt“.
Aðrir ráðherrar ríkisstjórnar-
innar og stuðningsflokkar henn-
ar voru og þeirrar skoðunar, að
hér væri aðeins um frest á fram-
kvæmd ályktunarinnar að ræða,
en ályktun Alþingis frá 28. marz
1956 stæði sjálf í fullu gildi.
Þingflokkur Alþýðubandalags-
ins álítur, að nú sé tími til kom-
inn að hefja þegar samninga við
Bandaríkjastjórn um endurskoð-
Sífelld þjónusta!
Betri þjónusta!
Bara hringja,
svo kemur það.
WLamdi,
un samningsins frá 1951 með það
fyrir augum að herinn hverfi úr
landi, en til þess þarf aðeins yfir-
lýsingu ríkisstjórnar fslands
gagnvart ríkisstjórn Bandaríkj-
anna um að hún óski endurskoð-
unar, og þar með byrji þeir frest-
ir að líða, sem áskildir eru í
samningnum.
Leggjum vér til, að ríkisstjórn-
in gefi slíka yfirlýsingu nú fyrir
rióvemberlok, en nú þegar sé sett
nefnd af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar, skipuð fulltrúum allra stjórn-
arflokkanna, til þess að hafa
samningana við Bandaríkjastjórn
og undirbúning þeirra með hönd-
um“.
Svar Framsöknarflokksins
„Reykjavík,
5. desember 1957
» Þingflokkur Framsóknar-
manná hefur móttekið bréf yðar,
dags. 1. nóv. þ.á., sem fjallar um
varnarmálin.
Út af því vill þingflokkurinn
taka eftirfarandi fram:
Þegar ályktun Alþingis um
varnamálin var gerð 28. marz
1956, var það skoðun okkar og
stjórnmálamanna víða um heim,
að ástandið í heimsmálunum
hefði breytzt svo til bóta, að frið-
vænlegra væri í heiminum en ver
ið hefði, og að horfur væru á því,
að þróunin héldi áfram í þessa
átt, m.a. í framhaldi af Genfar-
fundinum, svo að tímabært væri
að ákveða, að varnarliðið færi úr
landi.
Eins og kunnugt er, gerbreytt-
ist ástandið til hins verra haust-
ið 1956 í sambandi við árásina á
Ungverjaland og átökin um Súez-
skurðinn.
Við þá óvæntu atburði bárust
friðarmálin skyndilega á fremstu
nöf, svo að sjaldan hafa þau tæp-
ar staðið, að áliti manna bæði í
austri og vestri.
Var þá ekki rétt, eins og sakir
stóðu, að halda áfram fram-
kvæmdum samkvæmt ályktun-
inni frá 28. marz, enda í sam-
ræmi við ályktunina sjálfa.
Hins vegar var ákveðið, að
fram færi á vegum íslenzku og
bandarísku ríkisstjórnanna sér-
stök athugun á framtíðarskipan
varnarmálanna, og að skipuð yrði
fastanefnd í því skyni.
Því miður er alls ekki hægt að
sjá, að horfur í alþjóðamálum
hafi tekið slíkum stakkaskiptum,
sem gerðust í fyrra haust, að
telja megi þær hliðstæðar því,
sem þær voru í marzmánuði
1956.
í þessu sambandi koma m.a. til
greina ný viðhorf vegna hinna
nýju viðburða á sviði tækninnar.
Hafa íslenzk stjórnarvöld ekki
haft aðstöðu til að kynna sér þau
viðhorf til nokkurrar hlítar.
Af öllum þessum ástæðum tel-
ur Framsóknarflokkurinn ekki
tímabært að gera nú nýjar ráð-
stafanir til þess að varnarliðið
hverfi úr landi, en vill leggja
megináherzlu á að kynna sér sem
bezt hin nýju viðhorf og einnig
á það, að þær viðræður fari fram
um varnarmálin og sú endurskoð
un á skipan þeirra, sem síðastlið-
inn vetur var ákveðið að efna til
með skipun sérstakrar nefndar í
því skyni.
Virðingarfyllst, f.h. þingflokks
Framsóknarmanna
Eysteinn Jónsson
Til þingflokks Alþýðubanda-
lagsins“.
Svar Alþýðuflokksins
„Þingflokkur Alþýðuflokksins
hefur móttekið bréf yðar varð-
andi endurskoðun varnarsamn-
ings íslands og Bandaríkjanna og
vill í því tilefni taka fram:
Ályktun Alþingis frá 28. marz
1956 um endurskoðun varnar-
samningsins var byggð á þeirri
trú, að viðhorf í alþjóðamálum
hefði breytzt svo til batnaðar frá
1951, að a.m.k. mætti jafna við
ástandið á árinu 1949, þegar ís-
land gerðist aðili að Atlantshafs-
bandalaginu og allir voru á einu
máli um, að hér væri ekki þörf
varnarliðs. Þessi trú átti meðal
annars rætur sínar að rekja til
fundar ráðamanna Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna í Genf 1955 og
þess friðvænlega andrúmslofts,
sem við þennan fund virtist skap-
ast í heiminum.
Atburðirnir í Ungverjalandi í
október 1956 leiddu hinsvegar í
ljós, að þrátt fyrir fögur orð
skorti mjög á, að horfið væri frá
ofbeldi og yfirgangi á viðskiptum
ríkja á milli. Verður vart um það
deilt, að ekki hafa aðrar aðgerðir
verið hættulegri friðnum í Ev-
rópu síðan seinustu heimsstyrjöld
lauk en innrásin í Ungverjaland
og meðferð sú, sem ungverska
þjócíin varð að þola. Á meðan
slíkt ástand ríkti í alþjóðamálum
vildi Alþýðuflokkurinn ekki eiga
aðild að því að gera ráðstafanir
til brottfarar varnarliðsins frá ís-
landi og átti flokkurinn því sinn
þátt í því, að endurskoðun varn-
arsamningsins var ekki haldið
áfram á s.l. ári.
Ennfremur má minna á atburði
þá, sem gerzt hafa við austanvert
Miðjarðarhaf, og hið uggvænlega
ástand, sem ríkt hefur og ríkir
enn í nálægum Austurlöndum.
Á því ári, sem liðið er síðan
endurskoðun varnarsamningsins
féll niður, hafa engir atburðir
gerzt, sem vakið gæti hjá mönn-
um réttmætar vonir um friðvæn-
legri horfur í alþjóðamálum.
Reynslan hefur sýnt, að þótt
menn tali um friðsamlega lausn
ágreiningsmála, þá lætur of-
beldið ekki á sér standa, þegar
það sér leik á borði. Það hlýtur
einnig að vekja efa og tortryggni
í hugum manna, að þótt allir þyk,-
ist fylgjandi afvopnun og samn-
ingum um bann við ægilegustu
morðtækjum, þá er öllum kröfum
lýðræðisþjóða um eftirlit með
heiðarlegri framkvæmd slíkra
samninga skilyrðislaust hafnað.
Tækniþróun sú sem orðið hefur
seinustu mánuðina og svo mjög
virðist tengd hernaðarmálunum,
er vissulega ekki heldur til þess
fallin, að auka trú manna á frið-
vænlegar horfur.
Það er skoðun Alþýðuflokks-
ins, að það sé ekki samrýmanlegt
öryggi íslands, að taka nú upp
viðræður um endurskoðun varn-
arsamningsins með brottför
varnarliðsins að takmarki. Telur
flokkurinn, eins og nú er ástatt,
að veiktar varnir íslands myndu
auka ófriðarhættu og því þjóna
þeim tilgangi einum að bjóða
hættunni heim með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum fyrir fslend-
inga og bandalagsríki þeirra inn-
an Atlantshafsbandalagsins. Al-
þýðuflokkurinn hafnar því til-
mælum yðar um að taka nú upp
endurskoðun varnarsamningsins
með það fyrir augum, að varnar-
liðið hverfi úr alndi.
F.h. þingflokks Alþýðuflokks-
ins
Emil Jónsson."
Stúlkur
Nokkrar duglegar og reglusamar
stúlkur óskast.
Kexverksmlðjan Frón h.f.
SKÚLAGOTU 28