Morgunblaðið - 08.12.1957, Blaðsíða 22
22
MOKCVTSBl ÁÐIÐ
Sunnudagur 8. des. 1957
Bœjarstjórn Reykjavíkur samþykkir
að koma á fót fœðingarheimili í
Eiríksgötu 37 og Þorfinnsgötu 16
Borgarlæknir og nefnd frá Banda-
lagi kvenna hafa undirbúið málið.
Framkvæmd þess veltur á afstöðu
ríkisstjórnarinnar
A FUNDI bæjarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudag fór fram
siðari umræða um tillögu borgarstjóra um stofnun fæðing-
arheimilis í húsunum Eiríkisgötu 37 og Þorfinnsgötu 16, en
hún var borin fram á bæjarstjórnarfundi hinn 21. nóvember
eftir ýtarlegan undirbúning af hálfu borgarlæknis og sér-
stakrar nefndar, sem kosin var af Bandalagi kvenna. Eftir
nokkrar umræður var tillaga borgarstjóra samþykkt svo og
viðaukatillaga frá honum varðandi læknisþjónustu við fæð-
ingarheimilið. Með þessari samþykkt hefur bæjarstjórnin
fyrir sitt leyti tekið ákvörðun í þessu mikilvæga máli, og
er þess að vænta, að hið fyrsta verði unnt að hefjast handa
um að lagfæra það sem þarf í húsum þessum, svo að fæð-
ingarheimilið geti tekið til starfa.
Tlllaga borgarstjóra var á
þessa leið:
Bæjarstjórnin ályktar að
koma á fót, að fengnum nauð-
synlegum leyfum, fæðingar-
heimili í húsum bæjarins nr.
37 við Eiríksgötu og nr. 16 við
Þorfinnsgötu og heimilar nauð
synlegar greiðslur úr bæjar-
sjóði í því skyni.
Bæjarstjórnin ályktar að
heimila borgarstjóra að hefja
samninga við ríkisstjórnina
um siit á sameign og félags-
rekstri ríkisins og Reykjavík-
urbæjar um fæðingardeilcl
Landsspítalans, með það fyrir
augum, að fæðingardeildin
verði rekin af ríkinu eins og
aðrar deildir Landsspítalans.
Fæðingardeild Landsspítalans
A bæjarstjórnarfundinum var
rætt um 3 tillögur um breytingar
og viðauka við tillögu borgar-
stjóra.
Bæjarfulltrúarnir Magnús Ást-
marsson, Petrína J. Jakobsson og
Gils H.Guðmundsson lögðu til, að
síðari liður tillögunnar yrði felld
ur niður, en gerð ályktun um, að
teknir yrðu upp samnigar um
stækkun fæðingadeildar Lands-
spítalans.
Alfreð Gíslason bæjarfulltrúi
sagði, að hann væri eindregið
fylgjandi því, að slitið yrði sam-
vinnu bæjar og ríkis um rekstur
fæðingadeildarinnar, sem hefði
lagt gífurlegan bagga á Reykja-
víkurbæ. Borgarstjóri benti á, að
hinn sameiginlegi rekstur væri
óhagkvæmur fyrir bæinn, þar
sem hann hefði engin áhrif á
stjórn deildarinnar. Borgarstjóri
sagði, að það fyrirkomulag, sem
gert væri ráð fyrir í upphaflegu
tillögunni, hefði verið rætt við
landlækni, og væri hann fylgj-
andi þessari skipulagsbreytingu.
Yrði og að telja eðlilegt, að fæð-
ingadeildin væri rekin -á sama
hátt og aðrar deildir Landsspít-
alans.
Borgarstjóri skýrði síðan frá
því, að komið hefði til tals,
að koma uPP fæðingadeild í
heilsuverndarstöðinni, þegar
lyflækningadeildin þar verður
flutti hið væntanlega bæjar-
sjúkrahús.
Breytingartillaga þreminganna
var að lokum felld með 10 at-
kvæðum gegn 5.
Hef flutt
lækningastofu mína í Vesturbæjarapótek. Viðtals-
tími daglega kl. 15—15.30, nema laugardaga.
Tryggvi Þorsteinsson,
læknir.
breiting verður
á viðtalstíma barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinn-
ar í Langholtsskóla, að framvegis verður opið:
Fimmtudaga kl. 1—2 e.h. (en ekki 9—10 f.h.)
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Mænusóttarbólusetning
s Reykjavík
Fyrst um sinn verður opið fyrir mænusóttarbólu-
setningar alla virka daga nema laugardaga
kL 2—4.30 e.h.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Þilplötur
fyrirliggjandi, stærð 4x9 og 4x8 fet
HARPA H.F.
Einholti 8
Læknisþjónusta í fæðingar-
heimilinu
Þá báru bæjarfulltrúarnir Al-
freð Gíslason og Ingi R. Helgason
fram tillögu um að ráða sérstak-
an lækni að hinu fyrirhugaða
fæðingarheimili. Magnús Ástmars
son og Petrína Jakobsson lögðust
gegn þessari tillögu og benti Pet-
rína m. a. á, að samþykkt hennar
myndi leiða til þess að gera þyrfti
ýmsar breytingar á húsunum,
sem hér er um að ræða, og væri
vafasamt, hvort yfirleitt væri
unnt að koma þeim við, og full-
víst, að það myndi tefja mjög
fyrir því, að fæðingaheimiíið
tæki til starfa.
Borgarstjóri sagði um tillögu
þeirra Inga og Alfreðs, að hann
hefði áður bent rækilega á, að
hér væri ekki um að ræða stofn-
un fæðingardeildar heldur fæð-
ingaheimilis. Þær konur, sem
þyrftu sérstaka læknishjálp
vegna sjúkleika myndu hér eftir
sem hingað til fara á fæðinga-
deild Landsspítalans. Væri það
því tillaga þeirra, sem bezt
þekktu hér til, að konur
skyldu sjáliar velja sér þann
lækni er þær vildu fá til
sín á fæðingaheimilið. Loks
benti borgarstjóri á, að sam-
þykkt tillögunnar myndi hafa
mikinn kostnað í för með sér þar
sem fullkomin læknisþjónusta
yrði ekki veitt nema ráðnir yrðu
3 læknar að heimilinu.
Lagði borgarstjóri til, að í stað
tillögu Inga og Alfreðs yrði sam-
þykkt eftirfarandi tillaga:
Bæjarstjórnin felur borgar-
lækni og væntanlegri forstöðu
konu fæðingaheimilisins að j
tryggja eftir föngum nauð- i
synlega læknisþjónustu við
heimilið.
Þessi tillaga borgarstjóra var
samþykkt með 10 atkvæðum gegn
3.
Loks var hin upphaflega til-
laga borgarstjóra samþykkt sam-
hljóða.
Kemur til kasta stjórnarliðsins
Eins og fyrr er sagt hefur bæjar
stjórn með þessari afgreiðslu tek
ið endanlega ákvörðun um stofn-
un fæðingaheimilis fyrir sitt leyti.
Er þess að vænta, að nú verði
ekkert því til fyrirstöðu af hálfu
ríkisins að hafizt verði handa
um undirbúning að starfrækslu
þess, en nokkrum vafa er bundið
hver verður afstaða ríkisstjórnar-
innar að því er varðar lögin um
afnot íbúðarhúsnæðis.Þau banna,
að slíkt húsnæði sé tekið til ann
ars en íbúðar.Er þess að vænta,að
stjórnarflokkarnir veiti atbeina
sinn til að þetta atriði valdi ekki
erfiðleikum, en í húsum þeim,
sem hér er um að ræða, hefur
að undanförnu búið fólk, sem
bærinn hefur séð fyrir húsnæði.
Tillaga borgarstjóra var eins
og áður er frá skýrt borln
fram eftir að málið hafði verið
undirbúið vandlega af borgar-
lækni, dr. Jóni Sigurðssyni, og
nefnd, sem kosin var af Banda
lagi kvenna í Reykjavík. í
nefndinni áttu sæti:
Frú Herdís Ásgeirsdóttir
formaður, frú Jónína Guð-
mundsdóttir, frú Ólöf Sigurð-
ardóttir, frú Arndís Einars-
dóttir. og frú Kristin L. Sig-
urðardóttir.
Guðm. Pétursson
útgerðarmaður
beiðraðinr
AKUREYRI, 6. des. — Nýlega var
Guðmundur Pétursson útgerðar-
maður heiðraður af Vélbátatrygg
ingu Eyjafjarðar. Var hanri
gerður að heiðursfélaga trygging-
arinnar á síðasta aðalfundi. Guð-
mundur Pétursson hefur setið í
stjórn félagsins frá upphafi en
baðst nú undan endurkjöri sakir
aldurs. Guðmundur Pétursson var
mikill forystumaður á sviði trygg
inga hér norðanlands. Verðskuld-
ar hann þvi vissulega þann heið-
ur sem honum hefur verið sýnd-
ur. — vig.
Skráin um Fiske-
safnið slegin á
1500 kr.
Sigurður Benediktsson hélt
bókauppboð á föstudag. Selt var
m. a.:
Bókáskrá Halldó#s Hermanns-
sonar um Fiskesafnið í íþöku
(kr. 1500), Andvökur, frumútg., 6
bindi (kr. 850).
• Gátur, þulur og skemmtanir,
teknar saman af Jóni Árnasyni
og Ólafi Davíðssyni, útg. 1887—
1898 í 4 heftum (kr. 800).
Norsku lög, Hrappsey 1779, (kr.
780). —
„Leirgerður", sálmabók, 1. útg.,
Leirárgörðum 1801, (kr. 400).
Árbók Ferðafélagsins 1928,
1930 og 1935—’45 incl. (kr. 900).
Sigurður efnir til uppboðs á mál
verkum og öðrum listmunum n. k.
föstudag, og þyrfti að koma því,
sem selja á, á uppboðinu, til hans
á morgun eða á þriðjudag.
BÆ, Hofshreppi, 7 .des. — In-
flúenzan hefur gengið hér og er
nú að fjara út í byggðarlaginu.
Má segja að marínheilt sé nú hér
og ósjúkt. — Björn.
— / /ivoð útsvörin
fara
Framh. af bls. 6.
13. Kostnaður við fast-
eignir, viðgerðir og end-
urbætur, leigugarða til al-
mennings, framlag til
strætifevagna, vextir og
önnur útgjöld samtals 6
Þessir eru meginþættir í út-
gjöldum bæjarins. En athug-
um nú nánara, til hvers út-
svari hvers einstaks útsvars-
greiðanda er varið.
4 þús. kr. útsvar
skiptizt svo:
Tökum dæmi af manni,
sem fær 4000 kr. — fjögur
þúsund krónur — í útsvar. Af
þessu útsvari fara:
1. Til félagsmála kr. 1080
(lesendur eru beðnir að bera
þessa málaflokka saman við
sundurliðanirnar hér á und-
an, til þess að sjá greinilega,
hvaða mál falla undir hvern
lið).
2. Til gatnagerðar kr. 640.
• 3. Til heilbrigðis- og hrein-
lætismála kr. 560.
4. Til skólamála kr. 480.
5. Til stjórnar bæjarins
kr. 215.
6. Til íbúðabygginga kr.
195.
7. Til löggæzlu kr. 195.
8. Til íþrótta, lista og úti-
veru kr. 195.
9. Til afborgana kr. 110.
10. Til áhaldakaupa kr. 100
11. Til brunarvarna kr. 80
12. Til fasteignakaupa kr.
40.
13. Til viðgerða á húsum,
leigugarða og annarra gjalda
kr. 110.
Eftir sama hlutfalli og hér
hefur verið greint getur hver
maður reiknað hve mikið af
útsvari hans fer til hverrar
greinar í starfsemi bæjarins.
„Voluskjóða“ og þrjár
bamabækur frá Iðunni
Bókaútgáfan Iðunn hefur nýlega^unna, munu f Völuskjóðu finna
sent á markaðinn safn frásagnar-
þátta um ýmis efni, ritað af Guð-
finnu Þorsteinsdóttur skáldkonu,
sem landskunn er undir nafninu
Erla. Nefnir hún bók sína Völu-
skjóðu, en þar er að finna ýmsar
hrakningasögur og mannrauna af
fjallvegum Austurlands og marg-
ar glöggar lýsingar á hörðum lífs-
kjörum heiðabúa.
Þeir, sem þjóðlegum fróðleik
BAZAR
Bazar verður haldinn í Landakots-
skólanum í dag kl. 3.
Bazarnefnd.
NAUÐUIMGARUPPBOD
Það, sem fram átti að fara á Ármúla 24, hér í bæn-
um, eign Blikksmiðjunnar Glófaxa sf., þann 11. des.
1957, fellur niður.
Borgarfógetinn i Reyk.javík.
marga mola gulls, sem þeir viidu
ekki missa af, enda er bókin vel
rituð, en sjólf var ská.dkonan
lengi húsfreyja á einu heiðabýl-
inu þar eystra.
Þá sendir Iðunn frá sé: þrjár
skemmtilegar barnabækur nú fyr-
ir jólin. Ein þeirra er áttunda og
síðasta bókin af hinum vinsælu
Ævintýrabókum, og nefnist hún
ÆvintýrafljóliS og er skreytt mikl
um fjölda ágætra mynda. Höfund-
ur þessara bóka, Enid Blyton,
mun vera einn víðlesnasti höfund
■ur barna- og unglingabóka, sem
■nú er uppi, en bækur hennar koma
út á nálega 20 tungumálum. Eftir
sama höfund kemur einnig út hjá
Iðunni sagan Fimm á Fagurcy,
sem er fyrsta bókin í nýjum
flokki barnabóka, er fjalla um
'fclagana fimm, fjögur börn og
hundinn Tomma. Bókin er prýdd
'30 góðum myndum.
Loks er nýkomin út hjá Iðunni
ný drengjasaga eftir ungan ís-
lenzkan höfund, sem kallar sig
Örn Klóa. Sagan heitir Jói í ævin-
týraleit og fjallar um ævintýra-
■drenginn Jóa Jóns og vin hans
Pétur, sem hann bjargar úr hönd-
■um óknyttastráka og hjálpar síð-
an á ýmsa lund. Sagan er hörku-
spennandi og holl hverjum
dreng.