Morgunblaðið - 08.12.1957, Blaðsíða 23
Sunnudagur 8. des. 1957
MORGVISBI 4B1Ð
23
McElroy felur óheppilegt að gera
Vanguard-tilraunir með leynd
LONDON 7. des.: — Landvarnar-
análaráSherra Bandaríkjanna, Mc
Klroy, er nú staddur í London til
"viöræðna við brezku stjórnina. ViS
komuna til London ræddi McEIroy
•við blaðamenn og sagði m. a., að
bin misbeppnaða tilraun með
Vanguard-eldflaugina hefSi valdiS
miklum vonbrigSum í Bandaríkj-
unum.
Unnið yrði að því sleitulaust
®ð flýta fyrir næstu tilraunum,
isem mundu gerðar bæði með
iVanguard- og Jupiter-eldflaug.
Ekki væri enn hægt að segja um
iþað hvenær næsta tilraun færi
fram, en það væri að mestu háð
Iþví, hve langan tíma tæki að gera
ivið eldflaugastöðina í Florida.
McElroy var spurSur að því
livort bann teldi ekki, aS tilraunir
ecm þessar ætti aS gera mcS leynd
Sagði hann, aS þaS væri vandamál,
8cm alltaf væri erfitt aS ráða fram
úr í 'ýSfrjálsu landi, því aS fólkiS
ectti aS vissu leyti kröfu að því aS
fá vitneskju um gang málanna
IMiklu heppilegra væri því aS gera
þessar tilraunir fyrir opnum tjöld-
um en aS Ieyna þeim.
Þá drápu blaðamenn á þá full-
yrðingu Krúsjeffs í gær um, að
leldflaugarhylkið, sem bar Sputnik
1. út í geiminn, hefði fallið á
Ibandaríska grund hinn 1. des. s.l.
KvaSst landvarnarmálaráSherr-
onn ekki vita neitt um mál þetta
annaS en þaS, sem haft hefði ver-
iS eftir Krúsjeff. Ef hylkiS hefði
ifallið til jarSar-væri ekki um aS
ræSa annaS en óverulegt brak. Ef
þaS fyndist liins vegar í Bandaríkj
lunum, sem McElroy dró þó mjög
í efa, mundi vissulega verða hug-
leitt, hvorl ekki bæri aS skila Rúss
um þvi.
Þá var hann spurður hvort
Eisenhower mundi fara til París-
ar. Kvað hann forsetann mundu
ekki fara nema að hann hefði náð
fullum bata. Líkurnar væru hins
vegar miklar til þess.
Sem fyrr segir mun McElroy®’
ræða við bandarísku stjómina —I
aðallega um fyrirhugaða sam-1
vinnu Breta og Bandaríkjanna á
vísindasviðinu og framleiðslu lang
drægra eldflauga. Hann mun fara
til nokkurra annarra Evrópulanda
í sömu erindagjörðum, áður en
xáðherrar NATO-landanna koma
saman í París í mánuðinum.
Fjölmeimiir
fundur Finnlands-
vinafélagsins
Finnlandsvinafélagið Suomi hélt
fjölmennan kvöldfagnað í Tjarn-
arcafé, í tilefni af 40 ára sjálfstæð
isafmæli finnsku þjóðarinnar 6.
desember s.l.
Form. félagsins Jens Guðbjörns
son bauð gesti velkomna. Eggert
Kristjánsson aðalræðismaður
Finna, flu-ti ávarp, Karl Isfeld,
rithöf., las úr Kalevalaljóðum, við
mikla hrifningu. Valur Gíslason
leikari las úr verkum Halldórs
Kiljan Laxness. Vigfús Sigurgeirs
son sýndi kvikmynd af heimsókn
forseta íslands, Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, til Finnlands. Ennfremur
frumsýndi Vigfús kvikmynd sem
hann tók við komu forseta Finn-
lands, Urhu Kekkonen, til íslands
á s. 1. sumri. Eru báðar myndirn-
ar teknar í eðlilegum litum og hin
ar fegurstu. Að þessu loknu
sungu þær Kaja Pekkonen og
Raili Kuusela finnsk þjóðlög við
ihmar beztu undirtektir. Að lok-
um var stíginn dans.
Skemmtun þessa sóttu nær allir
Finnar sem dvelja eða eru búsett
ir í Reykjavík og nágrenni.
iSkemmtunin fór hið bezta fram og
var öllum til ánægju er hana
Isóttu.
til sölu
Atlantshafsráðið rœddi
Indonesiumálið
PARÍS 7. des.: — Samkvæmt |
Obeiðni hollenzku stjórnarinnar
kom Atlantshafsráðið saman til
Bkyndifundar i dag til þess að
tfjalla um ástandið í Indonesíu. —
)Var fundurinn lialdinn fyrir lukt-
um dyrum. I yfirlýsingu, sem gef-
in var út eftir fundinn sagði, að
Ihollenzki fulltrúinn hefði gefið
ráðinu skýrslu um atburði síðustu
daga í Indonesiu ——. og liefði ráðið
Bcnt NATO-löndmiuni 15, skýrsl-
Una — og mundi liún rædd siðar.
O o o
1 dag tó'c Indonesiustjórn þrjá
höfuðbankana I Indonesiu eignar-
námi, en þeir hafa verið undir
stjórn Hollendinga.
Þá hafa þrjú skipafélög einnig
verið tekiii eignarnámi til viðbót-
ar við hin fyrri. Þegar fregnin
um eignarnám bankanna barst
út, þusti fólk, sem átti innstæður
í þeim, til bankanna og hugðist
taka allt út. Takmörkuðu stjórnar
völdin úttekt hvers og eins. Her-
vörður er á götum og gatnamót-
um, en Evrópumenn í Indonesiu
halda sig innan dyra til þess að
komast hjá öllum óþægindum.
Hollenzka stjórnin hefur tilkynnt,
að annar tundurspillir verði send-
ur til Nýju-Guineu nú þegar.
Er Krúsjeff hin
góða heimild"
TASS ?
LONDON, 7. des.: — TASS-frélta-
'Slofan rússneska sagðist í dag hafa
það eftir góðum heimildum, að
■eldflaugarliylkið frá Sputnik 1.
ihefði byrjað að hráðna og leysast
upp í kringum síðustu helgi. Hefði
íhylkið fallið til jarðar einhvers
istaðar í Alaska, eða suður af Al-
aska, undan vesturströnd Norður-
Ameriku.
Ekki endurtók fréttastofan
kröfu Krúsjeff frá í gær, að
Bandaríkjastjórn ætti tafarlaust
að afhenda Rússum hylkið, þar eð
það væri fundið. Á það er bent í
fréttum, að TASS-fréttastofan
þverneitaði því, allt fram á þenn-
an dag, að hylkið væri fallið til
jarðar. Jafnvel var sagt í Rúss-
landi í síðustu viku, að rússneskir
vísindamenn hefðu séð flugskeytið
á lofti um miðja vikuna.
Beittu táragasi
NICOSIA, 7. des.: — 1 dag var
efnt til fjölmenns fjöldafundar í
Nicoisa á Kýpur, í sambandi við
það, að á mánudaginn hefjast um-
ræður í Allsherjarþinginu um
Kýpurmálið. Lét mannfjöldinn í
ljós andúð á Bretum, en lögregla
dreifði hópnum með táragasi.
Víða var vinna lögð niður og
ílykktust verkamenn til fjölda
fundarins. Um 20 stúdentar hlutu
sár í steinkasti, er fólkið gerði að
•brezku lögreglunni og byggingum,
og brezk blaðakona hlaut einnig
mikinn áverka af sömu sökum.
Níræð merkiskona
BÆ, Hofshreppi, 7. des. — í gær,
6. des., varS merkiskonan. Kristín
Þorgrímsdóttir á Hofsósi, 90 ára.
Hún er búin að stjórna heimili í
68 ár. Kristín hefur verið ekkja
í 38 ár, en stjórnar nú heimili
fyrir son sinn, Þorgrím Her-
mannsson, útgerðarmann og háta
smið á Hofsósi.
Kristin les á bók ennþá og
heyrir mjög sæmilega. Er hún
næstum eins og sjötug mann-
eskja. Hún er létt í spori og ern
mjög. Hún hefur eignazt 7 börn
og á nú um 30 barnabörn. Hún
er nú orðin langa-lang-amma.
Kristín er mjög vel metin af
samtíðarfólki sínu og heimsóttu
hana margir á níræðisafmæl-
inu. — Björn.
Neituðu að undirrita yfirlýsinguna í Kreml
Osammála í nokkrum
atriðum
BELGRAD 7. des. Júgóslavneski
kommúnistaflokkuriim hefir gef-
ið út tilkynningu þess efnis, að í
yfirlýsingu kommúnistaríkjanna
12, sem sátu á fundi í Mþskvu
í síðasta mánuði, hefðu koniið
fram nokkur röng sjónarmið, sem
Júgóslavar væru andvígir og
hefði fulltrúi júgóslavneskra
kommúnista neitað að undirrita
yfirlýsinguna ásamt hinum kom-
múnistaríkjunum.
★
Júgóslavar voru einir kommún-
istaríkjanna sem ekki undirrituðu
yfirlýsinguna, en hins vegar und
irrituðu þeir aðra yfirlýsingu
ásamt 64 kommúnistaflokkum
um allan heim, þar sem lögð var
áherzla á að bundinn skyldi endir
á vígbúnaðarkapphlaupið.
Aðalefni yfirlýsingar landanna
12, var að Vesturveldin voru
sökuð um stríðsæsingar — og
hvatt var til nánari samvinnu og
einingar kommúnistaríkjanna
undir forystu Rússa.
★
Hin fyrrnefnda tilkynning var
gefin út að loknum miðstjórnar-
fundi júgóslavneska kommúnista
flokksins, en hann var lialdinn á
Brioni-eyju í Adriahafi, en þar
dvclzt Tító nú og er undir læltn-
ishendi.
Sagði og í yfirlýsingunni, að
júgóslavneskir kommúnistar
væru ekki sammála öðrum kom-
múnistum í öllum atriðum, mætti
það ekki verða til þess að koma
í veg fyrir bróðurlega og einlæga
samvinnu þeirra í milli. Júgóslav
ar mundu haldi áfram að berjast
fyrir friði — og vilja efla sam-
vinnu við sósíalista og kommún-
ista.
Flokkaglíma
Reykjavíkur
FLOKKAGLÍMA RVÍKUR verð-
ur háð kl. 4 í dag að Hálogalandi.
Glímt verður í þremur flokkum.
Alls eru keppendur 14. Verða
tveir þyngdarflokkar og einn ald-
ursflokkur. — Ungmennafélag
Reykjavíkur gengst fyrir keppn-
inni að þessu sinni, en síðast var
það Glímufélagið Ármann sem sá
um mótið.
- - TITO
Frh. af bls. 1
að mörgum af okkar heztu flokks
mönnum til þess að hvika ekki
frá takmarki byltingarinnar —
og til þess að vinna fullnaðarsig-
ur?“, sagði hann.
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ aug-
lýsti í gærkveldi eftir litlum
trillubát, sem farið hafði frá
Höskuldsey kl. 16 í gærdag á leið
til Stykkishólms. Var báturinn
ekki kominn fram, þegar síðast
fréttist — og voru skip og bátar
á nálægum slóðum beðin að svip
ast um eftir honum. Einn maður
var á bátnum,
Ágætt íbúðarhús, sem nota má jafnt, sem ein-
býlishús, sem 2ja íbúðarhús er til sölu. —
Hagstætt verð og greiðsluskilmálar.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Gunnar Þorsteinsson,
hæstaréttarlögmaður,
Austurstræti 5, sími 1-1535.
Ungling
vantar til blaðburðar við
Skerjafjorð fyrir norðan
flugvöll
Sími 2-24-80
Öllum þeim, sem heiðruðu mig á 60 ára afmæli mínu
23. nóvember, með heimsókn, skeytum og gjöfum, þakka
ég hjartanlega. s
Guðný Guðnadóttir.
Jarðarför konunnar minnar
KRISTÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR
fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 9.
des. kl. 1.30 e.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð.
Sigfús Jónsson.
Maðurinn minn
ÓLAFUR HRÓBJARTSSON
verður jarðsunginn frá Neskirkju, þriðjudaginn 10. des.
kl. 1,30 e.h.
Blóm eru afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hans skal
vinsamlega bent á Dvalarheimili aldraðra sjómanna.
Karitas Bjarnadóttir, börn og tengdabörn.
Jarðarför mannsins míns
PÉTURS NJARÐVlK
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. des. kl. 1,30.
Fyrir hönd aðstandenda.
María Njarðvík. ^
Útför föður míns
MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR
frá Skuld fer fram þriðjud. 10. des. frá Þjóðkirkjunni I
Hafnarfirði. Hefst athöfnin með húskveðju að heimili hans
Hringbraut 73, klukkan 1,30 e.h.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
Fyrir hönd systkina minna.
Sveinbjörn Magnússon.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall
og jarðarför bróður okkar
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
frá Þjóðólfshaga. Sérstakar þaikkir færum við hjúkrunar-
liði Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund fyrir alúð og um-
hyggju, sem það veitti honum í veikindum hans.
Systkinin.
Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og útför
ÞORBJARGAR ALDfSAR BJÖRNSDÓTTUR
Sigurður Guðmundsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Hjartanlega þökkum við öllum, sem sýnt hafa samúð og
vináttu við andlát og jarðarför föður okkar og fósturfööur
TEITS GUÐBJÖRNS SIGURJÖNSSONAR
Hulda Teitsdóttir, Þórunn Teitsdóttir,
Óskar Teitsson, Eiríkur J. Sigurðsson.