Morgunblaðið - 15.12.1957, Page 7

Morgunblaðið - 15.12.1957, Page 7
Sunnudagur 15. des. 1957 MORGVNBT4Ð1L 7 Lísa verður skáti Kvenskátasaga. Þetta er falleg saga, sem lýsir hetjulegri baráttu fátækrar stórborgar- stúlku, sem langar til að verða skáti.Er sagan full af ævintýrum, sem Lísa lendir í ásamt Díönu, flokksforingjanum, og fleiri skátasystrum. Þetta er kærkomin jóla- gjöf fyrir allar stúlkur. ÚLFLJÓTUR bókaútgáfa skátanna. Eyfirzku hjónin á Rauðará Reykjavíkurfjara Með auknefni að fornum sið Rósin af Saron Kínverjinn með glasið Söngurinn um Þórð Malakoff Tímaskiptaárið og framtíðarmaðurinn Víða hef ég róið Stunðaglasið og vatnsberarnlr Sæfinnur með sextán skó Um franzós og hreinleika Frásagan um bláa ljónið og gullna hanann Dymbildagar í Latínuskólanum Breyzkur og hjartfólginn bróðir 7007 nótt Reykjavtkur jólabók á öllum reykvískum heimilum, kostar í fallegu bandi kr. 150.00. ÍÐUNN — Skeggjagötu 1 — Sími 12923. Kristmann Guðmundsson skrifar um • ÓKMENNTIR Og jörðin snýst. Eftir Ingóif Kristjánsson. Leiftur. Snoturt, laglegt, en ekki naikils vert? Þessi orð komu mér í hug við lestur ljóða Ingólfs. Hann hefur ekki slegið í að þessu sinni, en bók hans er þó vel læsileg og kvæðin í henni ekki lakari en sumt það, sem hátt er hoss- að af pólitískum ástæðum. „Sköp unin“ er t.d. allvel gert, sömu- leiðis: „Ég hef tapað“, „Brúður bíður í dyngju“, „Mynd um morg un“, „Sólarsýn", „Hljómkviða um haust“, „Rökkvar um skóg“ og fl. En bezt tel ég: „Við gamalt kumbl“: „Hver gekk hér á götu á góðum deg: fyrir þúsund árum? Hver tíndi hér blómin á bala og hóli fyrir þúsund árum? Hver bergði hér lind hverjum brosti þá mynd í hennar bárum? Hver gladdist með glöðum, er geislar á vori glitruðu í hári? Hver harmaði og stundi, er harðnaði vetur og hrímkuldinn sári fór herjandi um grund með helsigð í mund? Hver eyddi því tári?“ Skriðuföll og snjóflóð. Eftir Ólaf Jónsson. Norðri. Starfsþrek og starfsgleði hlýtur þessi höfundur að eiga í mjög ríkum mæli. Rit hans um skriðu- föll og snjóflóð er á tólfta hundr- að blaðsíður og yfirfyllt af til- vitnunum heimilda úr bók- menntum margra alda, einkum innlendum, en einnig erlendum. Og enda þótt verk þetta geti naumast orðið „heimilislestrar- bók til almennrar skemmtunar“, eins og einshvers staðar er komizt að orði um hana, þá er hún býsna læsileg, sérstaklega fyrra bindið, um skriðuföllin. Fyrir alla þá er hafa áhuga á mótun landsins, er bókin mikil náma fróðleiks, en mæddur lesandi verður óneitanlega skjótt sam- mála því, sem höf. segir sjálfur í „Forspjalli og formála“: „Um það má eflaust deila, hvort þörf hafi verið að skrá annála skriðu- falla og snjóflóða svo ýtarlega sem hér er reynt“. Verk þetta er fyrst og fremst vísindaleg rannsókn, og ætti að nægja höfundinum til doktors- nafnbótar. Nákvæmni hans, sam- vizkusemi og dugnaður verður ekki dreginn í efa, auk þess sem áhuginn fyrir viðfangsefninu er bersýnilega brennandi. Þá er augljóst, að hann hefur flest eða allt það til að bera, sem góðum fræðimanni er nauðsyn, m.a. góða frásagnargáfu. í bókinni eru víða skemmtilegir sprettir, er sætta lesandann nokkurn veginn við lengd og breidd þessarar þykku bókar, og varna því, að hann gefist upp á miðri leið. Áhugi íslendinga á sögulegum fróðleik er mikill, og meiri en nágrannaþjóðanna, því annars staðar ó Norðurlöndum hefði naumast verið hægt að gefa út svipað verk þessu, án opinbers styrks. En bókin er sérlega vönduð og falleg, ekkert til henn ar sparað; léttir það lestur rits- ins og gerir það enn eigulegra. Umsögn um verk slíkt sem þetta heyrir naumast undir bók- menntagagnrýni. Þetta er vís- indarit, — raunar þanmg gert, að leikmenn almennt geta haft ánægju af að lesa það. í því er saman dreginn gífurlegur fróð- leikur og lipurlega með hann farið. Eyrarvatns Anna. Eftir Sigurð Helgason. ísafoldarprentsmiffja. Þetta er síðari hluti sögunnar um Eyrarvatns-Önnu, en fyrri hlutinn kom 1949. Höfundurinn verður að hafa skáldskapinn í hjáverkum, en virðist auk þess ekki mikilvirkur. — Ein af sög- um hans er mér æ í fersku minni: „Hin gullnu þil“, en fyrri hluta „Eyrarvatns-Önnu“ var ég búinn að gleyma að mestu. Las því sög- una í heild og þótti góð skemmt- an að. Hún er ekki meðal stór- verka bókmenntanna, en þó meira en þjóðlífssaga, frásögnin fjörug og lifandi, persónulýsing- ar athyglisverðar og atburðalýs- ingar yfirleitt góðar. Nokkuð er sagan reyfarakennd á köflum, einkum í siðara bindinu, eftir að réttarhöldin hefjast. En lýsing aðalpersónunnar ber bókina uppi og losar hana af skerjum þeim, er hún stundum tekur niðri á. Önnur persóna, sem ætíð er sjálfri sér samkvæm og mjög skemmti- lega gerð, er Þórður Atlason, flakkarinn fornlegi. Það er gam- an að kynnast honum, hann er feikna hressandi persóna og lyft- ir oft frásögninni upp yfir hvers dagsleikann. Eyjólfur á Húsum er og persóna, sem vekur eftir- tekt lesandans. Það er skramb- ans mikið timbur í Eyjólfi, en höf. ræður ekki almennilega við hann, verður of lítið úr honum, skírir hann ekki. Beztur er hann í lokaatriðinu. Að öllu samanlögðu er sag- an athyglisverð, skemmtileg af- lestrar og spennóndi. Sigurður Helgason hefur upprunalega skáldgáfu, sem hann hefur þó ekki enn agað til hlýðni, og hann á sinn eigin tón, sækir fátt til annarra. Þriðja augað. Eftir Lobsang Rampa. Sigvaldi Hjálmarsson ísl. Víkurútgáfan. Bók þessi kom fyrst út á ensku, en hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála og alls staðar vakið geysimikla eftirtekt. Höf- undur hennar er Tíbeti, sem ótt hefur mjög óvenjuleg örlög. Hann er af aðalsættum í landi sínu, en alinn upp við hið mesta harðræði í lamaklaustri einu. Sjálfur varð hann lama á unga aldri, enda miklum gáfum gædd- ur, og lagði stund á duispeki og lækningar. Þegar í bernsku var „þriðja auga“ hans opnað, þ. e. hann var gerður skyggn, með skurðaðgerð á höfði. Síðan fær hann aðgang að öllum leyndar- dómum Tíbet, þessa dularfulla lands, — og slíka hluti les mað- ur sannarlega ekki um hversdags lega. Oft er allmjög reynt á trú- girni lesandans, en á hinn bóg- inn virðist höf. hafa öll sín skil- ríki í bezta lagi. Frásögnin er trú verðug, þrátt fyrir allt; lesand- inn finnur að bak við hana er einlægur, sterkur og alvörugef- inn persónuleiki, sem þekkir út í yztu æsar það, sem hann er að skýra frá. En bókin er svo æv- intýraleg, svo full af stórkostleg- ustu furðum, að slíks eru fjarska fá dæmi í heimsbókmenntunum. Jafnvel Leadbeater gamli, sem þótti smyrja allþykkt, kemst ekki í hálfkvist við Losbang Rampa. Og ef hann er ekki það, sem hann segist vera, þá er hann eitt mesta ævintýraskáld allra tíma. Og hvort heldur sem er, er bók hans hreinasta perla, sem nú þeg ar er orðin ein af mest lesnu bókum vorra tíma og á eftir enn meiri útbreiðslu. Þýðandinn hefur lagt mikla al- úð við starf sitt og þá samvizku- semi sem hæfir v.erkinu. Frágang ur allur á útgáfunni er hinn bezti. Nýstárlegar, fróðlegar og skemmtilegar lýsingar úr Reykja- víkurlífinu fyrir og eftir síðustu aldamót. — Heiti bókarkafl- anna gefa hugmynd um fjölbreytt og forvitnilegt efni hennar. Af þeim skulu þessi nefnd: Lárus á SÍSaustr BOKALTGÁFA GLBJÓNS Ó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.