Morgunblaðið - 15.12.1957, Side 8

Morgunblaðið - 15.12.1957, Side 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. des. 1957 Fræðslulögin fimmtfu Bjarni Benediktsson Alnenningsbæðsla er nndirstoða æðri vísinda og hagsældar þjóðarinnar A FYRSTU ÁRUM innlendrar stjórnar færðist með ínarg- víslegu móti fjör í þjóðlífið. Með útgerð botnvörpunga og eflingu verzlunar, ekki sízt tilkomu innlendrar heildsölu, var lagður fjárhagsgrundvöllur að íslenzku nútíma-þjóðfélagi. Ýmiss konar verklegar framkvæmdir af hálfu landsstjórnar- innar, svo sem símalagning, áttu hér ríkan hlut að. Löggjafarstarf var og fjölbreyttara á þessum árum en ætíð áður og lengst af síðan. Hér er ekki færi á að rekja þá sögu, en hún sannar stórhug forystumannsins, Hannesar Haf- steins ráðherra, sem sýndi í verki þá trú sína, að þjóðm þyrfti þá mest á að halda alhliða framförum innanlands. Meðal þeirra stórvirkja, sem unnin voru í löggjöf þessi árin, var setning fræðslulaganna 1907. Hálfrar aldar afmæli þeirra var í síðastliðnum nóvembermánuði og taldi Morgun- blaðið rétt að minnast þess betur en þá voru tök á. Ýmsir þeirra, er mikinn þátt hafa átt í framkvæmd fræðslulaganna, þ. á. m. Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands, fyrrum fræðslu- rnálastjóri, hafa sýnt blaðinu þá velvild að rita nú í blaðið af tilefni þessa fimmtíu ára afmælis. Blaðið þakkar öllum þeim. er með þessu hafa lagt fram sinn skerf til að gera almenn- ingi Ijósari hina miklu þýðingu fræðslulaganna og áfram- haldandi starf í þeirra anda. Mest ber þó að þakka þeim, er í öndverðu ruddu braut- ina. Menntun almennings er höfuðnauðsyn í nútíma þjóð félagi. Að vísu eru menn mismunandi hæfir til framhalds- náms, en engin þjóð, allra sízt smáþjóð, eins og íslendingai hefur efni á að glata miklum hæfileikum vegna þess, að ekki hafi verið eftir þeim leitað og þeim gefinn kostur á að þroskast. Sem betur fer höfum við ætíð færzt nær og nær því marki, að allir hafi að þessu leyti færi á að njóta' sín. Enn skortir þó mikið á, að fræðslumálin séu í því horfi sem skyldi. Húsakostur barnafræðslunnar er með öllu ófullnægj- andi og úr þeim skorti verður ekki bætt nema með miklu átaki. Töfunum á byggingu nýs kennaraskóla verður að ljúka. Almenningsfræðsla er undirstaða æðri vísinda og hag- sældar þjóðarinnar. Þá undirstöðu verður fyrst og fremst að tryggja. Æðri menntun byggist með eðlilegum hætti á und- irstöðunni. Á sáma veg má aldrei slíta fræðsluna, hvorki undirstöðuna né það, sem á henni verður byggt, úr tengsl- uin við sjálft bjóðlífið. Skólarnir eru ekki til þess ætlaðir að fjarlægja nemendurna lífsbaráttunni heldur til að búa þá undir að vinna öll þau störf, sem þjóðin þarf á að halda. Ásmundur Guðmundsson biskup Kirkian og bæðslolögin Asgeir Asgeirsson, forseti Islands: Fræðslalögin vorn vel samin og viturleg PRESTARNIR á íslandi hafa ver ið nefndir beztu frömuðir menn- ingar vorrar, og það ekki ófyrir- synju. Allt frá því er þjóðin tók kristna trú, hafa þeir látið sér annt um siðgæði og trú og aðra menningu æskulýðsins. Biskups- stólarnir héldu uppi fræðslu í skólum sínum, og mörg prests- heimili hafa á liðnum öldum ver- ið ágæt menntasetur. Prestarnir komu einnig manna bezt auga á þau börn og unglinga, sem skör- uðu fram úr að andlegri atgjörvi, og ósjaldan tóku þeir til sín unga pilta og kenndu þeim undir latínu skóla eða menntaskóla. A hús- vitjunarferðum sínum grennsl- uðust prestarnir eftir kunnáttu barna í kristnum fræðum, lestri, skrift og reikningi og studdu iðu- lega foreldra við menntun barna þeirra með ráðum og dáð. Ýmsir prestanna héldu einnig barnapróf á hverju vori um nokkur ár, áður en fræðslulögin voru sett, 1907, og varð góður árangur af því. Með fræðslulögunum 1907 munu þessi barnapróf yfirleitt hafa lagzt niður. En prestarnir héldu áfram að hafa áhrif á fræðslumálin með formennsku í skólanefndum, prófdómarastörf- um, húsvitjunum og fermingar- undirbúningi. Og svo er það enn í dag. Ný og fjölmenn stétt kennara ris, og margir prestar eignast þá að samverkamönnum og vinum og njóta hjá þeim góðs liðsinnis. Var það því greiðara og eðlilegra sem forstöðumenn Kennaraskól- ans, er má teljast jafn gamall fræðslulögunum, voru einlægir vinir kristindóms og kirkju og A KLUKKUNA og almanakið þá eru stundirnar og árin öll jafn- löng. En hugurinn og umskiptin mæla tímann á teygjanlegan kvarða. Hálf öld er ekki langur tími í þúsund ára sögu, en fram- farir og byltingar síðustu fimm- tíu ára teygja meir úr því tíma- bili en öllum öðrum frá upphafi íslandsbyggðar. Börn og ungling- ar eiga nú erfitt með að átta sig á æskuárum foreldra sinna og lífsskilyrðum afa og ömmu. Eitt dæmið eru lögin urn fræðslu barna, sem nú er minnzt á fimmtíu ára afmæli. Nú standa skóladyr öllum opnar. En fyrir fimmtíu árum var annað um- horf. Að vísu hreykjum vér oss íslendingar af góðri alþýðu- menntun á öllum öldum, og ma það rétt vera í samanburði við eymdarástand allrar alþýðu meðal margra annarra þjóða. — Menntabrautin var eins og órudd ur fjallvegur, en margur hæfi- leikamaður kleif þó þrítugan hamar. Sjálfsmenntun, svokölluð ól þó margan sérvitring, og hinii eru ótaldir, sem aldrei komust til þroska, hvorki fyrir eigin atorku né annarra umönnun. Skuggarnir voru langir og svartir, og eru enn í minnum gamals fólks. Lögin um fræðslu- og skóla- skyldu barna máttu ekki seinna koma, svo vér yrðum ekki eftir- bátar annarra nágrannaþjóða. Nýir tímar almennrar menntun- ar voru í uppsiglingu. Hin fyrstu fræðslulög voru mjög vel samin, enda naut þar við Guðmundar Finnbogasonar, sem þá var ung- ur, áræðinn og hámenntaður. Friðþægði hann þar fyrir and- spyrnu ýmissa háskólamanna. sem kváðust enga hálfmenntun vilja styðja, í alþýðuskólum. Það heyrði ég séra Magnús Helgason segja, að hann skildi sízt þa menn, sem setið hefðu við gnægta borð menningar, og þó vildu varna almenningi síns litla skammts. Og að visu gerir barna- og unglingafræðslan engan, hvorki hámenntaðan né háif- menntaðan, heldur ryður hún brautina til menningar, kemur í veg fyrir hættulegan kyrking á þroskaárunum og jafnar veginn Fræðsiulögin áttu langa for- sögu, og þar munu engir eiga stærri hlut en þeir feðgarnir, séra Þórarinn í Görðum og Jón, sonur hans. Þeir stofnuðu Flensborgar- skólann, og frá kennaradeildinni þar komu margir hinir fyrstu og ágætustu barna- og unglinga- höfðu mikil áhrif á nemendur sína. Hefir kennarastétt íslands unnið mikið og gott starf að kristilegu uppeldi. Einnig má minnast þess í því sambandi, að kennarar, sem svo að kalla tóku við fræðslulögunum nýjum aí nálinni. Jón Þórarinsson varð nlnn fyrsti fræðslumálastjóri Hann var um marga hluti glæsi- menni, og minnast allir hans brautryðjendastarfs með þakk- læti og virðingu. En bæði kennslutími og kenn- arafjöldi frá Flensborgarskóla var allsendis ónógur, og því vai stofnaður kennaraskóli jafnframt því sem fræðslulögin voru sett Þar varð séra Magnús skóla- stjóri, en við hlið hans tveir doktorar, Björn Bjarnason og Ól- afur Daníelsson. Þessa mannvals nýtur kennarastéttin og alþýðu- fræðslan enn þann dag í dag. Séra Magnús Helgason er einn þeirra manna, sem mér hefur þótt mest til koma af þeim, sem ég hef hitt fyrir á lífsleiðinni, og svo mun um flesta af hans mörgu nemendum. Það má enn sjá af myndum hvílíkur maður hann var, hávaxinn, svipmikill og gáfulegur, hlýr í augum og fastur fyrir í allri framgöngu. Það var sem þúsund ár hefðu ofið þá menning, sem lýsti sér í ræðu hans og stíl. Hann var ímynd þe§s þjóðararfs, sem uppeldið ma sízt vanrækja að flytja frá einni kynslóð til annarrar, og þess persónulega uppeldis, sem aldrei verður bundið í vísindum né tækni. Hann minnti í orði og verki á Erling á Sóla, sem öllum kom til nokkurs þroska. Fræðslulögin voru vel samin og viturlega,, og entust að kalla óbreytt í þrjátíu ár. í þeim var mikil teygja, enda voru skilyrðin til framkvæmda gerólík í ýmsum landshlutum. Fræðsluskyldunni var heimilt að fullnægja með heimafræðslu, farkennslu, föstum skólum og allt upp í heimavistar- skóla, sem lengst áttu í land. Ýmis skólahéruð höfðu fullnægt hinum nýju skyldum fyrirfram. en annars staðar komst engin festa í framkvæmdina fyrr en undir það að hin nýju fræðslulög voru sett árið 1936. Lengi vel heyrðust radd- ir um að fræðslulögin væru ofætlun fyrir lands- og sveitar- sjóði, og upp úr fyrri styrjöld- inni var gerð tilraun til að rétta við fjárhag ríkis- og sveita með því að slá skólaskyldu algerlega á frest. En fræðslulögin héldu velli, því þau voru tímabær, og miðaði öruggt, þó stundum færi hægt, að því marki, er sett var í upphafi. Lokaþátturinn eru allir f ræðslumálast j ór ar vorir hafa stutt kirkjuna með jákvæðu starfi, enda þrír þeirra verið guð- fræðingar, eins og skólastjórar Kennaraskólans. Við fræðslulögin 1946 virðist mér hafa verið haldið í sama horfi og samstarf með prestum og kennurum fremur fara vax- andi, og skilningur glæðast á því, hve mikil sameiginleg ábyrgð hvíli á báðum þessum stéttum, sem trúað er fyrir uppeldi ungu kynslóðarinnar. Ég ætla ekki að fara að gjöra samanburð á þess- um nýrri lögum við lögin 1907, en þó vil ég nefna tvennt, sem ég tel hiklaust spor í rétta átt og til bóta: Annað er mikið verk- nám í skólunum og hitt stórum bætt aðstaða til aukins náms allt upp í háskóla fyrir hvern þann, Melaskolinn í Reykjavík ára Ásgeir Ásgeirsson heimavistarskólarnir í sveitum, sem síðasta áratuginn hafa verið í örum uppgangi. Enda eru nú breyttir tímar um bolmagn og samgöngur. En það er fagnaðar- efni nú í lok fimmtíu ára bar- áttu, að nú er það talið sjálfsagt, sem í upphafi var fjarstæða. Fræðslumálastjórn var oft eril- söm, og margt smátt, sem þurfti að sinna, einkum meðan far- kennsla hélzt í flestum sveitum. Vali kennslustaða og útvegun kennara þurfti stundum að sinna á hverju ári, og einherbergis hjallar, sem nú eru að grotna niður eru til minningar um starfs skilyrðin hjá þeim, sem þó vildu bezt gera á sinni tíð. Kennslu- tæki allsendis ófullnægjandi, og dæmi þess að skólanefndir vildu fresta því fram yfir næstu styr- jöld að endurnýja landabréf vegna væntanlegra breytinga á landamerkjum. Ég minnist þó minna starfsára með ánægju og þakklæti til fjölda manns, bæði í hópi kennara og skólanefndar- manna. Víðast var góður hugur og áhugi eftir því sem efni stóðu til, og ómetanleg fyrir mig sú viðkynning við land óg fólk, sem varir. Og því mundu frumherj- arnir fagna, ef þeir mættu líta úr gröf sinni, að þeir settu rétt mark og mið, og hafa nú alþjóð- arþökk. Það er oft gert eitthvað til há- tíðabrigða á stórafmælum og á því er enginn vafi hvað ætti bezt við nú á hálfrar aldar afmæli fræðslulaganna, en það væri að láta nú ekki lengur dragast end- urbyggingu Kennaraskóla ís- lands, sem lengst hefur beðið þess að verða samboðinn vaxandi verkefnum og nýjum tíma. er hefir hæfileika til, hvar sem hann á heima á landinu. Svo er um lög sem kennslu- bækur. Þau fara mjög eftir því, hvernig þeim er beitt. Þurr og strembin kennslubók getur í hendi góðs kennara orðið fyilt anda og lífi. Á sama hátt geta ófullkomin fræðslulög — og það eru öll fræðslulög — hafið ungu kynslóðina, ef þeir, sem eiga að starfa samkvæmt þeim, hlíta leið sögn spakmælisins í Biblíunni: Bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar, en fella aldrei fræðslu- lögin að fjötri á neinu, hvorki sjálfa sig né aðra. Kirkja íslands fagnar því á fimmtíu ára afmæli fræðslulag- anna, að þau hafa fyrir starf margra góðra sona hennar og dætra varðað uppvaxandi kyn- Islóð veg kristilegrar menningar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.