Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 10
10 MORGVNBT AÐIÐ Sunnudagur 15. des. 195Y — Fræðslulögin Framh. af bls. 9 Vai- hún fyrir 7 til 14 ára börn. Ari síðar var látið fara fram landspróf í lestri. Prófið sýndi að lestrarkunnáttu barna víða um land var mjög ábótavant. Hér hefur lítillega verið rakinn aðdragandi þess, að 1934 var skip uð nefnd, sem semja skyldi frum- varp til nýrra fræðslulaga. Alþingi samþykkti svo ný fræðslulög 1936. í þeim var skóla skylda barna 7—14 ára lögfest, en heimilt var að veita undan- þágu frá skólaskyldu allt tii tiu ára aldurs. Heimilin báru þá ábyrgð á fræðslu barnanna til þess tíma er skólaskylda hófst. Árlegur skólatími var lengdur. í kaupstöðum, þorpum og víðar hófust skólar fyrr að haustinu og stóðu lengur fram á vorið. Haust og vor fór fram kennsla yngri aldursflokka barna, en yfir vet- urinn var daglegur kennslutími þeirra stuttur, þegar eldri ár- gangar nemenda sóttu skóla. Var þetta hagkvæmt til að nýta skól- húsnæðið sem bezt. í farskólum skyldi lágmark árlegs námstíma vera 4 mánuðir: í þessum lögum var ákveðið gert ráð fyrir, að farskólar yrðu lagðir niður, en í þeirra stað risu heimavistarskólar. Til að flýta þeirri breytingu, hafði nefndin, sem samdi frumvarpið lagt til að stofnaðir yrðu fræðslu- sjóðir og skólabyggingarsjóðir í hverju fræðsluhéraði. Sjóðir þessir áttu að standa undir fræðslukostnaði og byggingu skólahúsa. Þessu breytti Alþingi í heimildarákvæði. Lögin gerðu ráð fyrir, að landinu yrði skipt í sex eftirlitssvæði og námsstjór- ar yrðu settir yfir þau. Nokkur ár liðu unz það kom til fram- kvæmda. Fræðslulögin 1907 voru í höf- uðdráttum lögfesting á því fræðslukerfi, sem smátt og smátt hafði verið að skapast bæði í bæ og sveit. Sama má yfirleitt segja um þær breytingar, sem gerðar voru með fræðslulögunum 1936 Vísir að þeim var á ýmsum stöð- um kominn til framkvæmda. Lög in komu því sem eðliiegt fram- hald af þeim breytingum er höfðu verið að gerast í fræðslumálum árin á undan. Fræðslulögin 1936 héldu sama anda frjálsræðis eins og fyrstu fræðslulögin. Þau voru engum fjötur um fót, sem í ein- lægni vildi vinna að sannri menn ingu og fræðslu æskunnar, hvort sem í hlut áttu kennarar innan veggja skólanna eða foreldrar. LÖGIN um fræðsluskyldu barna urðu hálfrar aldar gömul í síðast- liðnum mánuði og minnast kenn- arar þeirra merku tímamóta öðr- um fremur. Þeir minnast braut- ryðjendanna með þökk og virð- ingu, því að stórhug og víðsým hefur sannarlega þurft til að berj ast fyrir setningu fræðslulaga á fyrstu árum þessarar aldar. Kennaraskóli íslands tók svo til •^starfa haustið eftir, að fræðslu- lögin voru sett, og stéttarsamtök kennara urðu til á næstu árum og áratugum. Kennarar áttu sinn þátt í setningu fræðslulaganna og hafa síðan unnið að umbótum og breytingum, sem gerðar hafa verið á þeim, og átt frumkvæði að mörgum þeirra. Orð eru til alls fyrst, og fræðslulög eru nauðsynleg, en meginmáli skiptir, að aðstaða sé til að framkvæma lögin. Á það hefur löngum skort til mikils meins, og hafa kennarar ætíð beitt sér fyrir umbótum í því efni, og um margt hefur skipazt á betri veg smám saman, þóu enn vanti mikið á, að starfsskil- yrði séu viðhlítandi. Af þeim málum, sem kennurum eru nú efst í huga, má nefna menntun kennara og þá ósk þeirra að fá aðstöðu til fram- haldsnáms í uppeldisfræðum í Háskóla íslands, en þess konar menntun verða þeir nú að sækja til annarra landa. Nauðsynlegt er að byggja fleiri skólahús, því að í þéttbýlinu eru flestir skólat allt of þröngt setnir, og til svena eru skólahúsin víða ófullnægj- andi, og sums staðar vantar þau alveg. Með auknum og bættum húsakosti mætti m. a . lengja kennslutímann nokkuð dag hvern, en hann er nú miklu skemmri hér en í öðrum menn- ingarlöndum. Yrði þá unnt að auka og bæta kennsluna og létta heimavinnu nemenda, en þess gerist mikil þörf, svo sem til háttar á mjög mörgum nútíma heimilum..Þá þarf að bæta bóka- kost nemenda til mikilla muna og gefa út handbækur í ýmsum greinum fyrir kennara. Á Ríkis- útgáfa námsbóka þar ærið verk fyrir höndum. Menningarþjóðir leggja nú sí- fellt aukna rækt við fræðslu vax- andi kynslóðar, því að líf og hag ur þjóða er í órofa tengslum við menntun þegnanna. En aðstæður og viðhorf breytast ört á þessum tímum, og verður þá að sam- ræma lög og starfshætti þörf líð- andi tíma. Er því enn fyrirhuguð endurskoðun fræðslulaganna með þátttöku fulltrúa frá samtökum kennara. Er ekki að efa, að kenn- arastéttin mun fylgjast af áhugd með frarnvindu þeirra mála. Jónas B. Jónsson: Tryggiu öllum börnum rétt til nóms FRÆÐSLULÖGIN, sett á Alþingi' 22. nóv. 1907, miðuðu fyrst og fremst að því að tryggja öllum börnum rétt til náms í barna- skóla, hvar sem væri á landinu. Með setningu þessara laga stigu íslendingar eitt hið þýðingar- mesta spor í menningar- og mann úðarátt. Þegar á næsta ári urðu stórfelld umskipti í skólamálum landsins, sérstaklega þar er barna skólar voru ekki áður starfandi. í Reykjavík urðu breytingarn- ar ekki eins miklar og víðast hvar annars staðar á landinu. Hér hafði starfað barnaskóli í sam- fellt 45 ár og Miðbæjarskólinn, byggður af stórhug og framsýni, var þá 10 ára gamali. Öll þau börn, sem gengu í skóla áður en fræðslulögin gengu í gildi, þurfíu að greiða skóla- gjöld. Þau voru að vísu ekki há, en þó svo, að ætla má að mörg börn fátæks fólks, hafi ekki kom- izt í skóla vegna fjárskorts. Með fræðslulögunum eða haustið 1908 lögðust þeasi skólagjöld niður fyir 10—14 ára börn, enda fjölg- aði þá verulega í skólanum Það haust voru 772 börn innrituð í skólann, eða um 7% af íbúatölu Reykjavíkurbæjar. En veturinn áður voru 478 börn í skólanum, eða um 4,7% af bæjarbúum. Til Kennaraskólinn samanburðar má geta þess, að nú eru um 9800 börn á skólaskyldu- aldri, eða 14,4% af bæjarbúum. Það er erfitt að gizka á, hversu mörg börn 7—9 ára sóttu skólann hinn fyrsta vetur eftir gildistöku laganna 1. júní 1908, en það er vit að með vissu, að allt frá því að barnaskóli var lögfestur í Reykja vík 1862, stunduðu árlega allmörg 7—9 ára börn nám þar. Morten Hansen skólastjóri, sem manna mest mótaði barnaskólastarfið í Reykjavík fyrstu tvo áratugi þess arar aldar, var 7 ára gamall, þeg- ar hann settist barnaskóla 1862. Svo virðist sem bóklegt og verk legt nám, hafi ekki tekið miklum breytingum í Reykjavík með setn ingu fræðslulaganna. Hvort tveggja var komið í nokkuð fast horf og má telja víst, að Morten Hansen hafi átt ríkan þátt í því. En ýmislegt annað til hagsbóta fyrir nemendur fylgdi í kjölfar laganna. Það má telja, að heil- brigðiseftirlit í skólum Reykja- víkur hefjist með fræðslulögun- um. Að vísu var farið hægt af stað. f kostnaðaráætlun fyrir barna- skólana i Reykjavík 1908—1909, er gert ráð fyrir 25 króna greiðslu til héraðslæknis fyrir heilbrigðis- eftirlit, en haustið 1910 er fyrsti skólalæknirinn ráðinn, Guðmund ur Hannesson, síðar prófessor. Skömmu síðar er ráðin skóla- hjúkrunarkona, en tannlækning- ar, sjúkraleikfimi og ljósböð hefj- ast um og eftir 1920. Um litla hjálp var að ræða eða aðstoð til handa þeim börnum, sem af ýmsum ástæðum eiga erf- itt með að fylgja öðrum börnum í námi, fyrstu árin eftir að fræðslulögin tóku gildi. En síð- ustu tvo áratugina hefur þessi aðstoð aukizt mjög, enda kveða fræðslulögin frá 1946 skýrar á um þessi efni, heldur en hin fyrstu fræðslulög. Hér í Reykjavík hafa verið stofnaðir tveir heimavistar- skólar fyrir vangæf eða heilsuveil börn, talkennarar hafa verið ráðn ir til að kenna málhöltum börn- um, tekin upp leiðbeiningastarf- semi fyrir vangefin börn, unnið að gerð skólaþroskaprófa, o. fl. Allt eru þetta gremar, sem í Reykjavík hafa vaxið út frá þeim mikla menningarmeiði, er sáð var til með setningu fræðslulaganna 1907. Ljóst er, að með breyttum tím- um þurfa fræðslulög jafnan end- urskoðunar við. En við endurskoð un fræðslulaga er vert að hafa þrennt í huga: að fræðslulögin séu jafnan sveigjanleg, bindi ekki skólastarfið, hið innra starf skól- anna, í of fastar skorður, að eins og sjálfsagt er að búa heilbrigð- um börnum skilyrði til eðlilegs þroska, þá er jafnnauðsynlegt, að styðja hin sjúku og vangefnu börn til náms og starfs, að falleg skólahús og nýtízku kennslutæki nýtast því aðeins að fullu, að vel menntuð kennarastétt sé að störf- um og vel sé að henni búið. Kenn araskólinn, framhaldsmenntun kennara er því þýðingarmesta málið fyrir æskulýðinn í dag. Kristján J. Gunnars., YfiTkennari Skólinn EIN er saga að baki hverrar sögu — önnur framundan. Hver nútið verður að skyggnast til tveggja átta — um öxl og frarn á leið. Fræðslulögin frá 1907 áttu sér ákveðna forsendu: íslenzka menn íngu og menntu um margar ald- ir Oft hefur ver-g. deilt um gildi þessarar menningar og hún ým- isi vanmetin eða ofmetin. Kyrrstæð var hún að vísu, en hún verndaði gömul verðmæti, þótt hún skapaði sjaldan ný. Hún fetaði slóð feðranna, án þess að ryðja nýjar brautir, en var hins vegar búin aðdáanlegri seiglu til að varðveita sjálfa sig í tungu, sögu og bókmenntum. íslenzk og einangruð — stund- um allt að því stöðnuð, en þó búin frjómagni til vaxtar við eggj un frá nýjum áhrifum. Tilbúin að veita viðtöku nýjum tíma. Svo líða aldir fram, allt til aldamótanna síðustu — 1900. Miklar breytingar hafa orðið i þjóðlífinu, eru að gerast, eða framundan á næsta leiti. Félagshreyfingar umheimsms nema Jand. Byltingar verða í at- vinnuháttum og tækni. Lífskjör- in batna, einangrunin er rofin, veröldin hefur skyndilega færzt að bæjardyrum íslendmgsins. Allt þetta kallaði á aukna al- menna fræðslu. Siglingar, verzlun, sími, sam- göngur, gerði almenna þekkmgu á löndum og^pjóðum að nauðsyn. Heilsufræðileg þekking almenn- ings var óhjákvæmileg forsenda bættra heilbrigðishátta og marg- háttaðra menningarlegra umbóta. Þannig mætti lengi telja, og nú, þegar vélaöld er upp runnin með allri sinni flóknu starfsgrein- ingu, gerist nauðsynin æ brýnni fyrir ýmiss konar sérhæfingu, auk almennrar fræðslu. Víðsýni og stórhugur þeirra, er forystu höfðu um setningu fræðslulaganna, verður seint of- metinn. Þeir skildu fyrst og bezt, að þróun þjóðfélagsins hafði gert almenna undirstöðuþekkingu í mörgum greinum að óhjákvæmi- legri nauðsyn og forsendu þess, að framförum þeim, sem hafnar voru, yrði fram haldið. Fræðslulögin voru sett. Skóla- skyldu var komið á. Þess var kraf izt af hverju barni, að það upp- fyllti skyidur sínar við skólann. Þar með vai merkum áfanga náð, en framundan vai þó ennþá löng leið og vandfarin: Að tryggja það, að skólinn uppfyllti skyltlur sínar við börnin. Greina má hugtakið skóli í þrjá höfuðþætti: a) kennarinn, b) skólahúsið, c) kennslugögn (vinnutæki nemenda og kenn- ara). Af þessu þrennu er hlutverk kennarans mikilvægast. Það er því höfuðnauðsyn, að til starfs- ins veljist fólk, er sé góðum kost- um og hæfileikum búið, og að- staða þess til menntunar sem bezt tryggð. Fyrir hinu fyrra verður bezt séð-með því, að starfskjör kenn- arans séu þannig, að starfið verði eftirsóknarvert, fyrir hinu síðara með myndarlegum Kennaraskóla. Á fimmtíu ára afmæli fræðslu- laganna verður að segja það eins og er að lengst af hefur mis- brestur verið á þessu hvoru tveggja og er enn, þótt smám saman þokist til réttrar áttar. Hins er skylt að geta, að þrátt fyrir þetta hefur árangur af starfi Kennaraskólans og teenn- ara oft verið með ágætum, þeg- ar áhugi og þegnskapur gerði bet ur en að bæta upp, það sem á skorti um aðbúnað og kjör. Að því er snertir skólabygg- ingar er hlutur rikisvaldsins betri. Myndarlegt átak hefur ver- ið gert í byggingu nýrra skóla um land allt. Skólahúsin eru yf- irleitt vel gerð og uppfylla fyllstu kröfur. Ennþá skortir að visu mikið á, að bætt hafi verið úr þörfum á þessu sviði, einkum í kaupstöðum, þar sem skortur á húsnæði er nú eitt stærsta vanda- mál skólanna. En með sameigin- legu átaki ríkisins og bæjarfélag- anna, er hægt að bæta úr brýn- ustu þörfum á þessu sviði á nokkrum árum. Síðustu fimmtíu árin hafa vinnutæki og tækni tekið stór- felldum framförum í flestum greinum. Stefnt hefur verið að því, að nýta vmnu hvers og eins sem bezt, með því að fá honuni sem fullkomnust tæki í henöur. Skólarnir hafa að of miklu leyti orðið út undan í þessari þró un. Þeir hafa of lengi búið við kyrrstöðu um endurskoðun náms bóka og jafnvel algera vöntun sumra þeirra. Svipað má segja um mörg önnur kennslutæki. Það er vafasöm hagsýni a8 spara nokkur hundruð þúsund til námsbóka og kennslutækja í skólakerfi, sem kostar hundrað milljónir. Skipulagning námsefnis og námskröfur mætti segja að væri hin innri bygging skólanna. Ör- ar þjóðlífsbreytingar gera endur- skoðun þessara atriða nauðsyn- lega á nokkurra ára fresti. Vanda mál dagsins í dag er einkum að finna heppilegar leiðii til að tengja saman nám og vinnu — gera skólagönguna að sem raun- hæfustúm og fjölbreyttustum undirbúningi til þátttöku á sem flestom sviðum atvinnu- cg þjóð- lífs. Þegar svipazt er um á hálfrar aldar afinæli fræðslu.agnnna, hiýiur óllum ið vera )ost, sð mikill árangur hefur náðst og stórir sigrar unnizt. Hitt er þó í ' erjum og tinum holt að iata sé" skiljast að ennþá eigum við i mörgum greinum langt ;.ð því m. iki, að gera sk'l- ann þanr.ig nr garði, að «é þess umkominn að uppfylla fyllstu kröfur um skyldurnar við börnin. Það er hlutverk skólamanna og löggjafans að leggjast á eitt um að komast sem næst því marki. Um leið og börnunum er gert að koma til skólans, verður skól- inn að geta komið til barnanna á þann hátt, að hann opni þeim dyrnar til að njóta hæfileika sinna — veiti þeim leiðsögn til farsæls lífs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.