Morgunblaðið - 15.12.1957, Qupperneq 15
Sunnudagur 15. des. 1957
MORCVWBT 4Ð1Ð
15
Gerast Danir aðilar að sameigin-
legum markaði V.-Evrópulanda?
Danskir bændur krefjast þess
Kaupmannahöfn í nóv.
AF HÁLFU danskra bænda hafa
upp á síðkastið komið fram sterk
ar raddir um nauðsyn .þess, að
Danir gerist aðilar að sameig-
iniega markaðnum, sem 6 Vestur-
Evrópulönd, nefnilega Vestur-
Þýzkaland, Ítalía, Fraklcland,
Holland, Belgía og Luxemburg,
standa að. „Samband danskra
bændafélaga“ krefst þess, að á-
kvörðun verði tekin um þetta
innan skamms.
Nálega % hlutar landbúnaðar-
framleiðslunnar í Danmörku fara
til útflutnings. Hagur bænda er
þvi að miklu leyti undir útflutn-
ingsverzluninni kominn. í fyrra
fluttu Danir út landbúnaðaraf-
urðir fyrir 4.500 milljónir d. kr.
Þetta var 60% af öllu útflutnings-
verðmætinu. En verðmæti innr
fluttra vara til landbúnaðarfram-
leiðslu nam ekki nema 1.000 millj.
kr. Bændur öfluðu þannig land-
inu 3.500 millj. kr. í erlendum
gjaldeyri. Þeir lita því svo á, að
hagsmunir landbúnaðarins hljóti
að ráða mestu um það, hvaða
afstöðu dönsk stjórnarvöld taka
til markaðsáforma þeirra, sem nú
eru á döfinni í Vestur-Evrópu.
Einn af aðalleiðtogum danskra
bænda J. Larsen, forstöðumaður,
skýrði á blaðamannafundi frá af-
stöðu bænda til markaðsáform-
anna.
Hið fyrirhugaða norræna tolla-
bandalag skiptir litlu sem engu í
þessu sambandi. í fyrsta lagi er
óvíst, hvort það nær til land-
búnaðarafurða, ef það á annað
borð verður stofnað. í öðru lagi
kaupa hinar Norðurlandaþjóðirn-
ar ekki nema 4% af landbúnaðar-
útflutningi Dana.
Dönsku bændurnir vænta sér
ekki mikils af áformunum um
fríverzlunarsvæðið, sem ætlazt er
til að öll eða flest öll lönd, sem
standa að Efnahagssamvinnustofn
un Evrópu (OEEC), gerist aðilar
að. Leiðtogar danskra bænda ef-
ast um, að fríverzlunarsvæðið
komist á laggirnar. Og þótt það
verði stofnað, þá telja þeir*ólík-
legt, að landbúnaðarvörur verði
þar tollfrjálsar. Það mætir sem
kunnugt er mótspyrnu af hálfu
Breta.
Á nýlega afstöðnum ráðherra-
fundi í OEEC voru Bretar að
vísu — á yfirborðinu að minnsta
kosti — ekki eins hax-ðir í horn
að taka og áður. Þeir geta fall-
izt á, að einstakir aðilar fríverzl-
unarsvæðisins afnemi landbúnað
artollana sín á mlili. En Bretar
sjálfir vilja ekki skuldbinda sig
til að afnema þá, af því þeir vilja
halda uppi tollaívilunum gagn-
vart samveldislöndunum.
Þegar á þetta er litið, sagði J.
Larsen, þá finnst okkur, að við
eigum í rauninni ekki nema eina
leið færa. Við verðum að gerast
aðilar að sameiginlega markaðn-
um. Þar er ekki um óviss áform
heldur um staðreynd að ræða.
Og hann nær ekki aðeins til iðn-
aðarvara heldur líka að nokkru
leyti til landbúnaðarafurða.
Þau 6 lönd, sem að sameigin-
lega markaðnum standa, hafa sem
kunnugt er gert samning um að
sfnema smám saman á 15 árurn
tolla og innflutningshöft sín á
miili. Sérstök ákvæði gilda þó
um landbúnaðarvörurnar. Þær
verða tollfrjálsar en ekki með
öllu haftalausar. Ætlazt er til, að
aðildarlöndin geti verndað inn-
lenda matvöruframleiðslu inn-
an vissra takmarka. Nánari á-
kvæði verða sett um þetta á ráð-
stefnu, sem þessi 6 lönd ætla að
halda á næsta ári.
Danskir bændur telja nauðsyn-
legt, að Danir gerist aðilar að
sameiginlega markaðnum áður
en þessi ráðstefna hefst, til þess
að fulltrúar þeirra geti setið hana
og haft áhrif á þær ákvarðanir,
sem þar verða teknar. Komið hef-
ur til mála, að ráðstefnunni verði
frestað þangað til í byrjun árs-
ins 1959. Ef svo fer, þá fá Danir
lengri umhugsunarfrest.
Danskir bændur benda á, að
þeir misstu álitlegan markað í
Belgíu, þegar Benelux-tollabanda
lagið var stofnað. Ef Danir ger-
ast ekki aðilar að sameigmlega
markaðnum, þá eiga þeir á hættu,
að þar fari á svipaðan hátt. Land-
búnaðarvörur Dana rekast þar á
háa tollmúra og önnur höft, en
hollenzkar vörur njóta þar toll-
frelsis og fleiri ívilana. Hollend-
ingar eru þarna hættulegustu
keppinautar Dana. Danskir bænd
ur sjá þvi fram á, að hinn þýðing-
armikli útflutningur danskra
landbúnaðarafurða til aðildar-
landa sameiginlega markaðsins
mundi stöðvast að miklu eða öllu
leyti, ef Danir standa utan við
þessi markaðssamtök.
Þetta mundi hafa í för með
sér mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir Dani, sérstaklega þar sem
landbúnaðarútflutningur þeirra
er að færast úr vestri í suður,
frá Bretlandi til iðnaðarhérað-
anna i Vestur-Þýzkalandi og
Norður-Ítalíu.
Bretar hafa sem kunnugt er
lengi verið aðalkaupendur
danskra landbúnaðarafurða. En
þeir verja stórfé til að auka inn-
lenda framleiðslu á matvælum.
Brezk framleiðsla á landbúnaðar
vörum úr dýraríkinu er nú 40%
meiri en fyrir heimsstyi'jöldina
síðari, en þó hefur fólki á Bret-
landi ekki fjölgað nema um 8%
á þessum tíma, og neyzlan á
mann aðeins aukizt lítils háttar.
Þetta hefur gert að verkum, að
þýðing brezka markaðsins fyrir
danska bændur minnkar ár frá
ári, en um leið hafa þeir fengið
sivaxandi markað í þeim lönd-
um, sem nú standa að sameigin-
lega markaðnum. Fyrir tæpum
áratug keyptu þessi lönd 26%
af útfluttum dönskum iandbúrx-
aðarafurðum en í fyrra 36%. Á
sama tíma hefur útflutningur
landbúnaðarafurða frá Dan-
mö' ku til Bretlands minnkað úr
70% niður í 46%. Og á þessu
ári verður líklega jafnvægi milli
útflutningsins til Bretlands ann-
ars vegar og sameiginlega mark-
aðsins hins vegar.
Danir hafa safnað ýtarlegum
upplýsingum um ástandið og
framtíðai'horfur á þessum tveim-
ur mörkuðum. Af þessum upplýs-
mgum má t.d. sjá, að árleg neyzla
af kjöti og fleski er 62 kg. á
mann í Bretlandi en ekki nema
48 kg. á mann í löndum sameig-
inlega markaðsins. Þar vex kaup
geta og um leið neyzla á land-
búnaðarvörum úr dýraríkinu
miklu örar en á Bretlandi, en
landbúnaðarframleiðsla í þessum
6 löndum eykst þó ekki að sama
skapi.
Af þessu má ráða, segja leið-
togar danskra bænda, að fram-
tíðarmarkaðurinn fyrir afurðir
okkar verður ekki hinum megin
Norðursjávarins heldur á hinum
sameiginlega markaði megin-1
landsríkjanna.
Gerist Danir aðilar að sameig-
inlega markaðnum, og verði stofn
að fríverzlunarsvæði með þátt-
töku OEEC-landanna, þá fá þeir
frjálsan aðgang að tveimur stór-
um mörkuðum. Margir telja þetta
heppilegustu lausnina, þótt Dan-
ir yrðu þá að snúa bakinu að fyr-
irhuguðu tollabandalagi Norður-
landa.
Þótt landbúnaðarafurðirnar séu
aðalútflutningsvörur Dana, þá
skipta hagsmunir iðnaðarins
líka miklu máli, þegar afstaða er
tekin til markaðsmálanna. Út-
flutningur iðnaðarvara vex ár
frá ári og slagar nú hátt upp í
landbúnaðarútflutninginn, þegar
á verðmætið er litið. Við þetta
bætist, að það er fyrst og fremst
undir iðnaðinum komið, hvernig
tekst að halda uppi atvinnu í
landinu.
Danskir iðnrekendur hafa yfir-
leitt ekki tekið ákveðna afstöðu
til markaðsmálanna. Þau eru
langtum flóknari séð frá sjónar-
miði þeirra en bænda. Sumir iðn-
rekendur telja frjálsan aðgang
að stærri markaði æskilegan. En
aðrir óttast, að þeir verði ekki
samkeppnisfærir. Þessi ótti kem-
ur sérstaklega fram af hálfu
þeix-ra, sem framleiða vörur
handa danska mai-kaðnum í skjóli
innflutningshafta.
Á það er líka bent, að danskur
ionaður hefur ekkx irukinn mark-
að fyrir afurðir sínar í þeim lönd-
um, sem að sameigmlega mark-
aðnum standa . í fyrrd seldu Dan-
ir þessum löndum iðnaðarvörur
fyrir 700 milljónir kr. en keyptu
af þeim iðnaðarvörur fyrir þrisv-
ar sinnum hærri upphæð.
Sumir halda, að aðild Dana
að sameiginlega markaðnum
mundi torvelda viðskipti þeirra
við lönd, sem utan við hann
standa, en þau kaupa 80% af út-
fluttum dönskum iðnaðarvörum.
Aðild Dana að sameiginlega
markaðnum mundi gera að verk-
um, að þeir yrðu að afsala sér
nokkru af fullveldi sínu í hend-
ur markaðsstjórnarinnar.
f öllum stjórnmálaflollkum eru
skiptar skoðanir um það, hvaða
leið Danir eigi að velja í mark-
aðsmálunum. Leiðtogar flokk-
anna leggja áherzlu á, að þetta
verði ekki gert að flokksmáli.
Ríkisstjórnin telur heppilegast
að bíða átekta og sjá, hvernig
fer með áformin um fríverzlun-
arsvæðið. H. C. Hansgn forsætis-
og utanríkisráðherra er fylgjandi
þátttöku í því, ef það kemst á fót
og Dönum bjóðast þar viðunandi
kjör.
Mörgum jafnaðarmönnum geðj
ast ekki að sameiginlega mark-
aðnum. Sérstaklega er verka-
mönnum ógeðfellt, að þar á að
skapa sameiginlegan vinnumark-
að og samræma félagsmálalög-
gjöf þátttökulandanna.
Vinstriflokkurinn, sem er
bændaflokkur, hallast sem vænta
mátti að sameiginlega markaðn-
um. Aksel Möller, formaður þing
flokks íhaldsmanna, gerir það
líka. Margir flokksbræður hans,
en þó langt frá allir, eru honum
sammála í þessu.
Starkcke, leiðtogi réttarríkis-
flokksins, geðjast ekki að sam-
eiginlega markaðnum. Kjeld
Philip, einn af ráðherrunum úr
róttæka flokknum, er þarna sam-
mála Starcke.
Nú bíða Danir átekta. En verði
ekki stofnað fríverzlunarsvæði,
sem Dönum finnst aðgengilegt,
þá kemst spurningin um þátt-
töku í sameiginlega markaðnum
fyrir alvöru á dagskrá.
Páll Jónsson.
TIL JOLAGJAFA:
ULPUR
EYSUR
GEFJUN-IÐU N N