Morgunblaðið - 15.12.1957, Page 22
2?
MORCT’lVBTAÐlÐ
Sunnudagur 15. des. 1957
Hræðslan v/ð nýju fötin
SKÁLDIÐ og læknirinn á Blöndu
ósi, Páll V. G. Kolka, hefur fund-
ið hjá sér hvöt til að taka upp
hanzkann fyrir nafnleysingja
nokkurn, sem birti pistil hér í
Morgunblaðinu á dögunum og
hugðist sanna mönnum það í eitt
skipti fyrir öll, að rímlaus ljóð
væru ekki ljóð og taka mætti
hvaða texta sem væri og gera
úr honum rímlaust ljóð með því
að raða honum í mislangar línur.
Kolka þykja athugasemdir mín
ar við yfirlýsingar nafnleysingj-
ans fjarri öllu lagi og líkir þeim
við framferði hrappanna í
ævintýri Andersens um nýju föt-
in keisarans. Líkingin er bráð-
snjöll, en maður fær þann lúmska
grun, að læknirinn hafi dottið
niður á hana, áður en hann hafði
fyrir því að lesa athugasemdir
mínar í ró og næði. Þetta marka
ég m.a. af því, að hann sér ekki
ástæðu til að hafa tilvitnanir inn-
an gæsalappa orðrétt eftir. En
það er kannski bara hégómamál.
Þó neyðist ég til að benda á
það enn einu sinni, að höfundur
pistilsins fræga kvað það vera
ósamrýmanlegt íslenzkri mál-
venju „að kalla annað kvæði eða
ijóð en það mál, sem er bundið,
stuðlað og rímað og með réttum
Ijóðstöfum" (í staðinn fyrir og
setur Kolka eða). Hér er ekki
um neina smámunasemi af minni
hálfu að ræða, heldur skiptir
þetta litla „og“ meginmáli, því
ljóð verða að hafa öll nefnd ein-
kenni að skoðun höfundar, ef
þau eiga að nefnast því nafni.
Það sér hver sem vill, að þetta
er fjarstæða.
Spurningum mínum í þessu
sambandi lætur Kolka með öllu
ósvarað. Ég spurði t.d. um Eddu-
kvæðin, Tristransljóð og tvö af
fegurstu Ijóðum síðustu alda,
„Sorg“ Jóhanns Sigurjónssonar
og „Söknuð" Jóhanns Jónsson-
ar. Mér er sérstaklega í mun að
fá að vita, hvers konar bók-
menntalegt fyrirbrigði „Sorg“ er.
Kolka sér sóma sinn í því að
minnast ekki á rím í sambandi
við skilgreiningu sína á ljóðum,
enda mun honum vel kunnugt
um, að endarím er franskur inn-
flutningur síðari alda, en inn-
rím og hálfrím var ekki til í
norrænum kveðskap fyrir daga
Egils Skallagrímssonar. Hvers
vegna nýjungar Egils eiga meiri
rétt á sér en nýjungar nútíðar-
skálda, er mér raunar hulin ráð-
gáta.
Aftur á móti ræðir Kolka mikið
um hrynjandi og er þá kominn
út í allt aðra sálma en skjólstæð-
ingur hans, nafnleysinginn. Um
hrynjandi er nefnilega hægt að
tala í órímuðum og óstuðluðum
ljóðum engu síður en þeim ljóð-
um, sem rímuð eru og stuðluð.
Það er yfirleitt ófrávíkjanleg
regla, að öll góð ljóð hafa hrynj-
andi, en óhefðbundin ljóð hafa
bara sína eigin hrynjandi, sem
ekki fer eftir „fastri reglu“, eins
og Kolka vill hafa það.
Ég skal ekkert um það segja,
hvernig eða af hvaða hvötum
Páll Kolka yrkir. En ég hefði
haldið, að Ijóð væri tjáning á-
kveðinna tilfinninga og hugsana
á því augnabliki, sem það er
skapað. Nú er það nokkurn veg-
inn augljóst mál, að engar tvær
tilfinningar og engar tvær stund-
ir í lífi manns eru nákvæmlega
eins. Leiðir þá ekki af sjálfu sér,
að hver fersk og upprunaleg tján
ir.g hljóti að fá sitt eigið form,
nýtt form, sem ekki var til áð-
ur, vegna þess að tilfinningin,
sem skapar þetta form, var ekki
til áður? Hefðbundin form hafa
tilhneigingu til að hefta upp-
runalega tjáningu. Þau verða
ekki ósvipuð rúmi Prókrústesar
í hinni grísku sögn, þ. e. a. s.
skáldið verður að pressa tilfinn-
ingar sínar í hið ákveðna form
með góðu eða illu — annað hvort
að teygja úr þeim eða skera af
þeim! Líkingin er langsótt, en
hún gefur nokkurn veginn til
kynna, hvers vegna ungir skap-
endur vilja síður nota gömul og
þvæld form.
Hins vegar má yngja upp eldri
form, eins og mörg skáld, bæði
yngri og eldri, hafa gert. En öll
góðskáld hafa fyrst og fremst
verið nýskapendur. Svo var um
Egil, Jónas, Einar Benediktsson,
Davíð, Tómas og Stein Steinar.
Þessir menn notuðu að vísu oft-
ast stuðla, og er ekkert nema
gott um það 'að segja, því stuðla-
setning var þeim ekki neinn fjöt-
ur um fót, að því er séð verði.
Hins vegar sleppti Jóhann Sigur-
jónsson stuðlum í sumum ljóð-
um sínum, og finnst mér þau
einskis hafa misst af þeim sök-
um.
En það var þetta með hrynj-
andina. Hvað er hún? Að minum
skilningi er hún ákveðið hljóm-
fall, sem er í hverju ljóði og gef-
ur því blæbrigði, stíganda og
músík. Það er einmitt hrynjand-
in sem gefur beztu órímuðu ljóð
unum formfegurð; það er hrynj-
andin sem speglar tilfinningar
skáldsins í andrá sköpunarinnar.
Þegar efni og hrynjandi falla
saman, hefur ljóðið fengið form,
hvort sém það er skreytt rimi og
stuðlum eða ekki. Það er miklum
mun erfiðara að yrkja órímað
og óstuðlað en í hefðbundnum
formum, því þá fyrst reynir á
myndvísi, formtilfinningu og
orðleikni skáldsins.
Mér var það löngu kunnugt,
að mörg erlend skáld stuðla ljóð
Flogið um álfur allar
Skemmtileg ferðabók
með 40 myndum og 2 litmyndum.
Kostar kr. 98.00 í fallegu bandi.
Bókaforlag Odds Björnssonar
Hatnartjörhur
Ný deild oð Vegamótum
Reykjavíkurvegi 6,
Fallegt
úrval
Kvenblússur og undirfatnaður
Slæður — Ilmvötn
Snyrtivörur — Snyrtiáhöld
Kjólablóm, Eyrnalokkar, Nælur
nýjasta tízka.
Barnafatnaður
Sokkar á alla f jölskylduna.
Lítið í gluggana um helgina.
sín. W. H. Auden, einn nýtízk-1
astur nútímaljóðaskálda, stuðlar |
undir drep, og sama má segja um
Gerard Manley Hopkins, einn
helzta brautryðjanda í enskri nú-
tímaljóðlist. Aftur á móti er T.
S. Eliot óheppilegt dæmi um
rímlaust skáld, hvað þá að hann
sé „frægast núlifandi skálda rím
lausra", eins og Kolka vill vera
láta. Eliot er einmitt mjög gef-
inn fyrir rím, allt frá fyrstu Ijóð-
um sínum til síðustu ljóðabókar-
innar, „Four Quartets“. Hann hef
ur jafnvel gefið út heila Ijóða-
bók með eintómum rímuðum
ljóðum „The Waste Land“, sem
Kolka nefnir í grein sinni, er
mjög kunnáttusamlega rímað, þar
sem skáldið kærir sig um að
nota rím. Má bæði benda á upp-
haf kvæðisins, niðurlag þriðja
kafla, fjórða kafla og upphaf
fimmta kafla., Það er leitt, að
læknirinn skuli ekki enn vera
farinn að skilja þetta merkilega
kvæði eftir margra ára yfirsetu,
en ég leyfi mér að efast um,
að Eliot eigi alla sök á því.
Eins og tekið hefur verið fram
þegar, er ég engu minni aðdá-
andi rímaðra ljóða en órímaðra,
en ég get ekki fellt mig við að
nota rím og stuðla sem mæli-
stiku á gæði skáldskapar, og það
var þungamiðjan í athugasemd-
um mínum um daginn.
Hvort íslenzkt mál og íslenzk
menning stendur og fellur með
stuðlum skal ósagt látið. Ég held
satt að segja, að við mundum
enn eiga nokkuð af máli okkar
og menningu, þótt ekki hefði
verið annað skrifað á íslenzku en
íslendingasögur. Ég fæ a. m. k.
alls ekki séð, að dróttkvæðin og
rímurnar hafi verið betri vörð-
ur um tunguna en sögurnar. Þau
orð Sigurðar Nordals, sem Kolka
tilfærir, hagga varla þeim tveim
tilvitnunum í Nordal, sem ég tók
til handargagns.
Ég tek af heilum hug undir þau
orð læknisins, að menning okk-
ar verði að vera í lífssambandi
við fortíðina. Það útilokar hins
vegar ekki, að sótt sé fram. Menn
ingin stendur ekki í stað fremur
en annað það, sem lífi er gætt.
Menningin er ekki aðeins forn
afrek, heldur einnig og engu síð-
ur líf líðandi stundar, viðleitni
lifandi manna og glíma þeirra við
vandamál dagsins. Þegar menn
fara inn á nýjar brautir, eru þeir
ekki endilega að „afskrifa" for-
tíðina, heldur vakir fyrir þeim að
tjá samtímann á ferskan og líf-
rænan hátt. Þeim er ljóst, að af-
reksverk forfeðranna voru speg-
ill þeirra tíma, en verða ekki
endurtekin í sömu mynd á okkar
tímum.
Það má vel vera, að íslenzk
ljóðlist sé nú á „nið-skeiði“
eins og Kolka orðar það svo skáld
lega, en hún er áreiðanlega á
leið til „ný-skeiðsins“. Hún er
að leita nýrra farvega, einmitt
af því „gamlir hættir ganga sér
til húðar og stirðna oft að lokum
í andlausri formhyggju", eins og
læknirinn kemst réttilega að orði.
Hvort stuðlar og rím eru einhvers
staðar í hinum nýju farvegum,
verður framtíðin að skera úr
um. Flest ungu skáldanna yrkja
jöfnum höndum stuðlað og ó-
stuðlað. En það er ekkert annað
en „andlaus formhyggja“ að
halda því fram, að þetta ráði úr-
slitum um gæði verka þeirra.
Ég hirði ekki um að ræða út-
úrdúra læknisins um húsagerð-
arlist í Hollandi og andlegan
dósamat frá New York eða
Moskvu. Kjánalegt tildur pen-
ingamanna á íslandi í húsagerð
er engan veginn hliðstæða þeirr-
ar viðleitni ungu skáldanna að
yrkja á frumlegan og persónuleg-
an hátt. Það er að fara kring-
um kjarna málsins að gera slík-
an samanburð.
Kolka leiðir Laxness fram
sem vitni gegn nýjungamönnum
í íslenzkri ljóðagerð. Hann á að
hafa sagt, „að rímlaus ljóð séu
sjaldan annað en lélegt prósa“.
Ef þetta er rétt, sem ég dreg
ekki í efa, þá er það enn eitt
dæmi um hótfyndna ósam-
kvæmni nóbelsverðlaunaskálds-
ins. Laxness orti einu sinni ljóð,
sem hann nefndi „Únglingurinn
í skóginum" og var bæði stuðla-
laust og órímað. Þetta litla Ijóð
birti hann ekki í smásagna- eða
ritgerðasafni. Nei, það birtist í
„Kvæðakveri" skáldsins!
Að lokum þetta í sambandi við
nýju fötin keisarans, sem eiga
að vera skálkaskjól mitt gagn-
vart fordæmendum rímlausra
ljóða, að sögn Kolka: Til eru
menn,‘ sem þannig ei-u gerðir,
að þeir vilja ekki sjá
ný föt og geta helzt ekki
gengið í flíkum, fyrr en þær hafa
verið notaðar og helzt snjáðar.
Sumir kalla þetta vanafestu, aðr-
ir sérvizku. En stundum getur
þetta verið sprottið af eintómri
hlédrægni og óbeit á því að láta
á sér bera. Þessir menn g'anga
með þá kynlegu grillu í hausnum,
að þeir geti horfið í fjöldann, ef
þeir gæta þess að láta aldrei sjá
sig í ríeinu nýju.
Ungum mönnum mun hins veg-
ar yfirleitt vera meinilla við að
ganga í flíkum feðra sinna. Bæði
er nú það, að þær eru oft illa
slitnar, og svo fara þær þeim
alla jafna svo bölvanlega. Þeir
fá sér ný föt og láta sig þá hafa
það, þótt þau séu sniðin eftir
tízku, sem þekktist ekki á öldmni
áður. Menn gengu flestir í jakka
og buxum á öldinni sem leið, og
það gera ungu mennirnir ennþá.
Þeir vilja bara hafa jakkann og
buxurnar með ofurlitið öðru
sniði en tíðkaðist á uppvaxtarár-
um afa þeirra. Munurinn er J
rauninni ekki annar!
I Sigurður A. Magnússon.
Amerískar
Jólatrésseríur
NOMA, bezta tegund, 16 ljósa með litum
mislitum perum og einnig með tkopa-
perum (bubble lights).
— Ennfremur varaperur —