Morgunblaðið - 17.12.1957, Side 10

Morgunblaðið - 17.12.1957, Side 10
10 MORCIJTS RLAÐIÐ Þriðjudagur 17. desember 1957 tTtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðaintsljorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: AðaXstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. FRAMKOMA FJÁRMALARAÐHERRA ÞEIR, sem lengi hafa fylgzt með hegðun Eysteins Jónssonar, veittu því at- hygli, að áður fyrri lagði hann ríka áherzlu á það, að reyna að skapa þá skoðun, að orðum hans mætti treysta. Hann segði ekki meira, en hann væri maður tii að standa við. Einmitt af þeim sökum er merkileg sú breyting. sem nú er orðin á framkomu hans. Áberandi skortur hans á hátt- vísi er mál fyrirsig. Þó er það ærið íhugunarefni, að sjálfur fjármálaráðherrann skuli gera sig sekan um slíka ósmekkvísi og hann gerði í hófi bæjarstjórnar a Akranesi nú fyrir skemmstu Hann var boðinn þangað sem bankaráðsmaður Framkvæmda- bankans, en notaði tækifærið, sem honum gafst til að tala, til að hefja kosningaáróður fyrir bæjarstjórann á Akranesi, sem er flokksbróðir hans. Með því móti blandaði ráðherrann sér á óvið urkvæmilegan hátt í kosninga- baráttu í kaupstað, þar sem hann var gestkomandi. Gesturinn fór að segja gestgjöfunum til um, hvernig þeir ættu að haga sínum heimamálum. Þá var með endemum upp- hlaup Eysteins á Alþingi, þegar hann kallaði fram í ræðu þing- inanns, að ekki borgaði sig fyrir hann að tala. Fjármálaráðherr- ann vill nú eftir á láta líta svo út, sem engin hótun, allra sízt um fjárkúgun, hafi verið í orð- um hans. Skiljanlegt er, að ráð herrann vilji sem allra minnst gera úr þessum orðum sínum. En orðin standa óhögguð, þangað ti1 ráðherrann biður opinberlega af- sökunar á fruntaskap sínum. ★ Verst af öllu er þó, að Ey- steinn Jónsson er nú æ ofan í æ staðinn að beinum ósannind- um og blekkingum á Alþingi ís- lendinga. í sumar hélt hann því blákalt fram, að tilhæfulaust væri að kostur hefði verið á Sogsláni vorið 1956. Þó er upplýst og vit að, að þá átti ríkisstjórnin færi á að fá slíkt lán, ef samtímis hefði verið samið um rafmagn til varnarliðsins á Keflavíkur flugvelli um nokkurra ára bi:. Þá var talið, að slík tengsl Sogs- láns við dvöl varnarliðsins hér, kæmu ekki til greina, og þess vegna féll málið niður. Eins hefur Eysteinn Jónsson neitað því, að Ólafur Thors hafi sagt rétt frá um möguleika til útvegunar stórláns í Þýzkalandi um þetta leyti. Eysteinn Jónssoi. veit þó, að í Stjórnarráðinu eru gögn fyrir því, að Ólafur hefur í engu ofmælt, heldur einungis sagt frá staðreyndum. Ofan á alrangar fullyrðingar sínar um þetta, hefur fjármála ráðherrann í umræðunum á Al- þingi undanfarna daga keppzt við að bæta öðru ámóta. ★ Eitt skiptið fullyrti Eysteinn t. d., að Sjálfstæðismenn hefðu verið ásáttir með, og ekkert haft við að athuga, að ríkisstjórnin úthlutaði atvinnubótafé á meðan þeir voru í ríkisstjórn, og teldu fyrst nú, að þessi háttur væri varhugaverður. Sannleikurinn er sá, að Sjálfstæðismenn lögðu á það mikla áherzlu einmitt í tíð fyrrverandi stjórnar, að þetta verkefni væri fengið 5 manna UTAN UR HEIMI 5 lögreglubílar og Gene Tierney Óloglegar fílaveiðar í Kenya HIN ÞEKKTA kvikmyndastjarna Og árangurinn hefir orðið tölu- nefnd, sem kosin væri með hlut- fallskosningu í Sameinuðu Al- þingi. Fram var borið stjórnar- frumvarp, þar sem þetta ákvæði var m. a. í, og lengst af var ekki vitað annað en báðir þáverandi stjórnarflokkar væru frumvarp- inu fylgjandi. En á síðustu stundu stöðvaði einmitt Eysteinn Jónsson framgang málsins. Astæðan var sú, að hann vildi alls ekki fallast á að nefnd þann- ig kjörin fengi þetta verkefm. Hann heimtaði, að nefndarskip- uninni yrði þannig háttað, að kommúnistar fengju þar engan fulltrúa. Þegar Sjálfstæðismenn stóðu fast á því, að lýðræðis- reglur skyldu gilda um þetta, stöðvaði Eysteinn málið. í annað skipti hélt Eysteinn Jónsson því blákalt fram, að það væri síður en svo einstakt, að fjárlög væru jafnsíðbúin sem nú, þótt afgreiða ætti þau fyrir jól. Nefndi hann sem dæmi því til sönnunar, að hinn' 12. des. 1955 hefði nefndaráliti verið útbýtt. — Hann gleymdi að geta þess, að þá var einmitt ráð- ið, að meðferð málsins skyldi ekki lokið fyrir jólin, heldur geymd fram yfir nýjár, enda var frumvarpið ekki afgreitt fyrr en um mánaðamótin janúar-febrúar. í þriðja skiptið neitaði Ey- steinn Jónsson gersamlega, að nokkurt samband væri milli lán- töku ríkisstjórnarinnar nú og i fyrra og varnarmálanna. Sjálf- ur veit Eysteinn Jónsson þó manna bezt hið sanna um þessi efni. Fyrir liggja ótvíræðar yfir- lýsingar eins stjórnarblaðsins, Þjóðviljans, um þetta. Nú síðasi hefur þingmaður eins stjórnar flokksins, Benedikt Gröndaí, skrifað sérstaka grein til að hæla Atlantshafsbandalaginu og fram- kvæmdarstjóra þess, Spaak, síð- an hann tók við, fyrir góða fram- göngu og fyrirgreiðslu um lán- veitingar hingað nú og í fyrra. Hér eru aðeins nefnd fá dæmi þess skorts á jafnvægi og sann- sögli, sem um þessar mundir ein- kennir framkomu Eysteins Jóns- sonar. Von er að bæði andstæð- ingar og fylgismenn ráðherrans spyrji, af hverju hafi svo yfir hann þyrmt. Skiljanlegt er, að Eysteinn finni til ráðleysisins, sem nú mótar afgreiðslu fjárlaganna Þótt Alþingi eigi að afgreiða þau til fuilnustu í þessari viku, hefur hann enn ekki skýrt þingheimi frá því, hverjar megintillögur hans um þau efni séu. Tillögur, sem skylda hans var að hafa til jafnskjótt og frumvarpið var lagt fram. Þeim, sem hefur hælt sér sjálf- ur og látið hæla sér svo mjög fyrir varlega fjármálastjórn, eins og Eysteinn hefur gert, er þessi frammistaða mikið áfall. Hlutur hans verður þó enn verri, þegar vitað er, að sú af- greiðsla, sem fyrirhuguð er, brýt- ur gersamlega í bága við það, er Eysteinn hélt fram um fjár- mála- og efnahagsástandið um það bil sem Alþingi kom saman. Allt hlýtur þetta að raska hug arró fjármálaráðherrans, en þó afsakar það engan veginn pá framkomu, sem hann nú daglega gerir sig sekan um. Gene Tierney, sem eitt sinn vann Oscarverðlunin í Hollywood, er nú að taka upp þráðinn að nýju í kvikmyndaheiminum, en hún hefir undanfarin tvö ár verið á heilsuhæli fyrir taugaveiklað fólk. Hún giftist Oleg Cassini, greifa og tízkuteiknara, en hjóna band þeirra var mjög óhamingju- samt og þau skildu. Síðan hugð- ist hún giftast í annað sinn Aly Khan, en hann • kvæntist fyrir- vararlaust sýningarstúlku í Eg- yptalandi. Um sama leyti varð dóttir kvikmyndaleikkonunnar veik, og allt þetta varð til þess, að hún féll saman og var flutt illa haldin á hressingarhæli fyr- ir taugaveiklað fólk. Fox-kvik- myndafélagið ætlar nú að gefa henni færi á að leika stórt hlut- verk í kvikmynd. Á syllu utan við glugga á 12 hæð. Dag nokkurn fyrir skömmu óku fimm lögreglubílar með ofsa hraða og ískrandi væli að bú- stað Gene í Hollywood, en hún býr á tólftu hæð. Kvikmyndaleik konunni varð bilt við. Nábúakona leikkonunnar hafði séð Gene standa á syllunni utan við glugga á 12. hæð. Þar sem nábúakonan vissi, að Gene var nýkomin heim frá hressingar- hæli, hélt hún, að Gene ætlaði að fremja sjálfsmorð og hringdi þegar á lögregluna. „Nei, þetta gengur nú brjálæði næst“, sagði leikkkonan við lögreglumennina, sem komu lafmóðir upp á tólftu hæð. „Ég var aðeins að fægja glugga .. . .“ —o— f Kenya standa yfir erjur milli veiðimanna, sem stunda ó- löglegar fílaveiðar og brezkra yfirvalda. Leyniskytturnar drepa árlega þúsundir fíla til að verða sér úti um filabein. Fjölmargir leiðangrar á vegum stjórnarinnar hafa farið inn í frumskóginn bún- ir hvers konar tækjum, og hafa þeir einnig notið aðstoðar leitar- flugvéla og fallhlífarhermanna. verður, því að tekizt hefir að handtaka fjölda leyniskytta. En nái þeir ekki enn betri árangri í náinni framtíð, má búast við, að fílastofninum sé hætt við út- rýmingu í Kenya. Fyrir skömmu fundu leiðangursmenn um 1200 fílaskrokka á tiltölulega litlu svæði. Eitraðar byssukúlur og gildrur Þessar ólöglegu veiðar eru að- allega stundaðar af stríðsmönn- um af Wakamba og Waliungulu- kynþáttunum. Sé um veiðar með frumstæðum vopnum að ræða, hefir ekki verið tekið hart á þessu lögbroti, en hafi verið not- aðar eitraðar byssukúlur eða gildrur, er engin vægð sýnd. Að baki leyniskyttunum eru vel skipulögð, víðtæk. alþjóðasam- bönd, sem borga leyniskyttunum tiltölulega lógt verð fyrir fíla- drápin, en selja fílabeinið við háu verði í Mombasa og Indlandi. —o— Þessar ólöglegu veiðar stóðu með mestum blóma, meðan Mau- mau-menn óðu uppi, og brezk yfirvöld höfðu um annað að hugsa. En leyniskytturnar halda samt veiðunum áfram eftir sem Gen 'Fierny — /œgði giiigga. áður. Það auðveldar þeim lög- brotin, að ræktuð svæði i Ken- ya hafa verið mikið aukin, og jarðeigendum hefir verið leyft að skjóta alla fíla, sem reika um landsvæði þeirra — og þetta á- kvæði hefir verið túlkð mjög frjálslega. Sýrland lega háð lússam Greinin í Wall Street Journal er rituð af Philip Geyelin, eftir segir Wall Street Journal ÞAÐ er nú. álit bandariskra stjórnmálaritara, að með viðskiptasamn- ingi þeim sem Sýrlendingar gerðu nýlega við Rússa, sé Sýrland orðið endanlega rússneskt leppríki. Úr því sem nú er komið geti Sýrlend- mgar ekki snúið við á óheillabraut sívaxandi rússneskra áhrifa. Fyr- ir fáeinum dögum ritaði bandaríska blaðið Wall Street Journal ýtar- iega grein um Sýrlandsmálin og kemst þar að þeirri niðurstöðu, að með viðskiptasamningnum séu Sýrlendingar hnepptir í rússneka ijötra. nókvæma athugun á samnings- atriðum. Hann bendir þar fyrst á það, að sýrlenzkir stjórnmála- menn hafi rætt um það, að hin rússnesku lán, sem ákveðin eru til sýrlenzkrar nýsköpunar séu mjög hagstæð, og telja þeir eink- um til að vextir séu mjög lágir, eða aðeins um 2%. Yfirlýsingar stjórnmála- mannanna eru þó blekking. Því að svo er ákveðið, að hver rúbla lánsins skuli reiknuð sem fjórðungur úr dollar, en það er allt of hátt, því að á alþjóðamarkaði gjaldeyris er rúblan aðeins seld á áttunda hiuta úr dollar. Síðan er ákveðið að hið rússneska lán skuli greitt í liörðum gjald- eyri. Þannig hagnast Rússar stórlega á láninu, Þá hafa sýrlenzkir stjórnmála- menn einnig hampað því að Rússar eru skuldbundnir til að selja vörur til framkvæmda á heimsmarkaðsverði. Þannig segja þeir tryggt að verðið muni verða lágt. Engin trygging felst þó í því segir Geyelin, því að vörurn- ar má ekki kaupa nema í Rúss- landi og þessar rússnesku vörur eru ekki í framboði ó heims- markaðnum. Höfundur greinarinnar seg- ir að nú muni þess ekki skammt að bíða að miklar framkvæmdir hefjist í Sýr- landi með hinum rússnesku lánum. Það er ekki sérlegur vandi að hefja nýsköpunina, en að ljúka henni, það er erfið ara og allan þann sjö ára tíma, sem hún á að standa yfir liafa Rússar Sýrlendinga í heljar- klóm. Er bókmenntaverðlaun Nobels höfðu verið afhent fyrir skömmu, og var þá að vanda efnt til mikillar veizlu í Ráðhússalnum í Stokkhólmi. Á myndinni eru Nóbelsverðlaunahafinn í ár Albert Camus og tvær ungar og fagrar stúlkur, sem eru augljóslega mjög hrifnar af franska rithöfUndinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.