Morgunblaðið - 17.12.1957, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.12.1957, Qupperneq 11
Þriðjudagur 17. desember 1957 MORCUNBLAÐIÐ 11 BÓKA_ÞATTJJR_: F erðabók Ebenezers Hendersons EBENEZER Henderson: Ferða bók. 502 bls. Snaebjörn Jóns- son þýddi. Snaebjörn Jónsson & Co. HF., Reykjavík 1957. Skozki fræðimaðurinn og rit- höfundurinn Ebenezer Hender- son var einhver mestur aufúsu- gestur Islands á síðustu öld. Hann ferðaðist um landið þvert og endi langt á vegum Brezka og erlenda Biblíufélagsins á árunum 1814 og 1815 og dreifði hinni nýju útgáfu félagsins á Biblíunni og Nýja testamentinu meðal landsmanna, ýmist ókeypis eða við mjög vægu verði. Var lionum víðast hvar tekið með virktum, enda var mað urinn sérstakur mannkosta- og gáfumaður. Hann hafði lært ís- lenzku til nokkurrar hlítar, áður en hann kom til landsins, en auk þess talaði hann fjölda annarra tungumála, m. a. dönsku og' sænsku. Henderson hafði vetursetu í Reykjavík, en dvaldist alls á ann- að ár hér á landi. Bók sína samdi hann að mestu hér í Reykjavík. Þótti hún svo merkileg, að megin þættir hennar voru birtir í tveim- ur eða þremur dönskum tímarit- um samtímis, auk þess sem hún var þýdd á þýzku. Er það mál fróðra manna, að skrif Hender- sons um ísland hafi haft mikil og heillavænleg áhrif á danska ráðamenn. Það sætir nokkurri furðu, að bók Hendersons skuli ekki hafa verið íslenzkuð fyrr en nú, tæp- um 150 árum eftir að hann gisti landið, en það sannar þá gamal- kunnu staðreynd, að við íslend- ingar höfum ekki alltaf borið gæfu til að meta þá menn að verðleikum, sem við eigum mest upp að unna. Snæbjörn Jónsson hefur nú lokið því þrekvirki að þýða bókina og koma henni á prent með hjálp góðra manna, þótt ekki sé sú útgáfa jafngiæsi- leg og hann hefði helzt kosið. En bókin er prýðilega úr garði gerð í alla staði, prýdd litprentuðu landabréfi, sem sýnir hinar þrjár löngu fei'ðir Hendersons um land ið, og 16 ágætum myndum. Hún er með eigulegri bókum, sem út hafa komið á þessu ári. Gildi bókarinnar er tvíþætt. Hún er öðrum þræði raunsæ og nákvæm aldarfarslýsing, sem á fáar hliðstæður. Hinum þræðin- um er hún lýsing á landinu og jarðfræði þess, svo vel gerð, að vísindamenn vitna í hana fram á þennan dag. Þorvaldur Thorodd- sen bar mikið lof a Henderson fyrir bókina, og í eftirmála segir dr. Sigurður Þórarinsson m. a.: „Ferðabók hans er því mikils- vert heimildarrit um jarðfræði íslands, sér í lagi um þau fyrir- bæri, sem breytingum eru háð, svo sem hveri, eldstöðvar og jökia vegna þess hve traustar og ná- kvæmar lýsingar hans eru. Eink- um eru lysingar hans á hvera- svæðunum nákvæmar, og hygg ég óhætt að fullyrð,a, að það sem hann skrifar um þessi svæði sé samanlagt ítarlegasta og greinar- bezta yfirlitið um íslenzk jarð- hitasvæði, sem skrifað var áður en Þorvaldur Thoroddsen kom til sögunnar". Sigurður bendir ennfremur á, að innlifun Hender- sons, þegar hann gerir sér í hug- arlund eldgos sem hann hafði þó aldrei séð, minni á Jónas í kvæð- inu um Skjaldbreið. „Lýsing Hendersons á Surtshelli er í heild ítarlegasta lýsing á þeim langa belli, sem rituð hefur verið“, segir Sigurður Þórarinsson. Leikmanninum verða hins veg- ar lýsingar hans á aldarháttum hugstæðari. Hann var einstaklega hans allri hvílir ró og heiðríkja. Hann segir frá fólkinu og um- hverfi þess af ríkum skilningi. Samúðin er einn sterkasti eðlis- þáttur hans, og þykir sumum sem umburðarlyndi hans stappi nærri ið. íslendingar hafa átt fáa henn- ar jafningja, af því að þeir hafa átt fáa mikla trúmenn. Engu að síður var kristin trú sterkt afl í þessu landi, þegar Henderson kom hingað. Þjóðin hafði þá ekki enn látið hafgúur andlausrar skynsemisdýrkunar og innantómrar velgengni æra úr sér alvöruna og trúarþelið. Eða mundi ekki rödd séra Jóns Jóns- sonar á Auðbrekku þykja hjá- róma í dag, þegar hann sagði við Henderson: „Við eigum fátækt- inni að þakka, hve lánsamir við erum“? Auðvitað er fátæktin út af fyrir sig ekkert hnoss, en alls- nægtirnar hafa þá ónáttúru, að með þeim týnast mörg þau verð- mæti, sem mest er um vert í menn ingu hverrar þjóðar. Ég geri ráð fyrir, að sú hafi verið meining séra Jóns með orðum sínum við Henderson. Ógleymanleg er hin fræga frá- sögn Hendersons af fúndi hans við þjóðskáldið séra Jón á Bæg- isá, sem þá var að þýða „Paradís- armissi“ Miltons. Henderson lýs ir af nærfærni hrörlegum híbýl- um þessa mikla andans manns, stofunni þar sem hann útleggur meistara heimsbókmenntanna Milton, Pope og Klopstock, fyrir landa sina. Talið er, að Hender- son hafi átt stóran þátt í því, að „Paradísarmissir" var síðar gefið út í heild í Kaupmannahöfn af John Heath. í þessari litlu mynd af prestinum á Bægisá er fólgin saga íslenzkra afreksmanna í þús und ár. Ebenezer Hentíerson geðleysi. En ekki mun það vera rétt ályktun, því maðurmn átti rika skapsmuni, ef því var að skipta. Það sér hver, sem les bók Hendersons með athygli, að mannúð hans og hjartahlýja áttu rætur í trúarþeli hans og krist- inni sannfæringu. Hann er ekki einasta sá sendimaður hins er- lenda Bibliufélags, sem íerðast um torfærur landsins og leggur sig oft í hættur til að dreifa Heil- agri ritningu, heldur er maðurinn sjálfur talandi tákn þess boðskap ar, sem hann er að útbreiða. Það var einlægni hans og alvara, sem ávann honum virðingu og vin- áttu allra, sem kynntust honum Þeir menn eru því miður alltof fáir, sem þannig sameina játn- ingu varanna og vitnisburð líf- ernisins, að engum getur bland- azt hugur um, að þar fer heill maður og óskiptur. Ebenezer Henderson var einn þessara fá gætu manna. Henderson var að sjálfsögðu mjög í mun að kynna sér trúarlíf íslendinga, og margar lýsingar hans á guðrækni og frómu hug- arfari fólksins eru hjartnæmar, en jafnframt uggvekjandi, þegar þær eru bornar saman við aldar- hátt nútímans. Mér virðast þeir, sem fjallað hafa um Henderson og verk hans, gera helzti lítið úr gildi trúar- sannfæringa hans. Hver sá, sem óvilhallt kynnir sér lífsferil og óvenjuleg afrek þessa manns, hlýtur að reka augun í það, að trúarsannfæringin var aflið, sem knúði hann til afreka. Hann tókst á hendur ferðir sinar um ísland, öll hin Norðurlöndin og Rússland, einmitt vegna þess að hann átti heilaga hugsjón, sem skipti hann miklu meira máli en rósamt og þægilegt líf fræðimannsins. Okkur trúsnauðum eða trú- lausum fslendingum er gjarnt að gleyma þessu eða reyna að finna annarlegar skýringar, sem falla betur að útþvældri skynsemis- hyggju okkar. Þetta kom t. d. berlega fram, þegar rætt var um nýútkomna bók Ólafiu Jóhanns- dóttur. Ég sá þess hvergi getið í blaðadómum um þessa ágætu bók að driffjöður og aflvaki þessarar mikilhæfu konu var trúarsann- færing hennar, sem gæddi hana Snæbjörn Jónsson getur þess í inngangi bókarinnar, að hann hafi orðið að sleppa forspjalli Hendersons í þessari íslenzku út- gáfu til að draga úr kostnaði, og er það skaði. Aftur á móti til- færir hann nokkur orð Páls Egg- erts Ólasonar um bók Hender- sons, þar sem hann tekur m a. upp úr forspjallinu lýsingu hins skozka ferðamanns á íslenzkum prestum. Er hún einkar fróðleg. Páll segir svo: „Hin stefnan (hin nýja rannsóknarstefna) fær lak- ara vitnisburð. Prestar í þeim flokki fá efni prjedikana sinna úr ritum heiðinna spekinga, í stað Biblíunnar, og siðfræði öll verður í meðferð þeirra þur, óviðkunn- anleg og kuldaleg. Ekki sinna þeir því, að andi guðs ráði orðum Biblíunnar. Telur Henderson slíka menn stórskaðlega þeim sem á hlýða; efasýki og vantrú fyllir hug þeirra, ljver trúarneisti hverfur, og venjulega kemur ein- hvers konar siðleysi í staðinn". Lesandinn hafi hugfast, að þessi lýsing er 150 ára gömul enda er hún raunar alltof mild til að geta átt við ástandið innan íslenzku kirkjunnar nú á tímum Páll Eggert Ólason segir, að Henderson sé „einn hinn sann- gjarnasti og skilningsbezti höf- undur, sem samið hefur og birt lýsing ferða sinna á Islandi". Saga 19. aldar verður varla skráð án hliðsjónar af Ferðabók hans. Bókin var án efa einhver bezta landkynning, sem Islendingar fengu á öldinni sem leið, og svo vel er hún gerð, að hún er enn I fullu gildi og á erindi við hvern námfúsan íslending á miðri 20. öld. Snæbjörn Jónsson og eigendur bókaverzlunarinnar, sem ber nafn hans, eiga miklar þakkir skildar fyrir þann stórhug að ráðast í útgáfu verksin; við hin erfiðustu skilyrði. Til hennar hef- ur verið vandað í hvívetna og fræðimenn til kvaddir, þar sem ráð þeirra máttu að haldi koma. Þýðingin er ljós og lifandi og geldur þess ekki, að þýðarinn er haldinn nokkurri sérvizku varðandi stafsetningu. Hins vegar mættu sumar neðanmálsgreinar hans hverfa, t. d. sú á bls. 126, þar sem hann veitist að Hender- son fyrir „bókstafstrú". Þetta orð skrípi er orðið svo úr sér gengið, að mál er til komið að lóga því. Það er annars kynleg tegund af víðsýni að heimta það af kristn- um mönnum, að þeir tilbiðji Brahma sem sinn guð! Og hvað sem líður aðdáun Hookers og Snæ bjarnar Jónssonar á þeim ágæta gáfumanni Magnúsi Stephensen, þá var hann einhver mestur óþurftarmaður íslenzkri kristni á síðari öldum. Mig hefur annars alltaf furðað á því, hvers vegna Hallgrímur Pétursson og Jón Vidalín eru aldrei skammaðir fyr ir „bókstafstrú". Eða er þetta orð ekki einkasvipa „víðsýninnar" á þá menn, sem hafa djörfung til að halda fast við trúarsannfæringu sína? Sigurður A. Magnússon. Kristmann Guhmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Eldliljan. Eftir Þórunni Elfu Magnúsd. Tíbrá. SKÁLDKONAN Þórunn Elfa hef ur á síðari árurn gerzt allmikil- virk, svo að á þessu hausti koma út hvorki meira né minna en þrjár bækur eftir hana, auk þess að sendar hafa verið í bókabúðir leifarnar af upplagi barnabókar- innar: „Lilli í sumarleyfi“, sem er ljómandi falleg saga handa börnum. „Lilta stúlkan í Snjólandinu", er og prýðileg smábarnasaga, en „Fossinn“ er spennandi og vel rituð skemmtisaga handa börn- um, sern kom/.n eiu á fermingar- aldur. Aðalbók frúarinnar að þessu sinni er skáldsagan „Eldliljan", merki'egt og eftirtektarvei't verk, rituð af kunnáttu og skiln- ingi. Hún á alveg sérstakt erindi til fólks á þessum tímum, því að- alpersóna hennar gengur ljóslif- andi meðal okkar, í alltof mörg- um útgáfum, og er kannski hættu legasti sýkillinn í þjóðfélaginu. Sagan fjallar sem sé um fínu frúna í fína húsinu, „yfirstéttar- konuna", sem þjónar kommún- ismanum. Frú íris er frá höfundarins hendi gerð af heilbrigðum við- bjóði, með hæfilegu ívaíi mein Hún er þá vellrík frú, sem lifir sljóu lífi í vellystingum, fyrirlit- ur mann sinn, sem er henni ljúf- Þórunn Elfa Magnúsdóttir ur og góður, vanrækir börn sín og lætur þau þjóna sér. Eigin- girni hennar er takmarkalaus, hún á enga vini, er heimilisböð- ull af versta tagi, en þjónar kommúnistum, og lætur þá teyma sig á asnaeyrunum. Bezta skemmtun hennar er að kvelja manninn sinn og sjá hvað hún kemst langt með hann, áður en hann gerir uppsteyt, — sem húr. glettninnar, og (þó skömm sé frá heíur raunar ekkert á móti, helzt athnguil maður, og yfir frásögn' eldsál og hóf hana yfir umhverf- að segja) þó nokkurri aðdáun, en ótvíræðri snild. Hún er, eins og flestir íslendingar, af fátæku fólki komin; hefur í æsku tekið þátt í útilegu með kommúnistum og orðið þá ásthrifin af þeim pilti, er þar kjaftaði hæst og mest. En hann er snauður af ver- aldarauð, og mömmu hennar sem er argasti snobb, þykir varhuga- vert að bíða eftir byltingunni, telui hún einn feitan fugl í hendi betri en tíu rauðar dúfur á þak- inu og kemur því til vegar að íris gifust duglegum hei.dsala. Þau hjómn eignast tvö Löir og glæsi- legt heimili, en íris h'fir í dag- drrumum um kommann sinn sem fer til Rússíá og berst með bolsum í síðari heimsstyrjöld- inni. Lesandinn kynnist frú fris morgunn einn af stríðinu loknu. vill hún að h::nn berji hana, það er þó alltjent tilbreyting i að- gerðarleysinu. Enn þráir hún kommann sinn, og nú er hans von heim. Þannig byrjar sagan sem er leikandi vel sögð og spennandi, full af lifandi persónum, þótt bezt gerðar séu fris og mótsetn- ing hennar: „Hlín“! Sigvarður heildsalinn, er mjög snoturlega gerður, en raunar aðems auka- persóna. Kommúnistinn, Björn, er dálítið móðukenndur, þótt við- brögð hans við ástarsókn írisar sé prýðilega gerð. Hann er orð- inn hljóður og hógvær maður, eftir Rússlandsdvölina, og vill ekkert skipta sér af stjórnmál- um. Kynni hans af Hlín eru les- endanum nokkur gáta, ekki síður en fris þótt þau séu raunar út- skýrð með orðum. Nokkrir smágallar eru á sög- unni og virðast þeir velflestir stafa af því, að höf. hefur ekki haft nægan tíma til starfa. Það er mikið mein ef þessi ágæta skáldkona hefur ekki aðstöðu til að stunda list sina óskipt, en ým- islegt bendir til þess. En gallar sögunnar eru lítilvægir á móti kostunum. Hér er góðskáld á ferð, sem hefur lagt hart að sér að læra listatökin hefir öðlazt dýrkeypta reynslu og kann af- bragðsvel að segja frá. Slík skáld á þjóðin að styðja. Leikur blær af laufi. Eftir Guðmund L. Friðfinnsson. ísafoldarprentsmiðja. Þetta er spennandi og efnis- milcil þjóðlífssaga, með nokkrum skáldlegum tilþrifum hér og þar, einkum í náttúrulýsingum. En skáldverk getur bókin naumast talizt. Mannlýsingarnar eru glansmyndir og málsmeðferðin allskrykkjótt. Aftur á móti eru atburðalýsingar sumar allgóðar, og ástarsaga Sigrúnar og Árna björt og rómantisk. Höf. hefur mikið hugmyndaflug og góða frásagnargáfu, sem hann hefur þó ekki enn sett undir aga list- rænna vinnubragða. — Heilbrigð og jákvæð skemmtisaga, sem al- menningur mun hafa gaman af að lesa, en skáldskapur er þetta ekki. Snorri skáld i Reykliolti. Eftir Gunnar Benediktsson. Heimskringla. Gunnar Benediktsson er rit- höfundur góður, einkum þegar hann fjallar um söguleg verk- efni, og vafalítið mun bókin um Snorra verða talin bezt rita hans. „Leikmaður kryfur kunnar heimildir" er aukaheiti hennar. Höf. tekur sér fyrir hendur að hreinsa af Snorra gamla ýmsa þá bletti, sem hafa þótt óprýða skikkju hans, svo sem fégræðgi, nízku og hugleysi. Að vísu er hugmyndin að hreinsun þeirri ekki eingöngu hugdetta þessa höfundar bví aðrir hafa sveigt þar . svo sem Árni Páls- son !, en verk Gunnars Pramh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.