Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. des. 1957
MORGUNBLAÐIÐ
55
Nú drepur Bjarni með kóng og
segir þá 21 og þannig halda þeir
áfram.
Þegar úrspili er lokið, færast
tölur fyrir síðasta slag og fyrir
sjö slagi. Hafi hvor fyrir sig feng
ið 6 slagi, fær hvorugur tölu fyr-
ir less, en sá, er fær 7 slagi í
næsta spili, fær þá 20 fyrir less-
ið. Ef lessið stendur tvö spil,
fær sá, er vinnur þriðja spilið
40 fyrir lessið o. s. frv. Fái hvor-
ugur less í 6 spilum í röð, skal
enn gefa tvisvar, og gefur lessið
þá 80.
Þegar spilamennsku er hætt,
leggja báðir spilarar saman töl-
urnar, sem þeir fengu, og vinnur
vitanlega sá, er hærri tölu fékk.
Hafi báðir fengið yfir 100, vinn-
ur sá, er hærri tölu fékk, mis-
muninn og 100 að auki.
Hafi sá, er tapar fengið minna
en 100, vinnur hinn samanlagð-
ar tölur beggja og 100 til við-
bótar. Þetta kallast rubicon. Sig-
urvegarinn þarf ekki að fá 100
til þess að fá rubicon.
R E G L U R
O G VIÐURLÖG
Sýni gjafarinn eitthvert spil í
gjöf, getur forhöndin krafizt, að
gefið sé að nýju.
Hafi annar hvor fleygt af sér
fleiri spilum ,en hann tók úr
stokk, verður hann að spila spil-
ið með of fá spil.
Hafi aftur á móti annar hvor
of mörg spil á hendi og því ekki
veitt athygli fyrr en byrjað er
að lýsa spilum, skal haldið á-
fram til enda, en sá seki fær enga
tölu.
Sá, er kann að hafa of fá spil,
fær enga tölu fyrir síðasta slag
né heldur capot.
Taki spilari úr stokk spil, sem
hann hefur ekki rétt til, eða
sjái hann eitthvert spil andstæð-
ings í stokk, án þess að hafa rétt
til þess, eða sjái eitt eða fleiri af
þeim spilum, sem andstæðingur
hefur fleygt af sér, fær hann enga
tölu út úr þeirri gjöf.
Lýsi annar hvor spilum, sem
hann ekki hefur á hendi, og ekki
er tekið eftir því fyrr en spilað
hefur verið út í fyrsta slag, fær
hann enga tölu í þeirri gjöf.
Hafi gjafarinn viðurkennt lýs-
ingu andstæðings með því að
segja „gott“, gildir sú lýsing, þó
að í ljós komi, að gjafarinn hafi
betri spil á hendi.
Lýsi forhöndin ekki beztu spil-
um sínum, getur hann ekki leið-
rétl það, hafi gjafarinn þegar
svarað.
Litarsvik eru ekki til í pikki
né heldur Viðuriög fyrir að sýna
spil. Hafi spilari ekki fylgt lit,
þó að hann gæti það, skal það
leiðrétt án viðurlaga.
Tölur fyrir lýsingu spila skal
færa í reikningshaidið í eftirfar-
andi röð:
1. punktar fyrir lengsta lit.
2. röð spila í lit.
3. þrír og fjórir eins.
4. (repique) að lýsa 90.
5. (Fullt hús) að lýsa öllum
spilum.
6. tölur fengnar meðan á spila-
mennsku stendur.
7. (pique) að lýsa 60.
8. less.
9. (capot) laskabútur.
Pinochle
ÞETTA SPIL er mjög útbreitt í
Ameríku og vinsælt þar, sem
marka má af fjölmennum keppn-
ismótum sem oft eru háð, aðal-
lega í svo nefndu klúbb-pinochle.
En hér er í rauninni um mörg spil
að ræða: aktions eða uppboðs-
pmochle, fjögramanna uppboðs-,
klúbb, tveggja-, þriggja- og
fjögramanna pinochle.
En eftirfarandi reglur eru þó
sameiginlegar fyrir öll spilin:
Spilað er á 48 spil. Úr tvenn-
um spilum eru notaðir ásar nið
ur í níur í hverjum lit. Gildi spil-
anna er Ás, 10, K, D, G, 9.
er það gert á tvennan hátt:
í fyrsta lagi með því að lýsa
ákveðnum spilum eða segja á
þau og þá fást úr því tölur eftir
ékveðnum reglum og í öðru lagi
með því að fá sem flesta slagi,
en þá hefur hvert spil sitt á-
kveðna gildi.
Til glöggvunar er sögnunum
skipt í 3 flokka — en það kemur
hins vegar ekkert sjálfu úrspil-
inu við —.
Fyrir
Fyrir
I. flokkur:
röð í trompi „flush“
Ás, 10, K, D, G...... 150
tromphjón — kóng og
drottn. í trompi .... 40
hjón — kóng og drottn
ingu í öðrum lit .... 20
II. flokkur:
pinochle — spaðadr.
og tígulgosa .......... 40
Dix (framb. dís) níuna
í trompi .............. 10
80
60
III. flokkur:
Fyrir 100 ása, þ.e. fjórir ásar,
1 í hverjum lit .... 100
— 80 kónga, fjóra kónga,
1 í hverjum lit......
— 60 drottningar, fjórar
drottn. 1 í hverjum lit
— 40 gosa, fjórir gosar, 1
í hverjum lit........ 40
Sama spil má nota í fleiri en
eina sögn, ef sagnirnar tilheyra
fleiri flokkum en einum. Ef sagn-
hafi hefur t.d. lýst hjónum í ein-
hverjum lit (skv. I fl.), þá má
hann einnig nota kónginn til þess
að lýsa 80 kóngum (skv. III fl.)
o. s. frv.
Spaðadrottninguna má þannig
nota á þrennan hátt: hjón (I fl.),
pinochle (II fl.) og 60 drottningar
(III fl.). En sama spil má ekki
nota nema í eina sögn innan
hvers flokks, t.d. ef sagt hefur
verið „flush“, má hvorki nota
kóng né drottningu til þess að
lýsa tromphjónum.
Gjöfin
Sá sem dregur hæsta spil úr
stokk, velur sér sæti, stokkar
spilin, lætur spilara til hægri
handar draga og gefur síðan.
Fyrst eru gefin 3 spil hverjum
— sólarsinnis — þar næst eru
lögð 3 spil í stokk, síðan gefin
hverjum 3 spil, þar til hver hef-
ur fengið 15 spil. Forhöndin byrj
ar að segja á sín spil eða lýsa
þeim. Tölurnar gefa í skyn þá
upphæð, sem hann hyggst geta
fengið út úr spilinu ef hann sjálf-
ur ákveður tromplitinn, og er þá
hvort tveggja talið í sögn og gildi
spila í væntanlegum slögum.
Uppb^ðið
Lægsta upphæð, sem forhönd
má bjóða er 300. Þar næst bjóða
hinir í réttri röð. Segja má pass,
en sá sem passar, má ekki taka
frekari þátt í uppboðinu en verð-
ur að passa allan tímann. Hvert
boð verður að vera hærra hinu
næsta á undan og verður talan
að vera deilanleg með 10. önnur
hendi verður þannig að bjóða
minnst 310, en má auðvitað bjóða
hærra. Uppboðið heldur áfram,
þar til 2 passar fylgja á eftir
síðasta boði. Þetta verður þá
lokasögn og má þá sagnhafi á-
kveða tromplit. Hinir 2 spila
gegn honum. Ef. sagnhafi fær a.
m. k. jafnmikið út úr spilinu að
lokum og hann hefur áður boð-
ið, hefur hann unnið spilið, fái
hann lægri tölu, tapar hann.
Ef forhöndin býður 300 og
hinir passa, hefur sagnhafi leyfi
til þess að leggja spil sín á
borðið án þess að líta á stokk-
inn. Þá fær enginn neitt fyrir
spilið og gefið er upp á nýtt.
Sjái sagnhafi eitthvert spil í
stokk, er skylda að spila spilið.
Sagnir
Þegar uppboðinu er lokið, skal
sagnhafi snúa stokknum við, svo
allir sjái spilin þrjú, sem í hon-
60 drottn.
Tromphjón Röð í trompi „flush“
Hjón 100 ásar Pinochle 80 kóngar
60 drottningar. Dix 40 gosar
kallast „fullt hús“ og gerir það
240, þ.e. 80 fyrir kóngana plús
60 fyrir drottningarnar plús 40
fyrir gosana plús 3x20 fyrir þrenn
hjón.
Ef tromphjón eru í flush-sögn-
inni, fást 350 fyrir fullt hús — 150
fyrir röðina í trompi plús 200
fyrir afganginn (40 fyrir tromp-
hjónin fellur niður).
Fyrir spil, sem spilari fær í
slögum og fyrir síðasta slag reikn
ast þannig:
Fyrir ás 11 — fyrir tíu 10 —
fyrir kóng 4 — fyrir drottningu 3
— fyrir gosa 2 — fyrir síðasta
slag 10.
Uppboðs-pinochle
Allt frá gömlum tímum er
þetta spil álitið vera hið merk-
asta allra þriggja manna spila.
Það er einnig hægt fyrir 4 að
taka þátt í spilinu, en þá fær gjaf-
arinn engin spil sjálfur. Og það
geta jafnvel 5 tekið þátt í spil-
inu, en þá fá hvorki gjafarinn né
40 gosai
Af tveim spilum í sama lit, er forhöndin nein spil. Það er því
það spilið hærra, sem fyrr er aðeins 3, sem spila sjálft spilið
spilað út. hverju sinni. Hinir tveir annað
Keppa ber að því að fá sem I hvort borga eða fá borgað af
hæsta tölu út úr hverju spili, og * sagnhafa
um voru. Þar næst hefur hann
leyfi til að taka þau upp á hend-
ina. Hann leggur þar næst á
borðið þær sagnir, sem hann vill.
Hvorugur hinna hefur leyfi til
að leggja spilin á borðið. Þegar
þátttakendur hafa sannfært sig
um gildi sagnanna, upphæð
þeirra og hversu mikils sagnhafi
væntir sér úr slögum, fleygir
hann af sér þrem spilum á hvolf
og er það reiknað sem fyrsti
slagur hans. Eftir það tekur hann
sagnspilin aftur upp á hendina.
Hafi sagnhafi ekki ákveðið
tromplitinn þegar hann lagði
spilin á borðið, verður hann að
gera það nú.
Einfalt bit
Sjái sagnhafi fram á, að hann
geti ekki staðið við boð sitt eða
sögn, hefur hann leyfi til að
„leggja spil sín“. Hann borgar
þá jafnvirði lokauppboðsins til
hvers þátttakenda (einnig til
þeirra sem ekki fengu nein spil,
ef fleiri en 3 eru með), Þetta er
kallað infalt bit. Álíti andstæð-
ingar hans, að hann geti unnið
auðveldlega, hafa þeir leyfi til
að leggja sig. Báðir borga þá
sagnhafa jafnvirði uppboðsins —
og einnig þeim, sem ekki voru
með í spilinu ef fleirri en 3 eru.
Úrspil
Ef enginn leggur spil sín, hefst
spilamennskan. Sagnhafi spilar
út fyrst og síðan gefa hinir í
réttri röð. Fylgja skal lit, sé
þess kostur, annars gefa hinir
í réttri röð. Fylgja skal lit, sé
trompa Ef spilari getur hvorki
fylgt lit né trompað, má hann
láta hvaða spil í, sem honum
sýnist. Ef útspilið er tromp, skal
hver hinna stinga með hærra
trompi en sá næsti á undan, sé
það hægt, annars lægra tromp
og hvaða spil sem er, ef ekkert
tromp er á hendinni. Þegar allir
hafa gefið í, er slagurinn eign
þess, sem hæsta spilið átti í slagn
um og spilar sá hinn sami út i
næsta slag o. s. frv. þar til öllum
spilunum hefur verið spilað
Þá kemur að lokaþættinum að
telja saman gildi þeirra spila,
sem sagnhafi hefur fengið að við-
bættum síðasta slag, til þess að
komast að raun um, hvort hann
hefur staðizt uppboðið eða tapað
því. Samanlagt gildi spilanna að
viðbættum síðasta slag er alltaf
250. Það er ekki leyfilegt að
skrifa hjá sér, hvað hver hefur
fengið úr spilunum meðan á spila
mennsku stendur.
Greiðslan
Hafi sagnhafi staðizt sína sögn.
skal hver hinna greiða honum
jafngildi lokauppboðsins — og
einnig þeir, sem ekki hafa spilað
ef 4 eða 5 eru með. Ef spaði er
tromplitur, skal hann fá tvöfalt
gjald. Hins vegar fær hann ekk-
ert fram yfir uppboðið, þó að
hann kunni að fá meira út úr
spilunum. Venjan er því sú, að
spilinu er hætt um leið og sagn
hafi hefur greinilega staðizt sögn
sína.
Verði sagnhafi bit, borgar hann
tvöfalda upphæð uppboðsins
hverjum hinna, en fjórfalda bit
hafi spaði verið tromp.
Reikningshald
Uppgjör fer fram eftir hvert
spil, og má hvort heldur sem
vill skrifa það í áframhaldandi
reikning eða nota spilapeninga
Ef fyrrnefnda aðferðin er við
höfð, heldur hver fyrir sig reikn
ing og eru þá tölurnar látnar
standa á tug — 7 eða hærri tala
reiknast sem 10 en lægri tölu
en 7 er sleppt. —
Ef notaðir eru spilapeningar, er
eftirfarandi tafla gjarna höfð til
hliðsjónar:
Upphæð
sagnar
300 — 340
350 —- 390
400 — 440
450 — 490
500 — 540
550 — 590
600 — 640
650 — 690
Sýnd spil.
Ef gjafarinn sýnir tvö eða
fleiri spil eða eitthvert spil af
stokknum, meðan á gjöf stendur,
skal hann gefa upp á nýtt. Sýni
annar hvor andstæðingur sagn-
hafa spil sín, eitt eða fleiri, með-
an á spilamennsku stendur og án
þess að ætla að spila því út þeg-
ar að honum kemur, skoðast
spilið unnið af sagnhafa.
Litarsvik
Þau eru fólgin í því 1) að
fylgja ekki lit, þó að spilarinn
hafi litinn á hendi, 2) að trompa
ekki þegar ekki er hægt að fylgja
lit en tromp er til á hendi, 3) aö
trompa ekki yfir þegar trompi
er spilað, hafi hann hærra tromp
til, og 4) að spila út frá rangri
hendi.
Ef varnarhendi svíkur lit, hefur
sagnhafi unnið spilið, svíki sagn-
hafi lit, hefur hann tapað því
og borgar tvöfalda bit.
Ragnar sagnir.
Leggi spilari upp ranga sögn,
t. d. 3 kónga og 1 gosa í stað 80
kónga, má hann leiðrétta þetta
áður en fyrsta útspil hefst. Ef
ekki er tekið eftir þessu áður en
spilað er út, fær hann ekkert fyr-
ir sögn sína. Réttar sagnir, sem
talið hefur verið rangt út, má
leiðrétta hvenær sem er, áður en
spilamennsku er lokið. Sögn, sem
lögð er á borðið, áður en spilað
er út í 1. slag, er verðlaus.
Ef ekki er sagt til um tromplit.
Auglýsi sagnhafi ekki, hver sá
tromplitufinn og það komi ekki
fram í sögnunum, skulu and-
stæðingar hans spyrja um tromp-
lit. Ef annar hvor þeirra getur
ekki fylgt lit og hefur ekki spurt
um tromplit, en lætur í eitthvert
annað spil en tromp, skoðast það
litarsvik.
Að sjá stokkinn
Sá sem sér eitthvert spil úr
stokk áður en uppboðinu er lok-
ið, skal borga tvöfalda upphæð
síðasta boðs til hinna þátttak-
endanna hvers um sig.
Réttindi sagnhafa
Ilann má breyta sögn sinm,
tromplit eða skipta á spilum, spm
hann fleygir af sér hvenær sem
er, áður en útspil hefst.
Skipti hann á spilum, sem hann
hefur lagt niður, skal hann sýna
sagnir sínar að nýju. Komi í ljós
eftir fyrsta útspil, að sagnhafi
hafi fleygt af sér spili, sem til-
Tromp í
V ♦ *
1 spilap.
2 —
4 —
6 —
8 —
10 —
12 —
15 —
4
6
12
16
20
24
30
Tromp í
A
2spilap.
Stundum er hafður „pottur" í
pinochle, en þá fer greiðsla fram
á nokkuð annan hátt en hér að
ofan er sagt. Ennfremur geta
spilarar ákveðið þrefalda bit,
þegar hjarta er tromp, ef þeim
sýnist svo, og er þá um leið
venja, að veita sérstök verðlaun
fyrir 100 ása án hjálpar frá stokk.
En þetta eru sérákvæði, sem ekki
koma beint spilinu við.
Reglur og viðurlög.
Fái einhver of fá spil í gjöf
og annar of mörg, og þetta komi
í ljós áður en stokkurinn er sýnd-
ur, skal sá, sem of fá spilin fékk
draga úr spilum þess, sem of
mörg hefur, þar til hvor þeirra
hefur 15 spil.
Sé rangri spilatölu ekki veitt
athygli fyrr en búið er að sýna
stokk, telzt sagnhafi hafa unnið
spilið, ef hann hefur sjálfur
rétta tölu en tapað hafi hann
ranga spilatölu og greiði þá tvö-
falt gjald.
Sögn í rangri röð.
Sögn í rangri röð, eða sögð af
spilara, sem áður hefur passað
er ógild. Engin viðurlög eru við
því. Sé boðið of lágt, verður að
hækka boðið, sá seki má ekki
passa.
heyrði einhverri sögn, reiknast
það sem tvöfalt bit.
—oOo—
Það pinochle spil, sem nú mun
vera mest iðkað í Ameríku, er
klúbbpinochle, fjögra manna
spil, þar sem tveir og tveir spila
saman. Þá hefur hver spilari 12
spil á hendi og þá er enginn stokk
ur. Reikningurinn er að nokkru
frábrugðinn uppboðs-pinochle en
að öðru leyti er gangur spilsins
hinn sami. í þessu spili eins og í
öllum öðrum pinochlespilum gild
ir hið sama, að það er áríðandi að
muna, hvaða spilum hefur verið
spilað, einkum með tilliti til
þeirra, sem hæst gildi hafa. Spil-
ararnir verða að leggja á minnið
spilin samtals, sem hver hefur
fengið í hverjum slag, því að ekki
er leyfilegt að skrifa það hjá
sér.
Það er skynsamlegt að hreinsa
sem allra fyrst þann lit, sem
andstæðingarnir hafa stuttan.
Með því að spila honum, er hægt
að þvinga þá til að eyða tromp-
um á verðlítil spil. Sé spilarinn
hins vegar mjög sterkur í tromp
litnuni og hafi langan hliðarlit,
getur verið mjög ráðlegt að taka
Frh. á bls. 59