Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 24. des. 1957
MORCUN BLAÐIÐ
59
Verðlaunakr&ssgáta
M orgunblaðsins
VÍORGUNBLAÐIÐ hefir ekki áður birt krossgátu með
sama sniði og nú. Ef til vill virðist hún við fyrstu sýn
erfið viðureignar, en svo er þó ekki. I stað þess að láta
skýringar fylgja með sérstaklega, eru þær skrifaðar í
krossgátuna sjálfa. Þar sem tvær skýringar eru í sama
reitnum á sú efri við lárétta orðið, en sú neðri við það lóð-
rétta. (Sé aðeins ein skýring sést greinilega við hvaða
orð hún á). Þá eru teikningar notaðar við skýringar og
sýna örvar frá þeim hvar orðin eiga að koma. Ur siimuni
þeirra á að finna heilar setningar, og afmarkast hvert orð
af ör, sem segir til um, hvar næsta orð kemur. Við gætuin
til dæmis hugsað okkur að myndin af jólasveininum efst
í vinstra horninu táknaði: Síðskeggur — þrammar — með
— poka — á— baki (en auðvitað er það ekki rétta lausn-
in, því það kemur eliki heim við stafalengd livers orðs).
Tvær skýringar felast í sqmum myndunum eins og örv-
irnar gefa til Iiynna. I nokkrum Iitlu reitanna eru smá-
myndir og koma þær í stað orða. Myndir af fólki
tákna manna- eða kvennanöfn. — Rétt er að geta þess,
að ekki er gerður greinarmunur á i og í, u og ú, a og á,
y og i, e og é, eins og venja er í krossgátum. I»á skal það
sagt að á einum stað er dönskusletta (sem tíð er í kross-
gátum) og ein skýringin er ekki allskostar rétt. I gátunni
stendur RISA-HELLI, en á að vera RISA-BÚI. (Fornt)
aftan við skýringarorð táknar aðeins fornan rithátt.
(Sjá bls. 68).
— Kvennaslba
Framhald af bls. 48.
með þeim. Barngóður maður, það
má nú segja.
— Hvað finnst þér nú eigin-
lega um þessa spurningu: „Hvers
vegna konum finnst gaman að
vera konur?“, spurði ég háalvar-
leg.
— Ja, sagði smiðurinn og velti
vöngum. Það eru eflaust margar
og mismunandi ástæður fyrir því
að ykkur finnst skemmtilegt.
— Geturðu þá nefnt mér ein-
hverja? Hvað heldurðu t. d. um
konuna þína?
Smiðurinn brosir og hætti að
vinna sem snöggvast.
— Þeirra veikleiki er þeirra
styrkleiki!
— Einmitt já, og hvað meinar
þú eiginlega með því?
— Jú, sérðu til, þær „spila út“
sínum veikleika og þar með ráða
þær í raun og veru yfir karl-
manninum. Það held ég að sé ein
aðalástæðan fyrir því að konum
þyki gaman að vera konur!
— Þú ert sem sé ekki í neinum
vafa um að þeim þyki það gam-
an?
— Nei, þ. e. a. s. ef þær geta
ráðið í einu og öllu. Annars held
ég að þær langi miklu meir til
þess að vera í sporum karl-
mannsins.
— Langar þig til þess að vera
kona?
— Nei, alls ekki. (Nú hló hann
hátt!).
— Líklega vegna þess að ég
veit ekki hvernig það er að vera
kona og þar af leiðandi langar
mig ekkert til þess.
Smiðurinn er manna rökvísast-
ur, eins og karlmenn eru líka
yfirleitt. Á meðan ég var að
skrifa þetta niður var hann sífellt
að hnusa og lét sem honum lík-
aði alls ekki að ég væri að skrifa
niður lífsspeki hans.
Og við skulum vona að þótt
kvenfólk í hans augum sé aldrei
ánægt nema það ráði yfir hinu
„sterkara“ kyni, þá muni kona
smiðsins ekki gera alveg út af
við hann í ráðríki eða annað það
kvenfólk sem hann á eftir að
umgangast í framtíðinni.
— En fyndist þér nú samt
ekki hálf leiðinlegt ef ekkert
kvenfólk væri til, spurði ég hann,
er komið var undir kvöld og
hann ætlaði að ieggja af stað
heimleiðis.
— Jú, ekki neita ég því, sagði
hann og virtist fullkomlega
ánægður með sjálfan sig og líf-
ið, — eins og reyndar karlmenn
eru oftast nær. A. Bj.
— Saurhæjarkirkja
Frh. af bls. 50
Minningardagur hennar er 22.
nóvember og er henni þá sungin
hljómlistarhátíð.
Þannig er sagan um dýrling
þann er Saurbæjarkirkja var
helguð, dýrlingi hreinlifisins og
hljómlistarinnar. Nú skoðum við
muni þá er hin gegnkalda
kirkja hans hefir að geyma
á íslenzkum vetrardegi. í alt-
arinu eru nokkrar gamlar
öækur með gotnesku letri m.a
fornfáleg biblía nokkuð far-
in að láta á sjá. Þar eru einnig
nokkur minningarspjöld, haglega
teiknuð og skrautrituð með minn
ingar ljóðum. Eru sum næsta
gömul orðin og lítt læsileg. Eitt
spjaldanna eru um Jónas Jónas-
son afa Jónasar Haligrímssonar
og annað um Ólöfu Thorlacius
móður séra Einars Thorlacius er
kirkjuna lét byggja. Þá eru þjón-
ustubækur og vínkanna og tveir
korporalsdúkar, en þá hafði prest
urinn í lófa sér undir bauknum
og könnunni er hann útdeildi
sakramentinu. Þá er uppi á laus
holti skírnarskál allforn úr mess
ing. Þar með munu upp taldir
munir þessarar kirkju, sem eitt
sinn var vel efnum búin. Nú
mundu eigur hennar sjálfsagt
vart hrökkva fyrir hvítri máln-
ingu á kirkjuhurðina.
Um þesar mundir stendur Saur
bæjarkirkja á timamótum. Hún
er nær 100 ára gömul allt of lítil
fyrir söfnuð sinn, sem mun hafa
í hyggju að byggja nýja kirkju.
Þá vaknar sú spurning hvort
halda eigi við þessum fulltrúa
gamla tímans. Slíkt myndi of-
vaxið söfnuðinum, sem safna
yrði miklu fé til nýrrar kirkju-
byggingar. Þetta fornfálega guðs
hús þarf gagngerðar endurbótar
en verður vart notað t.il annars
en sem minjagripur og væri því
verksvið hins opinbera að sjá um
að henni væri sómi sýndur. Hitt
er hvorki til sóma né augnagam-
ans að horfa á hana grotna niður
eins og nú er.
í dag verjum við stórfé til bygg
ingar fagurra félagsheimi’a.
Eru t.d. þrjú slík að rísa í Eyja-
firðinum, eða þegar risin.Á milli
þeirra er mun skemmra en kirkna
þeirra er boðlegar geta talizt
fólki. En þetta er víst tímanna
tákn. Musteri andans eru látin
mæta afgangi en hús gleði og
líkamlegra lystisemda látin sitja
í fyrirúmi.
vig.
- ÁriB 2057
Framhald af bls. 57.
á varð mönnum ljóst, tyrir nokkr-
um áratugum, að bifreiðarnar
gerðu slíkar brautir ekki úreltar.
Með henni héldum við skjótt suð-
ur til Keflavíkurflugvallar, en
þar er bækistöð fyrir millilanda-
flug.
Okkur er skýrt frá því, að frá
Iteykjavík til Keflavíkurflugvall-
ar liggi einnig ferföld bifreiða-
hraðbraut. Hún er eins og nokkr-
ar aðrar hraðbrautir búin raf-
magnsstjórntækjum, er stýra
hverri bifreið á sjálfvirkan hátt
og stjórna jafnframt vél hennar,
þannig að meðalhraði verður um
100 km. á klst. Árekstrar eru úti-
lokaðir, einnig í þoku og hríð.
Kafmagr.slestin nemur staðar
eftir skannna stund, við Kefla-
víkurflugvöll og við stígum út. —
Hér gefur heldur en ekki á að líta.
Röð af rennilegum eldflaugum
stendur þar fyrir framan af-
greiðsluhúsið og fólkið flykkist
inn í þær. Við og við kveða við
sprengidrunur og hvinur, þegar
eldflaugarnar lyftast upp og
hverfa upp í bláloftin.
Við eldflaugarnar eru merki
sem sýna farþegum hvert ferðinni
er heitið. Þar stendur: Til Tokyo
á 15 mínútum, til Rómaborgar á 5
mínútum. Til London é 2 mínút-
um. Svo staðnæmumst við tvímenn
ingarnir við stærstu eldflaug'ina.
Skiltið við hana er ekki merkt
neinum ákveonum stað, heldur
stendur þar aðeins: — Til ársins
3057. —
Hér geta menn keypt sér far
1000 ár fram í tímann. Þeir munu
ferðast til fjarlægra stjarna og
snúa aftur til jarðar ANNO 3057.
Þó þúsund ár verði þá liðin á jörð
inni muni farþegarnir, er þeir
koma aftur, vera aðeim um tveim-
ur mánuðum eldri en þegar þeir
lögðu af stað.
— Eigum við að leggja af stað
í flugferð til ársins 3057. — Hvað
segirðu um það, Gísli?
— Já, hvers vegna ekki. Svo
kaupum við okkur farmiða og ekki
liður á löngu þar til við þjótum
af stað.
Hitt er svo önisur saga, hvernig
fsland lítur út eftir þúsund ár.
Ef við færum að lýsa því, þá er
hætt við að lesandinn hætti að trúa
ferðasögu okkar.
I>. Tli.
— Eigum við að
slá í slag?
Frh. af bls. 55
fyrst trompin af andstæðingunum
og spila síðan langlitnum.
V A ♦ *
Að lokum má gefa ykkur góð
ráð (ef til vill ekki óbrigðul
samt) til að vihna í spilum, því
að af nógu er að taka úr íslenzkri
hjátrú:
„Beri maður á sér, þá hann spil
ar, hjarta lifur og tungu úr hrafni
vel þurrkað í vindi, mun hann
vinna“.
„T-ak hálft hest-hjarta, þurrkað
við sól, og rauðmagaskjöld þurr-
an og ber á hálsi þér“.
Þá var og Ijómandi gott að
taka höfuðhár af svörtum ketti
og “bera undir skyrtunni á úln-
liðnum.
I\iau5synlegar ílíkor
Fallegar flíkur f
-■•t,
P
>
/ik
því gæðin
eru þau
sömu
og
verðið
hagkvæmt
Estrelia og
VÍR. framíeihsía