Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 1
III
Þribjud. 24. des. 1957
Af öllum syndum er sú verst að
hugsa ömerkilega
,Mér hefir aldrei dottið onnað / hug en yrkja eitt og eitt
kvæði eins og íslendingar gera og hafa gert"
Sigurður Nordal prófessor
I Er ekki lífið að bvría?
— Ég nenni illa að rifja upp
æviatriði, sagði Sigurður Nordai.
prófessor, þegar ég hitti hann að
máli fyrir skömmu. Hvernig fór
ekki fyrir konu Lots? Ef ég færi
að segja þér ævisögu mína, fynd-
ist mér eins og ég væri að skrifa
mín eigin eftirmæli, og ég hef
litla tilhneigingu til þess. — Ég
hef 'einhversstaðar lesið þessar
línur, sem ég held, að séu eftir
'Verner von Heidénstam:
Hvar kvall jag jordar
mitt gamla jag
och vaknar upp
med ett annat..
Ég veit vel, að ég er að verða
gamall og er reíðubúinn að lúta
í lægra haldi fyrir því, sem eng-
inn má við, én „nógur er tím-
inn, karlinn kvað, að komast í
himnaríki“. Mér þykir vænt um
að fá að hverfa aftur til minnar
gömlu stöðu án aldurstakmarks
og þurfa ekki að heita „fyrrver-
andi“. Og er ekki lífið á ýms-
an hátt að byrja: Ég er að koma
heim, eins og ég væri nýbakaður
kandidat, koma í nýjan bæ, því
svo finnst mér Reykjavík hafa
vaxið og breytzt á síðustu sex
árum, sem ég hef verið fjarver-
andi, i nýuppskinnað og hálfgert
hús, verð að átta mig á alls konar
nýjum hlutum eftir útivistina.
Ætti ekki lífið að verða þeim
mun dýrmætara, sem það styttist
meir, síðustu forvöð að lifa
og reyna ýmislegt sem enn er
ólifað, og er þá ekki nær að
horfa fram en aftur?
Eins og af þessu má sjá, var
Nordal tregur að ræða um ævi
sína, a. m. k. fyrst í stað, og var
þá ekki um annað að gera en
halda áfram, þar sem frá var
horfið og tala dálítið meira um
Reykjavík. Það mundi að minnsta
kosti ekki minna eins óþyrmi-
lega á saltstólpann hennar frú
Lot.
—. Reykjavík hafði um 6000
íbúa um aldamót og var ákaflega
notalegur bær, en hún var ekki
upp á marga fiska í menningar-
legum efnum. Þá var hér engin
myndlist, ekkert músiklíf. Það
ætti að gefa nokkra hugmynd
um breytingarnar. Það hefur
margt gerzt á þessum árum, ekki
aðeins á ytra borðinu. Þegar ég
lagði upp suður til að ganga i
skóla, hafði ég aðeins séð eitt
einasta timburhús. Það var á
Kornsá i Vatnsdal. Þegar ég kom
suður í Borgarfjörð, undraðist ég
hvað langt Borgfirðingar voru
komnir í byggingarlist. Þar í hér-
aði voru möfg timburhús, og má
af því sjá, að framkvæmda-
hugurinn var meiri, þegar nær
dró Reykjavík. En til marks um
framfarir þar síðan, má geta þess,
að ég býst við að öll timburhús-
in, sem ég sá í Borgarfirði, séu
nú horfin. Á þessum árum þótti
það allmikið ævintýri að koma
til Reykjavíkur, hvað þá til út-
landa. Það var annað en nú.
Menn eru hættir að undrast og
hrifningin yfir óvæntum hlutum
er ekki lengur eins og hún var
Þá var ekkert útvarp, enginn
sími, gngar kvikmyndir. Allt var
nýtt fyrir okkur og hið smæsta
gat komið á óvart. Gömul kunn-
ingjakona mín fór fyrir fjörutíu
árum með unga dóttur sína til
Englands og Danmerltur. En húit
varð ósköp óhamingjusöm yfir
þessu ferðalagi, því að unga dótt-
irin undraðist ekkert og varð
ekki hugfangin af neinu. Ég hef
séð þetta allt á bíó, sagði hún —
og lét sér fátt um finnast. —
Munurinn á Reykjavík og Kaup-
mannahöfn er nú miklu minni en
áður. Reykjavík slagar nú upp í
það, sem Höfn var á dögum Árna
Magnússonar. Það var að vísu
miklu fjölmennari þjóð á bak
við hana, en höfuðstaður verður
að hafa einhverja minnstu stærð.
Reykjavík er eins konar menn-
ingarlíffæri, sem þjóðin finnur ó-
sjálfrátt, að hún verður að
þroska, og ég held það sé ekki
hægt að koma í veg fyrir, að það
verði gert. Hvað ber Reykjavík
uppi af menningu og listum hér
á landi? Hefurðu hugleitt það?
Áður en við höldum lengra vii
ég þó taka fram, að þessi aðdáun
mín á Reykjavík breytir ekki á.
nokkurn hátt minni gömlu skoð
un á sveitamenningu okkar, með-
an hún fékk að njóta sín. En höf-
uðstaðarmenningin er að sækja
sig. Nú er til dæmis orðið allt
annað að ala hér upp börn en
áður var. Á meðan Reykjavík
var eins og um aldamótin, voru
bæjarbörnin miklu óþroskaðri en
sveitabörnin. Möguleikarnir eru
ekki sambærilegir við það, sem
áður var, en þá má auðvitað bæði
nota til góðs og ills. Framtíð
höfuðstaðarins, já framtíð þjóð-
arinnar, er mikið undir því kom-
in, hvernig hin unga borgar-
menning reynist. Hvort ég trúi á
hana? Ég hef enga ástæðu til
annars, að minnsta kosti ekki enn
sem komið er. Gamli Reykja-
víkurstofninn er ákaflega traust-
ur, en hann er ennþá aðeins
tiltölulega lítill hluti af heildinm.
En hann vex með hverju ári
Reykvíkingunum fjölgar, og ég
held þeir hafi oft betri skil-
yrði til að bjóða hættunum byrg-
inn en þeir, sem aðfluttir eru.
Málið? Jú, það er orðið fátækara
en var, en það er kannski milli-
bilsástand. Það á vafalaust eftir
að verða fjölbreyttara. Ritmálið
er auðugt, og það getur aftur
hresst upp á talmálið. Eg man t.d.
eftir því, að menn töluðu alltaf
um Hellirár, þegar ég kom fyrst
til Reykjavíkur. Mér er nær að
halda að þú rekist á Hellisár, ef
þú leitar vel í Pilti og stúlku.
Maffhías Johann-
essen rceðir við
Sigurð Nordal,
prófessor
Elliðaár voru fallnar i gleymsku,
en nú talar enginn um annað, og
það, sem er nýyrði í dag, getur
verið orðið svo daglegt mál á
morgun, að enginn kunni erlenda
orðið. — Færeyska skáldið. Jörg-
en Frantz Jacobsen, sagði mér frá
því, er hann kom hingað, að hann
hefði beðið leigubílstjóra að aka
sér á „telegrafstation". Bílstjór-
inn skildi ekki, hvað hann átti
við, en loksins þegar hann hafði
komið honum í skilning um það
leit bílstjórinn á skáldið með-
aumkvunaraugum og sagði: A,
símstöð! Jú, Reykjavík áttar sig,
það er áreiðanlegt.
Það var nú kominn tími til að
láta hugann hverfa um stund
upp í íslenzka sveit og þegar Nor-
dal sýndi mér málverk eftir
Magnús Jónsson prófessor, fra
æskustöðvunum í Vatnsdal, gekk
ég á lagið og spurði um gamla
daga:
— Jú, ég man fyrst eftir mér,
þegar ég var hálfs þriðja árs,
ef þú hefur áhuga á því. Það
var á Eyjóifsstöðum, þar . sem
ég ólst upp hjá föðurbróður mín-
um, Jónasi Guðmundssyni. Þetta
atvik «r ekki merkilegt í sjáífu
sér, en svo skemmtilega vill til,
að ég get tímasett það nókvæm-
lega, því að fóstri minn hélt dag-
bók um það helzta, sem bar við
á heimilinu. Þetta var á dánar-
degi Júlíusar Cæsars, 15. marz
1889: Fóstra fóstru minnar var
kistulögð þennan dag. Ég stóð í
stofunni og horfði á, þegár skrúf-
urnar v*ru festar í kistuna, braut
heilann um, hvað yrði um þær
og þóttist þess fullviss, að þær
yrðu settar niður í skúffu. Þar
ætlaði ég að ná í þær, þegar
færi gæfist, þvi að mér fannst
þær ákaflega skrautlegar. Og þó
að ég hefði einhverja hugmynd
um, að leiðir gömlu konunnar
lægju niður í jörðina, datt mér
ekki í hug annað en skrúfurn
ar yrðu teknar af og settar í
skúffuna. — Annars er lítið um
æskuárin að segja. Þetta var á-
kaflega rólegt og fastmótað líf,
mikið lesið eg á því byrjuðum
við snemma. Jú, ég las mikið í
æsku og fyrsta skemmtibók mín
var Snorra-Edda. Fóstri minn
hafði keypt hana fyrir lamb, þeg-
ar hann var ungur maður. Ég
heillaðist af ævintýrunum í Eddu,
ekki af neinum lærdómi 1 mínu
ungdæmi lásum við fyrst og
fremst íslenzkar bókmenntir og
ég held, að ég hafi lesið flest,
sem máli skiptir fyrir tólf ára
aldur, nema Sturlungu. Ég gat
hvergi fengið hana lánaða, en
sennilega kynni ég hana betur,
ef ég hefði haft hana undir hönd-
um í æsku. Fornaldarsögurnar
voru mikið uppáhald mitt. Þær
eru ágætar fyrir börn. Þetta er
einfaldur og skemmtilegur skáld-
skapur, reyfarakenndur og fullur
af bardögum og ævintýrum. Þess-
ar sögur eru skrifaðar fyrir al-
þýðu manna. Það er einkennandi
fyrir okkar gömlu bókmenntir að
eftir því sem lesendurnir verða
fleiri og misjafnari, lúta höfund-
arnir meir í lægra haldi fyrir
kröfum frumstæðari smekks. . .
Það bezta í okkar gömlu bók-
menntum er aftur á móti svo
gott, að það er ekki á allra færi
að kunna að njóta þess við fyrstu
sýn.
— Sagnamenn? Jú, það komu
bæði karlar og kerlingar á
heimilið og sögðu sögur. -•
Og svo átti heimilisfólkið ýni-
islegt í fórum sínum líka. Menn
fóru með gátur og kváðust á
Margt var lesið á vökunni. Ein-
staka sinnum kveðnar rímur,
nógu oft til þess, að ég man eftir
þeim. Passíusálmarnir voru allt-
af sungnir, margir með gömlum
Jögum. Sálmasöngurinn sýmr.
hve heimilin voru stór á þessum
tíma. Ég er ekki viss um, að
hægt væri að halda uppi miklum
söng í sveitunum, eins og fá-
mennið er þar nú. Húslestrar
voru alltaf lesnir, en því miður
hafði fóstri minn svo nýtízku-
legan smekk, að hann las aldrei
úr Vídalínspostillu. Annars held
ég að þessi áratugur 1890—1900
frá því ég fer að muna eftir mér
og þangað til ég fór í skóla, sé
eitt bezta tímabil í sögu íslenzkra
sveita: Þá var góðæri, hægar
framfarir, en allt það gamla var
enn varðveitt. Þegar útgerðin
jókst, tók sveitunum að hnigna,
fólkið sótti að sjónum og kaupá-
fólkið hætti að koma norður.
—- Þú minntist á sönginn áðan.
Vatnsdalur var þekktur fyrir
góð.a söngmennt.
— Já, í Vatnsdal var mikið
sungið og þar var tvísöngurinn
lengst í blóma. Það var áreið-
anlega mikið happ fyrir Bjarria
Þorsteinsson að komast1 í kyrini
við Kornsárheimilið og söng-
menninguná þar. Bezt ég segi þér
dálitla sögu, sem lýsir því vel,
hve viðkvæmt mál Vatnsdælum
var sönglistin. Þegar Benedikt
Blöndal í Hvammi var nýtekinn
við búi, kom þangað Ólafur gamli
á Gilstöðum, langafi minn. Hann
var þá orðinn blindur eri fór samt
ríðandi með fylgdarmanni og lét
hann segja sér, hvar hann gæti
hleypt á skeið. Að heimsókn lok-
inni hefur gamli maðurinn sjálf-
sagt verið orðinn talsvert hýr og
Benedikt því dottið í hug að lála
karlinn springa á háu tónunum.
Þegar hann reið niður tröðina,
söng Benedikt hann úr hlaði, eins
og kallað var, kyrjaði Drott-
ins hægri hönd. Guðrún, móðir
hans, stóð þar hjá og þótti henni
Benedikt byrja heldur hátt, hef-
ur sennilega rennt grun í, hvað
hann hugðist fyrir, en Ólafur
tók undir og lék sér að því að
fara upp. Þegar lagið var á enda
og karlinn kominn úr hlaði, gekk
Guðrún að Benedikt syni sínum
og rak honum rokna löðrung.
Benedikt hafði garnan af að segja
frá því, að þetta hefði verið síð-
asti löðrungurinn, sem móðir sin
hefði gefið sér. Helztu söngmenr,
í dalnum voru þeir bræður Bene-
dikt og Lárus sýslumaður og
Böðvar Þorláksson á Hofi. Mér
er það einkar minnistætt, þegar
þeir bræður komu að Eyjólfs-
stöðum. Þá var alltaf það sama
til mannfagnaðar: hvítasykur,
brennivín og tvísöngur!
II Skáldskawurinn ekki
tekinn of hátíðleoa
Séra Hjörleifur á Undirfelii,
faðir Einars Kvarans, kenndi
Sigurði Nordal undir skóla. Hann
segir, að prestur hafi alltaf verið
sér einstaklega góður — og ég
er enn hreykinn af því að hafa
haft-kennara, sem var lærisveinn
Sveinbjarnar Egilssonar. Hann
lagði alla áherzlu á latínu, tók
gjarna sögubók Páls Melsteds og
lét mig þýða. Hann leit svo á,
að allt annað en latína væri hé
gómi til undirbúnings undir
skóla. — Við héldum áfram að
rabba fram og aftur um nám
Nordals og áður en langt um leið
vorum við komnir að skólaárum
hans hér í Reykjavík. Ég spurði
Nordal meðal annars að þvi
hvort ekki hefði verið mikill gleð
skapur í hópi skólapilta. — Jú,
eins og gengur, svaraði hann, en
það var lítið vín haft um hönd,
þótt menn fengju sér glas með
félögum sínum. Þetta var fyrir
bannið og lítið drukkið. íslend-
ingar voru á góðri leið með að
verða framúrskarandi hófsamir á
vín, það var hægt að taka úr
tappa án þess að tæma flöskuna,
en það breyttist, þegar bannið
kom. — Ég bragðaði til dæmis
aldrei vín, meðan ég var í skóla,
og var þó ekki í neinu bindind-
isfélagi. En þú spurðir um skól
ann. Ég hafði ekkert út á hann
að setja, kennslan var mest í þvi
fólgin áð láta nemendurna standa
kennurunum reikningsskap. Ég
Framhald á bls. 46.