Morgunblaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 8. janúar 1958
Sunnudagur 5. janúar 1958
13
Guðrún Magnúsdóftftir
Minningarorb
Fædd 16. sept. 1864 —
Dáin 28. des. 1957.
K V E Ð J A
„Og nú fór sól að nálgast æginn,
og nú var gott að hvíla sig,
og vakna upp ungur einhvern
daginn
með eilífð glaða kringum sig“.
ÞESSAR ljóðlínur Þorsteins Erl-
ingssonar komu í huga minn, er
ég frétti lát Guðrúnar Magnús-
dóttur. — Hvíldarþurfi var hin
háaldraða kona orðin eftir svo
langan ævidag. Trú hennar á
framhaldslífið var sterk, og glöð
hugsaði hún til samfunda við ást
vinina, sem á undan voru farnir.
Hún gleymdi ekki að þakka Guði
fyrir allt það góða, sem henni
hafði í skaut fallið í lífinu.
Guðrún fæddist að Bjalla í
Landssveit. Foreldrar hennar
voru sæmdarhjónin Arnheiður
Böðvarsdóttir frá Reyðarvatni og
Magnús Magnússon bóndi og
hreppstjóri frá Austvaðsholti. —
Frá þeim hjónum er mikill ætt-
bogi kominn, hið ágætasta mann
dómsfólk. Níu börn þeirra kom-
ust til fullorðinsára, en sex
þeirra voru dáin á undan Guð-
rúnu: Jón, Brynjólfur, Arnheið-
ur, ísleifur, Ragnhildur og Guð-
rún yngri. En lifandi eVu: Vig-
dís, sem nú dvelur á heimili fóst-
urdóttur sinnar í Reykjavík, og
Böðvar hreppstjóri á. Laugar-
vatni.
Hún giftist 17. júní 1894, Jóni
Sigurðssyni frá Gegnishólaparti í
Flóa. Hann var vel gefinn og
hinn mesti drengskaparmaður.
Stundaði hann ýmis störf, þar á
meðal verzlunarstörf og barna-
kennslu, sem án efa var það starf,
sem honum var kærast. — Þau
hjón eignuðust fjögur börn. Þrjár
dætur lifa móður sína, Arnheiður
námsstjóri, gift Guðjóni Sæ-,
mundssyni byggingameistara,
Ragnheiður rithöfundur, gift
Guðjóni Guðjónssyni, fyrrv.
skólastjóra, og Guðríður gift
Birni Benediktssyni prentara.
Guðrún Magnúsdóttir og Jón
Sigurðsson bjuggu á Stokkseyri
(lengst í Aldarminni) til ársins
1919, er þau fluttu til Reykja-
víkur. — Bjuggu þau hér íyrst
í Þingholtsstræti 12, en árið 1926
reistu þau í félagi við dætur sínar
og tengdasyni, húsið nr. 47 við
Tjarnargötu og bjuggu þau þar
til æviloka, lengst af í sambýii
við yngstu dóttur sína Guðríði
og mann hennar. Hjá þeim nutu
gömlu hjónin aðdáanlegrar
umönnunnar og hjúkrunar
Fannst Guðrúnu svo mikið til
um umhyggju dóttur sinnar, að
varla mun svo dagur hafa liðið.
að hún tjáði henni ekki þakkir
sínar.
„Murtarósir", eftir Hjálm-
ar Þorsteinsson frá Hofi
Guðrún var ein af stofnendum
Kvenfélags Stokkseyrar. Var um
áratugi féhirðir þess, og lét sér
mjög annt um hag félagsins og
framkvæmdir, og var áfram með
limur þess eftir að hún fluttist
til Reykjavíkur. Á efri árum sín
um var hún gjörð að heiðurs-
félaga þess, fyrir vel unnin
störf.
Guðrún var sérkennilegur
persónuleiki, stórbrotin, en öðr-
um þræði mjög yfirlætislaus og
fyrirleit allt sjálfshól. Hún var
hreinskilin og sagði hispurslaust
meiningu sína, hver sem í hlut
átti, en þrátt fyrir það var hún
vinsæl því undir ofurlítið hrjúfu
yfirborði bjó hjartagæzka, ástúð
og tryggð. í kyrrþey gaf hún oft
fátækum og fann sárt til með
þeim sem minni máttar voru.
Hún var ljóðelsk og söngelsk og
hafði sjólf góða söngrödd
Heimilisrækin var hún og vel
gefin til munns og handa.
Lífið var henni gjöfult. Hún
eignaðist ágætan mann og naut
hamingju samvista við hann í 53
ár. Hinar vel gefnu dætur urðu
henni til óblandinnar gleði og
allir ástvinir hennar gerðu sér far
um létta henni ellina og auð-
sýna henni kærleika.
Þegar ég rifja upp kynni mín
við Guðrúnu verða mér efst í
huga minningar frá bernskuár-
um mínum. Að undanskildu heim
ili foreldra minna, var þá ekkert
heimili á Stokkseyri, sem mér
var kærara en Aldarminnisheim-
ilið. Þar var ég daglegur gestur
sem leiksystir dætra þeirra
hjóna. Aldrei var ég óvelkomin
og mínar barnslegu óskir upp-
fyllti Guðrún með gleði. Margar
ljúfar stundir áttum við litlu
frænkurnar, er við undum við
sagna- og ljóðalestur húsbónd-
ans.
Á fullorðinsárum hef ég einnig
átt ógleymanlegar stundir á
heimili hennar og dætra hennar.
Kveð ég hana að skilnaði með
heitum bænum og ástarþökkum
fyrir ævarandi vináttu og
tryggð.
Guðrún Sigurðardóttir.
HJÁLMAR frá Hofi er löngu
þjóðkunnur maður fyrir ferhend
ur sínar. Þær hafa flogið víða.
Fjöldi íslendinga, bæði til sjávar
og sveita, hefur sérstákar mætur
á vel gerðum ferskeytlum, þessu
hreina og rammíslenzka brag-
formi.
Þrjár ljóðabækur hafa komið út
eftir Hjálmar: Geislabrot 1928,
Kvöldskin 1950 og nú Munarósir.
Auk þess hafa birzt ljóð eftir
hann í Stuðlamálum 1928 og Hún
vetninga.ljóðum 1955. Þær hundr
að stökur, sem birtast í þessu
síðasta ljóðakveri eru aðeins lítið
brot af þeim vísnasæg, sem
Hjálmar hefur ort á sinni löngu
ævi:
Eins og sagan segir frá
þó sálarhaga bresti,
fæddist baga oftast á
átta daga fresti.
Vísurnar í Munarósum eru ort-
ar á ýmsum tímum ævinnar. Sú
elzta er á sextugsaldri, en sú
yngsta nokkurra klukkustunda
gömul, eftir því sem höfundur
segir í formála bókarinnar.
Ef vér lesum þessar hundrað
stökur í Munarósum með athygli,
sjáum vér mynd af ævj hins
aldraða alþýðuskálds. Vér hitt-
um hann sem lítinn dreng:
Þar, sem Hulda í hamri sló
hörpustrengi sína,
átti ég við ís og snjó
æskuleiki mína.
En fátækur sveitapiltur fer
snemma að vinna:
— Ungur gekk ég út að slá
átti grýttan teiginn.----------
Svo koma ævintýrin:
Ein mig kyssti og unað bjó
ástarþyrstu mökin.
Hana fyrst ég þekkti þó
þegar ég missti tökin.
Og þá fer stundum svona:
Auka brot á auðnu þrot,
eg hef notið þegið.
Eftir hlotið ástarskot
oft í roti legið.
En svo kemur hressingin:
Linkan dvínar lifnar mas
lundin hlýnar káta,
meðan vín á vasaglas
vinir mínir láta.
Stundum var pyngjan létt:
Enga krónu á í sjóð
yrki milli bylja,
nokkur fátæk föruljóð
fyrir þá sem vilja.
En hvernig sem gekk, var stak
an sami tryggðavinurinn:
Byljir þjaka og bylta grein,
blómin nakin særa.
Hjá mér vakir aðeins ein
eftir stakan kæra.
Hann sá vini sína hverfa:
Dauðinn ekki svifaseinn
sækir á gróna haga.
Fyrir honum féll þar einn
fífill í túni Braga.
Og árin færast yfir:
Eftir víða farin fjöll
fækka þýðu vorin.
Seinast hríðar yfir öll
ævitíðar sporin.
Hann varar menn við að ríða
vaðið sitt:
Þó ég ekki hafi hitt
haldið rétta á taumnum,
ef þú velur vaðið mitt
varaðu þig á straumnum.
Svo fer hann að geta borið
saman æsku sína og elli:
Ellin stýrir innri mið
ytri flýr hún strauma.
Æskan býr og unir við
ævintýradrauma.
En æskan lifir þótt háriu
gráni:
Glettur árum yngri frá
enn þá gára brúnir.
ElliHári hærugrá
hylja sárarúnir.
Að síðustu kvöldar við sundm:
Út við sundin ægisblá
enn skal bundin staka,
— fram að blundi ef ég á
eina stund að vaka.
Öllum, sem unna íslenzkum
ferskeytlum, mun Þykja fengur
að þessari snotru vísnabók.
Geir Gígja.
Stjórn Mjólkur-
fræðingafélags
íslands
NÝLEGA var haldinn aðalfund-
ur Mjólkurfræðingafélags ís-
lands. í stjórn voru kjörnir: Sig-
urður Runólfsson, form., Erik
Ingvarsson, féhirðir og Brynjólf-
ur Sveinbergsson ritari. Til vara:
Preben Sigurðsson, varaform.,
Anton Grímsson og Guðmundur
Guðmundsson.
Cœti missf röédina affur
134 KKÖNUR
SKULDABRÉF
Happdrœttislán Flugfélags íslands h.f. 1957
10.900.000.00 krónur, auk 5% vaxta og vaxtarúta fri M. deaember 1957 tU 80. deaember
1968, eða samtals kr. 13.100000.00.
Flugfélag Inlands hJ. i Reykjavík lýair hér meS yfir þv{, aS félsgið handhafa
þessa bréfs kr. 134.00
Eitt hundraS þrjátíu og fjórar krónur
Innifaldir f npphœðiiuil eru 5% vextir og vaxtavextir frá 80. deaember 1957 til 3h
desember 1963. Gjalddagi skuldabréfs þessa er 30. desember 1963.
Verði skuldabréfinu ekki framvisað innan 10 ára frá gjalddaga, er það égilt.
Falli happdrættisvinningur á skuldabréf þetta, skal hans vitjað innan fjögurra. ára
frá útdrætti, ella fellur réttur til vinnings niður.
Um lán þetta gilda ákvæði aðalskuldabréfs dags. 18. descmber 1957.
Beykjavík, 18. desember 1957.
FLUGFÉLAG lSLANDS HJ.
WT faJUAll IðLAiNlíö H.f. ----
RÓM, 6. jan. — Ekki hafa ítalir
fyrirgefið óperusöngkonunni
Mariu Callas það að „missa rödd-
ina“ kvöld eitt í fyrri viku, er
hún átti að syngja aðalhlutverk-
ið í „Norma“. Margt stórmenni
kom til óperuhússins í Róm, en
sýningunni var að aflýsa vegna
fyrrgreinds atviks. Forstj. húss-
ins hefur látið í veðri vaka að
hann muni höfða mál gegn Callas
og daglega stendur mikill mann-
fjöldi utan við hótelið sem Callas
býr í og hrópar ókvæðisorð. Á
laugardaginn gerðu Callas og
maður hennar ítrekaðar tiJraun-
ir til þess að semja við fram-
kvæmdastjóra óperuhússins, en
árangurslaust. Nú hefur Callas
fengið röddina aftur, en fram-
kvæmdastjórinn vill ekkert með
hana hafa. Hann segist ekki vilja
hætta á að konan missi röddina
að nýju — og svo segist hann
vita, að gerð verði hróp að henni
og kastað í hana fúleggjum, ef
hún birtist á sviði óperuhússins.
Allan laugardaginn stóð múgur
og margmenni utan við fyrr-
greint hótel og hrópaði: Farðu
heim Maria Callas!
Þrjói mæður
NEW YORK, 6. jan. — Þrjár
bandarískar mæður eru nú komn
ar langleiðina til Kína, en þær
hafa fengið leyfi til þess að heim-
sækja syni sína, sem sitja í
fangelsum kommúnista. Allir
voru ungu mennirnir handtekn-
ir í Kóreu-stríðinu. Flugvélar
þeirra voru skotnar niður. Einn
var dæmdur til 20 ára fangelsis-
vistar, en hinir tveir til lífstíðar
fangelsis.
1A9PIB HAPPnRÆTIISSKULDÆSRÍF
FFICFÍLACS Islanis
Þér eflið með því íslenzkar flugsamgöngur um leið og þér myndið
sparifé og skapið yður möguleika tii að hreppa glæsilega vinninga í
happdrættisláni félagsins.
W/t—----- /C££A A/OA /J?