Morgunblaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 18
18 MORCUN EL 4Ð1Ð Miðvikudagur 8. jan. 1958 Óvœntur handknattleiksviðburður: MeisLflokkur KR og O mætust siinnudag — til ágóða fyrir BerlínarfÖrina Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ verður efnt til nýstárlegrar handknatt- ieikskeppni að Hálogalandi. Eru það FH í Hafnarfirði og KR, sera að keppninni standa, en allur ágóði rennur í fararsjóð þeirra Kit-inga og FH-manna, sem valdir verða til að vera fulltrúar Islands í heimsmeistarakeppninni í handknattleik í febrúar—marz n. k. Keppnin hefst kl. 8 á sunnudagskvöldið. KR og FH eru tvö sterkustu félögin í meistaraflokki karla og hafa lengi marga harða hildi háð og þó FH hafi ekki tapað í slíkri viðureign við KR-inga á mót- um, þá hefur munurinn ætið verið mjög lítill og spenningur- inn staðið allt til síðustu mínúta hvers leiks. í einhverjum æfingaleik í sum- ar mun KR-ingum hafa veitt betur, en FH-menn voru eitt- hvað illa undir þann leik búnir. En þó kannski sé ekki að marka þann leik, þá sýnir hann að FH- menn verða að vera vel á verði til þess að sigra KR. Og kannski verður það á sunnudagskvöldið, sem óslitin sigurkeðja FH í leik- um hér innanlands verður slit- in? En það verður heldur ekki auðvelt fyrir KR-inga. Og næsta fáir af unnendum handknattleiks munu því geta setið heima á sunnudagskvöldið. Þessi félagakeppni hefst með leik í 2. flokki kvenna og siðan verður leikur í 3. fl. karla, milli FH og KR. En síðan er hinn stóri leikur — kannski „leikur ársins“. í stuttu muli 30 drengjamet og 10 ísl. met á 1 ári Á INNANFÉLAGSMÓTI ÍR í sundhöllinni 29. des. s. 1. setti Guðmundur Gíslason þrjú ný drengjamet. í 500 metra sundi synti Guðmundur á 6:46,5 mín. og í 800 metra sundi á 10:54,5 mín. Báðir eru tímarnir góðir og glæsileg drengjamet. í 100 m skriðsundi. bætti Guð- mundur sitt eigið met úr 60,4 mín. í 59,8 mín. Það er frábært afrek 16 ára pilts að synda 100 m undir mín. Guðmundur hefur á árinu sett um 30 drengjamet og 10 íslands- met! Kaupsýslumenn! Lótið ekki sambandið við viðskipfavini yðar rofna Mikllvægasti þátturinn í afkomu verzl- unarinnar er að vera í góðum tengslum við fólkið. — Hagsýnn kaupsýslumaður auglýsir því að staðaldri I útbreiddasta biaði landsins. JRwgftttMitMfe Sími 2-24-80 Hinn 1. okt. sl. var hafizt handa um byggingu þessarar íþróttahallar. Var það gert með viðhöfn og viðstaddir voru forsætisráðherra Ítalíu og fleiri ráðherrar, auk íþróttaforystumanna o. fl. Hún ber nafnið „Palazzetto" þessi höll og rúmar um 5000 áhorfendur. Þar mun fram fara keppni í hnefa- leikum, fimleikum, körfuknattleik, glímu, lyftingum o. fl. og þar eru auk þess minni salir og skrif stofur. Mesta hæð undir loft er 32,5 metrar. Byg gingin er hringlaga og þvermál hringsins er 122 metrar. Byggingin er 11500 fermetrar að flatarmáli. Ólympíuleikirnir í Róm glæsi- legustu leikir sögunnar(?) ÞAÐ er margt sem til þess bendir að Ólympíuleikarnir í Róm verði einhverjir glæsi- legustu leikir sem nokkru sinni verða haldnir. Megin- ástæðan er sú að þegar hefur verið ákveðið að fella af dag- skrá Ólympíuleika nokkrar íþróttagreinar, sem á þá hafa sett mikinn svip til þessa. — Þessi breyting kemur eltki til framkvæmda fyrr en 1964. Önnur meginástæðan er hverjir snillingar ítalir eru á sviði bygginga. Og þó að Róm sé auðug af fögrum bygging- um til íþróttaiðkana, þá er nú hafin bygging margra íþrótta mannvirkja. Og þau eru ákaf- lega glæsileg — glæsilegri en víðast annars staðar þekkist. Við birtum hér myndir af nokkrum bygginganna, „íþróttahöllinni", knatt- spyrnuvellinum og sund- svæðinu. Byggingarnar eru fleiri en þetta, hver annarri glæsilegri og án efa mun ölJ- um finnast að Italía sé auð- ugri af listaverkum í bygg- ingum eftir en áður, svo glæsi Iegar eru byggingarnar. En þær sýna einnig, hvert mat Italir hafa á íþróttunum. Hér getur að líta svipmynd af því hvernig Palazzetto lítur út að innan. Höllin verffur listasmíði frá gólfi til lofts. Lofthvelf- ingin er fagurt listaverk og undir því öllu er gluggaröð. Nýr knattspyrnuvöllur verður byggður á svipuðum slóðum og aðalleikvangur Rómar stendur. Smíði vallarins hófst í júlí sl. og völlurinn verður tilbúin sner.ima á árinu 1959. Hann á að rúma 55000 áhorfendur og þar sitja 8000 undir þaki. Undir áhorfendapöllum verða byggðir 10 fimleikasalir og að auki sundlaug verður 10x25 m að stærð. Þetía er sundsvæðið sem byggt verður fyrir Rómarleikina. Á sundsvæðinu verður fyrirkomið mörgum laugum mismunandi stórum og mismunandi djúpum. Hér sézt yfir aðalkeppnislaug- ina og aftan við hana er dýfingalaugin. Venjulega verður áhorf- endárúm fyrir 7500 manns, en það veröur stækkað meðan á Olympíuleikunum stendur í stuttn múli 5 sekúndna keppni! SKÖMMU fyrir áramótin henti það í hnefaleikakeppni í Svíþjóð að Stig Eriksson frá Oskarshamn sigraði á rothöggi er 5 sekúndur voru liðnar af 1. lotu. Gaf hann mótherja sínum, Bert Karlsson, vel útilátið hægri handar högg er þeir runnu saman, og þar með var málið afgreitt. Þetta mun vera heimsmet, ef einhver vill vita það. Toni Spiess bjartsýnn Toni Spiess þjálfar nú austur- ríska skíðamannalandsliðið. — Hann er ákaflega bjartsýnn og segir að austurrísku skíðamenn- I1 irnir ættu að geta unnið 10 af þeim 12 verðlaunapeningum sem um er keppt í alpagreinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.