Morgunblaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ
Sunnan og suðvestan gola. Lítils
háttar snjó- eða slydduél.
Hvernig byggingarlóð
verður til. — Sjá bls. 8.
Listi andsfæðinga kommúnista í Dagsbrún
SS&Í*?:
Ágúst Guðjónsson,
Kristínus F. Arndal,
ritarl.
Magnús Hákonarson,
gjaldkeri.
Gunnar Sigurðsson,
varaformaður.
Baldvin Baldvinsson,
formaður.
fjármálaritari.
Daníel Daníelsson,
meðstjórnandi.
Guðmundur Jónsson,
meðstjórnandi.
ANDSTÆÐINGAR kommúnista
í Dagsbrún hafa komið sér sam-
an um einn og sama framboðs-
við þær kosningar, sem
standa fyrir dyrum í félaginu.
Framboðið er á eftirfarandi
Aðalstjórn:
Formaður: Baldvin Baldvinsson,
Kleppsveg 38.
Varaformaður: Gunnar Sigurðs-
son, Bústaðaveg 105.
Ritari: Kristínus Arndal, Norð-
urstíg 3.
Gjaldkeri: Magnús Hákonarson,
Garðsenda 12
Fjármálaritari: Ágúst Guðjóns-
son, Hólmgarði 13.
Meðstjórnendur: Daníel Daníels-
son, Þinghólsbraut 31 og Guð-
mundur Jónsson, Bræðraborg-
arstíg 22.
Bæjar- og sveitarstjómarkosningar
í 14 kaupstöðinn og 30 kauptúnum
í DAG eru aðeins 18 dagar til bæjar- og sveitarstjórnarkosning-
rnna. —
Kosningarnar eiga að fara fram síðasta sunnudag þessa mán-
aðar, 26. janúar, og framboðsfrestur til þeirra var útrunninn sl.
sunnudag.
Kosið verður í 14 kaupstöðum og 30 kauptúnunum. — Sjálf-
stæðisflokkurinn býður fram í öllum kaupstöðunum og í flestum
kauptúnunum. Framsóknarflokkurinn býður fram í 10 kaupstöð-
um, Alþýðuflokkurinn í 9 kaupstöðum, kommúnistar í 8 kaup-
stöðum og Þjóðvarnarflokkurinn í einum.
Á tveimur stöðum á landinu verða fimm framboðslistar, þ. e.
i Reykjavík og á Eskifirði.
í þremur kaupstöðum hafa Framsókn, kratar og kommúnistar
kosningabandalag gegn Sjálfstæðisflokknum. Er það á Akranesi,
Isafirði og Ólafsfiröi.
Kaupstaðirnir
Kaupstaðirnir að Reykjavík
meðtalinni, eru 14 talsins. í
Reykjavík á að kjósa 15 fulltrúa.
Á Ákureyri á að kjósa 11 fulltrúa.
Á Akranesi, Hafnarfirði, Vest-
mannaeyjum, ísafirði, Siglufirði,
Neskaupstað og Seyðisfirði á að
kjósa 9 bæjarfulltrúa. f Kópa-
vogi, Keflavík, Húsavík, Sauðár-
króki og Ólafsfirði á að kjósa 7
bæjarfulltrúa.
Samkvæmt þessu á að kjósa í
kaupstöðunum 124 aðalbæjarfull-
trúa. En í framboði um þessi sæti
eru 886 manns.
Kauptúnin
Samkv. kosningalögum eiga
sveitarstjórnarkosningar að fara
fram í janúar-mánuði í þeim
kauptúnahreppum, þar sem % í-
búanna búa í kauptúnunum sjálf
um. Samkvæmt því var talið í
vetur að kosmngar ættu að fara
fram í 35 kauputúnum. Það hefur
nú komið í ljós, að í tveimur
sveitarfélögum, Hnífsdal og Súða
vík, náði íbúahlutfall kauptún-
anna ekki tilskildum % hlutum
hreppsbúa.
Á þremur stöðum verða hrepps
nefndir sjálfkjörnar, þar sem að-
eins einn listi kom fram. Það er
á Seltjarnarnesi, Suðureyri og á
Dalvík. Samkvæmt þessu verður
kosið í 30 kauptúnum.
Kosn ingaskr if sf ofa
SjáifstæSisflokksins
í Hafnarfirði
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
hefir opnað kosningaskrifstofu í
Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29.
Er hún opin dag hvern frá kl. 10
árd. til 10 síðd. Er allt Sjálf-
stæðisfólk og aðrir, sem vinna
vilja fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
bæjarstjórnarkosningunum, beð-
ið að hafa samband við skrif -
stofuna. Sími hennar er 50228.
í öllum kauptúnunum á að
kjósa fimm manna hreppsnefndir
eða þá samtals 150 aðalfulltrúa.
í langflestum þeirra hafa Sjálf-
stæðismenn lista í framboði og er
hann að jafnaði merktur listabók-
staf Sjálfstæðismanna, D. Þó
verða menn að gæta þess að á
nokkrum stöðum hafa Sjálfstæð-
ismenn annan listabókstaf, svo
sem á Blönduósi, þar sem þeir
hafa A-lista.
f flestum kauptúnunum eru 3
listar í kjöri, það er listi Sjálf-
stæðismanna, Hræðslubandalags
ins og kommúnista.
Launþegafundur um
bæjarmál Rvíkur
WÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óð-
inn efnir til almenns verka-
lýðs- og launþegafundar um
bæjarmál Reykjavíkur nk.
sunnudag.
Á fundinum flytja fulltrúar
margra launastétta stuttar
ræður og ávörp.
Koma þarna fram menn úr
mörgum starfshópum og gefst
þar gott tækifæri til að kynn-
ast viðhorfi þeirra til hæjar-
málanna og bæjarstjórnar-
kosninganna, sem nú fara í
hönd.
Ekki er að efa að launþeg-
ar og aðrir fjölmenni á fund
þennan.
Varastjórn:
Tryggvi Gunnlaugsson, Hverfis-
götu 87.
Gunnar Erlendsson, Lokastíg 20.
Skúli Benediktsson, Ránar-
götu 6.
Stjórn vinnudeilusjóðs:
Formaður: Sigurður Guðmunds-
son, Freyjugötu 10A.
Meðstjórnendur: Guðmundur
Nikulásson, Háaleitisveg 26 og
Sigurður Sæmundsson, Laug-
arnescamp 30.
Varastjórn:
Þórður Gíslason, Meðalholti 10.
Hreiðar Guðlaugsson, Ægis-
síðu 107.
Endur skoðendur:
Guðmundur Kristinsson, Sörla-
skjóli 17.
Sigurður Ólafsson, Hólmgarði 18.
Til vara:
Jón Sigurðsson, Kársnesbraut 13.
Allir þessir menn eru mjög
vel þekktir meðal verkamanna
og hafa margir þeirra látið mál-
efni Dagsbrúnar til sín taka á
liðnum árum. Væri málefnum
félagsins vel borgið í höndum
þessara manna, enda verður sú
skoðun sífellt útbreiddari meðal
Dagsbrúnarmanna að á því sé hin
mesta nauðsyn að nýir menn taki
við stjórn félagsins. Kommúnist-
ar hafa ráðið öllu í Dagsbrún í
mörg undanfarin ár og hefur
félagið orðið einn liður í flokks-
kerfi kommúnista en um hag
samtakanna og verkamanna hafa
þeir verið tómlátir. Hagsmurur
kommúnistaflokksins hafa þar
algerlega setið í fyrirrúmi og er
mögnuð óánægja meðal fjölda
verkamanna, út af þeirri mis-
notkun á félaginu.
Þeir, sem að listanum standa
hafa þegar hafið útgáfu sérstaks
málgagns en skrifstofa listans er
í Ingólfsstræti 1, sími 23527. Þeir,
sem vilja vinna að sigri listans
ættu sem fyrst að gefa sig fram
við skrifstofuna.
Dagsbrúnarfunduir
í kvöld
Stjórn félagsins hefur boð-
að til almenns fundar í Dags-
brún í kvöld í Skátaheimil-
inu við Snorrabraut og hefst
hann kl. 8. Er hér um áróðurs-
fund af hálfu kommúnista að
ræða fyrir kosningarnar.
Andstæðingar kommúnista
munu fjölmenna á þennan
fund til að láta í ljós óánægju
sína og krefja kommúnista
reikningsskapar fyrir með-
ferð þeirra á Dagsbrún.
„Slipparnir^ opna í dag
— „vopnahlé^ samið
SLIPPAR og dráttarbrautir í
verstöðvum um land allt hafa
verið lokaðar um nokkurt skeið.
Ástæðan er djúpstæður ágrein-
ingur milli verðlagsyfirvaldanna
og félags eigenda slippa og drátt-
arbrauta. Hafði verðlagsstjóri
sett alla þjónustu þessara aðila
undir verðlagsákvæði í byrjun
desember. Þeim ákvæðum kváð-
ust slippeigendur ekki geta unað
og væri ekki annað fyrirsjáan-
legt en stöðvun vofði yfir. Kváð-
ust þeir mundu loka slippum sín-
um og dráttarbrautum, unz ein-
hver leiðrétting fengist.
í dag munu slipparnir og drátt-
arbrautirnar aftur verða opnað-
ar. Samið hefur verið „vopna-
hlé“, á þeim grundvelli, að skipa-
skoðunarstjóri ríkisins, skal
kynna sér réttmæti krafna slipp-
eigenda. MeSan sú athugun fer
fram mun verðlagsákvæðum frá
7. des. slegið á frest. Eitt af
höfuðsjónarmiðum slipp- og
dráttarbrautareigenda, skal skipa
skoðunastjóri taka til sérstakrar
meðferðar en það er að slipp-
leiga og uppsátursgjald skuli
standa undir nauðsynlegum við-
halds- og endurnýjunarkostnaði
við dráttarbrautirnar.
í öllum slippum og dráttar-
brautum bíða næg verkefni, svo
sem vænta má í upphafi vertíð-
ar og eftir þá stöðvun sem orðið
hefir á þjónustu þessara aðila.
„25 króna
veltan“
SKRIFSTOFAN í Sjálfstæðis
húsinu er opm hvern virkan
dag kl. 9—7. Símar 16845 og
17104.
Menn eru beðnir að fylgj-
ast með því, hvort þeir, sem
skorað hefur verið á, hafa
greitt.
Sjálfstæðismenn! — Takið
þátt í veltunni með því að
greiða 25 kr. og skorið á aðra
að gera slíkt hið sama og
styrkja með því kosningasjóð
Sj álf stæðismanna.