Morgunblaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 19
Miðvilaidagur 8. Jan. 1958 MORCl'NBL AÐIÐ 19 — Framboð i kaupfúnum Framh. af bls. 3 9. Malmfreður Árnason, verkam. 10. Aðalsteinn Jónsson, útg.m. 11. Oddný Eyjólfsd., kaupkona. 12. Árni Jónsson, kaupmaður. 13. Gunnar Wedholm, verkam. 14. Einar Þorkelsson, verkam. Sem aðalmaður í sýslunefnd er Friðrik Árnason og til vara Árni Jónsson. xC á Reyðarfirði REYÐARFIRBI, 7. jan. — Sjálfstæðismenn á Reyðarfirði hafa lagt fram lista við hrepps- nefndarkosningarnar. Listinn er þannig skipaður: 1. Arnþór Þórólfsson kaupm. 2. Jónas Jónsson bóndi. 3. Bóas Hallgrímsson vélstjóri. 4. Sigurjón Ólason verkamaður. 5. Kristinn Magnússon kaupm. 6. Garðar Jónsson verkstjóri. 7. Jóhann Bjarnason verkam. 8. Finnur Malmquist rafvirki. 9. Sverrir Bendediktsson verkamaður. 10. Arthur Guðnason smiður. Óflokksbundið á Fáskrúðsfirði Á FÁSKRÚÐSFIRÐI bjóða Sjáli stæðismenn ekki fram, en þar eru tveir listar í kjöri og er annar á vegum Framsóknarflokks ins og Alþýðuflokksins, en hinn er listi „Óháðra borgara". Á þeim lista eru þessir menn efstir: 1. Árni Stefánsson, útgerðar- maður. Óláfur Þórlindsson, vélstj. Margeir Þorbrandsson, fram- kvæmdastjóri. Friðrik Jóhannesson útgerð- armaður. Óflokksbundið á Djúpavogi DJÚPAVOGI, 7. jan. — Sveitar- stjórnarkosningar hafa ekki far- ið fram á Djúpavogi síðustu 12 ár vegna þess að aðeins einn listi hefur komið þar fram. Nú þykir Djúpavogsmönnum tími til kom- inn að efna til kosninga til að sjá eitthvað „hvernig línurnar liggja“. Hafa nú komið fram 2 listar sem þó eru ekki bornir fram af hinum pólitísku flokk um. Hér koma fimm efstu menn á báðum listum. A-listinn: 1. Kjartan Karlsson, oddviti. 2. Valgeir Vilhjálmss., kennari, 3. Sigurður Kristóferss., bílstjóri 4. Ragnar Eyjólfsson, verkam. 5. Jón Lúðvíksson, bóndi. Tii sýslunefndar Þorsteinn Sveinsson og til vara Sigfinnur Vilhjálmsson. B-listinn: 1. Jón V. Ágústsson, fiskimatsm. 2. Kristinn Friðriksson, útg.m. 3. Björn Gústafsson, útgerðarm. 4. Asgeir Björgvinsson, trésm. 5. Steingrímur Karlsson verkam. Til sýslunefndar Halldór Jóns- son hreppstjóri og til vara Ásgeir Björgvinsson, trésmiður. — Afglöp sjávar- útvegsmálaráðherrc Framh. af bls. 1 að ráðherra skammti sjálfum sér tíma í hinu hlutlausa Ríkisút- varpi til þess að flytja önnur eins ósannindi og Lúðvík Jósefs- son bar á borð fyrir útvarps- hlustendur í gærkvöldi. Þessi leiðtogi kommúnista er orðinn ber að slíkri óorðheldni og blekk ingum, að enginn getur tekið mark á honum. Misnotkun hans á Ríkisútvarpinu getur ekki breitt yfir þá staðreynd. Smávægileg aukin skattfriðindi sjómanna Samkvæmt samkomulagi LÍÚ við ríkisstjórnina, hækkar lág- markskauptrygging sjómanna suð-vestanlands úr 2145 kr. í 2530 kr. á mánuði í grunn. Ennfremur eru skattfríðindi sjómanna hækk uð úr 1000 kr. á mán. í 1350 kr. Fiskverð hækkar um 10 aura á kíló. Samkvæmt samningi við LÍÚ ’hækka útflutningsuppbætur nokkuð og útgerðin nýtur áfram ýmissa fríðinda, sem hún áður hafði. Bæði togaraútgerðarmenn og vélbátaeigendur fá frest á af- borgunum af stofnlánum. Viðhorfin í útvegsmálunum Viðhorfin í útvegsmálun- um í dag eru þá þau, að tog- araútgerðin hefir nær enga lausn fengið á sinum vand- ræðum vegna aukins rekstrar kostnaðar og vaxandi verð- 2. 3. 4. bólgu. Og í mörgum stærstu verstöðvum landsins hefir ekkert samkomulag tekizt milli sjómanna og útvegs- manna um kauptryggingu. Enn freinur lítur út fyrir að stór hluti vélbátaflotans muni ekki komast á veiðar sökum skorts á mannafla. Hraðfrystihúsin vantar fólk Loks hefir það nú gerzt, að hraðfrystihúsunum hefir verið synjað um yfirfærslu á kaup- gjaldi á 2. hundrað stúlkna, sem nauðsynlegt er talið að ráða til landsins til vinnu í hrað- frystihúsum í fjórum verstöðv- um. Eru það Vestmannaeyjar, Sandgerði, Flateyri og Hnífsdal- ur. Á sl. ári voru um 80 erlendar stúlkur ráðnar til vinnu í hrað- frystihúsum hér á landi. Vinna þær aðallega við pökkun, vigtun og frágang fiskflaka. Nú hefir viðskiptamálaráðherrann, sem jafnframt er sjávarútvegsmála- ráðherra, neitað urn yfirfærslu á kaupi þessa erlenda starfsfólks, sem hraðfrystihús í 4 verstöðvum telja nauðsynlegt að fá til þess að geta haldið fullum afköstum. köstum. Allt ber hér að sama brunni. Sjávarútvegsmálaráðherra komm únista hefir engan skilning á hags munamálum sjómanna og útvegs manna og stendur uppi ráðþrota gagnvart þeim erfiðleikum, sem verðbólgupólitík vinstri stjórn- arinnar hefir leitt yfir útflutn- ingsframleiðsluna og þjóðina í heild. - Utan úr helmi Frh. af bls 10 is, sem er vanur að fá vilja sín- um framgengt, er öskuvondur yfir því, að prinsinn vill ekki við urkenna, að það séu milljónir Onassis, sem hafa reist fjárhag furstadæmisins við. Velgengni spilavítisins Onassis að þakka. Samt sem áður er staðreyndin sú, að spilavítið, sem er aðaltekju lind Monaco, hefir aldrei borið sig eins vel og nú. Uppgjörið sýnir, að svo mikil peningavelta hefir ekki verið í vítinu síðan á fvrstu árunum eftir fyrri heims- styrjöldina. Því verður varla neit að, að það er Onassis, sem stend ur að baki þessari fjárhagslegu velgengni spilavítisins. En þrátt fyrir það hitta hann og hin fagra kona hans, Tina, æ sjaldnar furstahjónin í Monaco. SKIPAUTGCRB RIKISINS „ E S J A “ vestur um land í hringferð hinn 12. jan. — Tekið á móti flutningi ti Patreksfjarðar, Bíldudals, — Þingeyrar, Flateyjar, Súganda- fjarðar, Isafjarðar, Siglufjarðar, Dalvíkur og Akureyrar í dag. — Farseðlar seldir á föstudag. Kennsla Den Suhrske Husmoderskole Statsanerkent, Pustervig 8 — Köbenhavn K. — 1 marz byrjar 4 mán. námskeið í matardcildinni. þar sem veitt er alhliða tilsögn í öllu sem viðkemur heimili. Verð 300 á mán. — Skólaskrá send. Vordinborg húsmæðraskóli ca. 1% st. ferð frá Kaupmanna- höfn. Nýtt námskeið byrjar 4. maí. Barnameðferð, kjólasaumur, vefnaður og handavinna. Skóla- skrá send. Sími 275. Valborg Olsen Sfartsstúlka óskast Vífilsstaðahælið vantar starfsstúlku nú þegar. Umsækjendur um starfið snúi sér til forstöðukonu hælisins, sími 1.56.11, kl. 2—3. Skrifstofa ríkisspítalanna. Einn báfur gerður út frá Dalvík DALVÍK, 6. jan. — Þrír bátar héðan eru farnir suður til Kefla- víkur, og verða þeir gerðir út þaðan á vetrarvertíðinni. Dal- víkingar halda tveimur þeirra úti, en hinn þriðji er leigður mönnum fyrir sunnan. Einn bát- ur, Hannes Hafstein, verður gerður út á línuveiðar héðan úr kauptúninu. —SPJ. AKRANESI, 7. jan. — Hingað kom í dag Vega, finnskt skip, með 100 standarda af timbri til Har. Böðvarssonar & Co. Einnig kom 1 dag danskt skip, Laura Nielsen, með um 500 tonn af sementi til sementsverksmiðj- • unnar. —Oddur. | Sendisveinn OKKUR VANTAR DUGLEGAN SENDISVEIN STRAX. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem á einn eða annan hátt glöddu mig á áttatíu ára afmæli mínu 23. þ.m. Lifið heil. Vigdís Sæmundsdóttir, Hrauni. Innilegar þakkir færi ég vandamönnum og vinum, er minntust mín á afmæli mínu 14. desember síðastliðinn, með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Kær kveðja. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Njálsgötu 8. Ég þakka hjartanlega öllum vinum og vandamönnum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á fimmtugsafmæli mínu 18. desember síðastliðinn. Guð gefi ykkur öllum gleðilegt ár. Steinunn Einarsdóttir, frá Nýjabæ. Maðurinn minn HARALDUR GUÐMUNDSSON frá Háeyri, varð bráðkvaddur mánudaginn 6. þ. mán. Þuríður Magnúsdóttir. Jarðarför móður okkar FRIÐGERÐAR FRIÐFINNSDÖTTUR frá Þverlæk fer fram frá Hagakirkju í Holtum laugard. 11. janúar kl. 12.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Bílferð verður frá Reykjavík sama dag. Þeir, sem hafa í hyggju að fara austur að jarðarförinni eru vinsamlega beðnir að gera viðvart í síma 1-54-89 fyrir kl. 12 á föstu- dag. Börn hinnar látnu. Útför VIUHJÁLMS SVEINSSONAR prentara, Óðinsgötu 7, fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 10. þ.m. og hefst kl. 1.30 e.h. Daginar Gunnarsdóttir, Ásgeir Ólafsson, Gunnar ísleifsson. Fósturfaðir minn ÞORGRlMUR JÓNSSON sem andaðist 2. þ.m. á Siglufirði, verður jarðsunginn frá B Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. þ.m. Athöfnin hefst kl. 1,30 e.h. Helgi Vilhjálmsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR B JARNADÓTTUR frá Vallá Magnús Benediktsson, Benedikt Magnússon, Gréta Magnúsdóttir, Marta Magnúsdóttir. Innilegar hjartans þakkir tii allra, nær og fjær, sem auðsýndu hluttekningu og samúð við andlát og útför GUNNARS HLÍÐAR stöðvarstjóra, Borgarnesi. Ingunn Hlíðar og dæturnar. Guðrún, Sigurður Hlíðar og bræðurnir. Einlægar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og út- för eiginmanns míns PÁLS EINARSSONAR, rafmagnseftirlitsmaður Álfhildur Runólfsdóttir. Hjartanlegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við and- lát og útför móður minnar GUÐLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR Fyrir mína hönd, systkina minna og annarra vanda- , g manna. Svanur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.