Morgunblaðið - 15.01.1958, Side 2

Morgunblaðið - 15.01.1958, Side 2
2 MORC,riV**K 4Ð1Ð Miðvikudagur 15. ían. 1958. Reykjavíkurbær þarf á miklu rekstrarfé að halda Ríkið skuldar nú Reykjavíkurbæ stórfé. í HINNI fróðlegu grein Geirs Hallgrímssonar hrl. í Morgunbla'ð inu í gær, var gerður nokkur samanburður á því, er Reykja- víkurbær hefði lagt fram til ein- stakra framkvæmda og hvað rík- ið hefði þar lagt af mörkum. Eitt af dæmunum var um íþróttasvæðið í Laugardal, þar sem 5 milljónir króna hafa verið greiddar úr bæjarsjóði til þess á s.l. ári en aðeins 145 þúsund krón ur af ríkinu. Skuld íþróttasjóðs ríkisins vegna íþróttasvæðisins í Laugardal nam um síðustu ára- mót um 4,7 milljónum króna. Þá benti Geir einnig á, að í sambandi við útrýmingu á heilsu spillandi húsnæði hefði verið greitt úr bæjarsjóði vegna hús- bygginga meira en 40 milljón krónur á s.l. þremur árum, en í þessu sama skyni aðeins 10 millj- ón krónur úr ríkissjóði. Loks benti Geir Hallgrímsson á, að ríkissjóður ætti vangoldið til skólabygginga í Reykjavíkur- bæ upphæð, sem næmi 8,3 millj- ónum um s.l. áramót og að ríkis- stjórnin hefði ofan á þetta van- rækt að ætla 6,5 milljón kr. til sljkra bygginga árið 1958. ^að má öllum vera ljóst að Reykjavíkurbær þarf mikið rekstrarfé og það er glðggt að það er framkvæmdum bæjarins mík- ill fjötur um fót, hve ríkið stend- ur í stórkostlegum vanskilum við hann í ýmsum samböndum, eins og dæmi þau, sem G. H. tók, sýna. Það er vitaskuld ekki annað en sjálfsögð ráðstöfun, að Reykjavíkurbær hefur nú eins og raunar áður ávaxtað í fyrirtækj- um sínum þá sjóði, sem einstök bæjarfyrirtæki eða greinar bæj- rekstrarins hafa eignazt. Það hefðu vitaskuld verið lítil hygg- indi í því að leggja slíka sjóðs- eignir inn í banka og fá af þeim lága innlánsvexti, en Reykja- víkurbær hefði síðan farið til hinna sömu banka og tekið rekstr arlán með háum vöxtum. Það hefði verið óskynsamlegt og hef- ur engum fram að þessu dottið slíkt í hug. Rekstrarfjárþörf er einnig svo mikil, eins og öllum má vera Ijóst, að bærinn verður að nota allt fé, sem hann hefur yfir að ráða til sinna fram- kvæmda og er þá vitaskuld sjálf- sagt að ávaxta einstaka sjóði bæj YSef- foss SJALFSTÆÐISMENN á Sel fossi hafa opnað kosningaskrif stofu í verzlunarhúsi S. Ó. Ólafssonar & Co. (2. hæð). Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síð degis. Simi skrifstofunnar er 119. Stuðningsfólk D-listans á Selfossi er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna. arfyrirtækjanna í framkvæmd- um og rekstri bæjarins sjálfs. En nú finna minnihlutaflokk- arnir allt í einu upp á þvi, að kalla þetta „eyðslu“ og „sóun“. Þjóviljinn hrópar um, að „íhald- ið tæmi sjóði bæjarins"! Þegar Reykjavíkurbær ávaxtar fé stofn ana sinna í framkvæmdum, þá er það kallað eyðsla og sóun og að sjóðir séu tæmdir. Minni- hlutaflokkunum og þá ekki sízt bæjarfulltrúa Framsóknar og Sambands íslenzkra samvinnu- félaga væri miklu nær að koma því til vegar, að fjármálaráð- herrann greiddi skuldir rikisins við Reykjavíkurbæ, sem nú nema gífurlegum upphæðum, heldur en að eyða orku sinni í að setja á pappírinn aðrar eins fjarstæður og þær, sem blöð- in hafa skrifað um sjóði bæjar- félagsins og „eyðsluna“ og „sóun ina“ á þeim. ÞEGAR Dettifoss kemur hingað til Reykjavíkur næst mun hefj- ast rannsókn hjá sakadómara- embættinu, á stórháskalegu til- tæki þar um borð Skorið var gat á mastur skipsins, til þess að nota það sem felustað fytir áfengi er smygla átti í land. Þegar tollverðir gerðu leit að áfengi í skipinu fóru þeir inn í masturshús, sem er í kringum aftursiglu og er notað sem geymsla. Þar var því veitt eftir- tekt að málningin á mastrinu á dálitlum kafla var alveg ný, þó að öðru leyti væri málningin þarna inni farin að láta á sjá. Þetta vakti sérstaka grunsemd tollvarðanna, sem athuguðu Þrír bálar gerðir út frá Siglufirði SIGLUFIRÐI, 14. janúar. — Héð- an verða gerðir út þrír bátar í vetur á linu. Eru tveir byrjaðir róðra, m.s. Hringur og er hann um 60 lestir og Baldvin Þor- valdsson um 17 lestir. Þriðji bát urinn byrjar síðar því í hann var verið að setja nýja vél. Bátarnir leggja upp í frystihús Þráins Sigurðssonar, ísafold. Reyfingsafli hefur verið hjá þeím, 3—4 lestir í róðri. Bátarnir hafa sótt vestur á Skagagrunn. Togarinn Elliði losaði hér afla fyrir helgina í frystihús og einnig til skreðarvnnslu. Katla losaði hér tunnuefni til tunnuverk- smiðju ríkisins fyrir nokkru. Stirð tíð hefur verið hér undan- farið til sjós og lands. — Guðjcn. í GÆR kom til Reykja- víkur nýtt verndarskip hins þýzka fiskveiðiflota við ís- land. Nefnist skipið Poseidon og er það svo að segja alveg nýtt. Um borð í því er að finna, að öllum líkindum, full- komnasta sjúkrahús, sem finnst um borð í nokkru skipi. ■Ar Poseidon lagði af stað frá Cuxhaven á Þorláksmessu og þegar það kom eftir nokkurra daga siglingu á tslandsmið var vissulega þörf fyrir það, því ofviðri höfðu geisað umhverf- is ísland. Þegar það er nú í höfn í Reykjavík, liggja fimm sjúklingar um borð í því, en allir slösuðust þeir í rokinu þetta nánar þegar i stað og kom þá í ljós hvað um var að ræða. Tekið hafði verið stykki úr siglunni, sem er úr stáli 12 millim þykku. Var það stykki 22x24 sm að ummáli. Það hafði síðan verið fellt í aftur, skrúfað fast í flat- járn sem skrúfað hafði verið í mastrið að innanverðu. Síðan hafði verið spartlað rækilega yf- ir og málað. Þegar tollverðirnir voru búnir að opna „lúgu“ þessa fundu þeir þar inni í siglunni tæplega 100 flöskur af áfengi. Við rannsókn kom í Ijós að einn og sami skip- verjinn átti vínbirgðir þessar. Það var ekki rannsakað að þessu sinni, hver ábyrgðina bar á þessu bíræfna tiltæki að skera gat á aftursiglu skipsins. Siglan ber uppi alls fjórar fimm tonna bómur, — 20 tonn. Þetta veikti stórlega burðarmagn siglunnar og mun styrkleikahlutfallið hafa minnkað við þetta um hvorki meira né minna en 30%. ViðurkennSng FRIÐRIK Danakonungur hefur veitt L. Storr aðalræðismanni Dana hér, Dannebrogsorðuna af 1. gráðu. Var honum færð orðan nýlega af sendiherra Dana hér á landi, Knuth greifa. Fundinn setti frú Jakobína Mathiesen og stjórnaði honum. Fundarritari var frú Soffía Sig- urðardóttir. Ræður fluttu þrír frambjóðendur flokksins: Frú Elín Jósefsdóttir, frú Sigurveig Guðmundsdóttir og Valgarð Thoroddsen rafveitustjóri. Þá var borið fram kaffi og að lokum spiluð félagsvist. Þessi fundur Vorboðans og reyndar aðrir fundir, sem Sjálf- stæðisfélögin hafa haldið, sýndi Ijóslega, að Sjálfstæðisflokkur- inn í Hafnarfirði hefir eflst mjóg frá síðustu kosningum. sem skall yfir á aðfangadags- kvöld jóla. ■Á I Poseidon eru einnig veð- urathuganastöð búin mjög fullkomnum tækjum og véla- viðgerðastöð, sem getur sinnt ýmsum þörfum hins þýzka fiskveiðiflota. Skipstjóri á Poseidon er Wilhelm Dahmen, sem áður var á þýzka vernd- arskipinu Meerkatz, en það mun í framtíðinni annast að- stoð við þýzka fiskveiðiflot- ann ásamt Poseidon. Myndina tók Ól. K. M., ljósm. Mbl., í Reykjavíkur- höfn í gær. — Skipið lá við Ægisgarð. VKosninga- skrifstofa fyrir Langholts- og Vogahverfi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur opnað kosningaskrifstofu fyrir Langholts- og Vogahverfi að Sigluvogi 15. Skrifstofan verð ur opin daglega frá kl. 10 til 12 f.h. 2 til 6 e.h. og á kvöldin frá 8 til 10. Á skrifstofunni verða gefnar upplýsingar um allt er varðar bæjarstjórnarkosningarnar og er Sjálfstæðisfólk í þessum hverf- um hvatt til að hafa samband við skrifstofuna hið fyrsta. Sími skrifstofunnar er 33159. Hér var um að ræða tollvörð. f vörzlu hans fannst smyglað áfengi, útlendur bjór, smyglað tóbak og einnig erlent smjör, — lítið magn af hverju. Við rannsókn málsins kom það m. a. fram, að tollvörðurinn kvaðst hafa þegið hinn toll- svikna varning að gjöf frá skip- Má fullvíst telja, að hann hafi aldrei fyrr verið eins öflugur og sigurviss og nú. — G. E. Fundur Sjálfstæð- ismanna á Akur- eyri annað kvöld SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akur eyri boða til almenns fundar um bæjarmál annað kvöld (16. þ. mán.) klukkan 8,30. 'Fundurinn verður haldinn í Varðborg. Sjö efstu menn á lista Sjálfstæðis- flokksins í bænum flytja stuttar framsöguræður. Eru það þeir: Jónas G. Rafnar. Jón G. Sólnes. Helgi Pálsson. Árni Jónsson. Gísli Jónsson. Jón H. Þorvaldsson og Bjarni Sveinsson. Hér gefst Sjálfstæðismönnum á Akureyri óvenjugott tækifæri til þess að kynna sér stefnuna í bæjarmálunum, og eru þeir hvattir til að fjölmenna á fund- inn. Meifluiningur Loft- leiða í desember SL. desembermánuður varð Loft leiðum mjög hagstæður. í þessum mánuði var ferðafjöldi sami og í fyrra. Nú ferðuðust 1525 farþeg- ar með flugvélum félagsins, en það er 15.8% aukning frá far- þegatölunni í desembermánuði 1956. Mestu máli skiptir að sæta nýting hefir aldrei verið betri í sögu félagsins á þessum árstíma því að nú reyndist hún 67.39%, en það er svipað því, sem ágætt þykir yfir hásumarið, en þá hef- ir jafnan verið annríkast hjá fé- laginu. Flutningar á pósti og vör- um reyndust svipaðir í sl. des- embermánuði og á sama árstíma í fyrra. (Frá Loftleiðum). ★ STRAS SBORG, 14. jan. — Rúmlega 100 þingmenn frá 15 ríkjum komu saman til fundar í Strassborg í dag. Er hér um að ræða 4 daga ráðstefnu ráðgjafa- nefndar Evrópuráðsins. verja einum á millilandaskipi. Tollvörðurinn hafði ekki verið að störfum í umrætt skipti. Tollvörður þessi hafði byrjað starf sitt hjá tollgæzlunni önd- vert ár 1956. Hann hefur verið látinn víkja úr starfi a.m.k. með- an málið er í rannsókn, en það er nú til fyrirsagnar í dómsmála ráðuneytinu. Bninatjón í bílaverkstæði SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt út fjórum sinnum síðdegis í gær. Hvergi var um mikinn eld að ræða. Nokkurt tjón varð þó í bílaverkstæði Árna Gísla- sonar við Kleppsveg. Þar hafði kviknað eldur út frá olíukyndi- tæki. Komst hann milli þilja, en varð fljótlega slökktur. UfankjÖrsfaðakosning ÞEIR, sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu- mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í póst- húsinu, gengið inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin fiá kl. 10—12 f. h„ 2—6 og 8—10 e. h. daglega. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti I, veitir allar upplýsingar og aðstoð I sambandi við utankjör- fundaratkvæðagreiðslu. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10 daglega. Símar skrifstofunnar eru 1 71 00, 2 47 53 og 1 22 48. Kjósendahandbókin KJÓSENDAHANDBÓKIN við bæjar- og sveitarstjórnarkosningar 26. janúar 1958 er komin út. í bókinni eru listabókstafir og nöfn frambjóðenda, ásamt mjög fullkomnum tölfræðilegum upplýsing- um úr undanförnum bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. t bókinni eru hlutfallstölur til samanburðar og tölur, eins og þær bárust við talningu í síðustu kosningum. Bókin er í handhægu broti, þver- broti, og fæst í öllum bókabúðum bæjarins. Um 100 flöskur af áfengi faldar í siglutré Fjöímennur iundur hjá Vorboðanum HAFNARFIRÐI — Síðastliðið mánudagskvöld hélt Sjálfstæðis- kvennafélagið Vorboðinn fund, sem var mjög fjölsóttur. Bar hann þess greinileg merki, að nú eru Sjálfstæðiskonur í bænum stað - ráðnar í því að gera sigur Sjálfstæðisflokksins sem stærstan í kosningunum. A fundinum gengu inn nýir félagar. Tollvörður með smyglaðan varning undir höndum tekinn DÓMSRANNSÓKN er lokið í nokkuð óvenjulegu máli hér í Reykja- vík. Lögreglumenn voru skömmu eftir áramótin kallaðir í veitinga- stofu eina í miðbænum, vegna ofurölvunar eins gestanna. Var maðurinn brátt tekinn og færður á lögreglustöðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.