Morgunblaðið - 15.01.1958, Side 9

Morgunblaðið - 15.01.1958, Side 9
Miðvikudagur 15. jan. 1958. MÖRCTJNBLAÐIÐ § Uppþvottavél FYRIR VEITINGAHtJS EÐA MATSÖLU höfum við verið beðnir að selja. Varamótor fylgir. Véla og Raftœkjaverzlunin hf. Bankastræti 10 — Sími 12852 „Þau eru eaai oii ems ajarkmiail og pessi liili“ (Ljóm. Ol. K. M.) Heimsókn í tannlækninga- stofu Laugarnesskúlans Börn eru oft ótrúlega hörð af sér og bera sig minna upp undan óþægindum af tannviðgerðum en fullorðnir, segir tannlæknirinn VIÐ vöðum snjóinn yfir flötina fyrir framan Laugarnesskólann. Börnin láta sig kafaldið engu skipta og nota frímínúturnar til að fá sér hreint loft í lungun, og enginn kemst yfir svæðið án þess að verða fyrir smásnjókúlu, — sem vafalítið minnir á gámla daga, er hann sjálfur sat á skóla- bekk. Og leiðin liggur áfram upp á þriðju hæð — til tannlæknis- ins. Lítil telpa í rauðri hettu- úlpu labbar á undan okkur inn ganginn, ef til vill ofurlítið kvíð- in af því að hún á að setjast í stólinn hjá tannlækninum. Nokkur börn bíða við dyr tann- læknisstofunnar. „Mamma bað mig að biðja yður að líta á eina tönn í mér,“ segir Hauðhetta litla við tannlækni skólans, frú Ellen Björnsson, og óðara eru tennur Rauðhettu skoðaðar, og stund ákveðin fyrir tannviðgerðina. Tveir litlir snáðar ákveða einnig stefnumót við tannlækninn. o—O—o Lítill, ljóshærður piltur situr hinn rólegasti á stól við dyrnar og bíður. Enginn sér honum bregða, þegar röðin kemur að honum, og tannviðgerðin hefst umsvifalaust. Það borgar sig að rabba við börnin Börnin eru ótrúlega hörð af sér og bera sig oft minna upp undan óþægindunum af tann- viðgerðunum en fullorðnir, seg- ir Ellen Björnsson. Oftast er nauðsynlegt að spjalla við þau fyrst í stað og skýra fyrir þeim gang málanna, því að þau eru auðvitað kvíðin eins og allir, sem fara í fyrsta sinn til tannlæknis. En hafi einu sinni heppnazt að ná tökum á þeim, er allt í lagi. Ekki neita ég því, að oft fer talsverður tími í að rabba við þau, en það er ómak, sem borg- ar sig — þó að þá sé ekki hægt að hefja viðgerð umsvifalaust. o—O—o Þau eru ekki öll eins kjark- mikil og þessi litli, sagði hún, ! og Oddur Eggertsson, sem er að- ' eins átta .ára, lætur spinna skemmdirnar úr tönnunum og kreppir ekki einu sinni fingurna , um armana á stólnum. Þegar hlé I verður á, spjallar hann við tann- lækninn. Yfirleitt hefi ég það fyrir venju að deyfa, ef ég held, að barnið finni nokkuð til að ráði, segir tannlæknirinn. Það er betra \ en að hvekkja þau með meiri I sársauka, en þeim finnst þau þola. Séu börnin hins vegar lítt viðráðanleg, lofum við foreldr- unum að koma með þeim. Foreldrarnir sýna meiri áhuga en áður Að jafnaði gengur allt slétt og fellt. Börnin vita, að öll skóla- systkini þeirra fara til tannlækn isins, og tannviðgerðirnar verða sjálfsagður þáttur í skólaver- unni. Afstaða heimilanna í þessu máli hefur mjög mikið að segja. Og mér er óhætt að segja, að foreldrarnir sýni nú mun meiri áhuga en áður á, að gert sé við tennur barnanna. Ganga má út frá því sem vísu, að fari elztu börnin möglunarlaust til tann- læknis, gera yngri systkinin það einnig. Ekkert er eins ánægju legt og að ná þeim árangri, að börnin fái sjálf áhuga á að hirða vel tennur sinar og láta gera við þær. TJm 850 börn Frú Ellen hefir í sinni umsja um 850 börn í Laugarnesskólan- um. Því miður getum við ekki annað meiru en að gera við tenn- ur barnanna fram til tíu ára aldurs, þó að reynt sé að gera eitthvað fyrir eldri börnin, ef þau fá tannpínu. Eftir þetta ald- urstakmark er foreldrunum ætl- að að sjá um tannviðgerðirnar. Því er nú verr, að viða vantar mikið á, að foreldrarnir séu nógu vel á verði. o—O—o Suðhljóð tannborsins er nú hætt, og Oddur litli fær fylling- ar í holurnar. Jæja, Oddur, nú átt þú frí frá tannviðgerðum til næsta hausts. Ertu ekki feginn? Eða viltu kannske koma aftur? spyr tannlæknirinn. Oddi verður svarafátt, en brosir þó borgin- mannlega, kveður og fer — senni lega feginn í hjarta sínu. o—O—o Þetta er ellefta árið, sem frú Ellen starfar við Laugarnesskól- ann. Hún er dönsk að ætt, en fluttist hingað 1938. Segist hún kunna mjög vel við sig hér, „enda er starf mitt hér, og það skiptir mestu máli. Ég kveið mjög fyrir þessu starfi. Ég hélt, að það myndi reynast mjög erfitt, og all- ir töldu úr mér kjarkinn. En það reyndist óþarfi að bera kvíðboga fyrir því. Mér hefur fundizt dá- samlegt að vinna með börnun- um. Framh. á bl. 13 Fosteignaskattor Brunatryggmgafiðgjsld Hinn 2. janúar féllu í gjalddaga fasteignaskattar ttt bæjarsjoós ReyKjaviKui’ anó 1958: Húsaskattur Lóðarskattur Vatnsskattur Lóðaleiga (íbúðarhúsalóða) Tunnuleiga. Ennfremuir brunatryggingariðgjöld árið 1958. Öll þessi gjöld eru á einum og sama gjaldseðli íyrir hverja eign, og hafa gjaldseðlarnir verið bornir út um bæinn, að jafnaði í viðkomandi hús. Framangreind gjöld hvíla með lögveði á fasteign- unum og eru kræf með lögtaki. — Fasteignaeigendum er því bent á, að hafa í huga, að gjalddaginn var 2. janúar og að skattana ber að greiða, enda þótt gjaldseðill hafi ekki borist réttum viðtakanda. Reykjavík, 13. janúar 1958. Borgarritarinn. <RP; Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að framleiðendur R. F. D. gúmmíbjörgunar- báta hafa ákveðið að aðeins eftirtaldir menn hafa verið viðurkenndir og hafa leyíi verksmiðjunnar til þess að framkvæma viðgeröir og eftirlit á R.F.D. gúmmíbjörg- unarbátum: Reykjavík: Óli Barðdal, Seglagerðin Ægir, Ægisgötu 1. Akureyri: Sigurður Baldvinsson, Þingvaliastræti 8. Norðfjörður: Jón Pétursson Vestmannaeyjár: Einar Gíslason. ísafirði: Símon Helgason, Túngötu 12. Akiranes: Ingi Guðmundsson, Suðurgötu 64B. Það eru því vinsamleg tilmæli -verksm iðjunnar, að allir eigendur R.F.D. gúmná björgunarbáta snúi sér til ofangreindra manna með eftiriit og viögerðir. Aðalumboðsmenn fyrir framleiðendur R.F.D. gúmmíbjörgunarbáta: Ólolnr Gíslason & Co. hf. Hafnarstræti 10—12 — Sími 18370 (3 línur) Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.