Morgunblaðið - 15.01.1958, Side 10

Morgunblaðið - 15.01.1958, Side 10
10 MORCIJN m AÐIÐ Miðvikudagur 15. jan. 1958. tJtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sígurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargialri kr. 30.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr., 1.50 eintakið. ATHYGUSVERÐAR STAÐREYNDIR STJÓRNARBLÖÐIN gera sér í gær mjög tíðrætt um ræðu Bjarna Bene- diktssonar í Kópavogi sl. laugar- dag. Tvö þeirra rita forystugrein- ar um ræðuna og hjá einhverju þeirra er hún aðaluppistaðan a m. k. í þremur greinum. Mikils þykir nú við þurfa. Athyglisverðast er þó, að öil forðast stjórnarhersingin að geta þess, sem verst hefur komið við hana: Hinnar skýrugreinargerðar um það, hversu hag þjóðarinnar hefur hrakað á þeim 18 mánuð- um, sem V-stjórnin hefur verið við völd. Skætingurinn til Bjarna Benediktssonar miðar að því að draga huga manna frá þeim staðreyndum. Á þessu tímabili hefur verið gengið á birgðar útflutningsvara svo nemur 175 millj. kr. Um minnkun birgða af erlenduin vörum í landinu eru engar skýrs’ ur til. En á fyrstu 11 mánuðum ársins 1957 var innflutningur af neyzlu- og kapitalvörum 90 millj. kr. minni en á sama tíma á árinu áður. Enginn efi er á, að hinar innfluttu vörur hafa rýrn- að mun meira en þessari upp- hæð nemur. Ef tekið er tillit til þessara tveggja liða einna, hefur hagur- inn út á við því á 18 mánaða timabili versnað um hátt á þriðja hundrað millj. kr., a. m. k. Með því er þó sagan ekki nema hálfsögð. Þjóðarbúinu hefur ver- ið haldið við með stórkostlegum lántökum. Þær nema á þessum 18 mánuðum fullum 386 millj kr. Er það hærri upphæð en ali- ar sambæriiegar skuldir voru áð- ur. Lítil afsökun er, að þeUa fé hafi farið til þarflegra fram- kvæmda. Sogslánið er t. d. ekki nema lítill hluti af þessari miklu upp hæð. Að því frátöldu hafa á þessu tímabili sízt verið meiri fram- kvæmdir, sem eðlilegt er að fí erlent lánsfé til, en var næstu árin á undan. Á öllu tímabiii stjórnar Ólafs Thors frá því í september 1953 fram á mitt ár 1956, var sambærileg skulda- aukning einungis h. u. b. 130 millj. kr., miðað við 386 milljón- ir á helmingi styttri tíma nú. ★ Svo báglega sem til hefur tek- izt þrátt fyrir allar þessar lán- tökur, mundi alveg hafa keyrt um þvert bak, ef ríkisstjórnin hefði ekki haft þetta fé hande á milli. Ærið áhyggjuefni er hversu illa hefur tekizt til inn á við. A sl. ári hækkaði dýrtíðin sem svarar 16 vísitölustigum og þn raunverulega miklu meira, vegna þess að verðhækkunum var að mestu haldið frá vísitöluvörun- um. Níðurstaðan varð og sú, að þrátt fyrir loforð um hið gagn- stæða, gafst ríkisstjórnin upp vic að afgreiða tekjuhallalaus fjár- lög og viðurkennir sjálf, að þar vanti á 85 millj. kr., auk þess sem stórfé skortir í viðbótar styrki til sjávarútvegsins. ★ í þessum efnum horfir þess vegna ekki vel og er það þó sök sér, því þar þurfum við ekki undir aðra að sækja, ef við vilj- um breyta til. Hin stórkostlega versnandi af-. koma út á við er sýnu meira áhuggjuefni. Nokkurt dæmi uir. það, hversu trausti landsins er komið, er, að Bandaríkjamenn fengust ekki til að semja endan- lega um sinn hlut af samskota- láninu fyrr en sjálfur forsætis- ráðherrann, sem lofað hafði, að herinn skyldi tafarlaust rekinn á braut, var teymdur suður til Parísar og gaf þar í viðurvist 60 ráðherra þá yfirlýsingu, að varn- arliðið skyldi ekki verða látið hverfa burt, að „svo stöddu“. Sú stjórn, sem sættir sig við sb'ka meðferð, er vissulega illa komin og ekki eykur það á traustið, að ræðan, sem Hermann Jónasson gaf þessa yfirlýsingu í, skuli ekki fást birt hér á landi. Hvað sagði hann í ræðunni, sem íslendingar mega ekki fá að kynnast? Kosningarnar nú snúast annars vegar um héraðsmál á hverjum stað og hins vegar um þjóðmála- baráttuna. Sjálfstæðismenn eru jafnfúsir að taka dómnum á hvorum forsendunum, sem hann verður reistur, aðeins ef kjósend- ur kynna sér staðreyndirnar og dæma eftir þeim. HÁNDRITAMAUÐ ENDURVAKIÐ FREGNIRNAR af frum- kvæði nokkurra áhuga- manna í Danmörku um upptöku handritamálsins þai, hljóta að vekja ánægju á íslandi. Alþingi 1957 skoraði á íslenzku ríkisstjórnina að taka málið upp við rétta danska aðila. í sumar gerði stjórnin svo það að tillögu sinni við dönsku ríkisstjórnina, að skipaðar yrðu nefndir frá báð- um ríkjum til að reyna að finna lausn málsins. Hér var talið, að áður en sú tillaga hefði verið gerð, hefði verið tryggt, að húr- fengi sæmilegar undirtektir í Danmörku. Þótt margir mánuðir séu liðnir síðan, er ekki kunnugt um, að neitt svar hafi borizt. Er það út af fyrir sig lítil hæverska, en mönnum skilst, að ástæðan sé klofningur innan dönsku stjórn- arinnar. Því ánægjulegra er, að málið skuli nú tekið upp af ýmsun. merkum mönnum í Danmörku og tillaga um ákveðna lausn þe«j borin fram við ríkisstjórnina og aðra aðila, sem um það hafa úr- slitaráð. Þessa tillögu verður að grandskoða og kynna sér, hvort efni hdnnar sé slíkt, að líklegt sé að hún leiði til farsællar lausnar Um það er ekki hægt að segja án athugunar, en íslendingar munu vissulega gera þá athugur af fullum velvilja. Því að það ei a. m. k. víst, að tillagan lýsir miklum áhuga á lausn máls- ins og góðvild í garð íslendinga Engin skyldi ætla, að sá velvilji væri takmarkaður við þann hóp, sem nú hefur hafizt handa i þessu máli. Þvert á móti er hann fyrir hendi hjá meginþorra dönsku þjóðarinnar. Þeir menn sem nú hafa tekið málið upp. eru áreiðanlega sannari fulltrúar hennar, en sú þunnskipaða fylk- ing afturhaldsmanna, sem vilja liggja á handritunum eins og ormar á gulli. íslenzkur farmaður, Boði Björnsson, tók þessa mynd yfir hafnar garðinn í Helsingfors, er verið var að skipa Íslandssíld á land. Úr ýmsum áftum Hún fær sjónina aldrei aftur Vildi gefa litlu stúlkunni augu sín EITT Kaupmannahafnarblað- anna skýrði svo frá á dögunum, að lítil grænlenzk stúlka, sem verið hefir heyrnarlaus síðan á unga aldri, hefði orðið fyrir því áfalli að missa sjónina. Töldu læknar enga von til þess að tak- ast mætti að veita henni sjón á ný. Gamall Kaupmannahafnar- búi, maður, sem hefur verið fatl- aður margra ára skeið, en enn hefur fullkomna sjón, snéri sér til eins blaðanna og bað ritstjóra þess að hjálpa sér. Gamli maður- inn kvaðst ekki hafa getað sofið síðan hann hefði lesið fréttina um grænlenzku stúlkuna — og nú hefði hann ákveðið að gefa henni augu sín, ef það mætti koma að gagni. Sagðist hann þegar hafa séð nógu mikið af heiminum. Hann væri búinn að lifa sitt feg- ursta - og kvaðst hann með glöðu geði vilja gefa litlu stúlkunni augu sín. Ritstjórinn snéri sér til heilbrigðisyfirvaldanna, en fékk það svar lækna, að því miður mundu augu gamla mannsins ekki getað hjálpað stúlkunni. Henni gæti ekkert hjálpað. Er manninum var færð fréttin varð hann harmi lostinn. Hann sagðist hafa verið farinn að hlakka til þess að geta fært litlu stúlkunni birtu, nóg væri henni að lifa í þögninni. En hann fékk ekkert I að gert og fór frá ritstjóranum i dapur í bragði. Og litla græn- I ienzka stúlkan mun áfram lifa í eilífu myrkri og þögn. Já, örlög hennar eru dapurleg. Óhætt að mála Lenin Sagt er, að listmálarar í Ráð- stjórnarríkjunum þori nú ekki framar að mála myndir af komm- únistaforingjunum af ótta við að vera sakaðir um persónudýrkun, þegar foringjarnir falla í ónáð einn af öðrum. Kommúnistafor- ingjarnir eru einnig sagðir hrædd ir við að láta mála royndir af sér af ótta við að verða sakaðir um að hafa tilhneigingar til þess að láta dýrka persónu sína. Eitt er víst, að á málverkasýningu í Moskvu fyrir skemmstu þar sem 1500 málarar úr öllum héruðum Ráðstjórnarríkanna sýndu mynd- ir sínar, var ekki ein einasta mynd af núverandi húsbændum í Kreml. Hins vegar er talið með öllu óhætt að mála myndir af Lenin enda voru 40 myndir af honum á sýningunni. Á einni mynd sást Stalín meðal annarra, Sýndi rausn sem voru að hlýða á Lenin í ræðu stóli. „Stálu helmingnum — bölvaðir“ Eftirfarandi gamansaga er sögð í Moskvu: Bláfátækur og sisolt- inn bóndi var orðinn vonlaus um að fá jarðneska hjálp í nauðum sínum svo að hann snéri sér til Guðs og áleit, að hann einn mundi geta hjálpað sér. Skrifaði bóndi Guði hjartnæmt bréf og bað hann ásjár. í lok bréfsins gerðist bóndi svo djarf- ur að biðja um 500 rúblur — til nauðþurfta. Síðan lagði hann bréfið í póstkassa — og var utaná skriftin auðvitað til Guðs. Póst- menn rak í rogastanz, er þeir sáu bréfið, því að aldrei hafði neitt slíkt bréf borizt til pósthússins. Var augijóst, að bréfritari var einhver einlægur flokksmaður, svo að bréfið var sent til Krú- sjeffs, því að ekki töldu þeir að annar maður gæti tekið við þessu bréfi. Og þegar Krúsjeff hafði lokið við lestur bréfsins ákvað hann að flokkurinn skyldi nú einu sinni sýna rausn — og lét senda bóndanum 250 rúblur, það fannst honum nóg. Bóndi varð mjög glaður við, er honum bár- ust peningarnir, en á umslaginu sá hann, að bréfaviðskipti hans við Guð höfðu farið í gegn um flokksskrifstofurnar. Hann skrif- aði Guði aftur í snatri og þakkaði sendinguna, en næst, þegar þú sendir mér eitthvað, sagði hann, láttu það þá ekki fara um hend- ur flokksins, því að þeir stálu helmingnum af rúblunum, sem þú sendir mér, bölvaðir þrjótarn- ir. Auðvalds-hindishnútar Aðalritari kommúnistaflokks A-Þýzkalands, Walter Ulbricht, ritaði á dögunum grein í komm- únistablaðið „Freie Deutsche Jugend“, þar sem hann leggur blátt bann við því að karlmenn hnýti hina svokölluðu Windsor- hnúta á hálsbindi sín. Segir hann sh'ka bindishnúta bera vott um „vestrænar tilhneigingar“ en hnútarnir séu ekkert annað en eitt af fjölmörgum áróðursmeð- ölum „hinnar hrynjandi brezku krúnu“. Þá vitum við það. Heiðraður að verðleikum Meðal þeirra, er hlutu Lenin- friðarverðlaunin í ár (áður Stal- Ulbricht kann skýringu á öllu inverðlaunin) var U Thero, Búddhaprestur á Ceylon. Hlaut hann viðurkenninguna fyrir um- mæli á þá leið, að hann vildi fara til Jólaeyja og taka sér bólfestu Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.