Morgunblaðið - 15.01.1958, Side 13
Miðvikudafíur 15 ian. 1958.
MORGUNBLAÐIÐ
13
Jólin ú Gmnd
UM JÓLIN koma margir á Grund
og heimsækja vini og ættingja.
Jólakveðjur og gjafir berast vist-
fólkinu víðs vegar að. Átthaga-
félögin, kvenfélög og mörg önnur
félög, sem og einstaklingar
gleyma.ekki vistfóikinu. —
Á aðfangadag kom hann — nú
í fimmta sinn — og spurði hvort
ekki væru einhverjir, sem lítið
hefðu fengið — og hann sendi 50
vistmönnum rausnarlega pen-
ingagjöf. — Ég veit að óþarft er
fyrir mig að þakka honum, hann
hefir áreiðanlega fundið að þeir
um samtals 9334 og eldavélar J voru margir einstæðingarnir,
rúmlega 15000 í árslok 1956. j sem hugsuðu með hlýjum hug til
Auk þeirra er svo geysilegur hans um jólin — enda þótt þeir
fjöldi annarra heimilstækja, viti ekki hver hann er. —
sem fjölgar stórlega með Margir góðir gestir komu á
hverju árinu sem líður. | Grund og skemmtu heimilisfólk-
Við verkfræðideild, innlagn- j inu með ýmsu móti. Ævar Kvar-
Veitukerfi og rafmagnstæki
í Reykjavik voru í árslok 1956
samtals 290 dreifispennistöðvar
víðs vegar um bæinn og nágrenni
hans. Þar er spennan færð niður
í notlcunarspennu og orkan leidd
þaðan í lágspennukerfi til not-
endanna. Fyrir hverja húslögn er
mælitæki og var fjöldi þeirra
orðinn 29.519 í árslok 1956 og
hafði vaxið á árinu um 1819
mæla.
Reynt liefur verið að telja
helztu rafmagnstækin, sem
tengd eru við lagnir notenda.
Voru t. d. 3ja frasa hreyflar
á verkstæðum og vinnustöð-
Ljosafossstöðin. — Hana kallaði Tíminn einu sinni „samsæri andstæðinga Framsóknarflokksins*'
- Raforkumálin
Framh. af bls. 1
gert ráð fyrir að 39000 hest-
afla orkuver geti tekið þar til
starfa síðla árs 1959, en verði
fullgert á árinu 1960. Heildar-
kostnaður þess er áætlaður
um 170 milljónir króna. Hef-
ur þegar verið tryggt lán eða
loforð fengist um lán að mestu
fyrir þeim kostnaði. Er hér
um að ræða annað stærsta
raforkuver, sem reist hefur
verið á íslandi. Er aðeins íra-
fossvirkjunin stærri. Gert er
ráð fyrir því, að allt Suður-
land, allt austur til Mýrdals-
sands og Vestmannaeyja fái
raforku frá orkuverunum við
Sog. Samkvæmt rafvæðingar-
áætlun þeirri, er ríkisstjórn
Ólafs Thors gerði, er nú unnið
að því að rafvæða sveitir og
þorp Suðurlands.
Merkilegt starf Steingríms
Jónssonar
Frá 1. júní 1921 hefur Stein-
grímur Jónsson verið rafmagns-
stjóri Reykjavíkurbæjar. Hefur
hann unnið frábært og merkilegt
starf í raforkumálum höfuðborg-
arinnar og þjóðarinnar í heild.
Undir yfirumsjón hans hefur hm
öra þrónu gerst í orkumálum
Reykjavíkur. Öll hans störf hafa
mótast af framsýni og dugnaði.
Eiga bæjarbúar honum mikið að
þakka í þessum þýðingarmiklu
hagmunamálum sínum. Margir
aðrir sérfræðingar á sviði raf-
orkumála, innlendir og erlendir
hafa að sjálfsögðu unnið að hin-
um víðtæku raforkuframkvæmd-
um Reykjavíkurbæjar. Hafa
borgarstjóri og bæjarstjórn á
hverjum tíma, lagt á það megin-
áherzlu að vel væri til alls undir-
búnings vandað og allar fram-
kvæmdir unnar á grundvelli
traustrar sérfræðilegrar þekking
ar.
Sameign Reykjavíkur
og ríkisins
Frásögn sú, sem hér fer á eftir
er byggð á upplýsingum Stein-
gríms Jónssonar.
Rafstöðvarnar við Sog eru nú
sameign Reykjavíkurbæjar og
ríkissjóðs. Eru þær undir sér
stakri 5 manna stjórn og er Gunn
ar Thoroddsen, borgarstjóri, for-
maður hennar. Rekstur Sogs-
stöðvanna er falin umsjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og eru
því starfsmenn Sogsvirkjunar-
innar fastir starfsmenn Reykja-
víkurbæjar. Auk þess á Raf.
magnsveitan hinar 2 aflstöðvar
við Elliðaár, sem nú orðið eru
reknar sem varastöðvar og topp-
stöðvar. En allar stöðvarnar
starfa saman undir einni stjórn,
þannig að reksturinn í heild verði
sem ódýrastur. Árið 1956 nam
heildarorkuvinnsla allra stöðv-
anna 323.706.800 kílóvattstund-
um. Skiptist hún þannig milli
aflstöðvanna:
írafosstöð 211.944.000 kwst.
Ljósafosstöð 102.290.900 kwst.
Elliðaárvatnsafl 9.225.400 kwst.
Varastöð 246.500 kwst.
Aukningin frá fyrra ári var
20.305.100 kwst., eða 6,7%
Búnar sjálfvirkum tækjum
Aflstöðvarnar eru allar búnar
ýmsum sjálfvirkum tækjum, er
gera reksturinn öruggari og gæzl
una auðveldari. Hafa orðið mikl-
ar framfarir í þeirri tækni að
gera vélar og 'störf sjálfvirk og
sjálfstýrð. Þar með er ekki átt
við að stöðvarnar geti orðið mann
lausar, því ávallt þarf gæzlu-
menn til viðhaldsins. En starfs-
mennirnir geta verið fáir og
þurfa að vera þeim mun betur
að sér í meðferð búnaðarins, sern
sjálfstýringin er meiri.
I Ljósafossstöðinni starfa stöðv
arstjóri, og fjórir vélgæzlumenn
með honum. Er talið að þennan
starfsmannafjölda þurfi til að
hafa einn mann á verði allan
sólarhringinn allt árið.
í írafossstöðinni hafa verið
2 á verði, annar niðri og hinn
uppi. Er þar því stöðvarstjóri og
8 vélgæzlumenn með honum.
Stöðina má búa betur sjálfvirk-
urn tækjum, þannig að gera má
ráð fyrir að hún þurfi ekki á
fleiri gæzlumönnum að halda síð-
ar en Ljósafoss.
í Efra-Sogi er ráðgert að hafa
aðeins 2 vélgæzlumenn, enda
verður sú stöð bezt búin sjálf-
virkum tækjum með fjarstýrmgu
frá írafossi.
Orkuflutningur frá aflstöðinni
Orkuflutningur frá aflstöðvun-
um frá Sogi eftir aðallínum til
spennistöðva fer þannig fram:
Frá aflstöðinni við írafoss liggur
ein aðallína, lögð um Hellisheiði
1953. Getur hún flutt allt aflið
frá Sogi, 96000 kílóvött, til
Reykjavíkur með 132 þúsund
volta spennu. Auk þess er gamla
línan frá Ljósafossi lögð um Mos-
fellsheiði árið 1935. Getur hún
flutt 15000 kílóvött með 60000
volta spennu. Er hægt að nota
hana ásamt Elliðaárstöðvunum
til vara, þegar líta þarf eftir
hinni aðallínunni að sumarlagi.
Aðallínurnar koma báðar sam-
an í aðalspennustöð Sogsvirkjun-
arinnar við Elliðaár. En þaðan
greinast loftlínur i ýmsar áttir
með 30000 volta spennu til Hafn-
arfjarðar, Reykjaness og jarð-
strengir til aðveitustöðva í
Reykjavík. Auk þess er 20000
volta lína til Mosfellssveitar og
6000 volta línur og jarðstrengir
um nágrenni aðalspennistöðvar-
innar.
Raforkusalan
Raforkusala Sogsvirkjunnar-
innar fer fram í aðalspennistöð-
inni. Þar kaupir Rafmagnsveita
Reykjavíkur, Rafveita Hafnar-
fjarðar, Rafmagnsveitur ríkisins
og Áburðarverksmiðjan orku
sína í heildsölu, miðað við af-
hendingu til háspennukerfanna.
Rafmagnsveitur rikisins fá einnig
nokkuð af orku sinni afhent við
Sogið í héraðsháspennulínu fyrir
austan.
Árið 1957 greindist þessi sala
þannig:
Rafmagnsveita Reykjavíkur
keypti 39,7%, Rafveita Hafnar-
fjarðar 6,9%, Rafmagnsveitur
ríkisins 8,8%, Áburðarverksmiðj-
an 36%, stöðvarnotkun og orku-
flutningstöp 8,6%.
ingardeild og bæjarkerfi Raf-
magnsveitu Reykjavíkur starfa
nú 105 fastir starfsmenn, en á
skrifstofu við bókhald og inn-
heimtu, þar með taldir mæla-
álestramenn og innheimtumenn
83. Við aflstöðvar starfa samtals
39 menn eða samtals 227 manns.
Kaupgreiðslur til þessa starfs-
fóllts nam sem næst 12,8 milljón-
um króna árið 1956.
Orkuvinnslan hefur sjöfaldast
Árið 1937 var orkuvinnslan hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur sam
tals 10 milljónir kwst., sem allt
var selt í Reykjavík. Árið 1942
var salan orðin 50,7 milljónir
kwst., og árið 1956 125 milljónir
kwst.
Frá árinu 1937 til ársins 1956
hefur orkusalan á mann í Reykja
vík sjöfaldast, og verðið á kíló-
vattstundinni hefur 3,3 faldast.
Að vísu er kílóvattstundarverðið
ekki sambærilegt af því að al-
menn heimilisnotkun var sama
og engin árið 1937. Hún byrjaði
fyrst með Sogsvirkjuninni í árs-
lok 1937.
an leikari las upp, — Lucíurnar
komu tvisvar og sungu jóla-
söngva, Hjálmar Gíslason
skemmti með gamanvísum, en
Haraldur Adolfsson annaðist und
irleikinn. — Ollum þessum ágætu
kærkomnu gestum, sem og ýms-
um öðrum er ljúft og skylt að
þakka ágæta skemmtun. —
Fleiri eru þeir, sem komu hingað
um jólin. Einn heimilisvinur hefir
t. d. í yfir tuttugu ár komið og
leikið á orgelið á þrettánda-
kvöldið og annar hefur leikið á
harmonikuna, þegar gengið er í
kringum jólatréð. —
Um langt árabil hefir stjórn og
forstjóri Sjálfstæðishússins sýnt
þá rausn að bjóða okkur að hafa
jólatrésskemmtun fyrir barna-
börn vistfólksins í vistlegum sal-
arkynnum sínum, — Veitingar,
hljóðfærasláttur og skemmtiat-
riði, allt þetta hefir verið látið
í té ókeypis. — Öllqm þeim, sem
þetta gerðu nú um jólin — sem
svo oft áður er þakkað af alhug.
10. 1. 1958.
Gísli Sigurbjörnsson.
Hafa skapað margbreytileg
lífsþægindi
Hin glæsilegu raforkuver
Reykjavikurbæjar og orkufram-
leiðsla þeirra hafa orðið undir-
staða fjölþættari atvinnuhátta í
bænum og margbreytilegra lífs-
þæginda. Raforkan hefur lagt
grundvöll að stórauknum iðnaði
í Reykjavík. Lifa nú fleiri bæjar-
búar af iðnaði, en nokkurri ann-
arri atvinnugrein.
Á heimilum fólksins hefur raf-
orkan létt húsmæðrunum störfin
og varpað birtu og yl á allt heim-
ilislífið.
Sjálfstæðismenn munu
halda áfram baráttu sinni fyr-
ir hagnýtingu vatnsaflsins í
þágu atvinnulífs og lífsþæg-
inda. Reynslan sýnir að fram-
sýni þeirra og árvekni i þess-
um málum hefur átt ríkastan
þátt í hinni miklu atvinnu-
lífsuppbyggingu síðustu ára-
tuga í þéttbýlasta hluta lands-
ins. Fyrir frumkvæði Sjálf-
stæðismanna er nú einnig unn
ið að því að veita raforkunni
um hina afskekktari lands-
hluta.
Orkuverin í Sogi, Ljósafoss- og írafossstöðvarnar.
— / heimsókn
Framh. af bls. 9
Mikilvægt er að bursta
tennurnar
Það, sem hefur valdið mér
mestum vonbrigðum í starfi mínu
öll þessi ár, er að uppgötva við
skoðunina á haustin, hversu fá
börn bursta tennurnar. Mjög
mikilvægt er að bursta tennurn-
ar tvisvar á dag. Heppilegast er
talið að byrja að venja börnin
við tannburstun þriggja ára
gömul. Ef allir foreldrar gerðu
það, væru tennur barriánna ekki
eins illa farnar og raun ber vitni,
þegar þau koma í skólann.
Eigi starf skólatannlæknisins
að heppnast vel, þarf hann að
eiga hauk í horni hjá foreldr-
um, kennurum og síðast en ekki
sízt hjá aðstoðarstúlkunni. Ég
hefi verið svo heppin, að aðstoð-
arstúlkan mín, Guðrún Sveins-
dóttir, er mjög skilningsgóð og
barngóð og framúrskarandi i
starfi sínu. Hún taiar við börnin
meðan ég geri við tennurnar,
svo að þau gleyma hræðslunni.
Aðeins ofurlítil nálarstunga
Barið er að dyrum og inn
kemur drenghnokki. Við athug-
un kemur í ljós, að ein barna-
tönn er mikið skemmd. Hafðirðu
tannpínu um jólin, spyr tann-
læknirinn. Nei, hún byrjaði í
gærkvöldi, er svarið Þar varstu
heppinn. Það er víst ekki um
annað að ræða en taka tönnina.
Aðeins ofurlítil nálarstunga til
að deyfa, þú þarft. ekki að vera
hræddur. öllu verður lokið eftir
andartak — bara vera rólegur.
o—O—o
Þannig er unnið daglega á öll-
um tannlækningastofum barna-
skólanna í Reykjavík en þar
starfa nú 8 tannlæknar. Þessi þátt
ur heilsugæzlunnar í barnaskól-
unum er mjög mikilvægur, enda
lögð áherzla á það af hálfu for-
ráðamanna þessara mála, að búið
sé svo vel, sem unnt er, að þess-
ari grein heilsugæzlunnar.