Morgunblaðið - 15.01.1958, Side 19
Miðvikudagur 15. jan. 1958.
MORGV1VBLAÐ1Ð
19
Frönsk og brezk svör
við bréfum Búlganins
PARÍS, LONDON, 14. jan. —
1 svari sinu við bréfi Bulganins
kveðst Gaillard forsætisráðherra
Frakka vera meðmæltur ráð-
stefnu fyrir leiðtoga stórveld-
anna, en þó því aðeins að hún
verði rækilega undirbúin af ut-
anríkisráðherrum og sérfræðing-
um. Bréf Búlganins var skrifað
10. desember, en svar Gaillards
var afhent rússneska sendiherr-
anum í París í dag.
Varðandi tillögu Rússa um
griðasáttmála segir Gaillard, að
Rússum beri fyrst af öllu að
skuldbinda sig til að virða sam-
þykktir Sameinuðu þjóðanna um
árásir. Öllum samningum verði
að fylgja hátíðlegt loforð um að
reyna ekki að beita valdi til að
útkljá deilumál stórveldanna.
Gaillard kveðst ekki geta fallizt
á bann við tilraunum með kjarn-
Það er ekki hægt að fjalla um
hernaðarleg og pólitísk vandamál
sín í hvoru lagi, segir hann.
Gaillard bendir á, að höfuð-
orsök þess, að ekki hefur náðst
samkomulag um afvopnun, sé sú,
að Rússar hafi þverneitað að
rannsaka tillögurnar um raun-
hæft eftirlit. En við erum eftir
sem áður reiðubúnir til að hefja
frekari umræður um þau mál,
segir hann.
Gaillard bendir á, að ekki sé
hægt að einangra bannið við
kjarnorkuvopnum. Tillaga Rússa
um þetta efni stefni ekki að því
að draga úr stríðshættunni. Þess
vegna væri ráðlegra að kjarn-
orku-veldin kæmu sér saman um
skuldbindingu þess efnis, að
kjarnorkuvopn verði aldrei not-
uð til árása, heldur eingöngu í
sjálfsvörn. Gaillard bendir enn-
I. O. G. T.
St. Mínerva nr. 172
Fundur í kvöld 'kl. 8,30 á Frí-
kirkjuvegi 11. Kosning embættis-
manna. Kaffi eftir fund. — Fjöl-
mennið. — Æ.t.
St. Einingin nr. 14
Fundur í G.t.-húsinu i kvöld kl.
8,30. — Innsetning embættis-
manna. — Flokkakeppnin hefst
aftur í kvöld. — B-flokkur skemmt
ir með leikritinu Geimfarið. Auk
þess verður spurningaþáttur og
söngur. — Framkvæmdanefnd
mæti kl. 8. — ÆSsti templar.
orkuvopn, fyrr en náðst hafi fullt' fremur á, að stuðningurinn, sem
samkomulag um raunhæft al-
þjóðaeftirlit með þessum málum.
Allar þjóðir verða að taka hönd-
um saman um afvopnun, ef hún
á að koma að haldi. Frakkar eru
ekki andvígir hlutlausum svæð-
um, segir hann í sambandi við
tillögu Pólverja um hlutlaust
belti í Mið-Evrópu, þar sem
kjarnorkuvopn verði bönnuð. En
þessar tillögur eru enn of þoku-
kenndar og þær taka ekki tillit
til þeirra mikilvægu pólitísku
vandamála, sem hrjá Mð-Evrópu.
— Utan úr heimi
Frh af bls 10
á þeim stað, sem Bretar sprengja
kjarnorkusprengjur sínar á eyj-
unum — í mótmælaskyni við til-
raunir með kjarnorkuvopn. Það
þarf ekki að geta þess, að prestur
fór aldrei til Jólaeyja. Má því
segja, að hann hafi lítið afrekað,
en hvort ekki hafa fundizt neinir
meiri afreksmenn til þess að
hengja verðlaunin á skal ósagt.
„Ég skil það ekki“
Brezka konungsfjölskyldan
dvelzt um þessar mundir í Saud
ringhamhöll og þessa dagana er
þar einungis töluð franska. Elísa-
beth drottning hefur gengið fast
eftir því að börn hennar lærðu
frönsku og franska siði vel og til
þess að leggja enn meiri áherzlu
á það hefur hún bannað að talað
sé við börnin nema á frönsku
og þeim ekki svarað nema þau
tali sjálf frönsku. Að vísu á þetta
ekki að verða til langframa, að
eins nokkra daga. Charles prins
talar frönskuna þegar vel og
þykir honum gaman að þessu
háttalagi, en Anna litla prinsessa
var ekki eins hrifin. Hún fór í
fýlu og settist út í horn og vildi
ekki tala við neinn. Síðan vandi
hún komur sínar í eldhúsið þar
sem hún fyrirfann fólk, sem ekki
kunni frönsku. En þetta var
skammgóður vermir. Drottning
komst að svikum dóttur sinnar
og lét kenna starfsfólki því, sem
ekki kunni frönsku, að segja „Ég
skil það ekki“ á frönsku. Og nú
getur Anna litla ekki farið á bak
við móður sína. Nú segist enginn
skilja neitt.
Rússar veittu nýafstaðinni ráð
stefnu Asíu- og Afríkuríkja í
Kaíró, sé fjandsamlegur Frökk-
um og sýni, að hugur fylgi ekki
máli í bréfi Búlganins.
Svar Macmillans
Svar Macmillans við bréfi
Búlganins verður lagt fyrir með-
limaríki NATO, áður en það
verður sent áfram. Formælandi
brezka utanríkisráðuneytisins
sagði í dag, að bréfið yrði sent
innan nokkurra daga. Hins veg-
ar neitaði hann því, að nokkrar
verulegar breytingar hefðu ver-
ið gerðar á svarbréfinu, síðan
Macmillan gekk frá því.
— Gerhardsen
Frh. af bls. 1.
Verkamannaflokksins varð borg-
arstjóri Osló-borgar, Einar Qei-
hardsen, fyrir valinu.“
Samningunum lyktaði með
því, að Rediess samþykkti að
taka við 160.000 krónum fyrir að
senda báða mennina heim. Hins
vegar áræddi hann ekki að gefa
þeim fullt frelsi. Þeir urðu að
láta sér lynda að vera í haldi
í Noregi til stríðsloka.
Rediess stóð við gerða samn-
inga, og upphæðin var öll greidd
honum smátt og smátt.
Þannig atvikaðist það sem sagt,
að pólitískir fjandmenn Ger-
hardsens björguðu lífi hans,
Útgerðarmennirnir ætla fram-
vegis sem hingað til að halda
nöfnum sínum leyndum og hafa
bundizt þagnarloforði fram á
þennan dag, bæði vegna þess að
Rediess hershöfðingi setti það
sem skilyrði og eins vegna hins,
að hingað til hefur ekki verið
tilefni til að skýra frá staðreynd-
unum. Gerhardsen hefur sjálfur
ekki haft hugmynd um, hvernig
lionum var bjargað, fyrr en nú,
að útgerðarmennirnir hafa leyst
frá skjóðunni.
Tómstundaheimili ungtemplara
Starfið hefst í næstu viku. —
Dagskrá:
Mánudaga: Framsögn kl. 7,30
til 9,00. —
Þriðjudaga: Föndur I. kl. 7,30
til 9,00. —
Miðvikudaga: Skákklúbbur kl.
8,00—10,00. —
Fimmtudaga: Föndur II kl.
7,00—8,30. —
Föstudaga: Föndur III kl. 7,30
til 9,00. —
Annan hvern þriðjudag: Frí-
merkjaklúbbur kl. 9—10,30. —
1 föndri er kennd ýmis konar
handavinna: Unnið úr bastl og tág
um, filti og garni. Linoleumút-
skurður og myndaprentun. —
Innritun á Fríkirkjuvegi 11
(bakhúsinu) n. k. föstudagskvöld
kl. 8—10. Námsgjald í hverjum
flokki er 20,00 kr.
Félagslíf
FRAMARAR
Meistara-, 1. og 2. flokkur: —
Æfing í kvöld kl. 9, frá félags-
heimilinu, stundvíslega.
Sunddcild Ármanns!
Sundæfingar eru nú byrjaðar
aftur og eru á:
Þriðjudögum frá kl. 7,00—8,30
Fimmtudögum frá kl 7,00—8,30
Föstudögum frá kl. 7,40—8,30
Sundknattleikur er æfður á:
Mánudögum frá kl. 9,50—10.40
Miðvikud. frá kl. 9,50—10,40
Fjölmennið á æfingar og takið
með ykkur nýja félaga. — Stj.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
Félagsfundur í kvöld i Edduhús
inu, Lindargötu og hefst kl. 21,30.
— Stjórnin.
Bridgefélag Kvenna
Einmenningskeppi i 1. fl. byrjar
mánudaginn 20. janúar. Þátttaka
tilkynnist stjórninni fyrir laugar-
dag n. k. — Stjórnin.
BARIN AM ifNDATÖKUR
Allar myndatökur.
UOSMYNDASTOFA
Laugavegi 30. — Simi 19849.
EGGEK'I CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmenn.
Þórshamri vil Templarasund
f , fjölritarar og
yarftuitwr.
Einkaumboð Finnbogi Kjartanssmi
Austurstræti 12. — Simi 16544.
VÍKINGAR
Skemmtifundur verður í félags-
heimilinu í kvöld kl. 7, fyrir 4. fl.
og kl. 8,30 fyrir 3. flokk.
Nefndin.
Skrifstofustiílka óskast
Uppl. í síma 79232
Ungling
vantar til blaðburðar við
Grenimel
JMffvgtttiMiifrifr
Sími 2-24-80
Sendisveinn
OKKUR VANTAR DUfiLEGAN
SENDISVEIN STRA
Vlnnutími frá kl. 1—6 e.h.
JRftotstttibbtift
SÍMI 22480
Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem með gjöfum eða
á annan hátt, veittu okkur aðstoð, þegar við misstum allt
okkar í bruna á Elliða í nóvember sl.
Sérstaklega vil ég þakka vinnufélögum mínum við höfn-
ina o.fl.
Hörður Haraldsson,
Svava Jónsdóttir.
Einlægar þakkir og ósk um gott og gæfuríkt ár sendi
ég öllum þeim, sem minntust mín á 75 ára afmæli mínu
20. des. sl., með kveðjum, skeytum og gjöfum.
Guðmundur Ilansson,
Þúfukoti.
Ég færi alúðarþakkir vinum mínum fyrir sæmd og vina-
hót, er þeir sýndu mér á sextugsafmæli mínu.
G. A. Sveinsson.
Móðir okkar
MAGNFRtÐUR IVARSDÓTTIR
frá Gröf, Rauðasandi, andaðist aðfaranótt 13. þ.m.
Börnin.
Sonur minn
GUÐLAUGUR ADOLF ASGEIRSSON
andaðist hinn 11. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 3,15 e. h.
Fyrir hönd barna hins látna og annarra aðstandenda,
Ásgeir Ásmundsson.
SIGURÐUR JÓHANNES RUNÓLFSSON
sem andaðist 10. janúar á Kleppsspítala verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. janúar kl. 2.
Athöfninni verður útvarpað.
Fyrir hönd fjarstaddrar móður.
Ólafía Eyjólfsdóttir,
Valgeir Eyjólfsson.
Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, sem auðsýndu
okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför
móður okkar
FRIÐGERÐAR FRIÐFINNSDÓTTUR
Systkinin.
■mr r ———————
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför móður minnar
INGUNNAR JÓNSDÓTTUR TRORSTENSEN
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Jón R. Thorstensen.
Útför móður okkar
RÓSU SAMÚELSDÓTTUR
frá Byggðarenda, fer fram frá heimili mínu, Skálholti,
Grindavík, fimmtudaginn 16. janúar og hefst meö hús-
kveðju kl. 12 á hádegi.
Samkvæmt ósk hinnar látnu, eru blóm og kransar af-
beðið. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Grinda.
víkurkirkju. — Bílferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 10 fyrir
hádegi.
Marel Eiríksson og systkini.
Maðurinn minn
ANTON JÓNSSON
skipasmíðameistari, lézt í Landsspítalanum þriðjudaginn
14. þ.m.
Margrét Magnúsdóttir.