Morgunblaðið - 15.01.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1958, Blaðsíða 3
MiSvikudagur 15. jan. 1958. MOR'CVNBl 4Ð1Ð 3 Þaö, sem barizt var fyrir í gær, er ómögulegt í dag! Vibbrögð glundroðaflokkanna út af Skúlatúni 2 Á UNDANFÖRNUM árum hefur það verið eitt helztar áróðurs- efnið gegn Sjáifstæðismönnum að þeir byggi ekki nóg af skrif- stofubyggingum fyrir bæinn, heldur leigi þeir húsnæði undir ýmsa starfsemi bæjarins og stofnana hans. Þá hefur einnig verið gert mikið gys af því, að bæjarstjórn skuli halda fundi sína í kaupþingssalnum í Eim- skipafélagshúsinu en ekki í öðr- um veglegri húsakynnum. Um þetta hefur verið sungið frá ári til árs og margt þungt orð fallið í garð Sjálfstæðismanna fyrir að hefja ekki stórfelldar byggingar á skrifstofuhúsnæði handa bæn- um. En nú þegar bærinn hefur komið sér upp ágætu húsnæði fyrir skrifstofur og ennfrem- ur er verið að útbúa ný húsa- kynni fyrir bæjarstjórnina sjálfa, þá rjúka þessir sömu menn upp, sem áður liafa mest ávítað meirihluta bæjarstjórn arinnar fyrir að byggja ekki, og telja nú alveg ófært að ráð- ast í slíka byggingu. Fyrir örfáum árum töldu þess- ir menn sjálfsagt að byggja hús eins og Skúlatún 2, en nú eiga þeir engin orð til að lýsa því hve slíkt sé mikil fjarstæða. I þessu sambandi er einkum tal- að um það, að hluta af tekju- afgangi Hitaveitunnar hafi verið varið til byggingar þessa húss, en Hitaveita Reykjavíkur er eigandi þess, hefur þar sjálf bækistöð sína og leigutekjur af húsinu, sem áætlað er að nema muni um hálfri milljón á ári, þegar það er fullbyggt. Hér er því að öllu leyti um mjög hag- stæða ráðstöfun fyrir Hitaveit- una að ræða. í þessu sambandi má líka geta þess, að á undanförnum árum hafa minnihlutaflokkarnir í bæj- arstjórninni, sem nú láta hæst í blöðum sínum og á fundum, ekki gert nokkra athugasemd við byggingu Skúlatúns 2, né heldur framlög Hitaveitunnar í því sam- bandi. Hafa þeir árlega haft þetta mál til meðferðar og sam- þykkt það á bæjarstjórnarfund- um um leið og gengið var frá reikningi Hitaveitu Reykjavik ur. Þannig hefur þetta gengið frá ári til árs og stoðar nú ekk- ert fyrir þessa menn að berja sér á brjóst og þykjast ekkert vita. Allt þetta er skráð skýrum stöf- um í gerðarbókum bæjarstjórn- ar Reykjavíkur. Þessi hringsnúningur í sam- bandi við Skúlagötu 2 sýnir eina hliðina á glundroðanum hjá minnihlutaflokkunum. Þar er ekki eingöngu glundrooi hvað varðar menn, þar sem flokkar klofna í smámola, lieldur er þar einnig glmndroði með málefnin, þannig að því máli, sem barizt var FYRIR í gær er barizt Á MÓTI á morgun. Reykvíkingar hafa ekkert að gera með slíka menn í stjórn bæjarmálanna. Menntaskólanemendur hafa nú sýnt gamanleikinn „Væng- stýfðir englar" fjórum sinnum. Sýningarnar hafa ævinlega farið fram fyrir fullu húsi og leiknum hefur verið mjög vel tckið, enda er þetta bráðsnjallt gamanleikrit. Sýningar munu nú falla niður að einhverju leyti vegna húsnæðisskorts en fyrirhugað er að hafa nokkrar sýningar ennþá. Myndin hér að ofan er úr atriði í Ieiknum t)g sýnir þá Ólaf Mixa, Þorstein Gunnarsson og Ómar Ragnarsson, en þeir leika aðallilutverkin, englana þrjá. Lóra ÁgústsÆóttir s/nir miðilshæfileika ó fnndi í SÍÐASTLIÐIÐ sumar fór Lára Ágústsdóttir, sem landsmönn- um er alkunn fyrir miðils- hæfileika sína, í stutta ferð til Lundúna. Stjórnaði lvún þar miðilsfundi nokkurra áhuga- manna um sálarrannsóknir og vöktu hæfileikar hennar all- mikla athygli. Er sagt frá komu Láru til Lundúna i sál- arrannsóknarblaðinu Psychic News og látin í ljós hrifning yfir því, hvernig Láru tókst að gcra sig skiljanlega, þótt hún kunni lítið í ensku. Lára fór utan s.l. sumar ásamt manni sínum Steingvimi Sigur- steinssyni og vinkonu þeirra hjóna frú Gunnlaugu Thoraren- sen. Dvöldust þau hálfan mán- uð í Lundúnum en Lára fór þangað sér til lækninga. Vegna fyrri kynninga Láru af Horace Leaf rithöfundi og sáiar- rannsóknamanni hittu þau hjón nokkra áhugamenn um sálar- rannsóknir. Lýsti Lára ýmsum fyrirbærum í samkvæmi, þar sem saman voru komnir nokkr- ir kunningjar. Var skýrt frá þeim fundi í blaði sálarrannsókna- manna Psychic News og þar einn ig greint nokkuð frá miðilshæfi- leikum hinnar íslenzu konu. Þar segir m.a.: — Þegar Lára var 6 ára var hún á heimili afa síns og ömmu, þar sem hún ólst upp. í sveitinni fór hún yfir djúpt vatn og sá þá líkamnaða hönd koma upp vatninu og veifa til sín. Síðan virtist höndin nálgast hana og leggjast yfir augu hennar, svo að hún sá ekkert. Upp frá þessu hefur skyggni hennar verið þannig, að þessi sama hönd opn- ar og lokar fyrir hana á víxl, eins og tjald sé dregið frá. Enn í dag er frú Láru ekki Ijóst, hverjum þessi hönd tilheyrir þótt hún hafi séð og haft tal af mörgum öndum. í annarri grein í Psychic News er greint frá miðilsfundi Láru, er haldinn var á heimili Marga- ret Wilson, 16 Davis Road í Lundúnum. Þar lýsti Lára t.d. föður, bróður og afa ungfrú Wil- son og tókst með sínum fáu orð- um og látbragði að lýsa þeim og sýna, hvernig þeir hefðu dáið. Þá er þar getið um enska konu frú Violet Dear, sem fyrir nokkru hafði flutt frá Vestur-Indíum og sótt marga miðilsfundi til þess að fá frétt af föður sínum en ár- angurslaust til þessa. Lára birti ul henni nákvæma lýsingu á honum, vaxtarlagi, yfirskeggi o.fl. Hún lýsti einnig bílslysinu, þar sem eiginmaður frú Dear fórst og hvenær það hafði skeð. Af þessu og ýmsum fleiri frá- sögum virðist sem Bretanum liafi þótt allmikið koma til miðils- hæfileika Láru. Allmikil óánægja ríkir meðal margra Framsóknarmanna í Reykjavík með þá ráðabreytni forystumanna flokksins, að setja kommúnista og hálfkommúnista í ýmis sæti á framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosn- ingar. Er almennt álitið, að þarna hafi hönd Hermanns Jónassonar verið að verki. Tilgangurinn með þessu mun m.a. vera sá, að freista þess að ná fylgi þeirra kommún- ista, sem undanfarið hafa verið að yfirgefa sósíalistaflokkinn. Margt bendir þó til þess, að Framsókn muni hafa meiri óhag en gróða af kommúnistalit lista síns. Þeir menn, sem yfirgefa kommúnistaflokkinn kjósa nefni lega ekki hálfkommúnistiskan lista Framsóknarmanna. Þeir kjósa þá menn, sem sýnt hafa fullan skilning á hinni komm- únisku ofbeldis- og einræðis- stefnu og hafa barizt einarðlega gcgn lienni. Þetta gerðist t.d. í Iðju-kosn- ingunum í fyrravetur. Þá hríð- töpuðu kommúnistar fylgi verk- smiðjufólks í Reykjavík. Verk- smiðjufólkið hlýddi þá eklti boð- um Hermanns Jónassonar, sem skoraði á það að fylkja sér nm kommúnistana áfram. Það kaus Guðjón Sigurðsson og samstarfs- menn hans, meðal annars vegna þess að þeir voru einlægir and- stæðingar kommúnismans. Fólk- ið treysti þeim, en fyrirleit komm únistadekur Hermanns. Verkamönnnm sýnt ofbeldi í skrifstofu ÞEIR stórfurðulegu atburðir hafa gerzt að starfsmenn kommúnista í Dagsbrún hafa neitað fjölda verkamanna um félagsréttindi í Dagsbrún þrátt fyrir skýlausan rétt þess ara manna til fullra félags- réttinda. Hafa kommúnista dindlarnir gengið svo langt undir forustu Guðmundar FjÖlmennur Hvatar - fundur Mynd þessi er frá hinni fjölmennu og ánægjulcgu kvöldskemmtun Hvatar í Sjálfstæðishúsinu í fyrrakvöld. María Maack, formaður félagsins, setti samkomuna, en síðan stjórnaði Gróa Péturs- dóttir spilakcppni. Að lokum flutti svo frú Aiuður Auðuns snjallt ávarp, þar sem hún livatti kon- ur til þess að gera skyldu sína við bæjarfélagið á kjördegi — 26. janúar næstkomandi. jaka, að þeir hafa hótað verka mönnum að beita þá ofbeldi og að hann mundi lienda þeim út af skrifstofu félagsins, ef þeir leyfðu sér að leita réttar síns. Er þessi framkoma algert einsdæmi í sögu verkalýðs- hreyfingarinnar og algert brct bæði á lögum Dagsbrúnar og vinnulöggjöfinni og sýnir tak- markalausan yfirgang og fyr- irlitningu á Dagsbrúnarfélög- um. Þessi valdníðsla kommún- ista er með öllu óþolandi og verður að mæta þessum að- gerðum á viðeigandi hátt. — Þess vegna er skorað á alla þá Dagsbrúnarfélaga, sem verða fyrir slíkum árásum Dagsbrúnarútkastarans að gefa sig þegar í stað fram við skrifstofu lýðræðissinna í Þingholtsstræti 1 og mun hun leita réttar félaganna sam kvæmt lögum. Kópa- vogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálí stæðisflokksins í Kópavogi er að Melgerði 1. Opin frá kl. 10 til 10 daglega. Simar: 19708 og 10248. Stuðningsmenn D-listans í Kópavogi. Hafið' samband við skrifstofuna. Stjórnarstefnan og bæj- airst j órnarkosningarnar Stjórnarblöðin eru í gær ösku- reið við Bjarna Benediktsson vegna þess að hann dró upp glögga mynd af áhrifum vinstrl stjórnar stefnunnar á íslenzkt efnahagslíf, og sýndi fram á úr- ræðaleysi hennar og uppgjöf. Vinstri flokkunum er meinilla við, að „afrek“ þeirra síðan vinstri stjórnin var mynduð, skuli gerð að umtalsefni í sam- bandi við bæjarstjórnarkosning- arnar. Þeir leggja á það megin- áherzlu að ekki megi „blanda landsmálum í bæjarmálaumræð- ur“! Myndu stjórnarflokkarnir halda þessu fram, ef þeir teldu sjálfir að þeir hefðu staðið sig vel og ríkisstjórn þeirra hefði efnt þau loforð, sem hún gaf al- menningi? Áreiðanlega ekki. Stjórnarflokkarnir vita upp á sig skömmina. Þess vegna vilja þeir ómögulega að kjósendur kaup- staða og kauptúna hafi hliðsjón af stjórnarstefnunni, þegar þeir ganga til bæjar- og sveitastjórn- arkosninga þann 26. janúar n.k. Fólkið má þá ekki muna eftir svikum kommúnista, Framsókn- ar og krata í utanríkis- og örygg- ismálunum. Það má heldur ekki muna eftir hinni algjöru uppgjöf við að finna „nýjar Ieiðir“ til lausnar efnahagsvandamálunum. Svar fólksins En fólkið man þetta allt saman engu að síður, og ber saman lof- orð og efndir vinstri stjórnar- flokkanna. Það mun svara vinstri stjórninni við bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar. Hinir miklu loforðariddarar vinstri stjórnar- innar munu finna, hvernig al- menningur við sjávarsíðuna lít- ur á svik þeirra og yfirborðs- hátt. Engin ríkisstjórn hefiur á jafnskömmum tíma og vinstri stjórnin opnað augu almennings á íslandi fyrir fánýti stefnu sinn- ar og Ioforða. Að þessu leyti, og þessu leyti einu hefur vinstri stjórnin verið gagnleg. Nú veit fólkið, hvað „vinstri“ stefnan er, hvað hún þýðir- STAKSTEIMAK Kommúnistar ' Fram- sóknarlista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.