Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. jan. 19$S MORGVNBT.4Ð1Ð 3 iskyggilegar horfur í íbúðalánamálum Mikil loforS - litlar efndir Tekjur Byggingarsjóðs rikisins vebsettar Effir Jóhann Hafstein bankastjóra FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, j félagsmálaráðherra, að þegar Hannibal Valdimarsson, skýrði frá því í útvarpi fyrir nokkrum kvöldum að ríkisstjórnin hefði „útvegað“ 52 millj. kr. til íbúða- lána og yrði 40 millj. varið til by^ginga í kaupstöðum og kaup- túnum. en 12 millj. til bygginga í sveitum. í blaði félagsmálaráðherra var frá þessu sagt daginn eftir undir fyrirsögninni: „Fyrirheit ríkis- stjórnarinnar efnt“. Hæstvirt ríkisstjórn er því mið ur lánlítil um efndir loforða- og væri vissulega nokkur bót í máli, ef henni hefði tekizt betur um efndir í húsnæðismálum, en öðr- um veigamiklum málum, svo sem varnarmálum og efnahags- málum. En því miður er því ekki að fagna — og fer mjög fjarri. Hitt hefir ekki skort á að félags- málaráðherra og ríkisstjórnin í heild hafi gefið mikil fyrirheit og miklast af ráðsmennsku sinni í húsnæðismálunum. Gálauslegar auglýsingar um mikið lánsfé hafa því miður ckki gagnað þeim, sem við lánsfjárskortinn búa. Gert hinsvegar illt verra með því að vekja tálvonir hjá almenn- ingi. Þvi miður er svo komið að mjög ískyggilega horfir um öflun lánsfjár til íbúðabygginga. Eru mistök ríkisstjórnarinnar furðu mikil í þessum málum, og gefst síðar tóm til að rekja þá löngu og leiðu sögu. En full ástæða er til nú þegar að aðvara fólk um það, sem við blasir, ekki sízt þegar sjálf ríkis- stjórn landsins er æ ofan í æ að villa um fyrir almenningi af sann ast sagan óskiljanlegu alvöru- leysi. Fyrsta loforð: 44 muijónir í þinglokin í fyrra, í maí- mánuði, lýsti ríkisstjórnin því yfir, að hún mundi „sjá um, að Húsnæðismálastjórn fái til út- hlutunar á árinu 1957, eigi minni fjárhæð auk byggingar sjóðs en 44 millj. króna“. Að- spurð fékkst þó rikisstjórnin ekki til að gera nánari grein fyrir því, hvernig hún ætlaði að „sjá um“ þetta. Annað loforð: 40 milljónir Þegar ríkisstjórnin beitti sér fyrir því á sl. hausti að Dags- brúnarmenn og lægstlaunaða fólkið skyldi engar kauphækkan- ir fá, lofaði ríkisstjórnin enn meiru lánsfé til íbúðabygginga — 40 milljónum króna — og átti með því m.a. að friða verkafólk- ið. Áður var búið að iofa 44 milljónum til íbúðalána á ár- inu. Ef liið nýja loforð gat haft nokkuð gildi hlaut það að þýða 40 milljónir til viðbót- ar, eða samtals 84 millj. króna. Seinni 40 milljónunum var þó lofað „á næstu þrem mánuð- m“ — þannig að fyrsti mánuð ur ársins 1958 telst með. Hvort það er bara tilviljun að bæj- arstjórnarkosningar fara fram í Iok þessa mánaðar, má liggja milli hlutar. Efndirnai': Nú er að líta á efndir fyrir- heitanna. Af þeim 44 millj. kr. sem lofað var í þinglokin tryggði seðlabankinn ríkisstjórninni 22 millj. króna á sl. sumri með samningum við banka og sparisjóða. Annað af þessu Iofaða fé hefir ekki komið til útlána á árinu 1957. Lofað án samráðs við banka Þaö kom írain í utvarpsskýrslu ríkisstjórnin gaf verkafólkinu fyrirheit um 40 millj. kr. lán til íbúðabygginga í lok október, hafði hún engin samráð haft við banka eða peningastofnanir. Það er fyrst nærri mánuði síðar, eða 21. nóv. að seðla- bankanum er skrifað bréf og „þess óskað, að hann útvegi Húsnæðismálastofnun ríkisins 47 millj. kr. til lánastarfsemi sinnar fyrir tilskilinn tíma“. Seðlabankinn hóf viðræður við viðskiptabankana, sem áð- ur greinir í desember. Ríkis- stjórnin lofaði þannig fulltrú- um vcrkafólks 40 millj. kr. án þess að hafa nokkra vitneskju um möguleika til öflunar f jár- ins. Lánað 1958 en ekki 1957 Félagsmálaráðherra upplýsir að Seðlabankinn hafi tilkynnt ríkisstjórninni á gamlársdag, að hann mundi tryggja allt að 22 millj. kr. til íbúðalána með svip- uðum hætti og á síðastliðnu sumri með samningum við banka sparisjóði og tryggingarfélög. Á garrilársdag gáfu Lands- bankinn, Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn seðlabankan- um fyrirheit um lán til íbúða bygginga, sem samsvarar um 12 millj. kr. — Þó með skil- yrðum og fyrirvörum, vegna fjárskorts bankanna, sem ekki skal nánar vikið að nú. Mér er ekki kunnugt hversu langt Seðlabankinn að öðru leyti er nú kominn á veg með að tryggja þetta, en vafalaust stend- ur hann við fyrirheit sín. En allar fara lánveitingar þessa fjár fram á árinu 1958 en ekki 1957. Tekjur byggingasjóðs veðsettar Þá upplýsir felagsmálaráðherra að Seðlabankinn hafi sjálfur lofað að lána 10 millj. þann 3. des. og 15 millj. þann 17. janúar, eða samtals 25 millj. kr. En hvaða skilyrðum er þetta loforð háð? Ekki skýrði félagsmálaráð- herra frá því! En þessar 25 millj. króna hefur Scðlabankinn lofað að- eins til bráðabyrgða, gegn því Jóhann Hafstein að húsnæðismálastjórn veð- setji bankanum vanætanlegar tekjur Byggingarsjóðs ríkis- ins af skyldusparnaði og stór- eignaskatti, sem til fellur á árinu — og endurgreiðist lán- ið jafnóðum og þessar tekjur falla til! M. ö. o. liér er raunveru- lega um ekkert nýtt lánsfé að ræða, en aðeins verið að lána fyrirfram — (rétt fyrir bæj- arstjórnarkosningar) það fé, sem húsnæðismálastjórn mundi liafa haft til útlána síð- ar á árinu 1958. Er þetta ekki of mikið alvöruleysi —að „efna að fullu fyrirheit sín“, eins og félagsmálaráðlierra sagði í útvarpinu, með slikum ráðum, Nú situr húsnæðismálastjórn við fram á nætur að úthluta þessu lánsfé. Hún veit að hún mun geta tekið sér hvíld eftir kosningar! Hvað gerðist á ári hinna stóru loforða? Það, sem gerst hefur raunveru- lega í lánveitingum húsnæðis- málastjórnar á því herrans ári 1857 — eftir loforð ríkisstjórn- arinnar í maí um 44 millj. kr. lánsfé og aftur í lok október um 40 millj. kr. lánsfé — er þetta: Húsnæðismálastjórn hefur tvisvar á árinu, í júlí og nóvember úthlutað í hvert sinn 10 millj. kr. til nýrra íbúðalána. (12 milj. kr. var úthlutað í júlí til að uppfylla þegar gefin lánsloforð). llúsnæðismálastjórnin hefir þannig á ári hinna stóru lof- orða úthlutað 20 millj. kr. til nýrra íbúðalána. fskyggilegar liorfur Að lokum endurtek ég aðvör- un mína, að því miður horfir ískyggilega um lánsfjáröflun til íbúðabygginga. Það sem veldur mestu þar um, er, að sparifjár- myndun í landinu er því miður ekki eins mikil og skyldi. Við- skiptabankarnir geta ekki, með sama lagi og verið hefir, haldið áfram að festa fé sitt í 25 ára íbúðalánum, nema með því að draga tilsvarandi úr lánveiting- um til atvinnuveganna, en af því mundi enn verra hljótast. Þetta er mjög alvarlegt mál og áhyggjuefni hið mesta, þegar höfð er í huga hin brýna þörf fyrir aukið lánsfé. En engum er gerður greiði með því að gylla hlutina um- fram það sem efni standa til, hvað þá að gefa almenningi aftur og aftur tálvonir með loforðum og fyrirheitum, sem reynast haldlausar blekking- ar. Ertu búimn að kaupa flokks- merki ? FJÁRÖFLUNARNEFND Sjálfstæðisfélaganna selur nú merki flokksins til ágóða fyr- ir kosningasjóðinn. Flokks- menn á vinnustöðum hafa merkin til sölu. Þar sem skammt er tii kosninga, eru sölumennirnir beðnir að hafa samband við skrifstofuna í Sjálfstæðishús- inu nú þegar. Kaupið flokksmerkið! STAKSTIINAR Af hverju er ræðan ekki birt? Morgunblaðið hefur að undan- förnu vikið að nokkrum stað- reyndum varðandi Hermann Jónasson forsætisráðherra, sem hann hefði auðsjáanlega kosið að lægju í þagnargildi. Rifjuð hafa verið verið upp þau orð hans fyrir kosningar, að betra væri að vanta brauð en hafa erlendan her í landi. Þessi yfirlýsing hefur verið borin sam- an við þá staðreynd, að Her- mann lét nú rétt fyrir jólin leiða sig suður til Parísar til að lýsa yfir í viðurvist 60 ráðherra sem votta, að herinn yrði ekki lát- inn fara „að svo stöddu“. Rúmri viku síðar afhenti Bandaríkjastjórn Vilhjálmi Þór 5 milljón dollara lán, sem fyrir löngu hafði verið veittur ádrátt- ur um en ekki fengizt gengið frá fyrr en eftir að Hermann gaf yfirlýsingu sína. Má þar um segja, að hönd selji hendi. Þá hefur Hermann verið innt- ur eftir því, af hverju ræðan, sem hann flutti í París, er ekki birt í heild á íslandi. Var í ræð- unni eitthvað, sem islenzka þjóð- in má ekki heyra? Eitthvað þessu svipað vilja forystumenn vinstri stjórnarinnar búa að almenningi í húsnæðismál- um samkvæmt tillögum „gulu bókarinnar". Heilaæm og hóflega rúmgóð húsakynni má ekki byggja, þ. e. a. s. allur almenningur má ekki gen það. Peningafurstar SÍS og gæðingar vinstri stjórnarinnar mega liins vegar búa í höllum. Allt minnir þetta á hið austræna réttlæti og jafn- rétti þar sem margar fjölskyldur búa í einu og <ama herbergi, en forréttindastétt kommúnista býr í stórhýsum frá keisaratímabilinu. Hitt í mark. Verst af öllu bregzt Hermann Jónasson, þessi baráttuhetja gegn spillingaröflum þjóðfélagsins, þó við, þegar á hlutlausan hátt er skýrt frá því, að hann lét senda tæplega þrítugan son sinn, al- ókunnugan alþjóðamálum, sem fulltrúa tslands á þipgi Samein- uðu þjóðanna. Sá undirbúningur ásamt verkfræðiprófi var síðan látinn nægja til að skipa piltinn framkvæmdastjóra Rannsóknar- ráðs rikisins. Við þá skipun var gengið fram hjá hálærðum vís- indamanni, Magnúsi Magnússyni, sem meirihluti Rannsóknarráðs hafði talið hæfari syni forsætis- ráðherra til að gegna stöðunni. Hafi nokkur efazt um, að hitt hefur verið í mark með því að skýra frá þessum staðreyndum, j þá lesi hann forystugrein Tím- ' ans i gær. Ilún hljóðaði svo: „Rógur ættlerans Benedikt Sveinsson yngri var einn allra vaskasti foringinn i sjálfstæðisbaráttu islendinga á fyrstu áratugum þessarar aldar. Það sannar þá undantckningu, að stundum getur eplið fallið Iangt frá eikinni, að Bjarni son- ur hans skuli hafa gerzt mála- maður þeirra afla, sem jafnan hafa verið fúsust á landi hér til að þjóna erlendum málsstað. Það er talið eitt cinkenni ætt- lerans, að liann hefir sérstaka tilhneigingu til að ofsækja menn, sem einnig eiga til mætra manna að telja, cinkum þó þá, sem vel reynast. Það er eins og ættler- inn finni einhverja svölun í þessu og telji þetta ráð til að' breiða yfir ólán sitt. Þetta virðist líka sannast all vel á Bjarna Benediktssyni. Síð- an liann varð aðalritstjóri Mbl. hefir blaðið ekki Iinnt narti og úylgjunum í garð Steingríms Her mannssonar, sonar Hermanns Jónassonar forsætisráðherra. All- ar eru dylgjur þessar út í loftið og tilefnislausar, enda Stein- grímur sérlega velgefinn mað- ur, sem hefir reynzt dugandi og farsæll við öll þau störf, sem hann hefir tekizt á hendur. Það er því alveg skaðlaust fyrir Steingrím, þótt Bjarni haldi þessu nuddi áfram. Bjarni aug- lýsir hins vegar með því enn betur en áður sálareinkenni ætt- lerans, sem hefir gerzt málamað- ur þeirra undirlægjuafla, sem eru á öndverðustum meiði við stefnu föður hans.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.