Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. jan. 1958 MORCUN BLAÐlh 15 /• 70 ára Þorbjörg Eiríksdöttir TÍMINN beljar áfram eins og stórfljót í vorleysingum, og óðar en varir er rösklega þriðjungur aldar liðinn í haf tímans. Það er snemma morguns miðvikudaginn 7. maí 1924. Úrsvalur kaldhrani lemur vanga tveggja ferðamanna sem verið hafa á ferð vestan yfir Hellisheiði nóttina sem leið. Fyrri hlutar nætur hafði verið úrhells rigning en stytt upp með morgninum og gekk nú á íkasts hryðjum þegar fram á daginnleið En stríði ferðalangaHna tveggja er nú brátt lokið því í þessum svifum þokast lest þeirra síðasta spölinn heim traðirnar að lág- reystu koti austur í Flóa, hreysi sem þrátt fyrir lága grjótveggi og flöt torfþök gefa þó kærkomið fyrirheit um hvíld og nauðþurft- ir munns og maga. í bæjardyrunum tóku á móti okkur tvær konur og nokkur börn ung. Sú kvennanna er hér á bænum skipar húsfreyju sess fagnar þar bónda sínum en það kemur íhlut vinnustúlkunnar að taka á móti sveinstaulanum komn um hátt á fimmtánda ár og sam- ferða hafði orðið húsbóndanum þessa löngu leið í sína fyrstu vist. Hlýhugur og virðulegt fas vinnu- stúlkunnar höfðu þau áhrif á mig umkomulausan drenginn að ég fann þar vin við fyrstu kynni sem ég frá þeim degi hefi mátt treysta skilyrðislaust. Enda tókst strax með okkur, hin mesta vinátta, sem síðan hefur þrátt fyrir langar fjarvistir staðið óhögguð til þessa dags. Ég dvaldi að vísu ekki lengi á þessu góða heimili en ég minnist ávallt dvalar minnar þar sem minnar beztu, og átti vinkona mín sem að framan getur þar góðan þátt í að svo varð. Kona þessi er Þorbjörg Eiríksdóttir til heimilis að Básenda 3 hér í bæ, og í dag er hún sjötíu ára gömul. Hún er fædd að Útverkum á Skeiðum í Árnessýslu 23. janúar 1888. Foreldrar hennar voru Ei- ríkur Vigfússon bóndi að Út- verkum og kona hans Þuríður Halldórsdóttir. Ég þykist vita að stappi nærri óþökk vinkonu minnar að ég geri þetta afmæli hennar að blaðamat. En ég tek þá raun á breitt bak mitt með léttu sinni, þar sem mér þykir í mesta máta ómaklegt að minn- ast ekki þessarar ástsælu konu með fáum orðum á þessum merku tímamótum. Það hafa því miður orðið sköp Þorbjargar að búa við stopula heilsu mestan hluta ævi sinnar en þrátt fyrir það þá hef- ur hún unnið öll sín störf með eljusemi og frábærri skyldu- rækni og hollustu við yfirboðara sína. Þorbjörg hefur ekki gert víðreist um vistarfar um dagana vistirnar hafa ekki orðið nema tvær til þessa. Og ef allt fer að vonum hennar gerir hún ekki ráð fyrir öðru en að hin síðari verði hin síðasta. Ung að árum er hún fyrst hleypti heimdrag- anum fluttist hún vistferlum til Halldórs Gíslasonar bónda að Haugaholti í Flóa og konu hans Valgerðar Jónsdóttur. En síðasta aldarfjórðung hefir hún dvalið hjá Guðmundi Júlíussyni járn- smiði og konu hans Jarþrúði Vernharðsdóttur nú búsettum að Básenda 3 í Reykjavík. Ung að aldri var Þorbjörg heitþundin ungum efnismanni en missti hann eftir stuttar samvistir. Hún er, því ógift og barnslaus. En hún hefur gengið börnum húsbænda sinna í móðurstað. Og víst er um það að þau af börnunum er ég hefi hitt að máli segjast ekki bera minni ást til hennar en til mæðra sinna. Sjálfur hefi ég not- ið í ríkum mæli aðhlynnin^ar hennar og hjálpsemi svo ég má gjörla vita að ummæli barnanna geti verið sprottin af sannri ást og virðingu á konunni. Því er það bæn mín til máttarvaldanna að Þorbjörg megi það sem hún á eftir ólifað búa við hamingju og eftirlæti, og að heilsa hennar verði eigi erfiðari henni í fram- tíðinni en hún hefir verið hin síðari ár. Að lokum vil ég yotta þessari góðu konu virðingu mína með alúðar þökk. Og það munu vissulega allir aðrir gera sem átt hafa því láni að fagna að eignast vináttu hennar. Og þess vil ég minnast í dag að það hefur drjúg- um aukið hamingju mína að mega telja mig í hópi vina henn- ar, og því bið ég guð að blessa hana. Lifðu heil Þorbjörg mín, þess biður vinur þinn. Kristján Þórsteinsson. Hurðarnafnspjöld Bréfalokur Skiltiigerðin, Skólavörðustíg 8. Kristján Cuðlaugssor hæsti-réUarlögmaður. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Austurstræti 1. — Sími 13400. Gís/f Einarsson liéraðsdómslögmaður. Málfjutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Eyfirðingafélagið Þorrablót félagsins verður haldið laugardaginn 1. febrúar 1958 í Sjálf- stæðishúsinu. Húsið opnað kl. 6,30 e. h. Borðhald hefst kl. 7,30. Aðgöngumiðar seldir í Hafliðabúð Njálsgötu 1, dagana 29., 30. og 31. jan. Verð að'göngumiða kr. 140.00. Sýnið félagsskírteini og greiðið árstillag kr. 30.00. Vegna mikillar eftirspurnar eru félagsmenn vinsam- lega áminntir um að tryggja sér miða tímanlega. Stjórnin. Breiðfirðingafélagið Hefur spilakvöld, fimmtudaginn 23. janúar í Búðinni klukkan 8,30. í kvöld hefst fyrsta 3ja-kvölda-spilakeppnin. Góð verðlaun. Stjórnin. INGÓLFSCAFÉ INGÓLFSCAFÉ Gomlu og nýju dansarnir í Ingólfscafé í kvöld kl. 9. Söngvarar Didda Jóns og Haukur Mortliens Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 12826 VEIKABGA K Ð U KIN N DANSLEIKUR í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9. Hljómsveit Vetrargarðsins leikur. Miðapantanir i sima 16710, eflir kl. 8. FIMMTUDAGUR Gömlu dnnsurnir AÐ ÞÓRSCAFÉ I KVÖLD KL. 9. J. H. kvintettinn leikur. Dansstjóri: Baldur Gunnarsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 5, simi 2-33-33 Silfurtunglið Félagsvist í kvöld klukkan 8,30 i, DANSAÐ Á EFTIR « Dansstjóri: Helgi Eysteinsson. — Ókeypis aðgangur — Silfurtunglið. Silfurtunglið Félög, starfsmannahópar, skipshafnir, fyrirtæki og ein- staklingar, við lánum út sal, sem tekur 150 manns í sæti, til eftirfarandi afnota: dansleikja, árshátíða, fundahalda, veizlna og margt fleira. Uppl. í símum 19611, 19965, 11378. SILFURTU N G LIÐ, Snorrabraut 37 (Austurbæjarbíó) VÖRÐIJR - HVOT - HEIMDALLiiR - ÓÐIMN Almennur kjósendafundur Sjálfsiæðisfélögin í Reykjavík efna til almenns kjósendafundar í Sjálfstæðishús- inu í kvöid kl. 8,30 e. h. Ávórp flytja: ólafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar Úlfar Þórðarson, læknir Birgir Kjaran, hagfræðingur Sigurður Sigurðsson, yfirlæknir Gísli Halldórsson, arkitekt BjcVgvin Fredrikssen, verksmiðjustj. Guðjón Sigurðsson, iðnverkamaður Þorv. Garðar Kristjánsson, lögfræðingur Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri AIH sfuðningsfólk lista Sjálfsfæðisflokksins velkomið á fundinn meðan húsrúm leyfir. Sjálfsfæðisfélögin í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.