Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 20
18. tbl. — Fimmtudagur 23. janáar 1958. Takmark vinstri gtundroðans: Kommúnistar forystuflokkur í vinstri stjórn í Reykjavík Yfirlýsing fulltrúa Ey- sfeins í útvarpinu Alh lýðræðissinnað og frjálslynt fólk verður að sameinast um D-listann 1 ÚTVARPSUMRÆÐUNUIVt um bæjarmál Reykjavíkur í fyrra- kvöld gerðist það m. a. að sérlegur fulltrúi Eysteins Jónssonar á lista Framsóknarmanna lýsti því yfir, að takmarkið væri nú að mynda vinstri stjórn um framkvæmd bæjarmála Reykjavíkur. Ef glundroðaliðið næði þessu takmarki sínu þýddi það, að kommúnistaflokkurinn væri orðinn forystuflokkur í bæjarstjórn Reykjavíkur, þar sem þeir eru langsamlega stærsti andstöðuflokkur Sjálfstæðismanna. Einstætt ábyrgðarleysi Tímamanna Þessi yfirlýsing Tímamannsins í útvarpsumræðunum er í fullu samræmi við það ábyrgðarleysi og hatursáróður, sem einkennt hefur alla baráttu Framsóknar- flokksins undanfarið. Fyrst leið- ir Hermann Jónasson kommún- ista til sætis í ríkisstjórn. Síðan gerir hann bandalag við þá í verkalýðsfélögunum, nú síðast i Dagsbrún, til þess að bjarga skinni þeirra þar, og loks lætur Eysteinn Jónsson fulltrúa sinn lýsa því yfir, að takmarkið sé að gera kommúnista að forystu- flokki í bæjarstjórn höfuðborgar- innar, ef glundroðaliðið fái meiri hluta! Allir lýðræðissinnar verða að snúa bökum saman Gegn þessu svívirðilega og þjóðhættulega ráðabruggi Tímamanna og kommúnista verða allir heiðarlegir og ábyrgir lýðræðissinnar í Reykjavík að snúast. Frjáls- Sæmilegur afli í des. BOLUNGARVÍK, 22. jan. — Sæmilegar gæftir voru hér í desember, en harðsótt var. Var afli bátanna sem hér segir: Hug- rún með 81 tonn í 19 róðrum, Einar Hálfdáns 86 tonn í 18 róðr- um og Þorlákur með 89 tonn í 18 róðrum. Minni bátar voru með 10—12 tonn í álíka mörgum róðr- um í desember-mánuði. lynt og lýðræðissinnað fólk, hvar í flokki, sem það stendur, verður að sameinast í barátt- unni gegn þeirri hættu, sem bænum er búin af samsæri kommúnista og Tímamanna. Takmarkanir þær á kosninga- réttinum, sem vinstri stjórnin samþykkti á Alþingi fyrir jól- in voru aðeins einn liður í moldvörpustarfinu gegn hags- munum Reykvíkinga. Komm- únistar hafa alls staðar byrj- að valdaferil sinn á því að skerða rétt fólksins til þess að Styrkjum flokks- s/óðinn FJÁRÖFLUNARNEFND Sjálfstæðisfélaganna í Reykja vík gengst nú fyrir almennri fjársöfnun í kosningasjóð. — Menn eru vinsamlega beðnir að koma framlögum sínum í skrifstofuna í Sjálfstæðishús- inu við Austurvöll eða hringja í síma 17100. Verða framlögin þá sótt. Reykvíkingar! Lokasóknin er hafin. Styrkið kosninga- sjóðinn. Telpan sleit sig lausa og hljóp fyrir strœtisvagn KLUKKAN tæplega hálf átta í gærkvöldi varð slys á Miklubraut inni neðanverðri. Fimm ára telpa Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir, Lambhól á Seltjarnarnesi, sem var þar á ferð með eldri systur sinni, sleit sig af henni, stökk út á akbrautina og varð þá fyrir strætisvagni. Var hún flutt í slysavarðstofuna. Seint í gærkv. höfðu meiðsli litlu telpunnar ekki verið könnuð til hlýtar. Systurnar voru staddar á spild unni milli akbrauta Miklubrautar. Strætisvagninn var á leið inn í bæinn, fullur af farþegum. Vagn- stjórinn telur sig hafa séð telpuna koma hlaupandi í veg fyrir vagn- inn. Kveðst hann þá hafa hemlað, en vagninn rann áfram því ísing er á götunni. Var bíllinn nær stöðvaður, er framstuðari hans rakst á telpuna, var á hlaup- um, en hún kastaðist við það L'á honum. Vagnstjórinn snaraði sér þegar út, og lá þá telpan rétt við kjósa. Síðar hafa þeir svo af- numið hann með öllu þegar þeim hafði tekizt að hreiðra nægilega vel um sig. í „höfuðstöð“ samvinnustefnunnar Samvinna Framsóknar við kommúnista í verkalýðsfélögun- um og sú ákvörðun þeirra að berjast fyrir því að gera komm- únista að forystuflokki í bæjar- stjórn Reykjavíkur, er greinileg- ur vottur þess að Framsóknar- flokkurinn er fullur örvæntingar og uggs um afleiðingar ábyrgðar- leysis síns. Hann veit að hundruð lýðræðissinnaðra manna, sem áð- ur hafa fylgt honum, snúa nú við honum bakinu. Jafnvel á Akur- eyri, sem Tímamenn hafa kallað „höfuðstöð samvinnustefnunnar", hafa Framsóknarmenn nú lýst yfir stuðningi og samvinnu við kommúnista. Þessum nýju viðhorfum hljóta allir heiðarlegir lýð- ræðissinnar að mæta með því að fylkja sér um Sjálfstæðis flokkinn og D-listann. Kosninga- bókin afhent á hverfisskrif- stofunum KOSNINGABÓK Sjálfstæðismanna „Reykjavík 1958“ hefur verið bor in til Reykjavíkinga undanfarna daga. í bókinni er í máli og mynd um fjallað um störf og stefnu Sjálfstæðismanna í bæjarmálum höfuðstaðarins. Þeir, sem enn hafa ekki fcngið „Bláu bókina“, geta vitjað hennar í hverfaskrifstofur Sjálfstæðismanna í borginni, mcð- an upplagið endizt. bílinn, grátandi og blæddi úr nefi hennar og munni. Vav henni hagrætt á slysstaðnum og síðan beðið unz sjúkraliðið kom á vett- vang og flutti hana í slysavarð- stofuna sem fyrr greinir. Var telpan enn til rannsóknar seint í gær&völdi. Rannsóknarlögi-eglan vill biðja •þá er kynnu að hafa verið á göt- unni og sáu er slysið varð, að gefa ■sig fram. Bæjarmál Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI — I kvöld verða útvarpsumræður um bæjarmálin og hef jast þær kl. 8. Verður útvarpað á 210 metr um. Flokkarnir munu tala i þessari röð: Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur, Alþýðu flokkur, Sjálfstæðisflokkur. Björgvin Guðjón Þorv. G. Gunnar Reykvikingar ! Fram fil sigurs Síðasti kjósendafundur Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík er í kvöld „25 króna velton“ ÞEIR, sem hafa fengið áskorun um að taka þátt í 25 króna velt- unni eru vinsamlega beðnir að gera skil þegar í stað. Nú er svo skammt til kosninga, að of seint er orðið að skora á aðra, en fram lögunum er veitt viðtaka í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll kl. 9—7 (símar 17104 og 16845). Fereldroniir bendi börnnnnni á bættuna SÚ deild rannsóknarlögregl- unnar, sem fjallar um slys á götum bæjarins og bíla- árekstra, hefur beðið Mbl. að beina orðum sínum til foreldra og aðstandenda barna og unglinga hér í bænum, út af þeim hættulega leik að láta bíla draga sig eftir svelluðum og snæviþöktum götunum. Svo mikil brögð eru að þessu nú að líkast er sem faraldur væri. Er um að ræða börn á öllum aldri, allt frá 6—7 ára snáðum, sem reyna að vera „kaldir“. Hefur það ekki að sjá, haft mikil áhrif þó fregn- ir hafi nú borizt um mann- tjón af völdum þessa. Er nauð- synlegt, sagði rannsóknarlög- reglan, að foreldrar tali um fyrir börnum síivum og geri þeim grein fyrir hættunni, sem af þessu stafar. ÖLL HIN FJÖGUR félög Sjálfstæðisfólks í Reykjavík efna til almenns kjósendafundar í Sjálfstæðishúsinu i kvöld kl. 8,30. Er það síðasti almenni fundurinn sem Sjálfstæðismenn i borginni halda fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. —- Flutt verða 10 stutt ávörp. Til máls taka: Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar, Úlfar Þórðarson, læknir, Birgir Kjaran, hagfræðingur, Sigurður Sigurðsson, yfirlæknir, Gísli Halldórsson, arkitekt, Björgvin Frederiksen, verksmiðjustjóri, Guðjón Sigurðsson, iðnverkamaður, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, lögfræðingur, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. Stuðningsmenn D-listans, fjölmennið á fundinn. — Hevðið lokasóknina. SIGUR D-LISTANS ER SIGUR REYKJAVÍKUR. Eldur í íbúðar- húsi í Gufunesi ITM KLUKKAN 2 í gær var slökkviliðið kallað upp í Gufunes. Rétt fyrir utan girðinguna kring- um Áburðarverksmiðjuna, standa lítil einlyft íbúðarhús nokkurra starfsmanna verksmiðjunnar og var eldur í einu þeirra. Var eldur- inn uppi í risi hússins. Varð að rjúfa gat á þakið til að slökkva hann. Þarna býr Einar Þ. Jóns- son. Urðu skemmdir nokkrar á húsinu, af eldi reyk og vatni. □- -□ Sjálf- boðaliöar SKRÁSETNING á sjálfboðalið- um, seiu vinna vilja fyrir D- listann á kjördagi fer daglega frani í skrifstofu Sjálfstœðis- flokksins í Sjálfstæðisliúsinu. —— Stuðningsmenn D-listans, fjölmennið til starfa — og hrindið með því árásinni, sem nú er gerð á borg ykkar. D---------------------------D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.