Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 16
16 MORGVNTiLAÐlB OTmmtudagur 23. jan. 1958 Weá ci í reihcin di Eftir EDGAR MITTEL IIOLZER Þýðii.g: Sverrir Haraldsson L 18 u 9 9- Cl hafið heyrt þetta, Mary og: Katey“. John, sem sat fyrir aftan Katey, teygði fram annan fótinn og spark aði í fótlegginn á henni. Katey sneri sér við: — Hættu þessu, John. Oliie, sérðu hvað hann gerði? Hann sparkaði í fót'm á mér“. „Gerði hann það? Þú átt það að minnsta kosti skilið. John, þú mátt ekki gera það aftur“. Sóknarpresturinn, séra Harm- ston, kom nú inn, fasmikill og stór stígur, með vingjarnlegt bros á vörum. Hann varð að beygja sig lítið eitt, þegar hann gekk inn um dyrnar, en þegar inn var komið, gat hann staðið uppréttur, án þess að eiga á hættu að reka höfuðið í loftbitana. Rödd hans var vin- gjarnleg og hlý, þegar hann bauð börnunum góðan dag. „Góðan daginn, séra Harmston", svöruðu börnin öll samtímis, án þess þó að rísa úr sætum sínum, þar eð séra Harmston var andvíg- ur öllum óþörfum viðhafnarvenj- um. „Allt í bezta lagi, OUie? Hvern ig hafa þau hegðað sér?“ „Ekki seni bezt, prestur. Ég beyddist til að ávita þau“. „Hm. Ekki gott! Ekki gott! — Nokkuð svo alvarlegs eðlis, að það verðskuldi svarta merkið?“ „Það eru a. m. k. níu börn, sem hafa unnið til þess að fá það“. „Gott. Mundu þá að rita nöfn þeirra í svörtu bókina í næsta kennsluhléi. Jæja, stúlka mín. Nú máttu fá þér sæti“. Olivia gekk til sætis síns, fyrir aftan öll börnin. Iíún hafði eng- an kassa og engar bækur, því að enda þótt hún væri sjálf í tölu nemendanna, var litið á hana sem eins konar undirforingja. Hennar starf var aðallega það, að vera ávallt reiðubúin að taka við kennslunni, ef faðir hennar forfallaðist, eða að aðstoða hann við að skýra fyrir nemendunum einstök sjónarmið, þegar skýringa var þörf, eða að hlaupa heim og sækja bók eða tæki sem nota þurfti í það og það skiptið. Staða hennar heimilaði henni samt eng- an vegim, að vera eftirtektalaus í kennslustundunum. Oft kom það fyrir, að faðir hennar beindi til hennar óvæntum spui’ningum og það hefði verið ófyrirgefanleg ólöghlýðni við hann að sýna þá eftirtektarleysi, vegna þess að hann ætlaðist til þess af henni, að hún gæfi öðrum gott fordæmi. Þennan morgun gekk henni ó- venju illa að fylgjast með kennsl- unni, vegna þess að allar hugsan- ir hennar snerust um Mabei og Gregory og morgunsloppinn. Hún sá hic brosandi, dulai-fulla andlit Mabels fyrir sér. Og tortryggni hennar í garð Mabels rann saman við meðaumkunina með Logan og þyrlaði i einni hringiðu innra þyrlaði í einni hringiðu innra með henni, eins og ólíkar hitabylgjur sem rekast saman. Hvar gat Gre- gory verið á þessari stundu? Hafði hann liðið inn í skógarþykknið, eins og viskí-angandi vofa, eða var hann að læðast að Mabel, með morðglampa í Ijósbláu augunum? Hvers vegna kallaði hann viskiið meðalið sitt? Ekki bætti það heldur úr skák, að faðir hennar ákvað að byrja kennslu dagsins, með því að tala um heilbrigðismál — málefni sem hún taldi sjálfa sig mjög vel heima í og sem vakti því lítinn á- huga hjá henni. Hún heyrði að eimskipið fór fram hjá. (Sjálft fljótið sást ekki þaðan). Og eimpípublásturinn barst niður eftir fljótinu og boð- ! aði þannig væntanlega komu þess á næstu viðkomustöðum. Morgunninn reyndist líka hafa truflandi áhrif. Sólin skein á döggvota grasgeirana og grasið glitraði og glóði, eins og atlask. Skammt frá benab — spölkorn neðar við stíginn, sem lá til Indí- ánabyggðanna — trítluðu nokkrir páfagaukar með háværu gargi, fram og aftur á mjúkum, fiður- kenndum blöðum manicold-pálma. Og öðru hverju heyrðist hinn óvænti, fjarlægi þytur vindsins, inni í myrkviði skógarins. . . . „Katey, segðu okkur hvers vegna það er“. Jafnskjótt beindist öll athygli hennar að því sem fram fór um- hverfis hana. Hún sá að Katey stóð á fætur, lioldgrönn, tólf ára stúlka, í ljósrauðum baðmullarkjól. Katey var einn gáfaðasti nemand- inn og — oftast — sá kyrrlátasti. „Vegna sýkla, prestur", svaraði hún. „Alveg rétt. Vegna sýkla. Sýkl- arnir lifa og tímgast í óhreinindum og ef við losum okkur ekiki við óhreindin, sem setjast á hörund okkar, þá ölum við og berum sýkla á líkömum okkar og einhvern góð an veðurdag uppgötvum við svo, að við höfum fengið einhvern hræðilegan sjúkdóm. Þakka þér fyrir, Katey. Fáðu þér sæti. Jæja, John, nú er röðin komin að þér. Segðu okkur nú, hvers vegna þú heldur að við eigum að gæta þess, að flugur æxlist ekki í rúmfötun- um okkar". John, tíu ára gamall með sauðar legt bros á anflitinu, reis á fætur, hilcandi á svipinn. Hann var góður í málfræði og setningafræði, en skorti hugmyndaflug. Eftir andar taks hik sagði hann: „Vegna þess að flugur geta bitið, prestur, og þær gætu haldið manni vakandi á nóttunum". „Hugsanlegt. Já, vissulega hugs anlegur möguleiki. Svefnleysi get- ur valdið heilsuleysi. En það er önnur orsök. Ollie. Þú. Segðu okk- ur hvaða hættur stafa af flugun- um“. Olivia, sem var svo heppin að hafa fylgzt með síðustu orðas'kipt- um kennarans og neme.idanna, stóð á fætur: — „Sérstök flugu- tegund breiðir út sjúkdóm, sem getur orðið að drepsótt. Hér á landi þekkist hún varla. Hún er algengust í Indlandi. En maður veit aldrei hvaða flugur kunna að álpast inn í rúmfötin, svo að það er vissast, að gæta jafnan ýtrustu aðgætni. Ef það er drepsóttar- fluga og hún bítur mann, þá fær maður veikina. Þá koma stórar, harðar kúlur í nárana á manni og innanverð lærin og blása út og vaida miklum sársauka og sjúkl- ingurinn fær ofsa-háan hita og deyr eftir örfáa daga“. „Prýðilegt. Fáðu þér sæti, Ollie — og þakka þér fyrir. Jæja, börn- in góð, nú hafið þið heyrt, hveis vegna flugur eru hættulegar. Drep sóttar-fluga getur bitið mann — og þá, whoo. Einhvern góðan veð- urdag er maður svo máttvana og með svima. Mann verkjar í höfuð- ið og maður kastar upp. Og það, Sem verst er, allur líkaminn verð- ur þéttsettur svörtum flekkjum". Hann sveiflaði hendinni og benti með vísifingrinum á Brownie, þrif lega stúlku, ellefu ára: — „Segðu okkur nú hvað þessi drepsótt heit- ir Brownie. Leyfðu okkur nú að sja hvað þú hefur gott minni“. Brownie stóð á fætur og beit sig í efri vörina, svo þá neðri. Hún brosti og hristi höfuðið: „Ég muna það ekki, prestur". „Eh? Hvað? Hvað heyrði ég? Ég muna það ekki“. „Ég man það ekki“, leiðrétti Brownie sjálfa sig. „Já, þetta er betra. Jæja, Brownie fáðu þér bara sæti. Da- vid, getur þú sagt okkpr nafnið á veikinni?" „Svarta-vatnssýki, prestur". %Séra Ilarmston hló góðlátlega. „Já, stundum er hægt að geta upp á réttu svari, Dave, drengur minn. En í þetta skiptið blandarðu sam- an tveimur sjúkdómum. Svarta- vatnssýkin er mjög illkynjuð teg- und af malaríu, sem við fáum hér á landi. Mundu hvað Ollie sagði. Við fáum aldrei drepsóttina hér á landi. Jæja, Katey, ég sé að þig langar til að leysa frá skjóðunni. Hvað heitir veikin?" „Svarti dauði". „Þetta var dugleg stúlka. Já, það er •’.inmitt Svarti dauðinn. Og nú, þegai þessi gátan er ráðin, held ég að það sé bezt að við snú- um okkur að mannkynssögunni. Og þar sem segja má, að þú hafir bent okkur á umtalsefnið, Katey, þá ætla ég nú að tala um endur- reisnai'tímabilið í enskri mann- kynssögu. Nei, nei. Lokið þið bók- unum ykkar. Ég læt ykkur vita, þegar ég vil að þið flettið upp í þeim. Hvaða ár geisaði Plágan mikla?" Nokkur börn hrópuðu samstund is: — „Sextán hundruð sextiu og fimm“. „Vel af sér vikið. Ágætt. Og svona fljótt svarað. Hver getur svo sagt mér nafnið á manninum, sem skrifaði mjög þekkta dagbók á þeim árum?“ „Pepper". „Samuel Pepper“, kallaði Katey. „Fleiri uppástungur?" „Samuel Peppees", leiðrétti Katey sig. „Laukrétt. En það er borið fram Peeps, Katey. Nú skaltu stafa það. Leyfðu okkur að heyra". „P-E-P-P-Y-S". „Skakkt. Dorothea — vilt þú reyna?" „P-E-P-Y-S". „Réct. Nú skuluð þið skrifa það niður í bækurnar ykkar. Bíðið þið. Ekki á sömu síðuna og skýringarn ar í mannkynssögunni. Skrifið það á titilblöðin og svo skuluð þið líka skrifa „Peeps“ í svigum fyrir aft- an, til þess að þið munið fram- burðinn á nafninu. Jæja, byrjið þið þá og reynið þið nú að skrifa vel“. Hann stóð með krosslagða hand- leggi og beið þess að börnin lykju við að skrifa nafnið og Olivia vissi, að hann hafði gefið þeim þetta verkefni, til þess að geta kastað mæðinni áður en hann byrj aði að ræða um viðreisn Eng- lands. Hún horfði á hann með að- dáun og í augum hennar var hann nokkurs konar hálf-guð, sem hún gat sett allt sitt traust á, ótta- laust og öruggt. Hann var ekki aðeins líkamlega sterkur, heldur Iíka vitur og hygginn. Það var ekki heiglum hent, að blekkja hann eða villa honum sýn. Hann gat verið harður og strangur, þeg ar svo bar undir og þörf var fyrir aga, en hann hafði viðkvæmt og gott hjarta. Auðvitað reyndi hún stundum að storka honum, þegar hann bannaði henni að gera eitt- hvað það, sem hana fýsti að fram- kvæma. En þrátt fyrir það þótti henni alltaf jafnvænt um hann og bar fyrir honum óblandna virð ingu. Þegar öll börnin höfðu skrifað nafnið „Samuel Pepys“ í bæk- urnar sinar, eins vel og þau gátu, byrjaði hann á hinni eiginlegu sögukennslu og var búinn að tala sig heitan, þegar Olivia — sem ekki hafði sérlega mikinn áliuga á viðreisnartímabilinu í Englandi — varð þess vör, að Gregory hafði skyndilega birzt á sjónarsviðinu. Hjartað í henni virtist kippast við, af æsingu og ofvæni. Hún horfði á hann. Hann stóð í tæplega tíu stikna fjarlægð, fyr- ir aftan föður hennar og hlustaði á fyrirlestur hans. Hann var bros- andi — örugg sönnun þess, að hann skemmti sér hið bezta. II. „En“, sagði séra Harmston að lokum. — „Ég vil ekki að þið far- ið úr þessari kennslustund í þeirri trú, að það hafi aðeins ver- ið í Englandi, sem ástandið var svona slæmt á þessum tímum. Nei, í Frakklandi var það sizt betra. Sennilega langtum verra. Og þá minnist ég þess. — Ollie, hlauptu snöggvast heim og vittu hvort Berton hefur lokiö við frönsku smásöguna sína. Ef svo er, þá skaltu segja honum að koma með hana undir eins. Og svo skaltu líka koma með grammófón- SHUtvarpiö Fimmtudagur 23. janúar: Fastir liðir eins og' venjulega. 12,50 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 18,30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Framburð- ai'kennsla í frönsku. 19,05 Harmon ikulög (plötur). 20,30 „Víxlar með afföllum", framhaldsleikrit fyrir útvarp, eftir Agnar Þórðar- son; 2. þáttur. — Leikstjóri: Benedik Árnason. Leikendur: Ró- bert Arnfinnsson, Ævar Kvaran, Þóra Friðriksdóttir, Nína Sveins- dóttir og Flosi Ólafsson. — 21,15 Kórsöngur: Frá 8. söngmóti Heklu, sambands norðlenzkra karlakóra (Hljóðritað í júní s.l.). 21,45 Islenzkt mál (Ásgeir Blondal Magnusson kand. mag.). 22,10 Er- indi með tónleikum: Dr. Hallgrim- ur Helgason tónskáld talar í þriðja sinn um músikuppeldi. — 23,00 Dagskrárlok. Fösludagur 24. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Framburðarkennsla J esperanto. 19,05 Létt lög (plötur). 20,20 Daglegt mál (Árni Böðvars- son kand. mag.). 20,25 Guðmund- ur Friðjónsson. — Bókmennta- kynning Almenna bókafélagsins frá 21. nóv. s. 1., nokkuð stytt. — 22,10 Erindi: Frímei'kið sem safn gripur (Sigurður Þorsteinsson bankamaður). 22,35 Frægar hljóm sveitir (plötur). 23,30 Dagíkrár- lok. — ATVINNA 1—2 stúlkur óskast í saumaskap nú þegar. Mýjö skóverksmi^jan Bræðraborgarstíg 7. EIIMANGRLIMARkORK 2” Verð pr. ferm. kr. 78.90 IV2” Verð ptr. ferm. kr. 59.00 H. Benediktsson hf. Lóugötu 2. HOLMENS KANAL 15 C. 174 Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn 1 miðborginni — rétt við höfnina. Herbergi með morgunkaffi frá dönskum kr. 12.00. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd 1) — í dögun næsta morgun ] 2) — Þarna er hafur fyrir þig leggja þeir Markús og Króka Markús. Refur aftur aí stað í fjallgöngu. I 3) — Króka Ref skrikar fótur og missir kíki sinn niður hiíð- ina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.