Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23 ian. 1958 MOHC.llTS BLAÐIÐ 11 Hvers vegna kýs ég Sjálfstæðisflokkinn ? MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til nokkurra Reyk- víkinga í tilefni af bæjarstjórnarkosningunum nk. sunnudag og beðið þá að sltýra lesendum frá því, hvers vegna þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn. Nokkur svörin fara hér á eftir: V/ð getum ver/ð hreykin af Reykjavik INGIBJÖRG Þorbergs söngkenn- ari svarar: „Ég tel það ekkert leyndarmál, hvaða flokk ég kýs og nvers vegna ég kýs hann. Vil ég því í stuttu máli, fúslega segja hvers vegna ég hefi ávallt vaiið Sjálí- stæðisflokkinn: Ég kýs hann vegna þess, að' ég elska ísland og alla íslendinga. Finnst mér Sjálfstæðisflokkurinn bezt hafa sýnt og sannað, að hann stuðlar að velferð og öryggi lands og þjóðar. Það er margt, sem við getum þakkað, og þá ekki sízt Sjálfstæðisflokknum, en því mið ur vill það þó oft gleymast, a.m.k. hjá sumum, því að eitthvað mun vera satt í mólshættinum „mikið vill meira“. En ef við nú rifjum upp fyrir okkur, hvað þakkarvert er, sjá- um við, að það er æði margt. Höfuðborgin okkar, Reykjavík, er fögur borg, sem við getum verið hreykin af. Hún ber blæ fram- kvæmda og menningar. hvar sem á er litið. T.d má nefna, að marg- ar íbúðir almennings eru til fyrir myndar. Okkar glæsilegu skólar og aðrar menningarstofnanir eru okkur til mikils sóma. Og ekki megum við gleyma hve nuk il rækt hefur hér verið lögð v :ð heilbrigðismáln. En þó að við séum svo heppin, að geta bent á þessar glæsi- legu staðreyndir, er þó margt ógert og margar þrautir óleystar. Og til þess að ráða fram úr öllum þeim vandamálum treysti ég bezt þeim flokki, sem reynsluna hef- ur öðlazt — því að reynslan er gimsteinn, sem ekki máist. Það er trú mín, að allir sannir íslendingar óski sér sjálf- stæðis, óski sér að byggja land, þar sem einstaklingurinn er sjálf ráður gerða sinna. — Því að hvers virði er lífið án frelsis? Læt ég svo þetta nægja, og sendi mínar beztu kveðjur til allra íslendinga, með von um, að þeir standi ætíð saman, sem éinn maður í því að vinna að bættum hag þjóðar sinnar og varð veita sjálfstæði lands síns. Ég vona, að Reykvíkingar standi saman á sunnudaginn og greiði D-listanum atkvæði. Ingibjörg Þorbergs.“ Vií ekki sovjet- skipulag MAGNÚS Valdimarsson iðn- rekandi Öldugötu 50, segir: „Valið ætti að vera auðvelt fyrir Reykvíkinga. Við sem erum fædd og uppalin í Reykjavík og höfum fylgzt með hinni glæsilegu framþróun og uppbyggingu borgarinnar síðustu tuttugu árin, stöndum vissulega í þakklætisskuld við Sjálfstæðis- flokkinn. Eingöngu vegna sam- hents meirihlúta Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn og stórhuga og dugmikilla forystumanna þeirra í bæjarrKálum er Reykja- vik orðin það, sem hún er. Við getum þvi öll verið hreykin af borg okkar. Undirstaðan fyrir velgengni Reykjavíkur er fyrst og fremst að þakka hinni frjálslyndu og framsýnu stefnu flokksins í at- vinnu- og bæjarmálum og stuðn- ingur flokksins við einstaklings- framtakið. Traustur og öruggur fjárhagur hefur ávallt ein- kennt stjórn Reykjavíkur, sem þó hefur ráðizt í hvert stórátakið á fætur öðru eins og hin fjöl- mörgu dæmi sýna og sanna. Heilsuverndarstöðin og hinn glæsilegi íþróttaleikvagur í Laug a.ugum ardalnum eru nærtækustu dæm- in. Oft hefur áróður glundroðaliðs ins verið aumur, en aldrei eins aumur og núna. Sparðatíningur Tímans og Þjóðviljans um skrif- stofubyggingu Hitaveitunnar, malbikun Miklubrautarinnar og núna seinast störf Loftvarnanefnd ar sýnir aðeins, hve málefnasnauð og ‘máttvana andstaðan er. Fyrir seinustu kosningar voru Sjálfstæðismenn skammaðir fyr- ir að byggja ekki yfir skrif- stofur sínar. Núna fyrir þessar kosningar eru þeir aftur á móti skammaðir fyrir að hafa byggt þessar skrifstofur. Kjósendur verða að gera sér lj óst, að nýtilkomin breyting á kosningalöggjöfinni og væntan- leg framkvæmd „Gulu bókarinn- ar“, þ.e.a.s. afnám eignarréttarins á húsnæði og stofnun leiguliða- stofnunar, er fyrsta skrefið í sovjet-skipulagið. Það er sama, hvað þeir heita þessir Sovjet-vin I ir, hvort það er Alþýðubandalag- | ið eða Framsóknarflokkur hvort i það er Hannes fró Undirfelli eða Brynjólfur Bjarnason, úlfurinn J leynist updir sauðagærunni. i Kosningarnar á sunnudag eru því örlagaríkar. Það er kosið um, t hvort á að beizla Reykvíkinga í j Sovjet-skipulag undir samvirka stjórn kommúnista og Framsókn ar eða hvort hin frjálslynda og stórhuga stjórn Sjálfstæðis- manna á að vera áfram. Valið ætti því að vera auðvelt. Magnús Valdimarsson". Mér hefur libið vel j f Reykjavik 1 LISTAMAÐURINN Guðmundur Einarsson frá Miðdal, segir: „Þegar kjósa skal bæjarstjórn, þá er það í mínum augum ekki eingöngu stjórnmálalegs eðlis, heldur mat á aðstæðum. Þetta mat byggi ég ó viðkynningu fjörutíu ára, og þeirri staðreynd, að ég hefi kosið að búa í þessum bæ og hvergi annars staðar. Að mér og mínum hefir liðið vel hér á SkólaVörðuhæðinni, þótt stund- um hafi vantað vatn og ýmsu sé áfátt um gatnagerð o. fl. Á þeim áratugum, sem ég hefi haft hér búsetu, hafa orðið mikl- ar breytingar, og flestar til betri vegar, og eru umskiptin ævin- týraleg. Miklar eru framfarirnar siðan ég flutti mjólk á reiðingshestum ofan úr Mosfellssveit til Jóns á horninu (Jóns Þórðarsonar) eða þegar ég reri með Ágústi í Lág- holti móðurbróður mínum og seldi fisk á götunum úr hjól- börum. Ég hefi fylgzt með þróuninni, og tekið þátt í henni af litlum mætti. Málefni Reykjavíkur hafa verið mín málefni, þennan manns aldur. Ég hefi átt mjög auðvelt með að ákveða, hverjum ég hefi gefið atkvæði mitt. Hefur þar minna ráðið stjórnmálaskoðanir, heldur hitt að bæjarmálum væri stjórnað af hæfum og þjóðlegum mönnum. Nú, sem jafnan áður, er valið milli hinna ráðandi manna og ósamstæðra flokka. Annars veg- ar einhuga flokkur með glögga stefnuskrá byggða á mikilli reynslu Hins vegar aðiljar, sem fátt eiga sameiginlegt nema óska drauma um völd. Má það ljóst vera að slík samsteypa er ekki líkleg til mikilla átaka. Með heill Reykjavíkur fyrir '5 rð v'’’ -firlögðu ráði, flokkurinn hefúr haft stjórnar- forystu hafa orðið stórstigari og meiri framfarir til sjávar- og sveita en nokkurn tíma áður hafa þekkzt í þessu landi. Kjör fólks- ins hafa verið bætt og jöfnuð, og nú vex upp í landinu hraustari og glæsilegri æska en nokkru sinni fyrr. Fólkinu er þetta ljóst, og fylkir sér þess vegna undir merki SjáJf- stæðisflokksins — undir merki lýðræðisins til gróandi þjóðlífs, þar sem ekki fær þrifizt illgresi kúgunar og einræði. Kristján Sveinsson". Forysta i byggingarmálum GARÐAR PÁLSSON 1. stýrimað- ur á Þór, Fornhaga 15, segir: kýs eg t-vi D-listann, fullviss þess að hann verði heilladrjúg- ur. Hann ráði bæjarmálum, á meðan heldur sem horfir. Guðmundur Einarsson, frá Miðdal“. Frjálslyndur umbótaflokkur KRI’S'UrnN augnlækn ir segir: „Ég fylgi Sjálfstæðisflokknum vegna þess að hann er frjáis- lyndur umbótaflokkur, sem stuðl ar að því, að lofa hæfileikum einstaklinganna að koma fram, og þroskast þjóðfélaginu til gagns. Þau árin, sem Sjálfstæðis- „Eg kýs Sjálfstæðisflokkinn í fyrsta lagi vegna þess, að hann er eini flokkurinn, sem berst fyr- ir algjörlega frjálsu framtaki á öllum sviðum þjóðlífsins. Það hefur sýnt sig betur en bjart sýnustu menn þorðu nokkurn tíma að vona, hvers einstakling- urinn er megnugur, ef honum er aðeins búið frjálsræði í orði og á borði. I hinni hröðu uppbyggingu er það ekki hvað sízt hin frjálsa og óþvingaða stefna Sjálfstæðis- manna í byggingarmálum, svo og barátta flokksins fyrir skattfrelsi af eigin vinnu við íbúðarbygg ingar, sem markað hafa tímabó í byggingarsögu borgarinnar. Það er þessi stefna, sem fram- kallað hefur það bezta, sem tú er í mannfólkinu og gefið fólki af öllum stéttum tækifæri til að sýna, hvað inni fyrir býr. Án þessarar stefnu hefði ekki verið hægt að auka ár frá ári uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og án hennar hefði fjöldinn allur af fólki ekki haft tækifæri til að eignast þak yfir höfuðið. Það hefur oft verið deilt á Sjálfstæðisflokkinn út af bygg- ingarmálum af furðulítilli sann- girni, en því er til að svara, að sjón er sögu ríkari. í öðru lagi er Sjálfstæðisflokk- urinn eini flokkurinn, sem gerir meira en að lofa framkvæmdum, hann lætur framkvæma hlutina, en ekki er hægt að segja það sama um.hina flokkana. Garffar Pálsson". Engan glundroða i stjórn borgarinnai GUNNAR Steinþórsson, sjó- maður, hefur að undanförnu unn_ ið í landi hjá Eimskip. Hann segir: „Sjálfstæðisfloltkurinn hefur með forystu sinni í bæjarmálum sýnt, að hann hefur verið verður þess trausts, sem honum hefur verið sýnt. Á skömmum tíma hefur bærinn vaxið og dafnað ört, og forystumenn bæjarfélagsins hafa með dugnaði og elju veitt Reykjavík þá umsjá, sem hún hefur þarfnazt. Forystumenn hinna flokkanna hafa engan þátt átt í því mikla starfi, er hér hefur verið unnið — og mælir þvi eng- inn í mót, að Reykjavík er í dag fyrirmyndarbær. Einmitt þess vegna mun ég styðja Sjálfstæðis- flokkinn, vegna þess að ég tel að málefnum bæjarfélagsins sé bezt borgið í höndum Sjálfstæðis- manna. Glundroðastjórn „vmstri flokkanna" dæmir sig sjálf, hún hefur setið nógu lengi í stjórnar- ráðinu til þess að sýna þjóðinr.i hvað hún getur, hvað hún gerir — og hvað hún mun gera Fg skýs D-listann til að foiða Reykjavík frá slíkri stjórn. Gunnar Steinþórsson“. Vel búið að iðnaðinum GUÐMUNDUR Guðmundsson forstjóri trésmiðjunnar Víðis segir: „Ég fylgi Sjálfstæðisflokknum, því að það er bezt fyrir þjóðar- heildina, jafnt atvinnureltendur sem launþega, að framtak og frelsi einsiaklinganna fái að njóta sín. Því að höft og hömlur þess opinbera leiða til erfiðleika og vandræða fyrir atvinnuveginaþvi að skattar og afskipti þess opin- bera og hið fyrirferðarmikla stjórnarbákn í fámennu landi dregur úr afkomumöguleikum almennings. Því að bæjarstjórn Reykja- víkur hefur jafnan reynt að greiða fyrir atvinnuvegimum og vegna þess ábuga, sem ég hef á málefnum iðnaðarins hlýtur það að gleðja mið sérstakiega, að svo vel hefur verið að honum búið í Reykjavík að um 40% bæj arbúa lifa af iðnaði og að hann er orðinn aðalatvinnuvegur þeirra. Guðmundur Guðmundsson". Kópa- vogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi er ða Melgerði I. Opin frá kl. 10 til 10 daglega. Shnar: 19708 og 10248. Stuðningsmenn D-listans i Kópavogi. Ilafið samband við skrifstofuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.