Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 23. jan. 1958 MORGVNBLAÐ1Ð 17 Eyjolfur Sigurðsson frá Laugardal, Vestm.eyjum Minning Á GAMLÁRSDAG síðastliðinn lézt af slysförum Eyjólfur Sig- urðsson í Eyjum. Það kom mörg- um á óvart, því svo oft hafði hann átt krappan dans við Ægi gamla, að þessi skyldu verða ævi lok Eyjólfs að falla í sjóinn og drukkna við landsteinana. En enginn má sköpum renna. Eyjólfur Sigurðsson var fædd ur að Syðstu-Grund undir Eyja- fjöllum 25. febrúar 1885, sonur hjónanna Sigurbjargar Guð- mundsdóttur og Sigurðar Eyjólfs sonar er þar bjuggu. Voru það hin mestu myndar- og dugnaðar- hjón. Með þeim ólst Eyjólfur upp ásamt stórum barnahóp þeirra hjóna (þau voru 13) og var Eyjólfur með þeim elztu þeirra. Fljótt var hann látinn fara að vinna heimilinu eins og þá tíðkaðist og kom dugnaður hans snemma í ljós. Um ferm- ingu fór hann til sjóróðra suður með sjó á Suðurnesin. Var þá farið gangandi til vers og var það ekki svo lítið álag fyrir ungling, að ganga austan undan Eyjafjöllum suður á Nes. En Eyjólfur skilaði sínum drjúgu og hraustmannlegu fótsporum engu siður en aðrir. Þarna reri hann nokkrar vertíðir, en um alda- mótin fór hann til Vestmanna- eyja fyrst, og reri þar á Eyja- fjallaskipum, sem þar var haldið úti til fiskveiða. Þegar svo vélbátarnir komu til sögunnar, fór Eyjólfur að stunda sjó á þeim. Var hann þá þegar orðinn svo eftirsóttur sjómaður, að hann fékk skipsrúm hjá ein- um mesta og bezta formanni Eyj- anna, Magnúsi Þórðarsyni í Dal. Með honum var Eyjólfur þar til vegir skildust, að fullu. Fékk Magnús þá nýjan bát og að sjálf- sögðu falaði hann Eyjólf til sín á bátinn, þann, en eigendur m.b. Karls tólfta, sem Magnús þá hætti við, föluðu Eyjólf fyr- ir formann á bátinn. Lét Eyjólf- ur tilleiðast og tók við for- mennsku á m.b. Karli tólfta. Þennan vetur fórst Magnús Þórð arson með hinum nýja bát sínum og allri skipshöfninni. Það var veturinn 1915. Þannig skildust vegir þeirra Magnúsar og Eyjólfs. Með Karl tólfta var Eyjólfur 4 vertíðir, en á sumrum fór hann til Austurlands og reri það- an og var svo mörg sumur. Á hauslin var hann heima í föður- húsum og lét alla vinnu sina ganga til hjálpar foreldrum sín- um. Eftirlifandi konu sinni Niko- línu Eyjólfsdóttur frá Mið-Grund giftist Eyjólfur árið 1914 hinni mestu dugnaðar- og myndarkonu og eru þau hjón ein af þeim góða og trausta stofni er flutti til Eyjanna um aldamótin. Fyrst voru þau til húsa í Bræðraborg í Eyjum, en árið 1917 keyptu þau húsið Laugardal og hafa bú- ið þar síðan eða í 41 ár. Eftir að Eyjólfur hætti formennsku á Karli tólfta tók hann við m.b. Hlíf og var með hana eina ver- tið, þá tók hann við m.b. Lundi og var formaður með hann í fjór- ar vertíðir. Loks tók hann svo við m.b. Happasæl og var með hann í 10 vertíðir. Eyjólfur sótti sjóinn fast og mátti stundum segja að teflt væri á tæpasta vaðið, því bátar voru þá bæði litlir og illa útbúnir, en allt fór vel og Eyjólfur skilaði öllu heilu og höldnu að landi, því maður- inn var bæði hugmaður, kjark- maður og aflamaður í bezta máta. Árið 1934 hætli Eyjólfur for- mennsku, eftir 20 ára starf, en ekki hætti hann þó við sjóinn, ekki aldeilis. Þá fór hann á m.b. Höfrung, sem Þórarinn Guð- mundsson var þá formaður með. Lét hann svo ummælt að aldrei hefði hann haft slíkan mann með sér til sjós, sem Eyjólfur var, aldrei slikan dugnaðarþjark og var EyjóKur þó í þann tima far- inn að eldast nokkuð. Sjómennsku hætti svo Eyjólfur árið 1941 og snéri sér að tré- smíði, sem hann hafði lært hjá Jóhanni trésmið á Brekku í Eyj- um á fyrstu árum sínum þar. Þessa iðn stundaði Eyjólfur svo á sumrum og svo einungis, sem atvinnu, síðustu árin eða eftir að hann hafði kvatt sjóinn. Eyj- ólfur var afbragðs smiður og með afbrigðum duglegur. Allir sem hann þekktu, sóttust eftir að fá hann til smíða og fengu færri en vildu. Er alveg óhætt að fullyrða að fáir áttu lengri vinnu dag en hann, þvi þegar hann hafði skilað sínum venjulega og almenna vinnudegi fór hann í smíðahús sitt á kvöldin og smíð- aði þar langt fram á nótt. Það var stuttur hvíldartími. Það var daglegur viðburður að mæta Eyjólfi í Laugardal með hamar og sög á helgum dögum, seint og snemma, þar eð ekki hrukku virk ir dagar til þess, að geta leyst bænir Eyjamanna um vinnu. Þá varð að grípa til helgidaganna. Hann gat helzt engum neitað um eitt eða neitt. Og það hygg ég, að ekki hafi hann ávallt tekið mikla greiðslu fyrir vinnu sína hjá almenningi. Það var ekki verið að hugsa um hvort um helgidagavinnu eða eftirvinnu væri að ræða. Nei, bara ef hann gat unnið umbeðna vinnu fyrir náungann var allt í lagi. Greið- inn sat í fyrirrúmi greiðslunnar. Hún gat beðið batnandi tirna eða sú greiðslukrafa varð aldrei til. Eyjólfur var líka ákaflega vin- sæll maður. Mun leitun á fólki í Vestmannaeyjum sem ekki þekkti Eyjólf í Laugardal og var inni- lega hlýtt til hans og sama má um samsveilunga lians, Eyfell- inga segja. Já, Eyjólfi var létt um öll störf og átti vissulega langan vinnu- dag, þótt honum hafi ekki fund- izt svo sjálfum. Hann var ávallt glaður og hress í lund, viðmóts- þýður með bros á vör og léttur í öllum hreyfingum. Má með sanni segja að í hverju hans spori væri líf og fjör, þrek og iðja. Aldrei lastaði Eyjólfur nokk- urn mann enda var hann mjóg orðvar maður, sem vildi öllum vel í orði og verki og sýndi það í daglegri umgengni til hinztu stundar. Hann var glaður í góð- um hóp og gat verið mesti fagn- aðarhrókur án þess að fara fram fyrir aðra. Það átti ekki við hann að þrengja sér nokkurs staðar fram, því heldur var hann til baka. En viðræðugóður var hann, fróður vel og hafði yndi af góð- um vísum og kveðskap, sem hann kunni’ mjög mikið af, og hafði mestu ánægju af að ræða um meðal kunningja sinna og vina. Eyjólfur átti myndar-heimili og var kona hans stór þáttur í því. Bar hann og mikla umhyggju fyrir börnum sinum og þau hjón- in mjög samhent í þvi að skapa þeim sem mesta og bezta fram- tíðarmöguleika. Það var gott að koma að Laug- ardal. Þar var gestrisni og hlýtt og gott víðmót í hvívetna hjá hjónunum og börnum þeirra. Þau Eyjólfur og Nikolína áttu 9 börn, öll hin mannvænlegustu. En skugga bar oft inn á þetta ágæta heimili og erfiðleika lífsins fengu þau hjónin að reyna í miklum mæli. Fimm barna sinna hafa þau orðið _að sjá bak við tjald dauð- ans. Árið 1920 misstu þau tvær stúlkur sama daginn, Guðmundu og Sigurbjörgu, dreng Guðrnund að nafni 1924, Ágústu 1942 og Óskar skipstjóra á m.b. Guðrúnu 1953 og tengdason sinn Kristin Aðalsteinsson. Var Óskar, sem kunnugt er, einn mesti aflamaður og sjósóknari Eyjanna á þeim tima. Af þessu sést að Laugardals- hjónin hafa fengið að reyna mjög erfiðleika lífsins. En allt báru þau með mestu hetjulund og svo er enn um Nikolínu, þegar hún nú mátti sjá á bak góðum ekta- maka. Eftirlifandi börn þeirra hjóna eru: Ragnar vélstjóri í Vest- mannaeyjum, sem dvelur hjá móður sinni í Laugardal, Jó- hanna búsett í Reykjavík, Sig- ríður búsett í Reykjavik og Alda gift Ragnari Hafliðasyni í Eyj- um. Öll eru börn þessi mesta myndarfólk, sem þau eiga ættir til, og nýtur Nikolina rikrar ást- úðar þeirra og umhyggju á reynslunnar stund og efri árum. Þá er og í Laugardal Ágústa dótturdóttir þeirra Laugardals- hjóna, sem þau ólu upp við mikla ástúð og föðurlega umhyggju, hið lýsandi unga Ijós heimilisins, eins og oft vill verða um barnabörnin, sem afi og amma hafa hjá sér. Þar er kærleikurinn og umhyggj an ekki hvað minnst um vel- ferð barnsins enda hefir það sýnt sig hjá þeim Laugardals- hjónum. Eyjólfur í Laugardal er látinn. Allir sem þekktu hann munu sakna hans úr daglegri umgengni og samvistum og er sár söknuð- ur eftir hann, ekki sízt hjá konu hans og börnum. Ég sem þessi fáu minningarorð skrifa, þakka honum fyrr góðar sam- verustundir og afbragðs kynn- ingu. Og fyrir hönd allra Eyja- búa þakka ég honum vel unnin störf í þágu bæj arfélagsins í heild. Vertu sæll, við þökkum ástúð þína þrek og dug, sem mörgu verkin sýna Guðs í friði sofðu sætt og rótt. Sakna mun ég vinar........ Góða nótt. J. S. ÞiSplötur - Hurðviður Nýkomið: Embero — líkt mahogni Oguomo — líkt teak Texplötur Harðtex Vs” olíusoðið Birkikrossviður 3-4-5 mm. Höfum kaupanda að góðri 4—5 herbergja íbúðarhæð í bænum, helzt sem mest sér. — Góð útborgun. fSlýja fasteignasalan BANKASTRÆT17 Sími 24300 og kl. 7.30—8,30 e. h. -8546. GísSi Jónsson & Co. Bifreiðaverzlun Ægisgötu 10 Nýkomnir eftirtaldir varahlutir: í Kaiseir: I jeppa: Fjaðrir og Fjaðrablöð Stýrisendar, Gormar, Stýrisendar Björuliðskrossar, Spindilboltar, Platínur, Kveikjulok, Coplingshulsa m legu Coplingshulsa m legu, Hjöruliðskrossar Soplingsdiskar, Bremsuborðar, Kveikjulok Vatnslásar, Olíuhreinsarar, Lugtir (complett) Ventilgormar, Benzíndælur, Vatnslásar, Spindilboltar, Olíuhreinsarar, i Willys Station o. fl. Slitboltar og Hjólbarðar og slöngur, FjaÖrahengsli. Pirelli, Michelin, Alliance. Iíeðjur 760 x 15 900 x 16 760 x 15 700 x 15 710 x 15 650 x 16 550 x 15 650 x 16 700 x 15 600 x 16 600 x 16 525 x 16 670 x 15 750 x 20 , Keðjutangir Þá eru og nýkomin 3 teg. Verð frá kr. 51.00 hin þekktu Williams Oil-O.Matic olíukynditæki. Hosuklemmur, Felgujárn Pantanir óskast sóttar og Felgulyklar. strax. ÚTBOÐ Á lögmætum hluthafafundi, sem haldinn var í Loftleiðum HF., laugardaginn 18. jan- úar sl., var samþykkt að auka hlutafé félagsins úr kr. 2.000.000.00 — tveimur milljón- um króna, — í kr. 4.000.000.00 — f jórar mi Iljónir króna. Njóta hluthafar forkaupsréttar að bréfunum, svo sem samþykktir mæla fyrir um, og gefst þeim því kostur á að skrifa sig fyrir aukningarhlutum skv. ofansögðu til 1. marz næstkomandi. Ennfremur verða seld, samkvæmt samþykkt fundarins, þau hlutabréf, sem félagið á nú sjálft, samfals að upphæð kr. 159.800.00, í réttu hlutfalli við bréfaeign og gefst hlut- höfum einnig kostur á að skrifa sig fyrir þeim. Afhending allra bréfanna hefst 1. marz nk. gegn greiðslu á andvirði þeirra, en hlut- höfum ber að gera fullnaðarskil fyrir 10. marz nk. Ella áskilur stjórnin sér rétt til að selja bréfin öðrum. Skráning og afhending fer fram í skrifstofu félagsins við Reykjanesbraut hér í bænum. Reykjavík, 21. janúar 1958. Stjórn „Loftleiða HF“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.