Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 8
8
M O R C rnv n r 4 fíl Ð
Fimmtudagur 23. jan. 1958
Anton
Kveðja til vinar
Jónsson
Minninganna flýgur fjöld,
fram um dimmbiá vetrarkvöld,
laðar hjartað og hugann í kvöld
til að horfa til baka,
horfa eftir álftunum sem kvaka,
sem stóru hvítu vængjunum
blaka.
Svona eru minningarnar um
vinina, sem á undan eru flognir,
þær eru að sjá, sem fljúgi hvítir
svanir „með fjaðraþyt og söng“,
þær eru að heyra sem söngur
meðan sumrar og lífið leikur í
lyndi, en þegar kraftar þverra,
á dalinn kólnar og hvít mjöllin
leggst yfir liðnu árin, yfir ævi-
störfin og það sem ætlað var en
aldrei rættist þá kemur söknuður
og klökkvi í raddir þeirra, sem
eftir sitja, likt og hjá álftunum
þegar þær á haustin kveðja heið-
arnar, því enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur.
Þegar ég nú kveð þig, kæri
vinur frá æskuárunum við Eyja-
fjörðinn, og þakka þér langa og
góða vináttu, þá dreg ég aðeins
upp úr silfurskrínum minning-
anna nokkrar „svipmyndir fagr-
ar er mér lánið gaf“, um kynn-
ing okkar og vináttu, sem aldrei
féll 3C skuggi.
Það var veturinn 1903—04 sem
vináttan tókst me<5 okkur Anton,
frú Guðlaug Helga frá Haga-
nesi í Fljótum, sá um hið barn-
marga og stóra heimili, svo
Anton lærði snemma að vinna
bæði á sjó og landi, en skjótt
kom í ljós, að hugur hans allur
hneigðist að smíðum, bæði húsa
og skipa, en þó einkum til síð-
arnefndra og eftir nám bæði ut-
anlands og á Akureyri gjörðist
hann brátt með þekktustu og
færustu skipasmiðum á Norður- |
landi löngu áður en hann fór suð- ;
ur og gjörðist yfirverkstjóri við
skipasmíðar hjá Slippnum. — í
þessu sambandi er mér sérstak- !
lega minnisstætt þegar Anton
árið 1916 smíðaði fyrir föður
minn stóran fallegan 12 smálesta ,
lænfaðir Antons: „Eg kem sialf-
velbat, að faðir minn sagði eitt ! , . . ” ” , J .
valdar Snorrasonar útgerðar-
manna á Akureyri, tók Snorri
fram við mig, en hann var sjálfur
sinn við mig, er við sem oftar
litum á verkið: „Það er synd að
Anton skuli vera við smábáta-
smíðar hér nyrðra, hann á að
vera fyrir skipasmíðastöð syðra,
þá nýtur hann sín, því það er
hvorttveggja, að hann er óvenju
hagur og hefur næmt auga, en
auk þess er hann sjónum vanur,
þekkir sjóinn og veit hvernig
bátar og skip eiga að vera til
þess að verjast áföllum“. Fór ég
nú að taka betur eftir og slcilja
störf Antons, að bak við vand-
virkni og þekkingu var listamað-
urinn. í skip sín lagði hann sama
smekkinn, sömu listina, eins og
systir hans, frú Kristín, kona
ur hvergi nærri, þarf þess ekki,
horfi aðeins á, því enginn minna
lærlinga smíðar skip eins og
Anton“.
Það tel ég og víst, að þegar
Húsavíkurbær fyrir rúmum tíu
árum lét Slippinn smíða hið fal-
lega stóra vélskip „Hagbarð“, þá
hafi vinur minn Anton ráðið
miklu um gerð þess og útlit.
Þeðaf ég kom nýgiftur til Akur
Svo liðu nokkur ár, þá kom ég
aftur á heimili Margrétar og
Antons, en þá var vinur minn
orðinn sorgmæddur maður. —
Helga var frá honum tekin eins
og lambið frá fátæka manninum.
Nú snérist öll hugsun hans um
Slippinn, og þar vann hann með
sérstakri elju og trúmennsku,
sem ætti hann sjálfur fyrirtækið,
en um sig og sinn hag hugsaði
þessi staki og ærlegi drengskapar
rnaður aldrei.
„Deila menn um mál að vanda,
en mætur er sá, þegar lýkur hildi
og' allir muna eftir honum,
sem átti ei flekk á sínum skildi“.
Vertu sæll kæri vinur, Anton.
Ég trúi því, að þegar þú nú siglir
yfir feigðarfjörðinn og leggur
skipi að landi á sólströndum, þá
taki yndislega dóttirin þín, sem
þú alltaf þráðir, á móti þér.
Júl. Havsteen.
Koslð kl. 9 f.h. II111
e.h. í Reykjavík
ATHYGLI kjósenda er vakin á
því, að skv. lagaákvæðum, sem
sett voru nú í vetur, verður kjör-
stöðum lokað kl. 11 að kvóldi.
Y firkj örstj órnin í Reykjavík
hefur hins vegar ákveðið að nota
sér heimild í lögum til að láta
kosninguna hefjast kl. 9 um
morguninn.
í Reykjavík verður því kosið
frá kl. 9 f. h. til 11 e. h.
Morgunblaðinu er ekki kunn-
ugt um, hvort ákvarðanir hafa
verið teknar um það, hvenær
kosning skuli hefjast í öðrum
kaupstöðum, en skv, lögum verð-
ur kjörstöðum alls staðar lokað
kl. 11.
Jón Gnðmundsson frú
Torfalæk — Áttræður
el« ^ann. vetur *as heima og j Valtýs ritstjóra, leggur í málverk
við bekkjarbræðurnir Andrés sál
Björijsson saman. Ánton var þá
orðinn fulltíða maður, stór og
glæsilegur svo af bar, og fann
ég það skjótt, að hann með upp-
eldi sínu og lífsreynslu, sem þá
var talsverð orðin, þurfti að færa
margt á betri veg hjá okkur
yngri mönnunum, en allt var
þetta gert með ljúfmennsku og
glöðu brosi og þeim drengskap
og góðvilja, sem einkenndi Anton
alla hans ævi. Kyn átti hann og
til þess að vera í fremstu röð.
Faðirinn var hinn þekkti formað-
ur og skipasmiður, Jón Antons-
son í Arnarnesi, með allan hug
við sjó, en hin mæta móðir, hús-
sín, sem skipa henni á bekk með
beztu listmálurum þessa lands,
og vonandi verður það ekki talin
nein ónærgætni hjá mér, þó ég
uppljóstri því nú, að það var
Anton sem kostaði þessa systur
sína í sex ár við listnám í Kaup-
mannahöfn, en þess skal getið,
að aldrei heyrði ég hann sjálfan
minnast á þetta kærleiksverk við
yngri systir, sem hann hafði trú
á og brást heldur ekki.
Þegar Anton síðar stóð fyrir
smíðum á vélskipunum „Sindra“
og „Snorra“, sem voru milli 20
til 30 smálesta skip, eign þeirra
feðga Snorra Jónssonar og Rögn-
ÞEGAR ég nú minnist þess, að
Jón á Torfalæk varð áttræður
22. þ. m., beinist hugurinn 35 ar
eyrar, var Anton í hópi fyrstu í aftur í tímann, er kynni mm
vinanna, sem fögnuðu okkur
hjónunum og á heimili okkar var
hann glaði og tryggi vinurinn.
Svo skildu leiðir, við hjónin
fluttumst til Húsavíkur. Anton
giftist nokkru síðar frú Margréti
Magnúsdóttur frá Reykjavík, sem
við hjónin þekktum og héldum
upp á, og nú virtist lífið brosa
við vini mínum, einkum eftir að
lítil dóttir fæddist. Oft hefi ég séð
Anton glaðan, en þá sá ég hann
glaðastan, þegar hann kynnti mig
fyrir Helgu dóttur sinni, sem þá
var orðin gjafvaxta mær og til-
takanlega falleg stúlka. Mér verð
ur ætíð ógleymanlegt sólskins-
brosið í augum þessa elskulega
vinar míns, þegar hann horfði á
víxl þessa stund á fallega eigin-
konu og fríða dóttur, sem mér er
sagt að hafi hið innra verið sömu
mannkostum búin eins og fegurð
hið ytra.
yr yr yr
t
f
t
T
t
t
t-
t
T
t
t
J&á
ALLT A SAMA STAÐ
Willys- jeppaeigendur
eins og ávallt erum við vel birgir af varahlutum í
mikið úrval varahluta í í'iestar aðrar bií'reioir.
jeppann, einnig eigum við
Við verzlum með „ORIGINAL“ varaliluti og höfum umboð fyrir eftirtaldar
verksmiðjur, sem framieiða fyrir biíreioaírannemoiidur í Bandarikjunum og
Englandi.
Champion Spark Plug Co., bifreiðakerti.
Carter Carburetor Corp., blöndungar, benzíndælur o. fl.
Gabriel Co., demparar, miðstöðvar o. fl.
Thomson Products, Inc., vélahlutir, slitboltar og fóðringar.
Maremont Spring Co., fjaðrir, hengsli o. fl.
The Timken Rolier Bearing Co., legur.
Ferodo Ltd., bremsuborðar o. fl.
J. Payen Ltd., pakkningar.
VerzliÖ þar, sem úrvalið er mest. Verðið ávallt samkeppnisfært/
Sendum gegn póstkröfu.
Einkaumboð fyrir Willys
EGILL VILHJÁLMSSON
Laugaveg 118 Simi: 2.22.40.
HF.
f
t
T
V
t
t
t
t-
t
T
❖
f
f
f
T'
f-
f:
f
f
fyrst hófust við hann, konu hans
og heimili. Eg veit varla hvernig
á því stóð, að svo að segja við
fyrstu kynni skapaðist eitthvert
andlegt samband milli mín, ung'i-
ingsins, og þessara ágætu þrosk-
uðu hjóna, sem ég tel mér hafa
orðið mikils virði. Eg geri mér þó
grein fyrir því, að glæsileiki
þeirra, ekki aðeins að ytra útliti,
heldur og fyrst og fremst hin
andlega reisn, alþýðleiki þeirra
en þó heimsborgaraleg fram-
' koma og viðhorf til lífsins muni
hafa verið sterkasta aflið til að-
löðunar.
Jón Guðmundsson er fæddur á
Torfalæk, sonur Sigurlaugar
Jónsdóttur og Guðmundar Guð-
mundssonar, bónda þar og hrepp-
stjóra, sem þar bjuggu lengi.
Til æsku Jóns og uppvaxtar
þekki ég lítið annað en það, að
heimilið á Torfalæk var talið
mikið myndarheimili og voru
systkini hans tvö, Marta, síðar
búsett á Skagaströnd, nýlega lát-
in og Páll Kolka, núverandi hér-
aðslæknir á Blönduósi.
Jón kvæntist konu sinni, Ingi-
björgu Björnsdóttur frá Marðar-
núpi í Vatnsdal árið 1901, en
hún var systir Guðmundar sál
Björnssonar, landlæknis. Gáfuð
kona og glæsileg, sem jöfn virt-
ist á sviði heimilisstjórnar og
búskapar, uppeldis- og félags-
stai-fsemi. Er ekki of mikið urri
hana sagt, að hún hafi verið með
mikilhæfustu konum í Húna-
vatnssýslu á sínu tímabili og
hefir þó sú sýsla aldrei staðið
lágt í þeim efnum. Tóku hin
ungu hjón nú við búsforráðum
á Torfalæk. Heimili þeirra var
brátt eitt þeirra, þar sem tíðir
urðu gestir, enda í þjóðbraut. —
Þrátt fyrir búskaparannir og
margþætt heimilisstörf, gáfu
hjónin sér ætíð tíma til að sinna
gestum sínum og hygg ég að
gestum hafi óvíða þótt betra að
dvelja. Þar fór allt saman, góðar
veitingar, ánægjulegar samræð-
ur og sérstakur heimilisblær. —
Það sveif alltaf frjáls og léttur
andi yfir heimilinu. Húsbóndinn
var pf ’---!-r> og
sjálfur mikill söngunnandi, enda
góður raddmaður og húsfreyjan
kunni vel að meta söng. Það
heyrðist því oft „söngsins un-
aðsmál“ á Torfalæk og hljómaði
vel, þótt ekki væri ætíð hátt til
lofts né vítt til veggja. Það var
það yfirleit ekki á þeim tíma.
En söngurinn og félagslyndið
fylgdi Jóni og þeim hjónum út
fyrir heimilið og urðu þau hvar
vetna aufúsugestir.
Jón var lengst af starfandi í
margs konar félagsmálum fyrir
sveit sína, svo sem sveitarstjórn,
safnaðarstjórn o. fl. og var ötull
og áhugasamur um hvers konar
menningar- og framfaramál.
Þau hjónin eignuðust 7 syni
og eru sex þeirra á lífi, þeir:
Torfi bóndi á Torfalæk og Ingi-
mundur, sem dvelur hjá honum,
Guðmundur skólastjóri á Hvann-
eyri, Jóhann bústjóri, Jónas
fræðslustjóri Reykjavíkur og
Björn veðurfræðingur. Einnig
ólu þau upp systurdóttur Jóns,
Ingibjörgu Pétursdóttur.
Það mun ekki of mælt að heim-
ilið á Torfalæk hafi veitt góða
uppeldisundirstöðu, enda hygg ég
að mótun þess hafi vísað sonum
þeirra hjóna veginn og átt sinn
sterkasta þátt í þroska þeirra.
Konu sína missti Jón árið 1940,
en bjó þó nokkur ár eftir það.
Síðan hefir hann lengst af dvalið
í Reykjavík.
Nú, er ég hugsa til þín,
kæri vinur, á þessum tímamót-
um hópast að minningar frá þínu
ánægjulega heimili og ég minnist
hinnar löngu, tryggu vináttu, sem
við hjónin og börn okkar, höfum
notið frá þér og fjölskyldu þinni
allri, með sérstakri einlægri
þökk. Sú þökk er sameinuð
blessunaróskum oklcar til þín og
fjölskyldu þinnar, með þeirri
ósk að þú jafnan fáir haldið því
létta lífsviðhorfi, er þú ætíð hefir
haft.
Karl Helgason.
U tankjörstaðakosning
ÞEIR, sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýsiu-
mönnum, Dæjarfógetum og hreppstjórum og i Reykjavik
hjá Dorgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkurn
sendiráðum og ræðismönnum, sem taia íslenzku.
Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í póst-
húsinu, gengið inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin tiá
kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. dagl, sunnud. kl. 2—6. e.n.
Kosníngaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 1,
veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10
daglega. Símar skrifstofunnar eru 1 71 00, 2 47 53 og 1 22 48.