Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1958, Blaðsíða 18
18 MORCVTSBLADIÐ Fimmtudagur 23. jan. 1958 Þungavinnuvélar Sími 34-3-33 RAGNAR JÓNSSON liæsturéttarlógmaður. Laugaveg. 8. — Sími IV752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. Samkomur K. F. U. K. — Ud. Fundur í kvöld kl. 8,30. — Ný framhaldssaga. Þorvaldur Búason talar. Allar ungar stúlkur vel- komnar. Gítaræfing kl. 7,30. K. F. U. M. — Ad. Fundur í kvöld kl. 8,30. Bene- dikt Arnkelsson talar. Allir karl- menn velkomnir. HjálpræSisherinn í kvöld kl. 20,30: Almenn sam- koma. — Verið velkomin. Keykjavíkurdeild A. A. Samkoman er í kvöid kl. 8,30 í Mjóstræti 3. — Stefán Runólfsson, Litla-Holti. Félagslíf Knattspyrnufélagið Fram Fjöltefli fyrir 3., 4. og 5. flokk verður i félagsheimilinu, fimmtu- dag kl. 8. Mætið stundvíslega og hafið með ykkur töfl. — Stjó nin. í})róllafélng kvenna Ný fimleikanámskeið eru að byrja hjá félaginu. Æfing í kvöld kl. 8 í Miðbæjarskólanum. Innrit- un á staðnum. Skemmlun haldin í K.K.-húslnu næstkomandi laugardag 25. janú ar. — Skemmtiatriði. — Dans. Körfuknattleiksdeild K.K. Knallspj’rnufélagið Þróttur Handknattleiksæfing hjá meist- ara-, 1. og 2. fl. karla, í kvöld kl. 8,30. Síðasta æfing fyrir mót. — Mætum allir. — Stjórnin. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Engar æfingar sunnudag 26. jan., vegna kosninganna í kvöld, fimmtudag, í Skátaheimilinu kl. 8 gömlu dansarnir, kl. 9 íslenzkir danzar og kl. 10 erlendir þjóð- danzar. — Frú Ghristine Tolt Minning Ármann — Handknattleiksdeild: Á æfingunum í kvöld verða leiknir þessir æfingaleikir: 1. 2. fl. kvenna B gegn 3. flokki C kl. 6. 2. — 2. flokkur kvenna A gegn 3. flokki B kl. 6,30. — 3. Meistara flokkur kvenna gegn 3. flokki A kl. 7,00. — Mætið öll, og hafið stundvísina með! — Þjálfarinn. MIG setti hljóða er tengdadóttir mín hringdi til mín síðla dags 16. þ. m. og mælti þessi orð: „Mamma mín er dáin“. Ég átti bágt með að trúa því, að Christine Toft væri svo skyndilega horfin sjónum okkar fáum klukkustundum eftir að ég hafði hlustað á hljómþýða rödd hennar i sima. Er ég innti hana frétta af líðan hennar og fjöl- skyldunnar var svarið: „Allt gott að frétta“. En skömmu síðar kom kallið sem enginn fær umflúið. Og það minnir mann stöðugt á þá óumflýjanlegu staðreynd, að skammt er milli lífs og dauða. Frú Christine Toft var fædd 3. desember 1903 í Liibeck í Þýzka- landi. Ólst hún þar upp með for- eldrum sínum, en fliuttist til ís- lands árið 1923 og giftst þá eftir lifandi manni sínum, Hartvig Toft kaupmanni. Giftu þau sig á ísafirði, en þar starfaði Hartvig Toft við Braunsverzlun. Fljótlega fluttu þau til Reykjavíkur, og hafa átt þar heimili síðan. Frú Christine og Hartvig Toft eignuðust fjórar dætur, Sigríði, gift Einari Þorsteinssyni trésmið í Keflavík, Irmy, gift Lofti Jó- hannessyni flugstjóra, búsett í Lundúnum, Margréti og Önnu, báðar á æskuskeiði í föðurhúsum. Christine Toft var frábær móð- ir og húsmóðir. Heimilið var hennar ástfólgni reitur. Því fórn- aði hún öllu sínu kærleiksþeli og umönnun, og manni sínum og dætrum var hún allt í öllu. Það var öllum kunnugt, sem fjöl- skylduna þekkja, að samlíf henn- ar var til fyrirmyndar. Þar ríkti andi góðvildar, prúðmennskú og reglusemi. Frú Christine var þeim kostum prýdd, sem mestir eru og beztir í fari húsmóður, til þess að skapa hina sönnu heimilis hamingju. Utan heimilis var hún hlédræg kona og barst lítt á. En glöð var hún í góðum gestahóp á heimili sínu og meðal vina sinna einnig utan þess. Hún var sannur vinur vina sinna og tók ríkan þátt í sorgum þeirra og gleði, og var ætíð reiðubúin til liðsinnis þeim. í dag er Christine Toft til mold- ar borin. Hennar mun sárt sakn- I. O. G. T. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,30. Inn- taka. Hagnefnd annazt skemmti- atriði. Fjölsækið. — Æ.t. Stúkan Frón nr. 227 Fundur í kvöld kl. 8,30, á Frí- kirkjuvegi 11. Vígsla nýliða. — Kaffi og spilakvöld. — Æ.t. að af ástvinum og öðrum sem hana þekktu. En þakka ber þær stundir, er hún var meðal okkar. Ástvinamissir verður hlutskipti flestra, sem til aldurs komast. Það lífsins lögmál verður ekki umflúið. „Ég í dag, þú á morgun", má oftast segja að eigi þar við. Þessi góða kona varð mér kær- ari því nánar sem ég kynntist henni. Blessuð sé minning hennar. Bjarnveig Bjarnadóttir. Níu kosningaskrifsfofur Sjálfstœðismanna víðs vegar um bœinn Nes- og Melahverfi I KR-húsinu (inngangur frá Granaskjóli). Sími 1-30 97. — Opin kl. 5—10 e. h. Miðbærinn (frá Óffinsgötu aff Affalstræti). Að Skólavörðustíg 17. Sími 2-44-59. Opin kl. 2—6 og 8—10 e. h. Vesturbær Að Ægisgötu 10. Sími 1-12-88. Opin kl. 2- -6 og 8—10 e. h. Austurbær Að Hverfisg. 42 (2. hæð). Sími 1-47-22. Opin kl. 2—10 e. h. Hlíffa- og Holtahverfi Að Miklubraut 50. Sími 1-17-79. Opin kl. 2- -6 og 8—10 e. h. Að Miklubraut kl 5—10 e. h. — 15 Norffurmýri. (Rauöarárstígsmegin). Sími 1-48-69. Opin Langholts- og Vogahverfi Að Sigluvogi 15. Sími 3-31-59. Opin kl. 10—12 f. h. og kl. 2—ð og 8—10 e. h. — Laugarneshverfi Að Sigtúni 23. Sími 3-41-81. Opin kl. 2—6 og 8—10 e. h. Smáíbúffa-, Bústaffa- og Blesugrófahverfi Að Sogavegi 94. Sími 1-86-47. Opin kl. 2—6 og 8—10 e. h. O—ooáoo—O í skrifstofunum liggja frammi kjörskrár, og eru þar gefnar allar upplýsingar, er kosningarnar varða. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að hafa samband við skrifstofurnar í hverfum sínum hið fyrsta. Höfnuborgin og :ooin AF hálfu Framsóknarflokksins . Jafnvel fjöllin í kringum hafa Reykvíkingar búið við stanz Reykjavik hafa orðið að gjalda Sími Splfstæðisilokksins í Njorðvíkarhieppi er 210 laust níð í meir en 40 ár, eða frá því dagblað flokksins var stofn- að. Nýyrði hafa verið mynduð til þessarar iðju, því jafnvel ís- lenzk tunga dugði ekki til, svo mögnuð var óvildin til Reykja- víkur. Það hugarfar, sem hér um ræðir, er hið mesta ómenningar- tákn og óþekkt fyrirbrigði meðal menningarþjóða. Allir menn í brezka heimsveldinu, til dæmis að taka, hugsa hlýtt til hinnar gömlu Lundúnaborgar, og hvar á byggðu bóli fyrirfinnst sá fransmaður, að hann ekki bók- staflega elski París og sé stoltur af höfuðborg föðurlandsins? Hvaða ítali rægir Rómaborg? Hvenær hýrnar ekki yfir svip hins færeyska fiskimanns, þeg- ar minnzt er á Þórshöfn, þetta svipfagra þorp með glæsilegu út- sýni og undarlega miklum og fögrum trjágróðri. Reykjavík er að vísu heldur ekki stór, en hún er samt höf- uðborg, ekki aðeins fyrir Reyk- vikinga eina, heldur fyrir alla landsmenn. En níðið hefir dunið á henni og íbúum hennar. Hve nær sem vanmetakindur utan af landsbyggðinni hafa komið til Reykjavíkur til þess að fremja óhæfuverk og auðgunarbrot, sem jafnan er hægra um vik að koma fram í fjölmenni, heldur en fámenni, og þegar þeir hinir sömu hafa verið gripnir og dregn ir fyrir lög og dóm, þá hefir að minnsta kosti undirtónninn jafn- an verið hinn sami í blaðakosti Framsóknarflokksins: Þarna er Reykvíkingum rétt lýst. óvildarinnar. Esju, er Einar Bene diktsson kvað um eitt sitt bezta kvæði, var nýlega líkt við illa gerðan fjóshug, sem væri að síga út á allar hliðar. Þau orð voru rit uð í Tímann af einum uppvax- andi ælingja Framsóknarflokks- ins. Þess skal þó minnzt, bænda- stéttinni til verðugs lofs, hve lítt hún hefir látið þessa sálsýki á sig fá. Gestrisnin forna verður t. d. aldrei af henni nídd. Þeir eru heldur ekki fáir þeir Reyk- víkingar, sem eiga sína beztu kunningja og vini meðal bænda og sveitamanna, og þegar þeir eru sóttir heim í sveitir lands- ins, verður þess sjaldnast vart að þeir telji sig neinn sérstakan kynflokk, eða neina sérstaka yfir þjóð í landinu. Það er stjórn Framsóknar og blaðakostur henn ar, sem staðið hefir fyrir þessari iðju. Hún hefir m. a. átt að þjóna því formáli, að hræða fólkið frá því að flytjast til Reykjavíkur, og halda því í hinu svonefnda dreifbýli, en það er mál út af fyrir sig. En svo hláleg hefir raunin á orðið, að einmitt þeir framámenn flokksins, sem hæzt hafa hrópað um jafnvægi í byggð landsins, hafa sjálfir, að miklum meirihluta, hreiðrað um sig hér Tilkynning írá Vinnuveitendasambandi Islands Að gefnu tilefni viljum vér minna vinnuveitendur á að samkvæmt lögum og reglugerð útgefinni af félags- málaráðuneytinu um skyldusparnað, ber vinnuveitendum að greiða 6% af kaupi starfsfólks síns á aldrinum 16—25 ára, með sparimerkjum, að viðlögðum sektum. Vinnuveitendur gæti þess við launagreiðslur á föstu- daginn. Vinnuveitendasamband íslands. .s. Turagufoss Fer frá Reykjavík fimmtudag- inn 23. þ.m. til Vestur- og Norður lands. — Viðkoinuslaðir: Flateyri, ísafjörður, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík. H.f. Einiskipafélag íslands. kringum ríkisjötuna, í ljósinu fr& Soginu og ylnum af hitaveitunni, já, flutt sig frá höfuðbólum úr framsóknarkjördæmum og beint undir stjórn þess illa „íhatds" í Reykjavík. Þeir hafa búið um sig í auðmannahúsum með koparþök um og öllum íburði, langtum dýr ari húsum en þeim, sem Fram- sóknarmenn skömmuðust mest yfir á sínum tíma að reist hefðu verið í Reykjavík, Hinir, þeir ó. breyttu liðsmenn, áttu aftur á móti að viðhalda hinu óspillta sveitamannablóði og vera auk þess til taks, auðsveipnir og þæg- ir, þegar á þeim þurfti að halda, svona fjórða hvert ár. Utan um starfsemi Sambands- ins og útgreinar þess hefir flokk- urinn eignast hreint málalið hér í borg. Þetta málalið býst nú til bardaga til þess að vinna Reykja- vík með álíka ósamstæðum flokk um og þeim, sem standa að nú- verandi ríkisstjórn. Illyrði Tímans út í Reykvík- inga hafa hjaðnað í þessum mán- uði, orð eins og Grímsbæjarlýður heyrist þar ekki nefnt á nafn, en hætt er við að Framsóknarmenn fái málið aftur eftir kosningar. Reykvíkingar, látið ekki stund arfagurgala þessara manna á ykk ur fá. Lofið þessum flokki að sitja að atkvæðum sinnar eigin fimmtu herdeildar. Hvert at- kvæði sem flokkurinn fær þar fram yfir má teljast skömm höf- uðborgarinnar. — K.H.F. i kvöld verffur næstsíffasta sýning á leikriti Carlz Zuc*vi.,„j „Ulla Windblad“. Hér á myndinni sjást Ulla (Herdís Þorvalás- dóttir), KarJotta von Scliröderheim (Guffbjörg Þorbjarnar- dóttir) og Gústaf konungur III. (Haraldur Björnsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.