Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. janúar 1958
MOKaniVliLAÐIÐ
13
Óverjandi ef Reykjavík væri
eina höfuðborgin á vesturlöndum,
sem hefði engar loftvarnir
Séríræðingar Loftvarnarnefndar
stefna „Þjóðviljanum" og Inga R.
Helgasyni fyrir róg
KOMMÚNISTAR hafa nú sprengt
,,kosninpabombu“ sína, eins og
keinur fram í ÞjóSviljanum í gær.
Á næstum jivi liverri síðu blaSs-
ins eru illmæli um Loftvarnar-
nefnd og er talaS um „Loftvarnar-
lineyksli3“ og annaS því Iíkt.
Þelta er áframhald af íyrri ár-
ásum ÞjóSviljans á þessa nefnd,
sem er skipuS embættismönnum
og sérfræSingum, sem starfa hjá
ríkinu og Reykjavíkurbæ, en þess-
ir enibættismenn hafa nú þegar
ákveSið aS stefna ÞjóSviljanum og
Inga R. Helgasyni fyrir róg og
illmæli um sig.
Eftir 13 mánuSi
Rógur Þjóðviljans felst í því að
blaðið og Ingi R. Helgason hafa
tekið skýrslu, sem Loftvarnar-
nefnd sendi opinberum aðilum
fyrir 13 mánuðum síðar og enginn
hefur hreyft athugasemd við.
Hafa því kommúnistar béðið í
13 mánuði með að gera „athuga-
semdir" við þetta álit. „Athuga-
semdirnar" eru fólgnar í því, að
ibúnar eru til skröksögur, eins og
þær, að tæki og varningur, sem
Loftvamarnefnd hefur keypt og
er mestmegnis alls konar hjúkr-
unargögn, sjúkrarúm, læknis-
áhöld og annar slíkur útbúnaður
sé ónýtt og einskis vert. Ennfrem-
ur að Loftvarnarnefnd hafi farið
óráðvandlega með fé sitt. Um
þetta liggja fyrir gi-einilegar
skýrslur og er hér um vísvitandi
ósannindi að ræða, sem Ingi R.
Helgason og Þjóðviljinn verða að
standa reikningsskap á fyrir dóm-
stólum landsins.
Loftvarnir alþjóðlegt
fyrirbrigSi
Allar Evrópuþjóðir og flestall-
ar.þjóðir utan Evrópu, sem láta
sig nokkru varða öryggi borgara
sinna og eigna landsmanna, hafa
með höndum sterkar loftvarnir.
Rússar eru þar engin und-
antekning, því þeir hafa á undan-
gengnum tírna unnið að því, á
svipaðan hátt og vestrænar þjóð-
ir, að koma sér upp loftvörnum.
Heyra þær undir innanríkisráðu-
neytið rússneska og er að því
leyti sama skipun á þar og víðast
hvar annars staðar.
Iiinan Atlantsbafsbandalagsins
er sérstök dcild, sem slarfar aS
loftvörnum og koni forstöSumað-
ur liennar liingaS til lands fyrir
nokkru síSan. Kynnti hann sér þá
ýtarlega þær ráSstafanir, sem Loft
varnarnefndin í Reykjavík liafSi
gert og lauk niiklu lofsorSi á þær,
eins og áSur liefur veriS getið’
um hér í blaðinu. Maður þessi
heitir Sir John Hodsoll og hefur
hann skrifað grein um loftvarnir
í opinbert málgagn Atlantshafs-
bandalagsins, þar sem hann gerir
grein fyrir þýðingu loftvarna.
Þess má geta, að Sir John Hodsoll
skipulagði loftvarnir Brela í
hcinialandinu í siðustu heinisstyrj-
öld og stjórnaSi bann þeim aS vcru
legu leyti. Gat bann sér niikla
frægS í því starfi og er talinn
einn fremsti sérfræðingur á sviði
loftvarna, sem nú er völ á. 1
áðurnefndri grein farast þessum
sérfræðingi í loftvörnum m.a. orð
á þessa leið:
„Öðru hverju eru settar fram
fullyrðingar, sem oft ná talsverðri
útbreiðslu, um að almenningsvarn-
ir séu ekki annað en tíma- og pen-
ingaeyðsla, vegna þess að ekkert
sé hægt að gera til varnar kjarn-
orkuárás.
Slfkar fullyrðingar eru ekki ann
að en vonleysishjal, en þ'ær geta
valdið talsverðum ruglingi ot tor-
veldað varnarstörf. Nú er það svo,
að við lifum á tímurn kjarnorku,
hvort sem okkur líkar það betur
eða verr. Ekki þýðir annað en
horfast í augu við staðreyndirnar
og laga sig eftir aðstæðum. Og
með því að enn lifum við í ófull
komnum heimi, verður ekki hægt
að útiloka möguleikana 'yrir styrj
öld.
Ekki er það heldur til nökkurs
gagns að segja, að afleiðingar
styrjaldar yrðu svo hræðilegar, að
ekki sé til þess hugsandi. Ekkert
gagnar að stinga höfðinu í sand-
inn og loka með því augunum.
Hitt er sönnu nær, að ógnirnar
verða ekki eins miklar, ef skyn-
samlega er við brugðizt. Því um-
fangsmeira sem vandamálið er,
þeim mun meiri nauðsyn ber til
þess að gera sér það ljóst, skipa
hverju atriði sinn sess og ráða
fram úr hverjum vanda fyrir sig.
Þegar vandamálið er athugað
rækilega, verður það deginum ljós-
ara, að þegar undan eru skilin
ný tæknileg atriði svo sem helryk,
er meginmunurinn á afleiðingum
venjulegra sprenginga og kjarn-
orkusprenginga sá, hversu hin-
ar síðari eru aflmeiri. Af þessu
leiðir það rökrétt, að verkefnið
er stærra og því er þörf á að auka
almenningsvarnir sem því svarar.
Rétt er það, að á allstóru svæði
umhverfis miðdepil sprengingar-
innar verður eyðing svo mikil að
tæplega verður þar um nokkurt
verkefni að ræða fyrir varnar-
sveitir. En hitt er jafnsatt, að á
miklu stærra svæði verður auðið
og nauðsynlegt að koma varnar-
störfum við. Þessu verður að gefa
sérstakan gaum, með því að frá
svæðum þeim, sem liggja að hugs-
anlegum skotmörkum, vrrður að
flytja fólk eða dreifa því ef þess
er nokkur kostur, en á svæðum
sem fjær liggja mun fólk halda
kyrru fyrir, en sjá verður því
fyrir hæfilegum skýlum.
Því er einnig haldið fram, að
sökum geislaáhrifa verði varnar-
sveitum ómögulegt að hafast neitt
að, einkum á þeim tíma, sem
mestu máli skiptir til björgunar
mannslífum, þ. e. fyrstu 48 stund-
irnar efir sprengingu.
Það skal viðurkennt, að hér er
um vandamál að ræða, sem krefst
rækilegrar úrlausnar.------------
En innan Atlantshafsbanda-
lagsins er alls staðar verið að rann
saka þessi mál. Hingað til hefur
ekkert vopn verið fundið upp, sem
ekki var fyrr eða síðar hægt að
finna varnir við. Eins og enn
standa sakir hafa árásaröflin bet-
ur en varnaröflin. En metin
munu jöfnuð, og í. því skyni
framlag almenningsvarna veiga-
mikið og getur jafnvel ráðið úr-
islitum. Ef einhverjir geðbilaðir
menn gera tilraun til þess að eyða
nútímamenningunni, þá er það
okkar hlutverk að tryggja það, að
slíkt takizt ekki, og í þessu efni
hafa almannavarnir veigamiklu
hlutverki að gegna“.
Þetta er vitnisburður Sir John
Hodsoll um þýðingu loftvarna.
Þeir verSa aS svara fyrir róg sinn
Hér í blaðinu birtust fyrir
skömmu tölur um greiðslur Loft-
varnarnefndar og til hivers þær
hefðu runnið. Eins og þær tölur
bera með sér er þar að langmestu
leyti um öflun tækja að ræða og
eru þau tæki í góðu gildi og halda
flest sínu fulla verði. Hafa þau
á margvíslegan hátt komið til
góðra nota þegar sérstaklega hef-
ur staðið á, t.d. í sambandi við
mænuveikifaraldurinn fyrir stuttu
síðan og er mjög mikið öryggi að
því að hafa slíkan útbúnað í
höfuðborginni, ef eitthvað óvænt
ber að höndum. Það væri vita-
skuld undir engum kringumstæS-
uni hægt aS verja það aS höf-
uSborg íslands væri liin eina liöf-
uSborg nieSal vestrænna þjóSi. og
þó víðar væri leitaS, seni ekki
bcfði neini. viSIeitni í þá átl, aS
bugsa ura öryggi borgara sinna ef
til styrjaldar og loftárása kænii.
Annars mun Þjóðviljinn og Ingi
R. Helgason fá að svara fyrir
róg sinn, eins og áður er sagt, á
opinberum vettvangi.
Bógsbrifi Þfóðvilfans hnekbt
VEGNA SKRIFA Þjóðviljans
undanfarið um kaupgreiðslur úr
bæjarsjóði til Hjálmars Blöndal,
skal eftirfarandi tekið fram:
Hjálmar var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Loftvarnarnefndar
1. júní 1951 með kaupi samkv. V.
flokki iaunasamþykktar Reykja-
víkurbæjar, en það voru sömu
laun og hann hafði haft sem skrif
stofustjóri bæjarverkfr. Um ára
mót 1954 og 1955 var hann jafn-
framt ráðinn framkvæmdastjóri
stjómar Heilsuverndarstöðvar og
Bæjarsjúkrahúss, en tók þó laun
samkv. sama launaflokki og áður.
Kaup Hjálmars hjá Loftvarnar-
nefnd nentur eftirtöldum fjárhæð-
um:
Árið 1951 kr. 29.233.48
— 1952 — 52.757.58
— 1953 — 54.861.88
— 1954 — 55.044.88
— 1955 — 22.758.98
— 1956 — 14.074.00
— 1957 — 0
Alls kr. 228.730.80
Kaup Hjáhnars hjá Heilsu-
verndarstöð og Bæjarspítala nem
ur eftirtöldum upphæðum:
Árið 1955
— 1956
— 1957
kr.
40.000.00
66.838.00
83.251.00
Alls kr. 190.089.00
Samtals nema fjárhæðir þessar
kaupi samkv. V. fl. launasam-
þykktar Reykjavíkurbæjar, eins
og það hefur verið á hverjum
tíma.
Það er bví alrangt, sem sagt
hefur verið í Þjóðviljanum, að
Hjálmar hafi fengið greitt kaup,
sem svarar til þrefaldra lauma
samkv. V. fl. launasaniþykktar-
innar.
Kaup skrifstofufólks nefndar-
innar og annar kostnaður við
skrifstofuhald hefur veriö greidd-
ur beint úr bæjarsjóði, enda óvið-
komandi launagreiðslum til Hjálm
ars.
Vegna skrifa sama blaðs um
þóknun til nefndarmanna, skal
tekið fram, að formaður nefndar-
innar hefur fengið greiddar kr.
12.000.— á ár-i, en aðrir nefndar-
menn kr. 6.000.— á ári.
Reykjavík 24. janúar 1958
Skrifstofa borganstjórans í
Reykjavík.
Ekki fullskipað
á námskeiðið fyrir
afgretðslufólk
í FRÉTT af námskeiði sem Fé-
Iagið Sölutækni efnir til fyrir af-
greiðslufólk í smásöluverzlunum
var þess getið, að fyrsta nám-
skeiðið myndi vera fullskipað.
Þetta er alrangt, því frestur til að
tilkynna þátttöku er ekki útrunn-
inn fyrr en 29. þ.m. og mun Gísli
Einarsson, fulltrúi hjá Verzlunar
ráðiilu, gefa allar nánari upplýs-
ingar námskeiðið varðandi. Þá
skal á það bent að námskeiðið er
jafnt fyrir starfsfólk í matvöru-
búðum sem öðrum greinum smá-
söluverzlunar.
A - listi Borinn fram af Alþýðuflokknum: B - listi Borinn fram af F r amsóknarf lokknum: X - D-listi Borinn fram af Sjálfstæðisflokknum: F-listi Borinn fram af Þjóðvarnarflokki íslands: G-listi Borinn fram af Alþýðubandalaginu:
1. Magnús Ástmarsson 2. Óskar Hallgrímsson 3. Lúðvík Gizurarson 4. Soffía Ingvarsdóttir 5. Sigfús Bjarnason 6. Ingimundur Erlendsson 7. Sigur'ður Ingimundarson 8. Guðbjörn Arndal 9. Ólafur Ilansson 10. Sigvaldi Hjálmarsson 11. Björn Pálsson 12. Bolli Gunnarsson 13. Jón Eiríksson 14. Guðmundur Sigurþórsson 15. ögmundur Jónsson 16. Einar J. Guðmundsson 17. Helga Þorgeirsdóttir 18. Kári Ingvarsson 19. Gunnar Vagnsson 20. Tryggvi Gunnlaugsson 21. Þorsteinn B. Jónsson 22. Guðrún Kristmundsdóttir 23. Júlíus Loftsson 24. Siguroddur Magnússon 25. Ásgrímur Björnsson 26. Jón Sigurðsson 27. Arngrímur Krlstjánsson 28. Ásgrímur Gíslason 29. Jóhanna Egilsdóttir 30. Jón Axél Pétursson 1. Þórður Björnsson 2. Kristján Thorlacius 3. Valborg Bentsdóttir 4. Hörður Helgason 5. Örlygur Hálfdánarson 6. Egill Sigurgeirsson 7. Jóhann P. Einarsson 8. Pétur Jóhannesson 9. Sólveig Alda Pétursdóttir 10. Einar Ágústsson 11. Ingvar Pálmason 12. Sigurgrímur Grímsson 13. Tómas Tryggvason 14. Ezra Pétursson 15. Baldvin Þ. Kristjánsson 16. Sigríður Hallgrímsdóttir 17. Benedikt Bjarklind. 18. Kristján Benediktsson 19. Sigurður Jörundsson 20. Sigurður Sigurjónsson 21. Kári Guðmundsson 22. Jón A. Ólafsson 23. Eysteinn Þórðarson 24. Guðlaugur Guðmundsson 25. Skeggi Samúelsson 26. Halldór Sigurþórsson 27. Sigriður Björnsdóttir 28. Björn R. Einarsson 29. Sveinn Víkingur 30. Helgl Þorsteinsson 1. Gunnar Thoroddsen 2. Auður Auðuns 3. Geir Hallgrimsson 4. Þorvaldur G. Kristjánsson 5. Guðm. H. Guðmundsson 6. Magnús Jóhannesson 7. Björgvin Frederiksen 8. Einar Thoroddsen 9. Gísli Halldórsson 10. Gróa Pétursdóttir 11. Úlfar Þórðarson 12. Höskuldur Ólafsson 13. Páll S. Pálsson 14. Þorbjörn Jóhannesson 15. Gunnar Helgason 16. Þór Sandliolt 17. Guðjón Sigurðsson 18. Kristján J. Gunnarsson 19. Friðleifur I. Friðriksson 20. Ingvar Vilhjálmsson 21. Bergsteinn Guðjónsson 22. Gunnar Guðjónsson 23. Guðmundur H. Garðarsson 24. Guðlaugur Þorláksson 25. Pétur Sigurðsson 26. Jóhann Hafstein 27. Jóhann Sigurðsson 28. Sigurður Sigurðsson 29. Bjarni Benediktsson 30. Ólafur Thors 1. Bárður Danielsson 2. Gils Guðmundsson 3. Valdimar Jóhannsson 4. Guðríður Gísladóttir 5. Hallberg Hallmundsson 6. Sigurleifur Guðjónsson 7. Kristján Gunnarsson 8. Karl Sigurðsson 9. Sveinbjörn Björnsson 10. Guðmundur Löve 11. Hafsteinn Guðmundsson 12. Halldór Sigurðsson 13. Hallur Guðmundsson 14. Þórhallur Halldórsson 15. Ólafur Pálsson 16. Jóhann Kr. Magnússon 17. Eggert H. Kristjánsson 18. Jarþrúður Pétursdóttir 19. Júlíus Baldvinsson 20. Ottó A. Micnelsen 21. Sveinn B. Ólafsson 22. Guðrún Einarsdóttir 23. Aðalsteinn Jónsson 24. Rafn Benediktsson 25. Einar Höjgaard 26. Bjarni Böðvarsson 27. Magnús Baldvinsson 28. Ingimar Jónasson 29. Þorvarður Örnólfsson 30. Björn E. Jónsson 1. Guðmundur Vigfússon 2. Alfreð Gislason 3. Guðm. J. Guðmundsson 4. Ingi R. Helgason 5. Þórarinn Guðnason 6. Adda Bára Sigfúsdóttir 7. Sigurður Guðgeirsson 8. Kristján Gíslason 9. Einar Ögmundsson 10. Sólveig Ólafsdóttir 11. Skúli Norðdahl 12. Þórunn Magnúsdóttir 13. Hólmar Magnússon 14. Ingimar Sigurðsson 15. Guðríður Kristjánsdóttir 16. Tryggva Emilsson 17. Ingólfur Sigurðsson 18. Torfi Markússon 19. Guðrún Finnsdóttir 20. Ragnar Ólafsson 21. Eggert Ólafsson 22. Sigurður Thoroddsen 23. Lárus Bjarnfreðsson 24. Böðvar Pétursson 25. Ingvar Hallgrímsson 26. Guðrún Árnadóttir 27. Jón Múli Árnason 28. Dr. Jakob Bcnediktsson 29. Ilannes M. Stephensen 30. Katrin Thoroddsen
Þannig lítur kjÖrseðillinn út, þegar D-LISTIMN — listi Sjálfstæðisflokksins — fiefur verið kosinn