Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 12
\2 MORCHiy HL AÐIÐ Laugardagur 25. íanuar 1958 Hvers vegna kýs ég 8jálfstæðisflokkinn ? Viö kjósum frelsi og öryggi FRÚ SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR er ein af þeim húsmæðrum i Reykjavík, sem vinna á skrifstofu með heimilisstörfunum. — Hún segir: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að honum einum er treystandi fyrir bænum okkar. Víðsýni og traust forysta Sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Reykjavikur hafa skapað okkur, æsku þessa bæjar, hin beztu skil- yrði. Reykjavík er bæði fögur og góð borg og framkvæmdir mikl- ar. Byggð eru hundruð íbúða árlega, bæði til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði - og til afnota fyrir ungt fólk, sem er að stofna sín eigin heimili. Skólar eru byggðir mjög ört, og þar er séð fyrir fullkominni heilsu- gæzlu barnanna. Unnið er að fegrun bæjarins, svo að víðs vegar eru komnir fagrir skemmti garðar, þar sem áður voru gróð- urlaus moldarflög. Forystumenn bæjarins hafa borið gæfu til að trúa einstaklingunum að mestu ieyti fyrir atvinnurekstrinum og láta bæjarbúa njóta góðs af fram- taki þeirra og dugnaði. Er því næg atvinna handa öllum í bæn- um. Hinar margvíslegustu fram- kvæmdir mætti nefna, sem varða æskuna sérstaklega, og verða þar fyrst fyrir hin stórglæsilegu íþróttamannvirki í Laugardaln- um, sem skapa æ-..u bæjarins hín fullkomnustu skilyrði til hvers konar íþróttaiðkana. Allt þetta og miklu meira, sjáum við fyrir okkur daglega, þrátt fyrir allar blekkingar og skröksögur vinstri flokkanna. Hér í höfuðborginni sjáum við kjörorð Sjálfstæðis- flokksins rætast í sinni fegurstu mynd. Öryggi, frelsi, framfarir. Ég veit því, að æska Reykja- víkur og Reykvíkingar allir munu sýna þessari forystu verð- ugt traust á sunnudaginn kemur og þakka það, sem fyrir okkur hefur verið gert, um leið og við tryggjum sömu farsælu foryst- una í bænum okkar áfram. Við kjósum fyrir nútíð og framtíð. — x-D. Sigríður Ólafsdóttir". Býr / haginn fyrir menntun og menningu BJÖRN ÓLAFSSON konsert- meistari segir: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn, vegna þess að ég trúi honum bezt til að fara með mál lands- manna allra. Ég treysti þeim fiokki bezt, sem berst fyrir ein- staklingsframtaki og persónu- frelsi. Undir slíkum stjórnar- háttum einum verða framfarir og þróun og blómgun í menntun og menningu. Saga Reykjavíkur er nægileg sönnun þess. Undir vel- viljaðri og víðsýnni stjórn Sjálí- stæðisflokksins hefur Reykjavík breytzt úr bæ í borg, sem íslend- ingar geta verið hreyknir af sem höfuðstað lýðveldis sins. Og það er sannfæring mín, að borgin sé bezt komin í höndum lýðræðis- sinnaðra og hæfra stjórnenda hér eftir sem hingað til. Því kýs ég Sjálfstæðisflokkinn. Björn ÓIafsson.“ Vil ekki glundroða BIRGIR THORODDSEN stýri- maður á Guilfossi segir: „Ég hef fylgt Sjálfstæðis- flokknum að máium áður. í æsku hafði ég mikla trú á Aiþýðu- | flokknum, sem er eins og kunn- ' ugt er ráðandi flokkur í nágranna löndum okkar. En ég tel hyggileg ast að fylgja Sjálfstæðisflokknum a. m. k. við þessar bæjarstjórn- arkosningar, er ég sé það öng- þveiti, sem ríkir í röðum minni- hlutaflokkanna. Ég er einnig ánægður með þau verk, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert á síðustu árum. Ég verð að álíta að þar standi hug- kvæmni á bak við, og má í því sambandi benda á það, sem gert ; hefur verið til að fegra borgina, en einnig dugnaður, sbr. mark- vísar framkvæmdir á mörgum sviðum. Það má alltaf segja, að þær ættu að ganga hraðar, en öllu er þokað til góðs. Enginn getur verið óánægður með álögurnar í bænum, þegar þær eru bornar saman við það, sem er í öðrum kaupstöðum. Og sízt- ættu þær að vekja óánægju, þegar minnzt er þeirra skatta, sem ríkisstjórnin leggur á. Greiða þarf bæði hina beinu ríkisskatta, og einnig hina óbeinu skatta af hverjum eldspýtnastokk, sem maður tekur upp úr vasanum eða hverjum blýanti, sem skrifað er með. Af þessu ástæðum mun ég fylgja Sjálfstæðisflo'kknum til kosninga að þessu sinni og vona, að hann bregðist ekki trausti mínu. Birgir Thoroddsen." Flokkur unga fólksins ÞÓRÐUR KRISTJÁNSSON bif- reiðastjóri, Suðurlandsbraut 91, segir: ,,Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að með hverju árinu, sem líður, sér maður betur og betur, hve örar framfarir eru í bænum okkar undir stjórn Sjálf- stæðismanna. Við unga fólkið getum verið stolt af því að mega nú leggja lóð okkar á metaskálarnar og greiða Sjálfstæðisflokknum at- kvæði. Ef við hugsum til rikis- stjórnarinnar sjáum við, hvernig umhorfs yrði, ef við yrðum svo ógæfusöm, að hinir rauðgulu flokkar færu með stjórn í bænum okkar. Flokkarnir, sem allt ætla að gera. Endirinn verður þó alltaf hinn sami: svik, upplausn, póli- tískar hefndir, atvinnuleysi, kúg- un og kreppa. Ég vil beina orðum mínum sér- staklega til unga fólksins, sem nú gengur að kjörborðinu í fyrsta sinn. — Framtíð þess, frelsi og hamingja verður bezt tryggð með því að fela Sjálfstæðisflokknum forystu í bænum okkar. Við skulum þakka eldra fólk- inu fyrir það, hve vel það hefur gætt þess, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Það skulum við launa með því að gera sigurmn á sunnudaginn meiri en nokkru sinni fyrr. Unga fólk. Fram til sigurs á sunnudaginn! Sigur Sjálfstæðisflokksins er okkar sigur. Sigur Sjálfstæðis- flokksins er sigur þjóðarinnar. Reykvikingar. Hrindið árás vinstri flokkanna með samstilltu átaki. Hyllum um leið bæjar- stjórn Reykjavíkur undir forystu hins ötula borgarstjóra, Gunnars Thoroddsen. x D Þóröur Kristjánsson.“ Frjálslyndur um- bótaflokkur FRÚ SIGURLAUG Guðjónsdótt- ir, Laufásvegi 8, segir: „Ég hef aldrei verið ákveðn- ari en nú að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Hann er hinn eini frjálslyndi umbótaflokkur, flokk- ur freisis og framfara og hins frjálsa einkaframtaks. Undir for- ystu hans hefur bærinn okkar vaxið jafnt og þétt með ævin- týralegum hraða úr bæ í borg. Hvert sem litið er hér í Reykja vík, blasa við nýjar og glæsileg- ar byggingar, heil bæjarhverfi hafa risið upp á skömmum tíma. Hvergi á öllu landinu hefur fólk- ið það betra, hvergi er þjónusta bæjaryfirvalda hér á landi betri við fólkið en í Reykjavik. Og hvernig færi, ef glundroða- liðið i ríkisstjórninni fengi völd- in í Reykjavík? Þessir flokkar, sem svo blygðunarlaust hafa borið fyrir okkur Reykvíkinga,. sem aðra landsmenn, blekkingar og loforð, sem öll hafa svo verið svikin. Hjá þeim er hver höndin upp á móti annarri og þeir kepp- ast um að varpa ailri ábyrgð hver á annan. Ég spyr því: Hvernig færi ef pólitískir ævin- týramenn hinna flokkanna kæm- ust til valda innan bæjarfélags- ms okkar? Sjálfstæðisfiokkurinn er eini fiokkurinn, sem getur og vill tryggja okkur hið sanna lýðræði, eini flokkurinn, sem ekki er reiðubúinn til þess að selja sannfæringu sína, hvenær sem er sér til stundarhagnaðar. Undir merki hans fylkja sér allir lýð- ræðissinnaðir íslendingar. Borgin okkar ber stjórnendum sínum bezt vitni sjálf. Við dá- umst að Reykjavík undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og okkur þykir vænt um hana vegna þess, að hún er okkur góð og það er hugsað vel um okkur hér. Vegna þessa kýs ég D-listann. Sigurlaug Guðjónsdóttir“. Hefur veitt sjávar- útveginum góða aðstöðu ANDRÉS PÉTUR'SSON útgerðar maður segir: „Ástæðurnar fyrir því, að ág styð Sjálfstæðisflokkinn og greiði honum atkvæði í bæjarstjórnar- kosningunum á sunnudaginn, eru margþættar. Ég er í fyrsta lagi sammála þeirri grundvallarstefnu flokks- ins að vernda einstaklingsfreisið. Ég tel, að með því móti sé bezt tryggð lífshaminja hvers og eins og velgengni þjóðarheildarinnar. Stjórn Sjálfstæðismanna á Reykjavík hefur mótazt af ábyrgðartilfinningu og gætni í rekstri bæjarins. Þess er einnig að minnast, að sá atvinnuvegur sem skapar meginhlutann af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, sjávarútvegurinn, hefur jafnan haft góða aðstöðu í Reykjavík, og þola aðrir staðir á landinu þar engan samjöfnuð. Þetta sýnir að Sjálfstæðismenn hafa öðrum gleggri skilning á nauðsyn þess að búa vel að atvinnuvegunum og eiga því traust skilið. Ef andstæðingar Sjálfstæðis- manna næðu völdum i höfuð- borginni, er vafalaust. að þeir myndu gera margvíslegar ráð- stafanir til að koma í framkvæmd þeim stefnumálum sínum, er miða að því að lama einstaklings framtakið. og þar með skera á lífæðar framfarana. Til að forða því og til að tryggja hagsæld í Reykjavík mun ég kjósa D-lislann á sunnu- daginn kemur. Andrés Pétursson.“ Vertu sjálfum jbér trúr GUÐJÓN MÝRDAL hárskeri seg- ir: „Á sunnudaginn á að skera úr því, hver á að stjórna þessari fögru borg. Við skulum halda fast við það, sem gott er, vera trú þeirri stefnu, sem við teljum vera rétta. Framsóknarflokkurinn hefur verið með mikinn áróður gegn Reykjavík nú sem ávallt. Jafnvel Esjan í allri sinni dýrð fær ekki lengur að vera í friði. Það sann- ast hér, að maðurinn er það sem hann hugsar. Framsóknaxflokkur inn hefur ekki lengur getað dulið sínar hugsanir. Ég er stoltur yfir því að mega kallast uppeldis- barn Reykjavíur, og ég á enga ósk betri Reykjavík til handa, en að henni megi auðnast að vaxa og blómgast undir forustu þeirra ágætismanna, sem hafa sýnt það í starfinu og umgengni við aðra, að þeir eru menn. Stöndum einhuga vörð um borg ina okkar á sunnudaginn. — x D. Guðjón Mýrdal." Reykjavik griða- staöur frjá'íshuga fólki GUBLAUGUR EINAR'SSON hér- aðsdómslögmaður segir: „Ég er spurður að því, hvers vegna ég kjósi Sjálfstæðisflokk- inn? Þeirri spurningu er auðsvar að. Ég er fæddur íslendingur og ber í brjósti mér þrá eftir frelsi og sjálfsforræði. Ég vil ekki vera bundinn á klafa flokksþjónust- unnar né láta aðra visa mér veginn'. Ég vil sjáifur hafa valið og taka afleiðingUm þeirrar gerð ar. Skólaganga og umgengni við aðra hefur ekki breytt lifsvið- horfum mínum og yfirtölur vandlætarans í líki kommúnist- ans hafa einungis hert mig til andstöðu við böðul frelsisins. Ég tel mig alinn upp í góðum anda göfugra hugsjóna, og þá arfleifð hefi ég geymt hjá mér en ekki grafið í fjöldagröf spillingar og staðfestuleysis. Ég verð aldrei svo gamall, að ég minnist ekki góðrar handleiðslu foreldra minna á viðsjárverðum brautum lífsins, og ég þakka þeim fyrst og fremst fyrir að hafa frá upp- hafi ieitt mig í ailan sannleika um hvað gera skyldi í framtíð- inni. Sumir sem ekki hafa fengið lélegra veganesti en ég, rölta nú um eyðimörk „barnslegra hug- sjóna“ í leit að sjálfum sér og finna svo bara Stalín sálugal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.