Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ L'augardagur 25. fanúar 1958 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftarg.ialri kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 emtakið. NU ER ÞAÐ KJOSENDANNA AÐ SEGJA TIL IITAN IIR HEIMI jr- Ur ýmsum áttum ANDSTÆÐINGAR Sjálf- stæðismanna hófu ráða- gerðir sínar um sóknina gegn Reykjavík tímanlega að þessu sinni og þóttust semja þær af mikilli undirhyggju. Þó nokkuð á annað ár er t. d. liðið síðan umleitanir um sam- eiginlegt framboð þeirra alira byrjuðu. Stóðu þær síðan allt þangað til viku áður en fram- boðsfrestur rann út, en eitthvað af þátttakendunum heltist að vísu úr lestinni á miðri leið. 1 beinu framhaldi þessara um- leitana var löggjöfin um kosn- ingahömlurnar sett nú rétt fyrir jólin. Sú lagasmíð er að vísu ekki nema svipur hjá sjón miðað við það, sem í fyrstu var ætlað Enn er það samt glöggt hvað þeir vilja. Tilgangurinn er sá, að gera rétt Reykvíkinga í fram- kvæmd minni en annarra lands- manna og torvelda kjörsókn eftir föngum. ★ Slettirekuskapur Hannibals Valdimarssonar um máiefni bæjarfélagsins á sl. sumri er mönnum enn í fersku minni. Á þann veg átti að gera fjárstjórn bæjarins tortryggilega og reyna að seinka eðlilegum fram- kvæmdum sem verða borgurun- um til nytja. Þær tiltektir voru sama eðlis og þegar Framsóknarmenn ásaka bæjarstjórn nú um, að hér skorti enn skóla fyrir æskulýð- inn. Framsóknarmenn hafa ein- mitt sjálfir undir forystu Ey- steins Jónssonar beitt sér fyrir synjun Alþingis á lögboðnum framlögum til skólabygginga í Reykjavík. Eysteinn sakaði full- trúa Sjálfstæðismanna í ríkis- stjórn á sínum tíma m. a. s. í út- varpi í alþjóðar áheyrn um ó- hæfilega frekju af því, að þeir höfðu sótt fast eftir jafnrétti Reykjavík til handa í þessum efnum. Núverandi samstarfsmenn sína þarf Eysteinn ekki að ásaka af þessum sökum, því að við af- greiðslu fjárlaga á þessu þingi sameinuðust þeir allir um að skerða hlut Reykjavíkur. A- níðslan í fjárveitingum er þeim þó ekki næg, því að til viðbótar hafa stjórnarliðar ætíð vil.iað hafa Reykjavík afskipta um fjár- íestingarleyfi til nauðsynlegra framkvæmda, þar á meðal skóla- bygginga. ★ Hneykslunin yfir því, að bær- inn skuli hafa komið sér upp ágætri skrifstofubyggingu, hljóm ar og undarlega í eyrum, ekki sízt vegna þess að þar hafa hæst mennirnir, sem hafa reist hallir yfir verzlunarrekstur sinn í flest- um kauptúnum landsins, stórum og smáum, og þykir Sambands- húsið hér í Reykjavík aldrei vera orðið nógu sfórt. Út yfir tekur þó, þegar býsnazt er yfir því, að bæjarfélagið skuli ekki láta sjóði sína standa inni í bönkum með lágum vöxtum og taka í staðinn lán með miklu hærri vöxtum. Ekki mundi slík ráðsmennska horfa til þess að lækka útsvörin. En hún myndi gera bæjarfélagið háðari lána- stofnunum. Eftir að stjórnar- flokkarnir hafa hrifsað til sín völdin í bönkunum, er það þeim harmsefni, að geta ekki aukið yfirráð sin yfir málefnum Reyk- víkinga að þeirri leið. Úr því að þeir komast ekki inn um for- dyrnar, þ. e. fyrir atkvæði kjós- endanna, ætla þeir að laumast inn um bakdyrnar og þvinga fram yfirráð sín með ólýðræðis- legum hætti. ★ Allar þessar ráðagerðir hafa farið út um þúfur. Sjálfstæðis- menn hafa með rökum hrakið hverja einustu ákæru, sem bor- in hefur verið fram gegn þeim. Þeir viðurkenndu auðvitað, að ekki sé allt fullkomið í stjórn Reykjavíkur fremur en í öðrum mannlegum félagsskap. En borg- arstjóri er að allra dómi óvenju- legur hæfileikamaður, sem leyst hefur starf sitt af hendi með prýði. Meirihluti bæjarstjórnar hefur og verið skipaður ágæturn mönnum, enda hefur aldrei bet- ur til tekizt unn stjórn bæjar- mála en á síðasta kjörtímabili Reykvíkingar skiija manna bezt, að umbóta er sízt að vænta fra þeim flokkum, sem eftir meira en árssamninga um sameiginlegt framboð, láta til sín heyra rifrild- ið, sem hlustendur urðu áheyr- endur að í útvarpsumræðunum á dögunum Þaðan er áreiðanlega ekki hjáiparinnar að vænta. Þessir flokkar vilja að vísu Sjálfstæðismönnum illa, en þó vilja þeir hver öðrum enn ver og verst mundi sundurlyndi þeirra bitna á bæjarfélaginu, ef þeir fengju yfirráðin. Sókn glundroðaliðsins hefur því nú þegar verið stöðvuð. — Árásarliðið hefur nú meira en nóg að gera við að verja sjálft sig. Reykvíkingar vilja ekki láta leiða aðra eins smán yfir bæjar- félag sitt og V-stjórninni hef- ur tekizt að leiða yfir Island á þeim 18 mánuðum, sem hún hef- ur ráðið ríkjum. Þar hefur flest illa til tekizt, og er þó enn ekki uppkomið nærri allt, sem í undir- búningi hefur verið. „Gula bók- in“ er aðeins eitt vitni þess, sem fyrirhugað hefur verið. Ef stjórnarflokkarnir vinna á eða halda velli, taka þeir þau úrslit, sem úrskurð kjósenda um, að svo eigi fram að halda stefnunni, sem upp hefur verið tekin. Þá munu „gulu áformin" iögfest áð- ur en varir. Kjósendur hafa í hendi sér að hindra þau ósköp. Enginn vafi er á, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra vill, að það sé gert. Enginn skyldi þó vera of sigur- viss. Glundroðaöfiin lifa á sundr- ungu og vélabrögðum. Einskis verður látið ófreistað til að draga úr kjörsókn og hindra að hinn rétti vilji kjósendanna komi fram. Reykvíkingar munu þó ekki láta þau áform ná fram að ganga Menn vita, að með atkvæði sínu á morgun vinna þeir tvennt í senn: Kjósa góða bæjarstjórn og veita slæmri ríkisstjórn van- traust. Látum þann verðuga dóm vera svo ótriræðan, að enginn fái mis- skilið, að Reykvíkingar vilja jafnt velfarnað bæjarins og sóma íslands. PÓSTMÁLARÁÐHERRA Banda- ríkjanna á lítinn skrýtinn hund. Segja má, að sá litli sé heiðurs- meðlimur ráðherrafjölskyldunn- ar, öllum þykir væit um hann og hugsað er um hann eins og „litla barnið á heimilinu“. Þess \ vegna er hann bara kallaður Bo- Bo, enda þótt hann heiti fullu nafni Beau Brummel. Hundum geðjast ekki að póst- þjónunt — og póstþjói:un, ekki að liunduni. En póstmálaráðherrann veit, að hundar eru verstu óvinir hinna 128.899 póstþjóna Bandaríkjanna, því að 6.000 póstþjónar eru að jafnaði bitnir af hundum á hverju ári. Allt hefur verið reynt. Póst- þjónar hafa verið látnir klæðast buxum úr sterkara efni — og þeir hafa fengið vatnsbyssur til þess að verjast með. Allt hefur samt komið fyrir ekki: Hundarn- ir eru jafnágengir sem áður. Annaðhvort — eða Og að frumkvæði póstmálaráð- herrans var gripið til gagngerra ráðstafana á dögunum. Nú beindi póstmálastjórnin orðum sínum til hundaeigenda, en ekki hund- anna sjálfra — aldrei þessu vant. Hundaeigendum var sem sé gert það Ijóst, að annaðhvort yrðu þeir að sjá til þess að hundar þeirra næðu ekki til buxnaskálma og fótleggja póstþjóna, þegar þjónarnir bæru póstinn til hunda eigendanna — eða þá að útburði póstsins til hundaeigenda yrði hætt. Póstþjónar ekkert hundafóður Samkvæmt þessum’nýju regl- um mega hundar ekki gera póst- þjónum hinar minnstu glennur. Ekki þarf meira til en að hund- ur gelti að póstþjóni (sem öllum vakandi varðhundum er þó skylt að gera). Hundeigandanum berst næsta dag orðsending frá viðkomandi póststöð, þar sem hann er vinsamlega beðinn að halda hundi sínum innan dyra á meðan póstþjónninn fer fram hjá. Ef þetta dugir ekki — og póstþjónninn óttast hundinn enn, berst hundeigandanum annað bréf þar sem honum er kunngert, að framvegis verði hann að sækja póst sinn til póststöðvarinnar, ef hann á annað borð vilji fá póst- inn. Póstþjónar ríkisins séu ekk- ert hundafóður. í ljósi reynslunnar Hvort sem þið trúið því eða ekki — þá er það satt, að banda- rískum stjórnarvöldum hafa þeg- ar borizt allmargar umsóknir um vegabréfsáritun til geimferða, frá mönnum úr mörgum fylkjum Bandaríkjanna. I því sambandi má geta þess, að ekki er vitað til að nein bandarísk tík hafi sótt um svipaða vegabréfsáritun, enda munu örlög rússnesku „geim tíkarinnar“ ekki hafa vakið nein ar gyllivonir í brjóstum banda- rískra tíka um aukna lífsham- ingju úti í geimnum. Bulganin sem ferða- langur Fregnir frá Ítalíu herma, að Bulganin sé væntanlegur til V- Evrópu í sumar — og muni hann ferðast sem venjulegur ferðamað- ur. Segir í fréttinni, að hann muni leggja leið sína til Brússell til þess að sjá heimssýninguna, einn ig muni hann fara um Ítalíu á- samt öðrum V-Evrópulöndum. Eisenhower dáðastur Gallup-stofnunin bandaríska kannaði um áramótin hvaða mað ur það væri, er Bandaríkjamenn hefðu dáð mest á árinu sem leið. Eisenhower forseti hlaut vinn- inginn í fimmta sinn í röð, en af konum bar E. Roosevelt sigur úr bítum. Meðal þeirra sem voru ofarlega á blaði voru Truman, fyrrum Bandaríkjaforseti, Wins- ton Ghurchill og Elísabet Eng- landsdrottning. SAS fær samkeppni SAS fær nú brátt harðan keppi naut á flugleiðinni frá Evrópu til Japan, yfir heimskautið. Það er franska flugfélagið Air France, sem hér um ræðir — og verður það fyrsti keppinautur SAS á þessari flugleið. Fyrsta flugferðin verður farin eftir nokkra daga, en reglubundnar ferðir hefjast í apríl, mun fyrr en forstöðu- menn SAS höfðu búizt við. Um 5.000 manns hafa flogið með SAS yfir heimskautið — og þykir flug leiðin hafa gefið góðan arð. Sem kunnugt er varð SAS einnig fyrst til þess að hefja flugferðir milli N-Evrópu og vesturstrandar Bandaríkjanna með því að fljúga stytztu leið, yfir heimskautssvæð- ið, en nú eru brezk, bandarisk og kanadísk flugfélög einnig far- in að fljúga sömu leið. Hollend- ingar og Þjóðverjar bætast við á næstunni. Dean Acheson hand- leggsbrotnaði Dean Acheson, fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, varð fyrir því óhappi um daginn að handleggsbrotna, er hann hrasaði i hálku á götu í Washing- ton — og féll endilangur á göt- una. Fregnir herma, að brotið hafi verið slæmt, en hann sé nú heldur að ná sér. Farþegaflug umhvetrfis jörðu Ástralska flugfélagið Quantas hefur nú hafið flugferðir umhverf is hnöttinn. Sex daga vikunnar leggja tvær flugvélar upp frá Sidney í Ástralíu. Önnur þeirra heldur í austur, hin í vestur — og tekur hnattferð hvorrar um sig fimm til sex sólarhringa. Þetta er fyrsta flugfélagið, sem hefur flugferðir umhverfis jörðu. Hins vegar hafa tvö bandarísk flugfélög áður selt farmiða um hverfis jörðu, en farþegar hafa þá þurft að skipta oft um flug- vél — og hefur ferðin þá jafn- an tekið mun lengri tíma. Við- komustaðir Quantas á nýju flug- leiðinni eru: Hawaii, San Franc- isco, New York, Róm, Istanbul, Karachi, Calcutta, Bangkok, Singapore, Jakarta og Darwin, en endastöðin er Sidney í Ástralíu sem fyrr segir. Duttlungar Það er víst ekki ofsögum sagt, að óperusöngkonan heimsfræga, Maria Meneghini Callas, er duttl- ungafull fram úr hófi — og ekki er hundurinn hennar betri. Sem kunnugt er setti hún Ítalíu á ann- an endann á dögunum, þegar hún „missti röddina“ í miðri óperu- sýningu í Róm með þeim afleið- ingum, að sjálfur forseti Italíu og margt annað stórmenni varð að snúa við svo búið heim án þess að fá endurgreidda aðgöngu- miðana. Sá litli fór að skjálfa En það var annað, sem við ætluðum að segja hér frá. Á leið- inni vestur um haf til Bandaríkj- anna hafði söngkonan viðkomu í Paris. Meðal förunauta var litli loðhundurinn hennar, sem hún ber mikla umhyggju fyrir. Þegar búið var að flytja farangur allra farþeganna út í flugvélina á Orly flugvellinum, en þar á meðal voru 10 stórar töskur söngkon- unnar, fór litli loðhundurinn að skjálf-’ — og skýrði Maria Mt § i Callas umboðsmanni flugi__gsins þá svo frá, að hund- inum mundi ekki koma dúr á auga — og hann mundi senni- lega kvefast á leiðinni, ef hann fengi ekki svefnpokann, sem var Maria Callas liafði 10 töskur og einn hund. í einni af hinum 10 stóru ferða- töskum. BrottfóV seinkaði Farangrinum var því ekið aft- ur úr flugvélinni — og söngkon- an rótaði í töskunum, þar til litli svefnpokinn kom í leitirnar. Hinir farþegarnir stikuðu um flugaf- greiðsluna óþolinmóðir mjög á meðan á þessu stóð — og loð- hundurinn skalf eins og hrísla í vindi. Fyrir bragðið seinkaði flugvélinni um þrjá stundarfjórð- unga, en slíkt þykir óafsakanleg óstundvísi í brottför. En það, sem mest var um vert, sá litli komst i pokann sinn — og heims fræg söngkona steig ánægð upp í flugvélina og var hvorttveggja flugfélaginu til hins mesta sóma, sem geta má nærri. „25 krónu veltnn“ ÞEIR, sem hafa fengið áskorun um að taka þátt í 25 króna velt- unni eru vinsamlega beðnir að gera sk’il þegar í stað. Nú er svo skammt til kosninga, að of seint er orðið að skora á aðra, en fram lögunum er veitt viðtaka í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll kL 9—7 (símar 17104 og 16845).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.