Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 20
Reykvíkingar velja sér borgarstjóra á morgun Gunnar Thoroddsen verður áfram borgarstjóri í Reykjavík á næsta kjörtímabili, ef Sjálfstæðismenn halda meirihiuta sínum í höfuðborginni í kosningunum á morgun. Hann liefur gegnt þessu umfangsmikla og erfiða starfi sl. 11 ár við sívaxandi vin- sældir og traust. Ná þær vinsældir langt út yfir raðir pólitískra samherja hans. Fólk í öllum flokkum veit að Gunnar Thorodd- sen er góðviljaður og drengilegur maður, sem vill allra vanda leysa. — í kosningunum á morgun velja Reykvíkingar borgar- stjórann. Meirihluti Sjálfstæðismanna, sigur D-listans, þýðir áframhaldandi borgarstjórn Gunnars Thoroddsens. — Glund- roðaliðið hefur ekkert borgarstjóraefni. Gnginn veit í dag hvern það myndi velja til þess ábyrgðarmikla starfs, ef það ólán henti Reykjavík, að kommúnistar yrðu forystuflokkur bæjarstjórnar- innar. Allir frjálslyndir og lýðræðissinnaðir menn verða þess vegna að sameinast um D-listann. Sjálfstœðismenn Ijúka kosningaundirbúningi Sjálfstœðismenn ! Gerið skil i „25 króna veltunni" Gerið skil fyrir flokksmerkin Bláa bókin KOSNINGABÓK Sjálfstæðis- manna, Bláa bókin svonefnda. var borin í hús í bænum fyrri- hluta vikunnar. Bókina má nú fá á hverfaskrifstofum Sjálf- stæðismanna og í flokksskrif- stofunni í Sjálfstæðishúsinu. ísalög tekin að myndast liér ÍSHRÖNGL er nú tekið p.ð mynd- ast hér við Reykjavík, og Sundin tekin að leggja. Fór dráttarbát- ur hafnarinnar í gærmorgun í leið a-gur inn í EUiðaárvog, til þess að brjóta þar nokkuð þykkan ís. Var Magni sendur því renna þurfti í sjó fram bát á sleða í báta smíðastöðinni þar. Þá mun Magni árdegis í dag fara inn á ísilagðan Skerjafjörð innanverðan, til þess að aðstoða olíuskipið Hamrafell, sem fer þá áleiðis til Rússlands að ssekja farm. Mun Magni brjóta leiðina að baujum þeim sem skipið er bundið við. 1 ReykjavíkuAöfn sjálfri er lítils háttar íshröngl, en í Vestur- höfninni þar sem mest kyrrð er, leggur á hverri nóttu. Mypdu ísalög vafalítið vera hér alimikii, ef hinu harða frosti fylgdi ekki stöðugur norðan strekkingur. Kosningaskrif- stofa D-listans í Sandgerði Kosningaskrifstofa Sjálfstæ'ðis- félagsins í Sandgerði er að Tjarn argötu 1, símar 5, 42 og 80. Kjósendur Sjálfstæðisflokks ins eru beðnir að láta skrifstof- unni í té alla þá aðstoð, sem unnt Varðarkaffið verður ekki í dag StÐASTI fundur fulltrúa- oj trúnaðarmannaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar var hald- inn í Sjálfstæðishúsinu í gær kvöldi. Var fundurinn geysifjöl- sóttur og kom þar fram öflugur sóknarhugur og sigurvissa. Rætt var um lokasóknina í kosninga- undirbúningnum og um starfið og skipulagið á kjördegi. Ginnig fluttu þeir Birgir Kjaran, form. ráðsins, Jóhann Hafstein, alþm., Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, og Bjarni Benediktsson, ritstjóri, ávörp. Ilvöttu þeir Sjálfstæðis- menn til að leggja sig alla fram og vinna ótrauðlega, bæði í dag og á morgun, svo að sigurinn verði sem mestur. Tekur þrjár vikur að gera við Gerpi SEYÐISFIRÐI, 24. jan. Þýzkum vélaverkfræðingum, sem hingað korau, hefur nú tekizt að komast •ao því hvað olli biluninni í „Gerpi". Þegar vél skipsins var tekin upp í „klössuninni1 £ Þýzka landi nú í vetur, hefur olíurör Sjálfstæðismenn í Keflavík KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins í Keflavík er í Sjálfstæðishúsinu, opin frá kl. 10—10. Allt Sjálfstæðisfólk er livatt til að taka virkan þátt í kosningabaráttunni með því að hafa sam- band við skrifstofu flokksins og starfa á kjördegi. Skrásetning sjálf- boðaliða fer fram í dag og hefst kl. 1 síðd. — Bifreiðaeigendur, sem góðfúslega vilja lána bíla sína, eru beðnir að hafa samband viff skrifstofuna í dag. Símar á kjördegi verða: 21, 871 og 872. að legu orðið fyrir hnjaski, svo smurolíp rann ekki á leguna sem skyldi. , Það tekur 3 vikur að lagfæra þessa bilun, því rífa þarf aðalvél skipsins að mjög mikiu leyti í si ndur til að komast að legunni og olíurörinu. Vélfræðingar liinnar þýzku vóla verksmiðju munu hafa viðurkennt að ástæðan til þessa væri mistök hjá verksmiðjustarfsmönnum. Mikið tjón af eldi í bíla- stöð Esso í gærkvöldi Fjórir bilar eybilögbust og jjrir stórir skálar STÓRBRUNI varð hér í Reykjavík í gærkvöldi, er eldur kom upp i bílaverkstæði Olíufélagsins á Reykjavíkurflugvelli. Hlauzt af stórtjón. Slökkvistarf var erfiðleikum bundið, og börðust slökkvi- liðsmenn við eldinn í nær þrjár klukkustundir í norðan strekkingi og 8 stiga frosti. Eldurinn kom upp um kl. 8. Á svipstundu urðu alelda þrír all- stórir braggar, sem í voru bíla- smurstöð, bílamálningarverk- stæði og bílaverkstæði. Þar inni voru fjórir bílar, og varð engum þeirra bjargað. Verið var að dæla benzín inn í stóran olíubíl, þegar eldur kviknaði þar skyndiftga. Ekki var þó fyllilega ljóst í gærkvöldi. hvort kviknað hafi í benzíndæl- unni sjálfri eða benzíni við bíl- inn. En eldurinn læsti sig þegar í benzíndæluna og lítinn af- greiðsluskúr, sem þarna var og þaðan inn í næsta bragga, þar sem smurstöðin var. Innangengt var á milli bragganna og lék eld- ur um þá alla á örskotsstund. — Þrír starfsmenn, sem voru þarn.i við vinnu, fengu ekkert að gert Eldurinn var mikill orðinn er fyrsti bill frá slökkviliðinu á Rvíkurflugvelli kom á vettvang. Þá stóð olíubíllinn, sem verið var að setja benzín á, í báli, og var byrjað á því að slökkva í honum Það kom brátt í ljós að bruna- hani, sem er í stöðinni, var ó- virkur, þar eð vatnið var frosið í leiðslunni. Svo erfitt var að komast að neðanjarðarvatns- geymi, sem einnig var reynt, að ekki var hægt að nota vatn frá honum, fyrr en seinna um kvöldið, er allt var meira og minna brunnið og hrunið. Slökkvilið Reykjavíkur kom einnig á vettvang. Slökkvistarfið byggðist á því að vatn var sótr niður í bæ, allt niður á Baróns- stíg, í geyma slökkviliðsbílanna. unz hægt var að fá nóg vatn af flugvallarsvæðinu fyrir dælubíla slökkviliðsins. Er eldurinn var sem mestur varð sprenging í bragga þeim, sem smurstöðin var í. Þar inni stóð í björtu báli nýuppgerður stóreflis olíuflutningabíll hálfur af gasolíu. Við sprenginguna rifnaði gat á þak skálans og eld- og reyksúla þeyttist hátt í loft upp. — Tvær smásprengingar urðu skömmu síðar. Vonlaust verk var að ætla sér að kæfa eldinn í bröggunum. Skammt frá voru aðrir braggar í hættu, en slökkviliðinu tókst að verja þá. Um klukkan 9,30 í gærkvöldi voru braggarnir þrír orðnir brunarústir einar. Þá logaði enn mjög mikið í stóra bilnum með gasolíunni. í næsta bragga við var annar stór olíubíll, sem einnig brann. í vestasta bragganum hafði ver- ið þriðji olíuflutningabíllinn og þar var einnig lítill einkabíll, eign Hauks Hvannbergs fram- kvæmdastjóra. Tveir hinna stóru olíuflutningabíla voru sem ný- ir. — Var í gær lokið við að sprauta eirin þeirra eftir að bill- inn hafði allur verið gerður upp. Bíllinn í smurstöðinni var einnig nýyfirfarinn og hafði verið s'ett- ur inn til smurningar áður en hann yrði tekinn í notkun, vænt- anlega í dag. Hver þessara bíla er að verðmæti talinn milli 250 og 300 þús. kr. Bill framkvæmda- stjórans var mjög lítið notaður Opel, tveggja dyra. Bílar þeir, sem þarna eyðilögð- ust eru því alls um 1 millj. kr. virði. Var talið að brunatjón þetta myndi varlega áætlað um 2,5 milljónir króna. — Olíufélagið hefur sínar eigin tryggingar hjá tryggingafélagi SÍS. Skepttur brenna inn! í fjósi BÆ, Höfðaströnd, 24. jan. — I fyrrinótt brann fjós á Hofsósi ásamt kú og fullorðnum hrúti. Fjósið stóð rétt hjá húsinu Staðar björgum á Hofsósi. Varð bílstjóri var við eldinn af tilviljun og gerði vart við. Tókst að bjarga öðrum húsum, sem nálæg voru. Fjósið og skepnurnar áttu Þór- hallur Ástvaldsson og Friðbjörn Þórhallsson. Fyrir tveimur eða þrem dögum var verið með gas- lampa þarna til að þíða rör. Er hugsanlegt að neisti hafi þá kom- izt í torfstólpa og eldurinn leynzt á milli. Annars eru eldsupptök ó- kunn. — B. Tregur aíli í Sandgerði SANDGERÐI, 24. jan. — Afli bátanna héðan hefur verið mjög tregur undanfarið. Nú sækja bát- arnir orðið mjög langt út og eru alh upp í 4% klst. að sigla heim af miðunum. T.d. var Guðbjörg svo djúpt í gær, er hún kom með 10 tonna afla. Víðir II var þá með rúm 5 tonn og aðrir bátar minna, niður í 2,5 tonn. — Axel. Kosningasjóðurinn TEKIÐ er á móti framlögum í Sjálfstæðishúsinu í dag. — Einnig má hringja í síma 1 71 00 og verða framlögin þá sótt. Sjálfstæðismenn! Kosn- ingarnar eru á morgun. Styrk ið kosningasjóðinn! Þeir, sem skorað hefur ver- ið á í „25 króna veltunni“ eru vinsamlega beðnir að greiða framlag sitt í dag. Þeir, sem hafa merki flokksins til sölu. þurfa einnig að gera skil í dag. Lísti Heykvíkiraga — D-listinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.