Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 9
■Laugardagur 25. janúar 1958 MORGUlSBLAfílÐ 9 „Sko dúttu mína“, segir sú litla til vinstri á myndinni. Litlu hjúin til hægri virðast vera mjög góðir vinir (Ljósm. Ól. K. M.) Fjóla grætur. En brátt fellur allt í Ijúfa löð. Eftir skamma stund er Fjóla farin að leika sér með yngstu börnunum, sem sitja á litlum stólum umhverfis lág- fætt, kringlótt borð og byggja kastala úr kubbum. O—★—O Umhverfið að Silungapolli er fagurt og fjölbreytt. Hraunhól- arnir rísa upp frá Silungapollin- um og Heiðmörk blasir vð. Fjöl- breytnin í náttúrunni hér um- hverfis veitir börnunum við- fangsefni, og er það mikill kost- ur, þó að fjölbreytnin geri það jafnframt nauðsynlegt að gæta barnanna mjög vel, segir for- stöðukonan. Seytsán börn á aldrinum 7-16 ára eru á barna- heimilinu í Reykjahlíð Barnaheimili fyrir börn á skóla- skyldualdri sem eru munaðarlaus eða aðstandendur geta af einum eða öðrum ástæðum ekki séð far- borða, tók til starfa 1945. Um tíu ára skeið var heimilið að Kumbravogi við Stokkseyri, en er nú í Reykjahlíð í Mosfells- dal. Á barnaheimilinu í Reykja- hlíð eru nú 17 börn á aldrinum 7—16 ára. Sum barnanna koma hingað frá Silungapolli. Annars koma þau á öllum aldri, segir forstöðu- konan Guðbjörg Árnadóttir, sem verið hefir forstöðukona syo að segja frá því heimilið var stofn- að. Fáein hafa verið hér allt að því eins lengi og ég. önnur eru stuttan tima. Segja má, að erfið- ast sé í vissum skilningi að taka börnin til skamms tíma, því að það tekur þau nokkurn tíma að venjast hvert öðru — samkomu- lagið er oft ekki sem bezt fyrsc í stað. O—A—O Öll börnin eru á skólaskyldu- aldri. Á Stokkseyri sóttu þau skóla með öðrum börnum þar á staðnum. Þess hefir þó ekki verið kostur hér, því að ekki er rúm fyrir börnin í Brúarlandsskólan- um. Var því fenginn sérstakur kennari til heimilisins, og fer kennslan fram í stofu í Mæðra- heimilinu að Hlaðgerðarkoti, sem er staðselt skammt frá Reykja hlíðarheimilinu. Á sumrin vinna stærri börnin fyrir sér, t. d. í sveit. Síðan heimilið flutti i Reykjahlíð, hafa nokkur þeirra unnið í gróðurhúsunum hér. Skipti um kyn - íékk hærri laun LONDON — Ekki alls fyrir löngu birtist á forsíðu Times í London auglýsing frá einum æðsta starfs mann í birgðamálaráðuneytisins brezka, ungfrú Irene Joy Fergu- son, þar sem hún tilkynnti, að framvegis héti hún hr. Jonathan Ferguson. Hún hefði nú skipt um kyn — og væri hér eítir karlmað- ur. Var mikið rætt um atburð þennan í Englandi, ekki sízt vegna þess að hr. Ferguson fékk hærra kaup en ungfrú Ferguson hafði fengið. Kaupið var hækkað samdægurs, því að í birgðamála- ráðuneytinu fá konur lægri laun en karlmenn eins og víða annars staðar. Málið hefur verið tekið upp í brezka þinginu og telja sumir þingmenn, að þessi kaup- hækkunarleið sé óæskileg til eftir breytni. // Við erum komnir til þess að mœla" EIN SÚ dýrmætasta eign, sem menn geta öðlazt hér í lífi er gott heimili, þar sem menn geta notið hvíldar og friðar með fjölskyldu sinni. Nú hafa stjórnarliðar hugs að sér að rjúfa þessa heimilis- helgi. Uppgjafabóndi frá Undirfelli í Vatnsdal hefir árum saman ritað í Tímann um þessi væntanlegu spjöll á heimilum manna. Penni þessa manfts hefir verið svo hvít- glóandi af óvild til Reykvíkinga, að það hefir bókstaflega rokið upp af honum. Flokksmenn hans voru heldur ekki lengi að renna á lyktina. Maður þessi, var frá þeirra sjónarmiði, búinn allt of dýrmætu hugarfari til þess að láta hann moltna niður í dreif- býlinu. Hann var því óðara kali- aður til aðalherstöðvanna og sett ur hér í bitlingastöður á kostn- að ríkissjóðs. Nú hefir hann ver- ið skipaður liðsforingi fyrir það innrásarlið, sem á að taka hus á Reykvíkingum. Eftir rússneskri fyrirmynd á að úthluta hverri fjölskyldu viss um ferfetum af íbuð, þar sem mönnum verði leyft að búa, en fari einhver fjölskylda fram úr því hámarki, sem húsnæðismála- stjórn setur, þá skal hún fá að vita hvar Davíð keypti ölið. Þarna hillir undir ótal ný em- bætti. Hver drengstauli, sem stundað hefir nám í Samvinnu- skólanum eða í skóla Bjarna á Laugarvatni þarf ekki lengur að lúta að svo litlu að „púla upp á kúgras", eða óhreinka sig við fjósverk, heldur skal hann fá hvítt um hálsinn og verða ríkis- launaður mælingamaður hjá Hús næðismálastjórn. — Þessir menn munu koma í stjórnarbifreið, drepa á dyr og segja: „Við erum komnir til að mæla“. Þeir munu vaða um hvern krók og kima á heimilum manna, „hvima um sill- ur og snaga“ og gá að hverju þvertré, stika gólfin og skrifa, rannsaka afnot af baði og salerni svo allt komi heim við lands- ins lög. Hver fjölskylda, sem ekki býr nógu þröngt skal fa að þekkja sinn vitjunartíma. Hvernig verður svo framhald- ið? Ókunnugu fólki, sem í lang- fæstum tilfellum á hina minnstu samsuðu við heimamenn, skal troðið inn í ibúðina, fyrir leigu sem hin nýja húsnæðismálastjórn bæði ákvarðar og innheimtir. Á þennan hátt skal eignarrétturinn — hyrningarsteinn stjórnarskrár- innar — fótum troðinn. Ráðstafanir af hálfu ríkisvalds- ins í eitthvað svipaða átt gætu áðeins átt rétt á sér, ef höfuð- borgin hefði orðið fyrir alvar- legri loftárás, eða ef náttúruham farir eins og jarðskjálfti hefðu lagl rnikinn hluta borgarinnar í rúst, en á venjulegum tímum og meira að seg'ja í góðæri er engin afsökun fyrir sliku ofbeldi gegn heimilishelgi manna og almenn- um mannréttindum. Hér í borg er fjöldi manna, sem ekki aðeins hefir lagt sinn síðasta pening í hús sitt og hlaðið á sig skuldum, heldur jafnframt þrælað við að koma því upp all- ar helgar og fram á rauða nótt, mánuðum og jafnvel árum sam- an. Síðan á það að vera undir náð og miskunn uppgjafabóndans frá Undirfelli og sálufélaga hans hvort þessir menn eigi að fá að lifa í friði í húsum sínum, enda þótt þeir hafi staðið í skilum við alla og borgað af eignum sínum alla skatta og skyldur bæði til ríkis og bæjar. sig í feitum stöðum hér á landi, eða lagt sig undir diplómatiskar værðarvoðir erlendis. Fyrir allt þetta athæfi hefir flokkurinn rýrnað ár frá ári og bókstaflega verið kjöldreginn af hinni ís- lenzku alþýðustétt. Kon nninista flokkurinn, sem hefir haft þá afsökun eina, að vera eins konar útibú frá sendiráði Sovétríkjanna hér á landi og hefir hagað sér I einu og öllu eftir þeim ráðningar- samningi. Hvaða fyrirheit mundi sam- stjórn þessara sundurleitu flokka veita höfuðborginni, og hve þægi legt væri bæjarbúum almennt að sækja undir þeirra högg? Börnin í lleykjahlíð' fá sér síðdegismjólk í matstofunni. (Ljósm. Ól. K. M.) Bæjarstjórnarkosningarnar Þær kosningar, sem nú fara í hönd í Reykjavík, eru ekki síður mikilvægar en Alþingiskosning- ar, þær munu kveða á um lífs- kjör, frelsi og afkomumöguleika 65—70 þúsund manna á næsta kjörtímabili. En hvað er svo í kjöri? Framsóknarmenn, sem vilja brjótast hér inn, sumir hverjir, að minnsta kosti, í and- legum tengslum við þá gesti sem komu hingað til lands í „kurteis- isheimsókn" árið 1627. Þjóð'varn- arflokkurinn, sem þrætir fyrir að vera dauður, og hefir það eitt á stefnuskrá sinni að fjandskapast við þá þjóð, sem hefir reynzt oss Islendingum betur en nokk- ur önnur fyrr eða síðar. Alþýðu- flokkurinn, sem um 30 ára skeið hefir unnið markvíst gegn meiri- hluta kjósenda sinna og hengt sig eins og doríu aftan í Fram- sókn. Þennan flokk hafa for- ingjarnir rekið sem einkafyrir- tæki og ætlað sér að lifa, í póli- tískum skilningi, á verðleikum látinna manna. Þegar útlitið hef- ir sortnað, hafa þeir hreiðrað um Eftir er Sjálfstæðisflokkurinn. Sitt hvað má sjálfsagt að stjórn hans finna, eins og að flestum mannanna verkum, en hitt er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að frá árinu 1920 og til þessa dags, hafa Reykvíking- ar undir hans stjórn reist hér borg fyrir 47 þúsundir manna, borg þeirra vönduðustu húsa, sem þekkjast á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað, borg með tugum kílómetra af malbikuðum götum, öllum leiðslum, rafmagni, hitaveitu, sundhöll, glæsilegum íþróttavelli, heilsuverndarstöð, bæjarbókasafni, fullkomnu slökkviliði, fjölmörgum nýtízku skólum, ásamt miklum og vax- andi hafnarmannvirkjum. Við vitum að minnsta kosti hverju við sleppum, en ekki hvað við hreppum. — K. H. S. Fyrirgreiðsla í sombondi við kosningar er ebki bönnað AÐ gefnu tilefni vill Morgun blaðið benda á, að í kosninga- lögum þeim, sem samþykkt voru af ríkisstjórnarliðinu á Alþingi fyrir jólin, eru engin ákvæði, sem banna mönnum að gefa upp- lýsingar um, hvort þeir sjál eða aðrir hafa kosið, banna greiða fyrir flutningi fólks kjörstað eða veita aðra þá fyr greiðslu á kjördegi, sem venj legt hefur verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.