Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 18
18 M O R G U N B L A ÐIÐ Laugardagur 25. Januar 1958 Beiziun orKunnar í ivrysuviK munai opna nyja moguieiKa. — Hitaveitan ifrh. aí bis. 11 sameiginlega fyrir Hafnarfjörð og Reykjavík. Tilboð bárust um stórvirkan bor víða að. Kom til greina að kaupa bor frá Bandarikjunumeða Þýzkalandi. Eitt þýzka tilboðið var að því leyti mjög aðgengi- legt að borinn var boðinn til leigu með kauprétti að vissum tíma loknum á hagstæðum kjör- um. Um það leyti er ganga átti frá samningum um hinn þýzka bor, var lagt fram fjárlagafrum- varp fyrir árið 1956. Var þar gert ráð fyrir fjárveitingu til hlið- stæðra borkaupa. Enda þótt bæjarráðið hefði veitt heimild til samningaumleitana um borinn, þótti rétt að hafa sam- ráð við forráðamenn viðkomandi ríkisstofnunar um fyrirhuguð bor kaup ríkisins, þar eð eigi kom til greina að tvö svo stórvirk tæki yrðu fengin til landsins svo til samtimis. Þær viðræður leiddu til þess að stofnað var til sam- eignar rikisins og RReykjavíkur- bæjar á bor þeim er til landsins kom nú á liðnu hausti Bor þessi er keyptur fyrst og fremst til borunar á gufuhvera- svæðum landsins og að því er aðild Reykjavíkurbæjar snertir til borunar á gufuhverasvæði í námunda við Reykjavík með stór fellda stækkun Hitaveitunnar fyrir augum, enda á Reykjavíkur bær ráðstöfunarrétt á bornum fyrsta starfsárið, samkvæmt sam eignarsamningnum. Því miður hafa eigi fram til þessa náðst samningar við Hafn- arfjarðarkaupstað um sameigin- lega virkjun í Krýsuvík, þrátt fyrir matgítrekaðar viðræður og tilraunir borgarstjóra og annarra fylltrúa Reykjavíkurbæjar síð- astliðin tvö ár. Möguleikarnir í Krýsuvík' í Krýsuvík og nágrenni hennar er eitt stærsta hitasvæði lands- ins og telja sérfróðir menn að þar séu líkindi til að unnt sé að fá með bornum nægilegt gufu- magn til upphitunar Hafnarfjarð- ar, Kópavogs og Reykjavíkur, að því leyti er á vantar nú, auk orku til iðnaðar og jafnvel til framleiðslu raforku. Vonandi takast samningar við Hafnarfjörð svo unnt verði nú þegar að hefja undirbúning að stórfelldri virkjun orkunnar í Krýsuvík til hagsbóta fyrr alla, sem þar eiga Hlut að máli. «■ Fjarhitunin Hitaveitunefnd hefur látið gjöra yfirlit um fjarhitun allra húsa í Reykjavík. Þær athuganir, sem gerðar voru í þessu sam- bandi leiddu í ljós, að ekki muni vera hagkvæmt að leggja slíkt fjarhitakerfi um alla borgina, nema að tryggt væri að jarðhiti gæti að verulegu leyti verið þar orkugjafi. Þó mun vera hægt að auka notagildi hitaveitunnar með nokkrum kyndistöðvum. í framhaldi þeirrar niðurstöðu Hitaveitunefndar að jarðhitinn yrði að vera sá grundvöllur, sem byggt væri á í þessu sambandi var lagt allt kapp á, eins og áður hefur verið skýrt frá, að hefja vísindalega leit að vatni í bæjar- landinu sjálfu oe ennfremur í fmmhaldi af því þær ráðagerðir sem uppi hafa verið um beizlun orkunnar í Krýsuvík. Verkefnin undanfarið Nú hefur verið drepið á sumt af því helzta, sem gerzt hefur í málefnum Hitaveitunnar allra seinustu árin, en rétt er til glöggv unar að draga þetta saman i heildarniðurstöður og sést þá glögglega að hverju hefur verið unnið. Verkefnin hafa verið eít- irfarandi: 1. Gjörðar hafa verið vísinda- legar rannsóknir á bæjarlandinu með leit að heitu vatni fyrir aug um. 2. Boraðar hafa verið rann- sóknarholur víða um bæjarlandið í sama tilgangi. 3. Hafin var borun eftir heitu vatni samkvæmt þessum rann- sóknum og hefir árangur þeirra orðið viðbót, er nemur um 25 1/sek af mjög heitu vatni. 4. Hafizt hefur verið handa um nýtingu þessa heita vatns jafn- óðum og það hefir fengizt fyrst með bráðabirgðalagningu - við gamla hitaveitukerfið og síðan með lagningu hitaveitu um Höfða hverfið. 5. Lagning hitaveitu með tvö- földu pípukerfi um Hlíðarnar og Varastöðin við Elliðaár fullnýtt. 6. Gerðar athuganir á stórvirkj un fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, og stofnað sameignafélagið : „Gufuboranir ríkisins og Reykja- vikurbæjar" um kaup á stórvirk- um gufubor frá Ameríku. Takmarkið hiff sama og áffur Eins og áður er það takmarkið og það sem Hitaveitunefnd og þeir aðrir, sem að hitaveitumál- um starfa, beina orku sinni að, að hitaveitan nái til allra húsa í Reykjavík. Þar fara saman hags- munir almennings í höfuðstaðn- ’um og hagsmunir alþjóðar, því hér er um stórkostlegan gjald eyrissparnað að ræða, eins og al- kunnugt er. Ef það tækist að beizla stórfellda orku, eins og þá, sem talið er að sé fyrir hendi í Krýsuvík, mundi það einhig opna möguleika til að íá nýja orku handa iðnaðinum, auk hinna ómetanlegu þæginda, sem fullkomin hitaveita er fyrir hvert heimili. Slík hitaveita þarf að komast. upp, enda er nú markvisst stefnt að því. HÖFN í HORNAFIRÐI, 22. jan. — Nú er snjólétt í héraðinu, en ísalög mikil, einkanlega í vestari hluta þess. Akfært er um allt héraðið, allt út í Öræfi. Jökulsá á Breiðamerkursandi rennur nú ekki í sjó fram og er bílum ekið eftir fjörunni. Annars munu hin miklu jökullón, sem að henni liggja munu vera á haldi, sem og öll vötn. í s. 1. viku reru Hornafjarðar- bátar aðeins 2 daga, hrepptu ill- viðri og urðu fyrir nokkru línu- tapi. —Gunnar —Gylfi kemur heim Frh. af bls. 1. Almenningur vildi reyna að trúa því eftir yfirlýsingar A1 - þýðublaðsins og ræður Alþýðu- flokksmanna í útvarpsumræðun- um, að flokkurinn væri andvígur „gula hneykslinu",. en ráðherra flokksins hefur nú gert þær von- ir að engu, er hann sverst í fóst- bræðralag við Framsókn og kommúnista. Enn ungversk affferff Athyglisvert er, að leiðin til að neyða Gylfa Þ. Gíslason til að taka afstöðu með kommúnistum í þessu örlagaríka máli er ung- versk að uppruna eins og yfir- leitt öll „taktik“ kommúnista hér á landi um þessar mundir. En það er ekki að sama skapi undar- legt, því að stjórnmálaástandið hér á landi er nákvæm eftirlík- ing ástandsins í Ungverjalandi 1946. Þar var þá mynduð „vinstri stjórn" Þjóðlega bændaflokksins og Alþýðuflokksins, sem voru litlir borgaraflokkar og svo Al- þýðubandalagsins, sem hafði 17% atkvæða. Þessi stjórn var opinberlega mynduð til að eyðileggja Smá- bændaflokkinn, sem hafði mein- hluta kjósenda, en var í Okinrti- hluta á þingi vegna kosninga- svika. Hinn eiginlegi tilgangur kommúnista var auðvitað að nota sakleysingjana og hinar „gulu deildir" samstarfsflokk- anna til áð undirbúa valdaránið, einkum með því að svipta menn fjárhagslegu sjálfstæði, eins og hér er stefnt að með „gulu“ fyrir- ætlununum. Rakosi er. lærifafflrinn Rakosi, foringi ungversku kommúnistanna, setti þá fram kenningu, sem hann nefndi „zig- zag“-kenninguna og var m. a. fólgin í því, að svívirða hina nyt- sömu sakleysingja annan daginn og bera þeim á brýn allar vamm- ir og skammir, en kjassa þá hinn daginn — einkum bak við tjöldin. Við íslendingar köllum þetta „að berja mann til ásta“. Það er þessi aðferð, sem notuð er við hina „gulu deild“ Alþýðu- flokksins. Þegar Gylfi kom heim, jós Þjóðviljinn sér yfir hann. Sagði hann hafa verið umboðslausan að þvæla erlendis í erindum argasta auðvalds Evrópu o. s. frv. Og við- brögðin voru eins og til var ætl- azt. í stað þess að svara svivirð- ingunum og álygunum um það, sem ráðherra vill gera gott fyrir þjóð sína, þá lyppast hann niður og lofar að bæta ráð sitt og stöðva Alþýðublaðið í andstöð- unni við „gulu bókina“. Nákvæmlega þannig var farið að í Ungverjalandi og mætti Gylfi Þ. Gíslason kynna sér reynslu flokksbróður síns, Sza- kasits, áður en það er um seinan Kommúnistar kampakátir Kommúnistar eru auðvitað kampakátir yfir „gulu“ áformun- um, sem þeir telia nú örueet =>ð nái fram að ganga, ef stjórnín heldur velli eftir bæjarstjórnar- kosningarnar. Þeir telja allar fyrirætlanir sjálfsagðar og eðli- legar, aðeins ganga of skammt „inn á eignarréttinn". Félags- málaráðherra segir í Þjóðviljan- um svo sem enga ástæðu hafa verið til að halda áformunum leyndum fram yfir kosningar, enda hafi hann m. a. sent dr. Jó- hannesi Nordal tillögurnar, er hann var formaður húsnæðis- málastjórnar. Yfirlýsing Jóhannesar Nordals Dr. Jóhannes Nordal hefur hins vegar upplýst Morgunblaðið um, að honum hafi aðeins verið sendur lítill hluti tillagnanna, sem aðallega eru skýrslur um hús byggingar o. s. frv., en alls ekk- ert af því, sem máli skiptir. Er það enn ein þekkt aðferð komm- únista, að reyna að gera góða menn sér samábyrga með því að segja þeim frá þeim hluta fyrir- ætlana sinna, sem engu máli skipta og núa þeim svo um nasir, að þeir hafi fyrirfram vitað um málið og því sé bezt fyrir þá sjálfa að láta það kyrrt liggja. Hefur þetta því miður víða vel gefizt, stundum líka hérlendis, þó að í þetta sinn sé sannleikur- inn upplýstur. Þórunn Jóhannsd. heiðruð lyrir píanóieik HINN kunni brezki píanóleikari, Miss Harriet Cohen, tjáði sendi- ráði Islands í London með bréfi dags. 7. þ.m., að samkvæmt úr- skurði alþjóðiegnar nefndar hefði íslenzka píanóleikaranum Þórunni Jóhannsdcttnr Tryggvason verið veittur bronz-heiðurspeningui- fyr- ir píanóleik. Verðlaun þessi bera nafn Miss Cohen og eru veitt án tiliits til þjóðerni.s. Eru silfur- verðlaunin ætluð fullþroska píanó- leikurum en bronz-verðlaunin ung um listamönnum og nemendunv. . Aðeins tvenn verðlaun eru veitt í hvorum flokki. Þá hefur Miss Cohen einnig tM- | kynnt, að dr. Páll ísólfsson hafi | verið kjörinn meðiimur hinnar alþjóðlegu nefndar, sem verðlaun- in veitir. (Frá Utanríkisráðuneytinu). Engir framboðs- funcJir í Sandgerði SANDGERÐI, 23. jan. — Enginn aimennur framboðsfundur verður hér í Sandgerði í sambandi við hreppsnefndarkosningamai að þessu sinni. Það hefur orðið samkomulag um þetta milili frambjóðenda. Á- stæðan til þessa er sú, að sjó- menn hér í þorpinu hafa ekki á- •stæðu til þess vegna stawa sinna að sækja slíkan fund, þar eð bát- ar koma stundum ekki úr róðri fyrr en miög seint á kvöldin. .♦..♦. T f f T f t T t T T T T T t t T T T T T ♦» LITLU HVlTU RÚMIN I BARNASPÍTALA HRINGSINS FORELDRAR: Leyfið börnum yðar að hjálpa við að selja merki á morgun, sunnudag, sem afgreidd verða frá kl. 1« f.h. á eftirtöldum stöðum: Garðastræti 8, Elliheim- ilinu (vesturálmu), Tónlistaskólanum, Laufásveg 7, Barónsborg, Drafnarborg, Lauganesskólanum (handavinnuhúsinu) og unginennaíéiagshúsinu við Holts- apótek. Góð sölulaun. — Með fyrirfram þakklæti. Fiáröflunarnefndin I t T t f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.