Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 3
Lflt$gardagur 25. janúar 1958 MORGUN BLAÐIÐ 3 *, \ „■ - ÞESSI mynd er tekin við hin miklu hátíðahöld kommúnista i Moskvu í tileíni 40 ára hylting- arafmælisins á sl. hausti. En til þeirra voru boðnir formenn kommúnistaflokka víðsvegar frá úr heiminum, m.a. Jieir Einar Ol- geirsson, formaður „Sameining- arflokks alþýðu — sósialista- flokksins“ og Hannibal Valdi- marsson, formaður „Alþýðu- bandalags" íslenzkra kommún- ista. Á þessari mynd sjást nokkrir kommúnistaleiðtoganna undir risa brjóstmynd af Lenin, m.a. Einar Olgeirsson forseti Neðri deildar Alþingis. Er hann annar maður frá hægri í fimmtu röð, rétt fyrir aftan sjálfan Nikita Krusjeff, sem situr í annarri röð, þriðji frá hægri. í sömu röð, hins vegar við blómapallinn situr Go- mulka frá Póllandi. í öftustu röð til vinstri situr Gromyko utan- ríkisráðherra Rússa, beint fyrir aftan Gomulka. t ræðustólnum stendur Mao Tse-tung og segir hinum hátt- settu „féiögum“ að það sé „helg skylda þeirra“ að halda sem bezt saman. í þessum hóp eru saman komnir hinir kommúnísku böðl- ar þeirra þjóða, sem Rússar hafa undirokoð í Evrópu. Einari OI- geirssyni, formanni íslenzka kommúnistaflokksins er skipað til hins mesta virðingarsætis með al þeirra, rétt hjá sjálfum Krusjeff, enda er hann forseti Neðri deildar hinnar íslenzku löggjafarsamkomu, kosinn af Al- þýðuflokksmönnum og Fram- sóknarmönnum. f þessum hópi hinna blóðugu kúgara Austur- Evrópu virðist fara vel um for- mann íslenzka kommúnistaflokks ins. Hann er þarna með sínum réttu sálufélögum. En hér heima reynir hann að breiða yfir nafn og númer óg lætur pólitíska vind hana eins og Hannibal og Alfreð, stofna „Alþýðubandalag" til þess að dylja hin kommúnísku úlfshár. En þessi mynd tekur af allan vafa um það í augum ís- lenzks fólks, hverskonar flokk- ur það er, sem Einar Olgeirsson er formaður í: Það er harðsoðinn kommúnistaflokkur, sem lýtur boði og banni hinnar blóðugu ógnarstjórnar í Moskvu. Enginn Reykvíkingur getur óskað þess að slíkur flokkur verði forystuflokkur bæjarstjórnar höf uðborgarinnar. Enginn Reykvík- ingur vill að sálufélagar Kadar- stjórnarinnar og mannanna i Kreml taki við stjórn Reykja- víkur. Þess vegna hljóta allir lýðræðissinnar að sameinast um D-LISTANN á morgun. (Hvíta örin bendir á Einar OI- geirsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.