Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 25. janúar 1958 Weí aí reihan di Eftir EDGAR MITTEL HOLZER ÞýSii.g: Svorrir Haraldsson i 20 u Cj, Cý ct var hann orðinn að regrlubundn- um höggum. Gregory gat sér þess helzt til, að það væri ganghljóð utanborðsvél einhvers fljótabáts ins. Hljóðið hélt áfram að. heyras í nokkrar mínútur, en dó svo út fjarska, eins og það hefði villzt inn í einhverja þétta lokrekkju niðri í djúpum myrkviðarins Fiðlutónar bárust heimon fra húsinu. „Þetta er Garvey. Hann er ekki sem verstur. Mamma kenndi hon um. Hún leikur á fiðlu". „Leikur þú á hljóðfæri?" „Bara orgelið. Mig langar svo voðalega mikið til að eignast pía nó. Pabbi er búinn að spara sam- an peninga í mörg ár, til þess að geta keypt píanó“. „Og Mabel?“ „Hún leikur á flautu og orgel. Berton kann líka að leika á flautu. Kannt þú að leika á hljóðfæri?“ „Nei, Brenda lék á píanó“. „Voruð þið hamingjusöm?" „Aðeins nokkra fyrstu mánuð- ina. Hún var vond“. „Hvað starfaðivðu í Englandi?" „Ég vann mestmegnis við leik- húsið. Ég hef samið eitt eða tvö leikrit. Og svo málaði ég og skrif- aði“. „Þú ert farinn að skjálfa. Við skulum tala um eitthvað annað. Hann gaf stofni cookerit-pálm- ans nákvæmar gætur. Allur var varinn góður. Samt vissi hann, að skráargatið á hurðinni, fyrir aft- an þau, bjó yfir langtum meiri hættu. „Allt sem ég gerði, gerði hún líka — og gerðd það betur. Alltaf betur“. Hann var búinn að fá hjartslátt og andardrátturinn var orðinn óeðlilega ör. Hún stóð á fætur, þreifaði fyrir sér með hendinni, unz hún fann litla steinvölu og henti henni upp í bliknaða blaðkrónu pálmans. — Leðurblaka hóf sig þegar til flugs og flögraði aftur og fram um rjóðrið, eins og dökk pjath. eða flöktandi skuggi. Hann stóð líka á fætur og brosti og aftur varð honum hughægra um stund. Hún kom til baka og settist á tröppurnar og hann 'settist líka aftur. , * „Hún kemur áreiðanlega aftur, áður langt um líður og sezt í skugga pálmablaðanna. Við skul- um bara fylgjast með henni". Þau fylgdust með ferðum leður- blökunnar. Hún hélt áfram að flögra um rjóðrið, einstæðingsleg og næstum blinduð í sólskininu. Loks tók hún stefnuna á pálma- tréð og hvarf með snöggu skrjáfi inn á milli fölnuðu blaðanna. Þau heyrðu hana tísta nokkrum sinn- um og svo flaug hún upp aftur, er í þetta skiptið var önnur leð- ui-blaka í fylgd með henni. Þær hringsóluðu og sveimuðu aftur og fram um rjóðí'ið og hurfu loks fyrir hornið á kirkjunni. Svo kom önnur þeirra í ljós aftur og hvarf inn í laufþykkni pálmans. Hin fylgdi fast á eftir og eftir talsvert skrjáf í blöðunum og nokkur áköf tíst, ríkti sama þögnin og áður, umhverfis hið stóra pálmatré. „Getur maður særzt á sálinni stríði?“ „Hvað?“ Olivia endurtók spurninguna. „Já, það getur maður.......Þú átt við að .. nei. Það var ekki stríðið sem særði mína sál. Það var hún. Brenda gerði það“. Hún kom við annað hné hans og hönd hans hætti að skjálfa. Þau lituðust um. Að lítilli stundu liðinni virtust pálmarnir þrír, sem stóðu á milli kirkjunnar og íbúðarhússins, eiga athygli hans óskipta. Kannske var hann að bíða eftir því, að leðurblaka flygi út úr einum þeirra? Hún sagði honum, að tveir þeirra, þess- ir styttri, með hvössu þyrnunum út úr stofnunum, væru awara- pálmar, en sá hávaxni væri cookerit. „Það er líka hægt að borða ávexti awara-pálmanna. Þeir eru samt ekki eins góðir og cookerit og þeir gera tunguna í manni ljós- gula og það eru harðar trefjar í aldinkjötinu, sem festast á milli tannanna....... Var konan þin kannske of þurftarfrek kynferðis- lega? Var það þess vegna sem þú skildir við hana?“ „Nei, ég hafði aldrei ástæðu til að halda, að hún væri óheilbrigð að neinu leyti. En hún var vond“. Hann var nú farinn að tala alveg rólega og Olivia taldi sjálfri sér trú um að hún hefði nú fundið gott ráð, til að róa hann og sefa. „Að hvaða leyti var hún vond?“ „Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð, til að minnka mig og lítillækka. Hún var gáfaðri en ég og meiri hæfileikum búin og hún varpaði skugga á mig með ill- kvitnislegu og fjandsamlegu móti. Vorið 1934 hélt ég sýningu á mál- verkum mínum — og um haustið hélt hún líka sýningu á nokkrum myndum, sem hún hafði málað. Hún hafð: glímt við mörg sömu viðfangsefnin og ég og gert þeim margfallt betri skil — mörgum sinnum betri. Þetta gerði hún einungis til þess að sýna yfir- burði sína. Ef ég samdi leikrit, þá samdi hún annað, hliðstætt að efni til — og ávallt mörgum sinn- um betra. Einu sinni skrifaði ég sögu og fékk hana gefna út. Gagn rýnendur tóku henni vel, en hún seldist samt mjög illa. Þá glcrifaði Brenda aðra sögu og notaði sama efni og inntak og ég í minni sögu. Og sagan hennar varð ekki aðeins succes d’estime, heldur kom hún t í þremur útgáfum á næstu fimm vikunum. Allt s-m ég gerði, gerði hún betur og af ráðnum huga“. „Og svo hefurðu auðvitað skil- ið við hana?“ „Já, við skildum, ellefu mánuð- um eftir giftingu okkar". Hann kreppti hendurnar. — „Hún njósn ar sífellt um mig — í gegnum þúsund ósýnileg gægjugöt. Hún er hérna nálægt okkur á þessari stundu. Augu hennar fylgja mér og umkringja mig, hvar sem ég er staddur. Hún bíður enn eftir því að sýna yfirburði sína“. „En sagðirðu ekki að hún væri dáin?“ „Ekki hún sjálf. Hún er ótortím anleg. Það er aðeins í svefni sem ég er laus við árvekni hennar og eftirtekt. Ég óttast stöðugt þá stund, þegar hún ákveður að gera sig aftur sýnilega — og greiða mér úrslitaliöggið". Olivia sat stundarkorn þögul og hugsandi: —• „Hvers vegna fórstu í Spánarstríðið?" spurði hún svo. „Brenda var þar. Hún starfaði þar sem stríðsfréttaritari fyrir bókmenntalegt vikurit. 1 orði kveðnu var ég líka fréttaritari. Franskur málari, góður vinur minn, yar með mér. Raoul Bijou. En raunverulega fór ég þangað, vegna þess að ég var að elta Brendu. Ég hélt að ég myndi hafa upp á henni. Ég hafði ákveðið að ráða hana af dögum. Ekki aðeins líkamlega, heldur líka andlega. Ég hafði ætlað að ná henni einni — með einhverju móti — nema hana á brott, ef mögulegt yrði og fara með hana upp í fjöllin og — og auðmýkja hana og sannfæra sjálfan mig um það, að hún væri aðeins mannleg og mér ekki svo miklu fremri sem ég hafði haldið til þessa. Og svo ætlaði ég að ganga milli bols og höfuðs á henni, drepa hana með köldu blóði“. „Og fannstu hana svo ’.ldrei?" „Nei, hún var alltaf nýfarin frá þeim stöðum, sem á leið minni urðu. Svo heyrði ég að hún hefði farið aftur til Englands og hélt þvi líka heimleiðis. En þegar til Englands kom, frétti ég að hún hefði skroppið til Barbados, til þess að hvílast um sinn. Hún hafði beitt sjálfa sig of hörðu á Spáni og þjáðist af taugaþreytu. Svo elti ég hana til Barbados, en þeg- ar þangað kom, var mér tilkynnt, að hún hefði látið lífið á voveif- legan hátt, drukknað. Líkið fannst aldrei". „Var hún ekki góð sundkona?" „Jú, synd eins og selur. En í þetta skipti virtist hún hafa of- metið sína eigin krafta“. Hann brosti og það var sigurglampi í augum hans. Hann vætti varirnar með tungubroddinum. Svo sá Oli- via að andlit hans afskræmdist, eins og hann væri að bresta í ofsa legan grát. Hann huldi andlitið í höndum sér og tautaði: „Það er ekki heiðarlegt af mér, að vera að segja þér frá þessu. Það er eins og ég sé að reyna að vekja hjá þér meðaumkun. Guð minn góður, ég er alls ekki með réttu ráði“. „Láttu nú ekki eins og kjáni. Blómin hafa lsekkað i verði Illýið upp stofuna með nokkrum túlípönum. Blóm og Avextir Mikil verðlækkun á blómum Skreyið nú heimilið í tilefni af kosningunum. FéSag blómaverzlana i Reykjav'ik MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) Markús hefur hæft hafurinn. En rétt um leið missti Króka Refur kíki sinn niður hlíðina. — Komdu nú Friðrik, segir Markús því hann veit ekki betur en að þetta sé rétti leiðsögumað- urinn. Við verðum að flá hann strax. 2) — Ég ætla fyrst að sækja kíkinn. — Hann getur beðið. Við sækj- um hann á eftir. 3) — Nei ég ætla að sækja hann strax, — Þetta er undarlegt. Hvers Vegna hefur Friðrik svona mikinn áhuga á að finna kíki sem ég á. Haltu áfram að segja mér unt hana. Hvernig druknaði hún?“ „Það var fiskimaður sem sagði mér hvernig það vildi til. Það var á stað, sem kallast Martins Bay, á norðurströndinni. Þorpsbúar höfðu varað hana við því, að baða sig á einum sérstökum stað. Það eru mörg sker og flúðir, sem flæð ir yfir, mjög nálægt ströndinni og þar eru líka neðansjávar-klettar. Þarna í nánd er líka einhvers konar jökulsprunga, þar sem sjór- inn sogast sífellt niður og mynd- ar hættulega hringiðu. Standi maður á ströndinni og horfir út, getur maður séð þetta greinilega. Á þessum stað sýnist sjórinn vera blárri, en annars staðar og maður getur séð iðuna og löðrið. Þessi staður er kallaður Well P:t. Þarna hafa jafnvel sterkustu fiskibátar farizt, að bví er Finlay sagði mér, en Brenda hefur ef- laust haldið að hún gæti hnekkt öllum fyrri metum með því að verða fyrst allra til að synda yfir þetta hættulega svæði og komast lífs af. Einn morgun sáu tveir fiskimenn til ferða hennar, þar sem hún synti frá landi og stefndi beint á Well Pit. Þeir hlupu eftir ströndinni, kölluðu til hennar og sögðu henni að snúa við, en hún hló bara og veifaði til þeirra. Hún hafði alltaf gaman af að vekja á sér athygli. Hún synti áfram og 'beint inn ' Well Pit, þar sem hún sogaðist samstundis niður í djúpið og kom aldrei upp á yfirborðið aftur. Hún hefur ekki sézt síðan". Tick .... tick.... Hann stóð á fætur. Hún greip i handleggina á hon- um og sagði honum að setjast aftur. — „Þétta er bara meinlaus bjalla. Þetta tick, tick heyrist í vængjunum á henni, þegar hún flýgur“. Hann settist. „Bara ef þeir hefðu fundið lík- ið af henni“. „Það hefur eflaust setsl í ein- hverri neðansjávargjótu, á milli skerjanna". „Já“. „Það hlýtur að vera dásamlegt og purpura-blátt þarna niðri. Ég get alveg gert hér í hugarlund, hvernig það er. Og svo er Hka allt fullt af grænu og rauðu sjávar- þangi, sem bærist i straumnum, eins og kornöx í vindi“. Hann var farinn að líta í kring- um sig og ókyrrast í sætinu. Tick .... tick.... Fjarlægt brim virtist brotna með þungu þrumubljóði við grýtta strönd og færast hægt nær.... „Þetta er vindurinn inni í skóg- inium. Það er líkast því sem rign- ingardemba sé að koma“. „Já og stundum líkist það u-im- gný. Ég sá Well Pit“. „Drekkurðu viskí, til þess — til þess að — dreklcja óhamingju þinni?“ „Nei, ég er að reyna að lækna mig af delerium tremens". „Delerium — ég hef lesið...... Er það ekki það, sem þeir kalla D. T. ’s?" „Jú“. „En hvernig ætlarðu að lækna þig, með því að drekka viskí?“ SHtttvarpiö Laugardagur 25. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". — 16,30 Endurtekið efni. 17,15 Skákþáttur (Baldur Möller). — Tónleikar. 18,00 Tóm- stundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Glaðheimakvöld" eftir Ragnheiði Jónsdóttur; VII. (Höf les). 18,55 1 kvöldrökkrinu: Tón leikar af plötum. 20,30 Leikrit: „Eldspýtan", gamanleikur um glæp; Johannes von Giinther samdi upp úr sögu eftir Anton Tjekhov; þýðandi: Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi. Leikstjóri: Ævar Kvaran. 22,10 Þorradans útvarpsins: Leikin verða einkum gömul danslög. Hljómsveitir Karls Jónatanssonar og Þorvalds Stein- grímssonar leika sinn hálftímann hvor. Söngvari: Alfreð Clausen 02,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.