Morgunblaðið - 28.01.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.01.1958, Qupperneq 3
Þriðjudagur 28. januar 1958 MORCTJNBLAÐ1Ð 3 Kadar forsætisráöh. Ungverja- lands segir af sér Verður áfram framkvæmdastjóri kommúnistaflokksins, en keppinaufur hans tekur við stjórnarforustu Búdapcst og Vínarborg 27. jan.: — Janos Kadar forsæt- isráðherra Ungverjalands baðst í dag íausnar. Hanír mun þó áfram halda stöðu sinni sem framkvæmdastjóri kommúnistaflokksins. — Al- þýðuþing Ungverjalands sara þykkti í dag tillögu Kadars um að Ferenc Munnich vara forsætisráðherra tæki við st j órnarf orustu. Ætlar aS „einbeita“ sér Kadar afhenti forseta landsins lausnarbeiðni sína snemma í morg <un( mánudag). Síðan gekk hann til þinghallarinnar og gerði þing- heimi grein fyrir ákvörðun sinni. 'Hann kvað ástæður fyrir Lausnar- beiðni sinni þær, að hann óskaði að einbeita sér meir að störfum tfyrir flokkinn. Það væri, of mikið verk fyrir hann að vera bæði for- eætisráðherra og framkvæmda- 'Stjóri flokksins. Keppinautarnir Ekki munu allir telja þá skýr íngu nægjanLega, því að almennt ihefur verið talið, að eftinmaður •Kadars, hinn 71 árs gamli Mun- nich væri hættulegur keppinautur lians um hylli hinna rússnesku •herra. Janos Kadar tók þátt í mót- spyrnuhreyfingu Ungverja gegn •Þjóðverjum á stríðsárunum og varð þá að sitja í fangelsi þeirra. •Hann var einn af æðstu foringjum •ungverskra kommúnista. 1948 varð hann innanríkisráðherra í einræðisstjórn kommúnista. En samherji hans Rakósi lét hand- ■taka hann og varpa í fangelsi, ■fyrir títóisma. Þegar Imra Nagy var skamma stund forsætisráð- ■herra sumarið eftir dauða Stalins, lét hann leysa Kadar úr haldi. Sveik þjóS sína Eftir uppreisn Ungverja síðari hluta október var Kadar gerður framkvæmdastjóri kommúnista- flokksins. Átti hann í fyrstu gott samstarf við Nagy um frelsis- stjórn Ungverja, en þann 4. nóv- ember 1946, sveik hann þjóð sína Oig gekk yfir í herbúðir Moskvu- valdsins, meðan rússneskir skrið- drekar létu skothmð rigna yfir Búdapest. Janos Kadar baðst lausnar á ínánudagsniorgun. Enginn póshir í 10 daga STYKKISHÓLMI, 21. jan.: Frá áramótum hefir tíðarfarið verið mjög óstöðugt og rysjótt hér við Breiðafjörð. Sjóróðrar hafa því verið fáir héðan úr Stykkishólmi og samgöngur allar mjög erfiðar. Leiðin til Grundar- fjarðar er algerlega lokuð og sama er að segja um Skógar- strönd í Dali, þar fer nú póstur inn á hestum og er lengi í ferð um. Kerlingaskarð hefir verið mjög erfitt og ófært á köflum. Nú er verið að moka svo að bifreiðarnar komist suður. Póstur hefir ekki borizt frá Reykjavík í sl. 10 daga, enda samgöngur á sjó stopular og engar sem stendur. M. b. Bald ur er ennþá í viðgerð á Akranesi og óvíst ennþá hvenær hann get ur hafið ferðir á ný. Símasamband hefir verið mjög erfitt í janúar, línur slitnað í óveðrunum og oft þurft að senda út á línurnar til viðgerðar. -- Á. H. Peron verSur að flýja Venezuela Juan Peron, fyrrverandi for- seti Argentínu, sem undanfar- ið hefur dvalizt í útlegð í Vene zuela mun yfirgefa landið á þriðjudaginn. Með falli Jimen- ez, einræðisherra Venezuela, er úti um það skjól Perons. Hann hefur orðið fyrir mikl- um árásum í Venezuela eftir byltinguna og múgur manns hefur reynt að brjótast inn til lians í þeim tilgangi að ná sér niðri á honum. Hann hafði gefið öryggislögreglu Jimenez góð ráð um hvernig ætti að handleika og útrýma pólitísk- um föngum. Sýslunefndar- mannskosning í Stykkisliólmi Við sýslunefndarmannakosn- ingu í Stykkishólmi hlaut Sigurð ur Ágústsson alþingismaður, fram . bjóðandi Sjálfstæðismanna, rúm | 300 atkvæði. Frambjóðandi stjórn I arflokkamanna, Gunnar Jónatans I son hlaut hins vegar 137 atkv. Bússar standa í veai tyrir triðsamietfri iausn Gerhardsen svarar tveimur bréfum Bulganins OSLÓ 27. jan. (NTB). — Á laugardaginn var sendi Einar Gerhardsen forsætisráðherra Norðmanna, bréf til Bulgan- ins, sem fól í sér svar við tveimur bréfum þess síðar- nefnda. Hindrunin í þessu bréfi segir Gerhardsen, að máske sé það nú ein helzta hindrunin fyrir friðsamlegri lausn deilumálanna, að Rússar slitu afvopnunarviðræðunum. — Það er lífsskilyrði fyrir Evrópu- þjóðirnar, að hægt sé að ná ein- hverjum árangri til lausnar deil- unni um afvopnun. Þess vegna vonar norska stjórnin, að Sovét- ríkin sjái sér fært að hefja að nýju viðræður í avopnunardeild Sameinuðu þjóðanna. Nýtízku vopn Gerhardsen minntist einnig nokkuð á eldflaugarvopn, sem Bulganin hafði mjög varað hann við. Um það segir hinn norski forsætisráðherra: Eldflaugar sem draga stutt verða nú að teljast meðal eðlilegra og nýtízkulegra vopna til varnar hverju landi. Það væri því aðeins hægt að fella þau niður í landvörnum ríkjanna, ef hægt væri að komast að al- mennu samkomulagi um af- vopnun og bann við notkun lang- drægra sem stuttdrægra flug- skeyta. Ósanngirni Rússa — Ég verð að telja, að það sé ósanngjarnt hjá yður að gagn- rýna að Norðmenn fái til sín vopn, sem aðeins eru ætluð til varnar gegn árásum yfir landa- mæri Noregs. Varðandi tillögu Bulganins um að koma á fót í Norður-Evrópu sérstöku svæði, þar sem bannað verði að geyma kjarnorkuvopn eða hafa eldflaugastöðvar, segir Gerhardsen. — Það hefur vakið furðu í Noregi, að þér skulið nefna slíkt vopnleysi og varnarleysi Norður- landa, án þess að þér minnist einu orði á að slíkt hið sama vopnabann skuli gilda um þann hluta Norður-Evrópu, sém er inn an rússnesku landamæranna. NATO tryggir friðinn Gerhardsen lýsir þeirri skoð un sinni skýrt í bréfinu til Bulganins, að Norðmenn séu aðilar að Atlantshafsbanda- laginu vegna þess að það tryggi Vestur-Evrópu-þjóðum frið. Hann bendir á það, hve einlægur friðarvilji hafi komið fram á síðasta ráðherrafundi NATO. Ankara-ráðstefnan hafin Ankara 27. jan. — Einkaskeyti frá NTB/Reuter. Ráðherrafundur Bagdað-bandalagsins hófst í dag I Ankara, höf- uðborg Tyrklands. Var fundurinn settur fyrir opnum dyrum með því að fulltrúar hinna ýmsu ríkja fluttu ávörp. Næstu þrjá daga verða lokaðir fundir, þar sem ráðherrarnir taka til meðferðar álit hermála- og efnahagsnefnda Bagdað-bandalagsins. Chou hafnar nóðunar- beiðni mæðranna PEKING, 24. jan. (Reuter) — Chou En-lai, forsætisraðherra Kina, hafnaði í dag ósk þriggja bandarískra kvenna um að synir þeirra sem sitja í fangelsi í Kína verði látnir lausir. Kom neitun ráð- lierrans konunum á óvart, því að af framkomu kínverskra stjórn- valda að undanförnu voru þær farnar að vona að synirnir yrðu leystir úr haldi. Konurnar þrjár komu til Kína 7. janúar s. 1. Höfðu þær fengið fararleyfi bæði hjá bandarískum og kínverskum yfirvöldum. Syn- ir þeirra voru fyrir tveimur ár- um dæmdir, tveir í ævilangt fangelsi og einn í 20 ára fangelsi fyrir njósnir. Var för kvennanna heitið til Kína til að hitta syni sína og beiðast þess af kínverskum yfir- völdum að þeim yrði gefið frelsi. Þær hafa fengið að hitta syni sína sjö sinnum í fangelsinu og var framkoma kínverskra yfirvalda mjög vingjarnleg. í dag heimsótti varaforseti kínverska Rauða krossins kon- urnar í hótelherbergi þeirra í Peking. Hann tilkynnti þeim, að hann hefði meðferðis bréf frá Chou En-lai forsætisráð- herra, sem væri svar við náð- unarbciöni fanganna. Kon- urnar urðu í fyrstu mjög eft- irvæntingarfullar, en er vara- forsetinn hafði lesið nokkrar setningar skildu þær að náð- unarbeiðninni hafði verið al- gerlega hafnað. Kom það kon- unum mjög á óvart og lá nærri að þær fengju taugaáfall, því að öll von virðist úti um að sonum þeirra verði bjargað. Komurnar fara flugleiðis frá Kína á morgun. Eitt aðalverkefni þessa fund- ar verður að reyna að varpa nokkru Ijósi yfir markmið Rússa í nálægum Austurlöndum og hvaða aðferðum þeir beita. Þá verður og rætt um að styrkja varnir banda- lagsins með eldflaugastöðvum. Ræða sú, sem John Foster Dul- les utanríkisráðherra Bandaríkj- anna flutti við þetta tækifæri, hef- ur vakið athygli. Þar beindi hann þeirri aðvörun til Rússa, að þeir skyldu láta fimm þátttökuríki Bagdað-bandalagsins í friði. Það væri víst að þessar þjóðir myndu sameiginlega neyta allra ráða til að vernda sjálfstæði sitt. Fundurinn í Ankara mun standa í fjóra daga. Sjállstæðisflokkurinn er sfærsti flokkurinn í Hafnarfirði í s. 1. 32 ár liefur Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði verið stærsti flokkur bæjarfélagsins þegar kosið hefur verið til bæjarstjórnar. Nú hefur orðið á þessu breyting í fyrsta skipti. í kosn- ingunum s. 1. sunnudag hlaut framboðslisti SjálfstæðisflokKs ins 1360 atkvæði, en listi Alþýðuflokksins 1320 atkvæði. Hér er því um merkileg straumhvörf að ræða. Hafnfirö- ingar hafa glatað trausti á Alþýðuflokknum. Sú þróun sem hafin er, mun ekki stöðvast. Sjálfstæðisflokkurinn er nú stærsti flokkurinn í Hafnarfirði. Alþýðuflokkurinn er kom- inn þar á örlagaríkt undanhald. smsniMR Vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórnina Kosningarnar í fyrradag urðu stórsigur fyrir Sjálfstæðismenn, en á öðrum stað í blaðinu er gerð grein fyrir niðurstöðum kosning- anna, sem sýna þetta svo ljóst sem verða má. Það sem setur svip sinn á þessi úrslit, eru þau mótmæli, sem í þeim felast gegn öllu atferli vinstri stjórnarinn- ar. Úrslit kosninganna, þegar Iitið er á þær í heild, fela í sér skýlausa kröfu um að ríkisstjóm- in segi þegar í stað af sér, rjúfi þing og efni til nýrra kosninga. Hér var það rödd íslenzks al- mennings, sem talaði. Það er ljóst, að mikill fjöldi manna, sem áður hafa kosið aðra stjórnmála- flokka, fylkti sér nú um Sjálf- stæðisflokkinn, sem eina and- stöðuflokk hinnar gulu ríkis- stjórnar. Úrslitin eru vantraust á ríkisstjórnina — vantraust sem hún getur ekki gengið fram hjá, fremur en vantraustsyfirlýsingu, sem samþykkt væri á sjálfu Al- þingi. Fjöldi af þeim hermönn- um, sem nú lögðu til orrustu með Sjálfstæðisflokknum hafa áður verið óþekktir í röðum hans. Hér var það „áhlaup hinna óþekktu hermanna", sem gerði sigur flokksins þegar á heildina er litið, SVO stóran, sem raun ber vitnL Kosningahömlunum svarað Það sást glöggt á kosningunum í Reykjavík, að kosningahömlurn ar, sem lögleiddar voru fyrir jólín, og áttu að vera vopn í hönd um stjórnarfolkkanna, snerust gegn þeim sjálfum. Tilgangurinn var að gera Reykvíkingum erfið- ara fyrir að neyta kosningaréttar síns. Þessu tilræði svöruðu Reyk- víkingar með því að fjölmenna á kjörstaðina, eins og raun varð á. Kosningahömlurnar voru ráðn- ar af illum huga og fór hér eins og svo margsinnis fyrr og síðar í sögunni, að það sem stofnað er til af illvilja og með ofbeldi, kemur að lokum harðast niður á-þeim sem slíku beitir. Tvætr Sjálfstæðiskonur í bæjarstjórn Tvær konur náðu kosningu af lista Sjálfstæðismanna, þær frú Auður Auðuns og frú Gróa Péturs dóttir. Engin kona situr í bæjar- stjórn sem fulltrúi nokkurs af liinum flokkunum, enda voru framboðslistar þeirra þannig úr garði gerðir, að þær konur, sem á þeim voru, höfðu enga von um kosningu. Konur í Reykjavík munu meta það að verðleikum, að stærsti flokkurinn skipaði konum þann- ig í sæti, að 2 náðu kosningu, sem aðalfulltrúar i bæjarstjórn. Skröksögur um milljónir Árið 1930 fékk Framsóknar- flokkurinn í fyrsta sinn fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur og varð Hermann Jónasson þá kosinn. Það var upphafið að stjórn- málaferli hans. Þessum árangri náði Framsóknarflokkurinn með því að beita daginn fyrir kosn- ingar svæsnasta kosningarógi, sem dæmi eru til á íslandi. Það var sagan um að Knud Ziemsen borgarstjóri hefði dregið sér eina milljón króna úr bæjarsjóði, en liann var maður, sem ekki mátti vita vauiiii sitt í neinu. Þá glæpt- ust menn á því að trúa Tímanum. Fyrir kosningarnar núna dreifði Tíminn út svipuðwm skröksögum en núna var milljónin orðin að tugum milljóna. En árið 1958 eru Reykvíkingar liættir að trúa sög- um Tímans. vegna langrar og bit- urrar reynslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.