Morgunblaðið - 02.02.1958, Page 10

Morgunblaðið - 02.02.1958, Page 10
10 MORCIJTSBLÁÐIÐ Sunnudagur 2. febrúar 1958 BÓKAÞÁTTUR: Fjögur Ijóðskáld íslenzk úrvalsrit: FJöGtJR LJÓÐSKÁLD. Hannes Péturs- son gaf út. 50 + 110 bls. Bóka- útgáfa Menningarsjóðs, Rvik 1957. SÍÐASTA bindið af „Islenzkum úrvalsritum“ Menningarsjóðs er að því leyti frábrugðið fyrri bindum að þar er saman komið úrval úr ljóðum fjögurra skálda, en hin bindin voru aðeins helguð einu skáldi hvert. Nýbreytnin stafar bæði af því að ljóð þess- ara skálda eru ekki mikil að vöxtum og eins vegna hins, geri ég ráð fyrir, að útgefandi hefur ekki viljað taka annað í safnið en „úrvalsljóð“. Heildarmyndin verður þannig betri en hefði ver- ið horfið að því ráði að gefa út öll ljóð einhvers eins þessara manna. Skáldin sem hér eiga hlut að máli eru Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti, Jóhann Sigur- jónsson, Jóhann Gunnar Sigurðs- son og Jónas Guðlaugsson, sam stæður hópur eins og Hannes Pétursson dregur fram í ágætum formála, en Hannes hefur vaiið ljóðin í bókina. Formálinn er út af fyrir sig ekki sízti kostur þessarar eigu- legu bókar. Hannes ræðir í upp- hafi nýrómantikina og sporin sem hún skildi eftir sig í ljóðurr. nokkurra íslenzkra skálda. Eins og hann bendir réttilega á voru áhrif þessarar bókmenntastefnu takmörkuð á íslandi vegna þess að staðhættir voru aðrir en í stórborgum álfunnar. En þeir þættir hennar sem fundu hljóm- grunn í íslenzkum brjóstum ork- uðu sterkt á nokkur beztu skáld okkar og auðguðu íslenzka ljóð- list að ferskum tónum. Var og ekki vanþörf á því upp úr síð- ustu aldamótum að hugmynda- flugið fengi nýjan vind undir vængi og lyíti íslenzkri ljóðlist upp úr lognmollu alltof taminna og veruleikabundinna átthaga- Hannes Pétursson kvæða, sem voru þreytandi keim- lík hvert öðru. Nýrómantíkin vakti með skáld- unum nýja skynjun á tilverunní og örvaði til tilrauna með ný form og ferska tjáningu. Skálc!- skapurinn verður í senn persónu- legri og altækari, viðfangsefnin fjölbreyttari og litríkari. Jóhann Sigurjónsson er kannski bezta dæmið um þetta, og íslenzk ljóð- list á honum eflaust meira upp að unna en margir gera sér Ijóst. Hannes rekur allýtarlega lífs- sögu skáldanna og ræðir síðan verk þeirra og helztu sérkenni Er þar margt skarplega athugað, þótt sumt orki raunar tvímælis eins og síðar skal bent á. ★ ★ Sigurður frá Arnarholti var elztur og afkastamestur f jo. - menninganna, og er honum gef- inn tæpur helmingur af kvæða- rúmi bókarinnar. Hann var fyrst og fremst skáld drauma, ásta trega og náttúrudýrkunar. Hannes segir, að Sigurður hafi verið „sá af nýrómantískum skáldum hér sem strangastar kxöfur gerir til formsins, ásaint Jóhanni Sigurjónssyni og Einaii Benediktssyni“ Þetta er að því leyti rétt að Sigurður tók upp heiftuga baráttu gegn hálfkáki hins svokallaða skáldaleyfis, ó- nákvæmni og sofandaskap í notkun máls og táknmynda. Hann vildi „þoka ljóðmálinu sem riæst daglegu tali, bæði um orða- röð og orðaval, hann er á móii fornyrðum og mikilli nýyrða- myndun og krefst þess að hend- ingarnar séu hljómmiklar og meitlaðar". Annað mál er það hvort Sig- urði tekst hvarvetna að uppfyila þær ströngu kröfur sem hann gerði til Ijóðsköpunar. Hannes segir að „það mætti vera glögg- skyggn lesandi sem fyndi .... formlýti" í ljóðum Sigurðar. Hér er sterkt að orði kveðið og á ég bágt með að fallast á þessa niður- stöðu. Mér finnst það vera form- lýti þegar orð eru stýfð eða höfð í röngum föllum til að þjóna rími eða hyrnjandi. Sigurður segir t. d.: „þó vil ég kjósa vorri móðir að ætíð megi’ hún minning kyssa manna’, er voru svona góðir —” eða „Þín litla veika hendi hafði þítt-------“ eða „Ástin þegir alla vega eins og fugl á kvist’, og ástin talar eilíflega og er í hjörtun rist---” Eru það ekki líka formlýti þegar hugsunin er brengluð eða ónákvæm aðeins til að hlíta regl- um stuðlanna. Dæmi: „Hjer blómgast eilíf bjarkatrje á bakka hafsins auða, er bjóða skugga, skjól og hlje í skúrum böls og nauða —, —“. Hér er orðið „skuggi" eingöngu notað vegna stuðlanna. Maður leitar sér skugga í sólarhita, en tæplega í regnskúrum, enda litl- ar sögur farið að skuggum í svo- leiðis veðri. Þar er það skjólið sem máli skiptir. Að tala um „fossins fætur" eins og Sigurður gerir á einum stað, finnst mér líka heldur klaufaleg samlíking. Að þessum annmörkum upp töldum verður það svo að segjast, að mörg ljóð Sigurðar frá Arnat- holti eru snilldarlega ort. Hannes segir að sum þeirra séu „meðal þeirra hljómfegurstu sem til aru á tungunni“ og bendir í því sam- bandi á eftirmælin eftir Lauf- eyju Guðmundsdóttur. Ég vii einnig benda á „Skammgóð er draumatíð", „Kampavín", „Nótt“, „Borghildur Arnljótsson" og „Isi- dóra“. — Sigurður á líka til skemmtilega glettni, sem hefur þó jafnan þyngri undirtón, eins og t. d. kemur fram í Ijóðiru „Ef —” og hinu landfleyga kvæði hans „1 dag“. Um líkingar hans og myndir er það að segja, að mér finnst þær helzti hefðbundnar og venjulegar. Hann talar um „hug- arsnekkjuna", „hylji nautna“ „harmasjóði", „hugardrauma silf- urvír“ og „hafsins greip“, svo nokkrar líkingar séu nefndar Annars eru kvæði hans ekki myndrík. Þýðingar Sigurðar á Ijóðum Levertins, Hamsuns og Ibsens eru ágætar. Að mínu viti er Jóhann Sigur- jónsson mestur formsnillingur fjórmenninganna og eitthvatt bezta íslenzkt ljóðskáld síðari alda, þótt afköst hans væru lítil að vöxtum og hugur hans hneigð- ist meir að annarri grein skáld- skapar. I þessu úrvali eru ljóð Jóhanns tvímælalaust jafnbezh Það er ekki fjarri sanni að Jó- hann sé fyrsta „nútímaskáld“ Is- lendinga, og á ég þá ekki aðeins við notkun hans á rími, stuðlum og hrynjandi, heldur engu síður byggingu og hugsun ljóða hans. Þau eru fá epísk; honum er ekki i mun að segja sögur í bundnu máli, heldur kafar hann í sin innri djúp. Ljóðin fela fyrst og fremst í sér mynd af skáldinú. Hann yrkir t. d. um Jónas Hai!- grímsson, en ljóðið er sjálfs- mynd. Sama er að segja um „Ódysseif hinn nýja“. Ljóð Jóhanns eru hvert öðru formfegurra, tungutakið hvergi klaufalegt eða þvingað, og allar líkingar klárar. Benda má t. d. á Ijóðin „Fyrir utan glugga vinar míns“. „Sólarlag“, „Sonnetta”, „Heimþrá" og „Bikarinn" sem dæmi um tæran og hnitmiðaðan kveðskap. Samt er hið margrædda ljóð hans „Sorg“, sem er bæði órímað og óstuðlað, langbezta kvæðið í þessari bók. Um það segir Hannes Pétursson í formálanum: „Með þessu kvæði roðar í rauninni fyi- ir nýjum tíma, tíma þegar skáid- in hætta að segja hug sinn, held- ur sýna hann, birta hugarástand sitt með því að velja þær sýnir i kvæðin sem bezt gefa það til kynna. En þetta er eitt höfuð- einkennið á ljóðum mjög margra skálda á seinni tímum, einkenni, sem nú ryður sér óðfluga til rúms hér. Ljóðið er ekki lengur hugsað sem eins konar samtal við lesandann, heldur eins og bygg- ing sem skáldið reisir á víða vangi, hverfur síðan frá og lætur lesandann um að leita þangað og dvelja þar“. „Nútímaljóðagerð“ verða ekki gerð öllu betri skil í stuttu máli en Hannes gerir hér. „Sorg“ er eitt af stórvirkjum íslenzkrár ljóðlistar, hvað sem líður þeim formælendum stuðla og ríms sem ekki geta fellt sig við að nefna það ljóð. Jóhann Gunnar Sigurðsson lifði aðeins 24 ár. Hann byrjaði snemma að yrkja, en Hannes bendir á að skáldið hafi ekki náð þroska fyrr en hann sá hilla undir dauðann. En þá bregðui svo við að fram kemur fulltíða skáld sem túlkar reynslu sína af vonsvikum, einmanaleik og dauðakennd í máttugum ljóðuin. Dauðakennd Jóhanns bregður sér í ýmis gervi, hann er ýmist grimmur, beiskur eða angurvær („Kveðið í gljúfrum", „Óráð“, „í val“). Hannes hefur að mestu haldið sig við síðustu ljóð Jó- hanns þegar hann valdi í þes^a bók. Þessi kvæði eru nýr og djúpur tónn í Ijóðlist aldamótaáranna Skáldið hefur að vísu iært mikið af gömlum íslenzkum danskvæð- um, en hann hefur blásið nýju lífi í hin gömlu form og gert þau að áhrifaríkri persónulegri tján- ingu. Form viðlaganna gömlu á einmitt svo vel við þær kenndir sem skáldið vill túllca: harmana. vonleysið, heitrofin, beyginn við dauðann. Hannes bendir réttilega á að Davíð Stefánsson sé spor- göngumaður Jóhanns Gunnars þegar hann yrkir í anda þjóðvisn anna. Hannes Pétursson ræðir skáld- skap Jóhanns mjög ýtarlega í formálanum og bregður upp minnisstæðri mynd af þessu hug- næma skáldi tregans, sem var ekki þunglyndisskáld af lífs- þreytu eða vegna tízku, heldur af því hann elskaði lífið og horfö ist í augu við óumflýjanleg örlög sín. Síðastur fjórmenninganna er Jónas Guðlaugsson, óvenjulega bráðþroska maður sem féll frá á bezta aldri, aðeins tæpra 29 ára gamall. Hann var strax í upphafi mjög aðsópsmikill, fékkst m. a. við blaðamennsku bæði á Islandi og í Danmörku, tók þátt í stjórn- málum og þótti frábær mælsku- maður. Rúmlega tvítugur fór hann af landi burt, en þá höföu þegar komið út eftir hann þrjar ljóðabækur. Hann fór fyrst til Noregs og gaf út ljóðabók þar en settist svo að í Danmörku og gerðist afkastamikill rithöfund ur, gaf út tvær ljóðabækur og þrjár skáldsögur á dönsku. Má það furðu sæta hverju Jónas af kastaði á svo skammri ævi. Ljóðin sem Hannes hefur valið 1 eftir Jónas Guðlaugsson eru tek- | in úr „Dagsbrún", síðustu ljóða- bók hans hér heima, en hún kom út þegar hann var 22 ára. Gætir þar margra grasa, en mest ber á æskufjöri, framgirni, útþrá og araumsýnum. Jónas er tvímæla- laust úthverfastur fjórmenning anna, og einmitt það gerir hann óánægðan með grátt og óskála- legt umhverfið heima á íslandi Draumheimurinn veitir honum ekki sama skjól gegn næðingum veruleikans og skáldbræðrum hans. Sem skáld er Jónas Guðlaugs- son dálítið í ætt við Hannes Haf- stein og Einar Benediktsson, merkisberi hins nýja tíma í ytra tilliti, framfara, frelsis og grózku. Þess vegna er meiri lífskraftur í ljóðum hans en þremenning- anna, þótt þau séu ekki að sama skapi betri. Hannes bendir á að ljóðið „Mig langar“ feli í sér meginþættir.a í skáldskap Jónasar. Meðan hann var heima vildi hann út, en þeg- ar hann var setztur að ytra þráði hann heim. Það eru sköp hins ný- rómantíska skálds að búa í senn í heimi fjarlægðarinnar og ná- lægðarinnar, segir Hannes. Ljóð Jónasar Guðlaugssonar eru ekki sérlega nýstárleg, þótt stundum bregði þar fyrir snjöil- um myndum og sérkennilegu skopi, en hann hefur gott vaid á skáldfáknum og á þessa ó- þreyju, sem jafnan gæðir Ijoð hans lit og lífi, hversu hefðbund- in sem þau annars eru. Frágangur bókarinnar er í al\a staði ágætur og útgefanda til mikils sóma, Sigurður A. Magnússon. Sigurður Jónsson bifrelðustióri minningarorð SKEIÐIÐ er á enda runnið. Lang- ur og annasamur starfsdagur er að kveldi. Unnið hefur verið hörðum höndum. Sigurður Jónsson var fæddur 24. ágúst 1884, að Votamúla, Norðurkoti í Flóa. Hann andað- ist aðfaranótt hins 27. jan. s. 1. og verður jarðsunginn á morgun. Sigurður ólst upp við venju- leg sveitastörf og lærði fljótt á uppvaxtarárunum að beita kröft- unum við hagnýt störf, eftir því sem þrekið leyfði. Á þeim árum var unglingum ekki hlíft og kjör þeirra voru þá að jafnaði mun harðari en nú þekkist. Sigurður byrjaði að stunda sjó á vertíðum, þegar er hann hafði náð þroska til þess, jafnframt fékkst hann við ýmiss konar störf og um mörg ár vann hann að vegalagningum, allt þar til að hann gekk í þjón- ustu Steindórs Einarssonar. Það var árið 1917. Hjá honum vann Sigurður óslitið upp frá því með- an kraftar entust, eða í full 40 ár. Þá er Sigurður gerðist starfs- maður hjá Steindóri, lagði hann stund á bifreiðaakstur og vann við það í mörg ár. Hann var því í hópi þeirra, er fyrstir stýrðu bifreið hér á landi og ökuskírteini hans er eitt af þeim fyrstu, sem hér voru gefin út. Það kom því í hans hlut að taka þátt í braut- ryðjendastarfi íslenzku bílstjór- anna á alls konar leiðum, og veg- um sem lítt voru ruddir og ekki ætlaðir vélknúnum farartækjum. Ávallt farnaðist honum vel, þótt oft væri úr vöndu að ráða. Þá kom sér vel útsjónarsemi hans, snarræði og dugnaður. Hollt er heilum vagni heim að aka. Eftir að hann hafði verið bif- reiðarstjóri um fjölda ára, hætti hann mikið til akstri, en vann eftir það á bifreiðaverkstæði Steindórs, og þar vann hann sín síðustu handtök. Sigurður var frábær starfs- maður. Þar fór allt saman: verk- lagni, dugnaður, áhugi og sam- vizkusemi. Trúmennskan var óskeikul og stundvísi hans var viðbrugðið. Honum féll aldrei verk úr hendi, og hann var ætíð hress og léttur, hverju sem á gekk. Aldurinn bar hann með af- brigðum vel. Og þótt árin færð- ust yfir, virtist það ekki bíta á hann. Hann var óvenjulega ung- legur og hélt fullum starfskröft- um til hins síðasta, enda þó okk- ur dyldist ekki, að síðustu mán- uðina gekk hann ekki heill til skógar, en ekki var venð að kvarta. Ég var samstarfsmaður Sigurðar s. 1. 16 ár. Hann var góður starfsfélagi, og það var lærdómsríkt og göfgandi að vinna með honum. Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Ágústa Jóhannsdóttir. Börn þeirra eru Olgeir og Klara. Eru þau bæði gift og búsett í Reykjavík. Síðari kona hans er Jóhanna Björns- dóttir. Þau giftust árið 1936. Hún lifir mann sinn 'ásamt tveim börn um þeirra: Ólöfu Ósk og Birni Heimi. Börnin eru bæði í foreldra húsum. Jóhanna var Sigurði holl- ur lífsförunautur. Samlíf þeirra var með fádæmum gott, svö at aldrei bar skugga á. Og 1 sjúk- dómsþrautunum síðustu ævidag- anna naut Sigurður ástúðlegrar umhyggju og hjúkrunar konu sinnar, sem gerði allt, er í valdi hennar stóð, til að lina þjáning- arnar. Það er henni nú harma- bót ásamt endurminningunni um hamingjuríka sambúð. Systkini Sigurðar eru fjögur á lífi: Magnús, járnsmíðameistari, Reykjavík, Jóhanna búsett sama stað, Sesselja húsfreyja að Dals- mynni í Norðurárdal og Ragn- heiður til heimilis í Stóru-Sand- vík í Flóa. Við samstarfsmenn Sigurðar þökkum honum af heilum hug fyrir samverustundirnar, sem við munum ekki gleyma og við, sem vorum honum yngri í starfi, þökkum honum fyrir leiðbeining- arnar og holl ráð, og þá fyrir- mynd, sem hann var okkur. Við kveðjum hann með djúpum söknuði. Hákon Kristgeirsson. ★ ÖLL erum við samferða á lífs- ins leið. Viðkynning við góða arengi er gulli betri. Það er lan að mega njóta starfs og vináttu góðra félaga, slíkir hlutir endast út yfir gröf og dauða. Hjá Sig- urði fundum við raungóðan og tryggan vin, sem öll vandræði vildi leysa og á engan vildi hann halla. Starfsgleði hans var við- brugðið. Við þökkum samveru- stundirnar. Ég votta konu hans og börnum og öðrum ættingjum mína inm- legustu samúð. Blessuð sé minning hans. Ragnar Elíasson. Kveðja Á FYRSTU árum bifreiðarstarf- semi minnar, réðust til mín goðir starfsmenn, einn þeirra var Sig- urður Jónsson, er andaðist að- faranótt 27. janúar sl. Hjá mér starfaði hann með ágætum á fimmta áratug. Fiá ánægjulegu samstarfi okkar á ég margar góðar minningar, trú- mennska hans og reglusemi var til fyrirmyndar. Um leið og ég þakka fórnfust samstarf þessa mæta manns, Dið ég honum allrar blessunar. Konu hans, börnum og öðrura aðstandendum sendi ég hugheil- ar samúðarkveðjur. St. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.